Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGG JU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Málefni fatlaðra íslensku þátttakendurnir í Ólympíuleikum fatl- aðra sem fram fóru í Seoul í Kóreu, eru nú komnir heim. Var þeim vel fagnað við komuna til Keflavík- urflugvallar. Þar tilkynnti félagsmálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að ákveðið væri að veita 10 milljónum króna úr ríkissjóði á næsta ári til smíði íþróttahúss fatlaðra í Reykjavík. Þetta framlag ríkissjóðs er myndarleg upphæð og sýnir góðan hug stjórnvalda til málefna fatlaðra. Færi vel á því að Reykjavíkurborg sýndi einnig af sér rausn í þessu sambandi, og reyndar ýmis stórfyrirtæki, sem starfa í höfuðborginni. Má gera ráð fyrir að samtökum fatlaðra verði auðveldari eftirleikurinn um byggingu íþróttahússins, ef ríkis- sjóður, borgarsjóður Reykjavíkur og atvinnufyrir- tæki lyfta undir með þeim á þessum merku tímamótum í sögu fatlaðra sem það er að hafa tekið þátt í heimsmóti íþróttafólks og náð jafn glæsilegum árangri sem raun ber vitni. Mikið er um það talað að íslendingum ríði á því að skapa sér gott almenningsálit í heiminum, verða frægir af góðu, umtalaðir fyrir frelsis- og mannúð- arhugsjónir. Augljóst er að slíkt almenningsálit verður ekki til nema stjórnvöld eigi þar stærstan hlut að máli. Mikilvægt atriði í því sambandi eru viðhorf stjórnvalda til málefna fatlaðra. Hér er að vísu ekki unnt að gera altæka úttekt á því, hvernig málefni fatlaðra eru rækt hér á landi og hvað samanburður við önnur menningar- og velferðarlönd kynni að leiða í ljós í því sambandi. Þó má með réttu halda því fram að viðhorfin til málefna fatlaðra hafi breyst til batnaðar í áranna rás og komi það fram í löggjöf og lagaframkvæmd. Slík mál geta þó aldrei náð neinu óumbreytanlegu stigi né að þau verði leyst á skömmum tíma einu sinni fyrir allt. Vandamálin breytast með nýjum tímum, við slíkt verður aldrei ráðið. Hins vegar er nauðsynlegt að viðhaldið sé vakandi áhuga á málefnum fatlaðra og þeim jákvæðu viðhorfum, sem nauðsynleg eru til þess að heilbrigðra lausna sé leitað í þeim vanda, sem við er glímt á hverri tíð. Hvað varðar málefni fatlaðra er ástæða til að benda á sjálfsbjargarstarfsemi fatlaðs fólks, sem á sér áratuga sögu og er stórmerkur kafli í sögu réttindabaráttu minnihlutahópa í íslensku þjóðfé- lagi. Þótt á engan hátt skuli dregið úr nauðsyn opinbers frumkvæðis í málefnum fatlaðra né að ríki og sveitarfélög eigi höfuðaðild að stofnunum og velferðarkerfi í þeirra þágu, þá má krafa um slíkt ekki verða til þess að draga úr því afli, sem sjálfsbjargarhreyfingin hefur verið um frumkvæði og stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks. Hér er talað um „sjálfsbjargarhreyfingu" í víðtækri merk- ingu þess orðs. Það á við um margs konar félagsskap fatlaðra, sem hefur verið virkur í réttindabaráttu og af sjálfs dáðum lyft mörgu grettistaki, sem vakið hefur aðdáun innanlands og utan. I .slenskt máltæki segir að „ýmist sé í ökkla eða eyra", þegar hlaupið er úr einum öfg- unum í aðrar. Hugleiðingar um efnahagsástandið á íslandi um þessar mundir snúast einmitt um sannindi þessarar alþýðu- visku, sem er svo listavel