Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. október 1988 Tíminn 9 „Ég er birtunnar barn, býst enn við degi." St. G. St. Timamynd:Gunnar Að ráða við samdráttinn Vert er að leiða hugann að því að samdráttur þensluástandsins er ekki aðeins af hinu illa, - nema síður sé. Þvert á móti var nauðsynlegt að úr spennu drægi, því að efnahagsstarfsemin í landinu hefur ekki verið eðlileg í þensluástandi síðustu tveggja ára. Hér hefur ekki ríkt það jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem stefnt er að með góðri efnahagsstjórn. Góð efnahagsstjórn felst í því að forðast jafnt öfgar þenslu og samdráttar. Núverandi ríkis- stjórn má. auðvitað ekki falla í þá gröf að láta samdráttinn yfir sig ganga sem náttúrulögmál, sem ekkert verður við gert. Hún verður að leitast við að draga úr samdrættinum áður en hann sveiflast yfir í sjálfa andstæðu þenslunnar með afleiðingum sem því fylgja. Það verður best gert með því að ýta fast á eftir þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefur boðað og hafist handa um að framkvæma, að leggja höfuð- áherslu á að rétta við hag framleiðslugreinanna, þeirra greina sem afla gjaldeyris og spara gjaldeyri. Takist ríkisstjórninni það meginhlutverk sitt, þá eru líkur til þess að samdrátturinn, sem nú ríður yfir, sé ekki annað en nauðsynlegur undanfari þess að jafnvægi komist á í efnahagslíf- inu. Þjóðin verður að lifa í samræmi við raunverulega af- kastagetu þjóðarbúsins, þá staðreynd að grundvallarat- vinnuvegir og þjóðarauðlindir skammta í raun lífskjörin í land- inu til langs tíma eftir því sem afkastagetan leyfir. Með því einu móti er hugsanlegt að forða íslensku efnahagskerfi frá því að hafa það langtímaeinkenni að vera ýmist í ökkla eða eyra. Afkoma þjóðarbúsins takmark- ast ævinlega við afkastagetu náttúruauðlinda miðað við að þær endurnýi sig, framleiðslu- möguleika útflutningsgreinanna og markaðsaðstæður þeirra og þar með rekstrargrundvöll þeirra. Það er á þeim grundvelli sem þjóðin byggir fjölþætta þjóðfélagsstarfsemi sína og heldur uppi lífskjörum sínum án þess að þau séu fölsuð eins og verður, þegar lifað er um efni fram eða menn færast meira í fang en þeir ráða við. Slíkt háttalag hefnir sín fyrr en varir. Breytt viðhorf og stefna Reynslan af þensluástandi síðustu ára liggur ljós fyrir, og þjóðin stendur frammi fyrir sam- drætti í atvinnulífinu miðað við ofkeyrslu efnahagskerfisins að undanförnu. Það eitt ætti út af fyrir sig að nægja til þess að allir átti sig á að breyta verður um stefnu í efnahagsmálum. Þjóð- arbúskapinn í heild verður að laga að yfirvofandi ástandi með skynsamlegum viðbrögðum við því sem í vændum er. Þeim mun frekar er nauðsyn- legt að mæta þessu ástandi með virkum aðgerðum og réttum við- brögðum, að á næsta ári stefnir í aflasamdrátt í íslenskum fisk- veiðum að því er varðar ýmsa mikilvægustu fiskstofna. Haf- rannsóknarstofnun hefur kynnt niðurstöður sínar um ástand fiskstofna. Skýrsla stofnunar- innar um það efni hefur að mestu legið fyrir síðan í júlímán- uði og viðbótarskýrsla um ástand humar- og úthafsrækju- stofna var birt fyrir nokkrum dögum. Samdráttur í þorskveiðum Það kemur fram í skýrslum Hafrannsóknarstofnunar, að lífsskilyrði í hafinu við ísland hafa versnað, þannig að nú er um það rætt, að ástand sjávarins minni á það sem var á „köldu árunum" á síðasta áratug eða eins og var 1982 og 1983. Miðað við þetta ástand og horfur í því sambandi leggur Hafrannsókn- arstofnun til að dregið verði úr sókn í ýmsar verðmætar fiskteg- undir. Þar á meðal er lagt til áð stórlega verði dregið úr þorsk- afla. Gert er ráð fyrir að þorsk- aflinn verði 360 þúsund lestir á þessu ári. Hafrannsóknarstofn- un leggur til að ekki verði leyft að veiða nema 300 þúsund tonn af þorski á næsta ári, sem yrði þá samdráttur sem næmi 60 þúsund lestum milli ára. Sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Asgrímsson, hefur látið það uppi að hann muni beita sér fyrir því að veru- legur samdráttur verði á þorsk- veiðum, þótt ákvörðun Iiggi ekki fyrir um hversu mikill sá sam- dráttur verður. Hafrannsóknarstofnun hefur einnig lagt til að samdráttur verði í karfaveiði, enda virðist karfastofninn minnka að nýju hér við land eftir að hann hafði vaxið nokkuð á síðustu árum. Ástand grálúðustofnsins er einnig með þeim hætti að Haf- rannsóknarstofnun telur ástæðu til að grálúðuveiðar verði dregn- ar saman. Jafnvel steinbítsstofn- inn og skarkolastofninn eru tald- ir í verra ástandi en verið hefur, þótt ekki sé beinlínis lagt til að setja strangari mörk á sókn í þessa stofna en gilt hafa að undanförnu. Minnkandi rækju- og humarveiði Greinargerð Hafrannsóknar- stofnunar um ástand humar- og úthafsrækju er ekki uppörvandi, enda bendir flest til að ofveiði eigi sér nú stað á þessum tegund- um sjávarafla. Humarafli á tog- tíma var á árabilinu 1980-1987 frá u.þ.b. 45-60 kg og heildarafli á bilinu 2400 til 2700 lestir á ári, eins og var 1987. Nú hefur veiði á togtíma minnkað í 39 kg. Við þessar aðstæður leggur Hafrann- sóknarstofnun til að leyfilegur humarafli næsta ár verði 2200 lestir. Hvað úthafsrækjuna varðar, þá segir í skýrslu fiskifræðing- anna, að sóknin í úthafsrækju- stofnana á öllum rækjusvæðun- um sé orðin alltof mikil. Það þýðir á mæltu máli að úthafs- rækjan er stórlega ofveidd. Árið 1987 var úthafsrækjuaflinn 35 þúsund lestir, en Hafrannsókn- arstofnun leggur til að hann verði aðeins 20 þúsund lestir árið 1989. Afli úthafsrækju mið- að við togtíma var í byrjun þessara veiða fyrir 12-14 árum 150 kg, en hefur farið síminnkandi. Frá 1985-1988 hefur afli á tog- tíma á rniðum fyrir Norðúr- og Norðvesturlandi minnkað úr 93 kg í 65 kg og frá 125 kg í 84 kg á miðum við Norðausturland á árunum 1986-1988. Hins vegar eru góðar horfur varðandi innfjarðarrækju víðast hvar, þótt á því séu undantekn- ingar, t.d. við Eldey og á Breiða- firði. Ýsu- og ufsastofnar virðast sterkir og veiðistofn þeirra tal- inn geta vaxið á næstu árum. Sérstaka athygli hlýtur að vekja að sumargotssíldin við ísland er enn á uppleið og full ástæða til að vera bjartsýnn á aukna síld- veiði á næstu árum. Sama er að segja um loðnuna. Hún hefur náð sér frá hruninu 1982-1983 og gefið íslendingum jafna og stöðuga veiði, 800-900 tonn á ári síðustu 4-5 ár, sem ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af að breytist á næstunni, þótt ekki liggi fyrir tillögur Hafrannsókn- arstofnunar um loðnuveiði næsta ár, þegar þetta er ritað, en þeirra mun ekki langt að bíða. Varað við ofveiði Þetta ágripskennda yfirlit yfir ástand og horfur fiskstofna á íslandsmiðum sýnir, að á næsta ári stefnir í samdrátt vegna of- veiði á þorskafla, grálúðu, karfa, humri og úthafsrækju, skarkolastofninn er fullnýttur, svo og steinbítur. Ýsu- og ufsa- afli ætti að geta vaxið, síldin er að glæðast, svo að um munar, og horfur um loðnuveiði ættu að vera viðunandi. í heild sinni boða þessar upp- lýsingar fiskifræðinga um ástand fiskstofna engar bjartsýniskenni ingar um framleiðslu- og efna- hagsþróun næsta árs. Þvert á móti felast-í skýrslum Hafrann- sóknarstofnunar tómar viðvar- anir og áminningar um aðgæslu á nýtingu hinna lífrænu auðlinda hafsins. Þegar þess er gætt, að þetta eru þær auðlindir, sem . mestu ráða um afkomu ísíensksr þjóðarbús og leggja til stærsta i hluta útflutningsafurðanna, þá má augljóst vera að þeirra verð- ur að gæta og forða þeim frá ofnýtingu. Skýrslur Hafrann- sóknarstofnunar eru árviss áminning til þjóðarinnar um að auðlindir hafsms eru ekki óþrjótandi. öðru riær. Þeim er stórlega hætt við rányrkju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.