orðuð, að varla verður betur gert. Hitt er annað, að fæstum virðist lagið að haga gerðum sínum í sam- ræmi við alþýðleg spakmæli og lífsvisku aldanna, jafnvel þótt allir dáist að orðalagi og inni- haldi spakmælanna. Samdráttur í stað þenslu Allt síðastliðið ár og frám eftir líðandi ári hefur þenslu- ástand efnahagslífsins borið, hæst í þjóðmálaumræðu, enda ekki ófyrirsynju. Efnahagslíf- ið hefur verið yfirkeyrt í full tvö ár, en nú sýna öll teikn að samdráttur er hafinn og óvíst hversu lengi hann varir. Fyrir einu ári fjallaði efnahagsmála- umræðan einkum um þá miklu spennu, sem ríkti í efnahagslíf- inu. Þessi spenna birtist í gífur- legri fjárfestingu og fram- kvæmdagleði, sem jók eftir- spurn eftir vinnuafli, olli yfir- borgunum og aukinni verð- bólgu. Þessu fylgdi mikil kaup- máttaraukning með vaxandi ráðstöfunarfé og eftirspurn eftir innfluttum vörum, sem jók við- skiptahallann, sem hefur verið óviðráðanlegt vandamál síðustu tvö ár. Peningamálastefnan hefur auk þess hlaðið undir þenslu- verkandi áhrif af þessu tagi. Fjármagnið hefur leitað í óarð- bæra fjárfestingu og verslunar- og milliliðaumsvif langt umfram það, sem þjóðarbúskapurinn þolir. Útflutningsgreinarnar urðu undir í þessu kapphlaupi og það af augljósum ástæðum. Þær þoldu ekki verðbólguaukn- inguna, sem rýrði samkeppnis- aðstöðu þeifra á erlendum mörkuðum. Þær þoldu ekki vaxtastefnuna, sem rekin var, enda vaxtakostnaður útflutn- ingsfyrirtækja tífaldur á við það sem gerist í sambærilegum rekstri erlendis, svo vísað sé til orða Guðjóns B. Ólafssonar. Síðan bættist við óhagstæð geng- isþróun og að lokum bein verð- lækkun á framleiðsluvörunum. Óheillaþróun efna- hagslífsins 1987-'88 Teiknin um þessa þróun innan útflutningsframleiðslunnar blöstu reyndar við fyrir meira en einu ári og urðu fleiri og sýni- legri eftir því sem mánuðir og misseri liðu. Að lokum varð þetta ástand svo augljóst á miðju síðasta sumri, að jafnvel hörð- ustu málsvarar markaðs- og fjármálafrelsis áttuðu sig á að ríkisvaldið varð að taka í taum- ana með beinum aðgerðum, sem yrðu til þess að koma útflutn- ingsstarfsemi á rekstrarhæfan grundvöll hvað sem öllu öðru liði. Deilurnar hættu að snúast um nauðsyn opinberra stórað- gerða í rekstrarmálum útflutn- ingsgreinanna. Innan ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar var ekki um það deilt, að vandi efnahagslífsins fælist fyrst og fremst í rekstrarástandi útflutn- ingsgreinanqa. Það var ekki deilumál, að rekstrarskilyrði út- flutningsins væru óbærileg og úrbót á því sviði yrði að ganga fyrir öðru og þá yrði að kosta ýmsu til, sem rækist á hagsmuni annarra greina eða gengi þvert á efnahagskenningar, sem haldið hafði verið fram í orði og verki. En þegar þessu gagnlega um- ræðustigi var loks náð, og þegar fyrir lá hugmynd um niðurfærslu verðlags og launa, sem allt benti til að væri fær leið, efnahagslega og pólitískt, þá drógu sjálf- stæðismenn sig út úr þeirri um- ræðu og héldu svo óhönduglega á spilum, að ekki var unnt að halda stjórnarsamstarfinu áfram. En eftir stóð að ráða fram úr vanda atvinnu- og efna- hagslífsins með öðrum aðferð- um en buðust samkvæmt niður- færsluleiðinni. Það er hlutverk núverandi ríkisstjórnar að leysa úr þessum sérstaka vanda út- flutningsgreinanna og öðrum vanda, sem nú steðjar að þjóð- félaginu. Grundvöllur þjóðarbúskapar Svo mjög sem menn óttuðust þenslu og offjárfestingu fyrir einu ári, þá hefur nú vaknað óttinn við samdrátt, sem e.t.v. getur þróast til atvinnuleysis áður en langt um líður. Þessi ótti er ekki ástæðulaus. Fram- kvæmdagleði og kaupsýsluum- svif þenslutímabilsins voru byggð á sandi. Það skorti alla undirstöðu undir þessar yfir- borðsframfarir og hagnaðarvon, sem menn sáu í því að nota fjármagn og vinnuafl á þann hátt, sem gert var. Gróðamögu- leikarnir voru aðeins stundarfyr- irbæri, enda rignir gjaldþrotum fyrirtækja af öllu tagi yfir þjóð- félagið og sópar með sér afkomu fólks, sem ímyndaði sér að það hefði fast land undir fótum, hvað snerti atvinnu sína og af- komu. Þetta á ekki síst við um verslúnar- og þjónustufyrirtæk- in, sem sprottið höfðu upp í bjartsýni frjálshyggjustefnunnar og þeirri ímyndun að milliliða- starfsemi geti borið sig í efna- hagssamfélagi, sem grefur und- an framleiðslustarfsemi útflutn- ingsgreinanna. Með slíku ráðs- lagi er ekki einungis verið að kippa rekstrargrundvelli undan útflutningsfyrirtækjunum sem slíkum og gera þau gjaldþrota, heldur er verið að höggva stoðir undan þjóðarbúskapnum í heild. Allt okkar efnahagslíf, öll okkar þjóðarumsvif, afkoma al- mennings, velferðarkerfið, menningarstarfsemi og blómleg verslun, byggist á því að gjald- eyrisskapandi atvinnuvegir og sú framleiðsla, sem sparar er- lendan gjaldeyri, búi við góða rekstrarafkomu. Það hlýtur því að vera fyrsta boðorð skynsam- legrar efnahags- og atvinnu- málastefnu að hlúa að fram- leiðsluatvinnuvegunum. Má með réttu segja, að ef það boðorð er haldið, þá komi hitt af sjálfu sér. Það er fram- leiðslustarfsemin sem skammtar lífskjörin í landinu og ræður því, hvað önnur atvinnustarf- semi og þjónusta getur orðið umsvifamikil án þess að um yfirbyggingu sé að ræða, sem sligar efnahagslífið. Fjárlagagerð Fallvaltleiki efnahagsþenslu fram yfir það, sem framleiðslu- atvinnuvegirnir og útflutnings- greinar þola, birtist þessa daga, þegar ríkisstjórnin vinnur að því að semja fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Þá blasir það m.a. við, að tekjur ríkissjóðs verða tveim- ur milljörðum minni á árinu sem er að líða, heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir, og að sjálfsögðu byggðust á þeim líkum, sem þenslan gaf ástæðu til að miða vjð. Þótt út af fyrir sig sé rétt að ríkissjóður nái til sín vænum hluta af veltunni í efnahagskerf- inu á hverjum tíma, þá er jafn víst að tekjuáætlun ríkissjóðs raskast, þegar samdráttur skell- ur á af þeirri skyndingu sem raun ber vitni. Slíkt þarf engan að undra og er ekkert ásökunar- efni á einn eða neinn. Það er því Ijóst að fjárlóg fyrir næsta ár geta ekki byggst á bjartsýni um öruggar tekjur af áframhaldandi þenslu, heldur verður að gera ráð fyrir sam- drætti í efnahags- og atvinnu- starfsemi næsta ár og miða ríkis- búskapinn við það. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt samdráttareinkenni sjáist á fjárlagafrumvarpi því, sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.