Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 VETTVANGUR Jón Kristjánsson, alþingismaður: Hvalveiðimálið Baráttan um sjálfsákvörðunarrétt til nýtingar auðlinda Rök þeirra, sem mæla gegn hvalveiðum í vísindaskyni, eru á þá leið að með þessum veiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Hvalveiðar séu ekki mikilvægar efnahagslega fyrir ís- lendinga, áróðursstríðið sé tapað og nú sé rétti tíminn til þess að lýsa því yfir að við hættum hvalveiðum með öllu um sinn. Málið snýst um grundvallaratriði Það er rétt að hvalveiðar eru ekki eins mikilvægar fyrir íslend- inga efnahagslega og markaður fyrir frystan fisk í Bandaríkjunum og útflutningur á lagmeti. Við mundum standa það af okkur efna- hagslega að hætta hvalveiðum, þótt ekki megi gleyma því að hér er þó um atvinnu nokkurs hóps manna að ræða. Málið er þó langt frá því að vera svona einfalt. Hvalveiðimálið allt snýst um grundvallaratriði. Það snýst um sjálfsákvörðunarrétt smáþjóðar til þess að nýta auðlind- ir sínar og til pess að rannsaka þær með nýtingu þeirra í huga. Málið. snýst um langtimahagsmuni þess- arar þjóðar, krefst þess að hugsað sé lengra fram í tímann en til nokkurra mánaða, lengra en til fjögurra ára. Það er þessi stað- reynd sem gerir málið flókið og viðkvæmt. Matsatriðin verða fleiri þegar hagsmunir þjóðarinnar eru vegnir, langtímahagsmunir móti þeim hörðu staðreyndum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Að deyða ekki hval Staðreyndir málsins nú eru þær að við eigum á alþjóðavettvangi í höggi við áróður umhverfisvernd- armanna sem hafa það að mark- miði að hvalir séu ekki veiddir. Tilgangur þeirra er ekki sá að hætta hvalveiðum um sinn, eða rannsaka þá með það í huga að þeir verði veiddir síðar. Hann er sá að hvalir séu ekki undir neinum kringumstæðum deyddir af manna höndum. Þessi áróður hefur orðið það áberandi að hann hefur náð eyrum forustumanna ýmissa fyrir- tækja, sem hafa skipt við okkur íslendinga, og viðskiptasambönd eru í hættu af þessum sökum. Ég tel það mjög óheppilegt á þessu stigi að gefast upp og lýsa því yfir að við hættum hvalveiðum um tíma. Þetta mál snýst einfaldlega um það hvort hvalveiðum verður haldið áfram við ísland eða ekki. Við höfum ekki í hendi sigur í þeim slag og getum ekki vitað á þessari stundu hvort þessi atvinnu- vegur á framtíð fyrir sér. Við eigum það ekki víst að geta tekið upp hvalveiðar að fjórum árum liðnum, ef hætt er nú, og dregið úr þeirri rannsóknaráætlun sem nú er i gangi. Á uppgjöf okkar nú mundi verða litið sem mjög afgerandi sigur í orrustu, sigur þeirra sem vilja leggja hvalveiðar niður um alla framtið. Það kann einhver að segja að við mundum þola slíkt, en tveimur mjög veigamiklum spurn- ingum er ósvarað í því efni, sú fyrri er Hvað mun fylgja á eftir? og sú seinni er Hvaða áhrif mun slíkt hafa á lífríkið í hafinu? Fyrri spurningunni - er erfitt að svara og svarið við þeirri seinni liggur heldur ekki í 'augum uppi. Eitt af því versta við allt þetta mál er að vísindamenn okkar skuli ekki fá tóm til að leita fullnægjandi svars við henni. Þáttur vísinda- manna innan vébanda Háskóla ís- lands og viðhorf þeirra til rann- sókna Hafrannsóknarstofnunar er einhver einkennilegasti þátturinn í þessu máli öllu. Fljótræði hættulegt AUar fljóthugsaðar aðgerðir í hvalamálinu nú eru mjög varhuga- verðar. Það hefur ekki heyrst enn að umhverfisverndarmenn hafi haft þann árangur að fá almenning í okkar viðskiptalöndum til þess að hætta að kaupa íslenskar afurðir. Hins vegar hafa þeir náð þeim árangri að forsvarsmenn einstakra fyrirtækja hafa lagt eyrun við og hættan er sú að þau hætti að skipta við okkur. Ástæðurnar geta verið margþættar og skulu hér nefndar þessar: Að forustumenn fyrirtækj- anna séu umhverfisverndarmenn og hlusti af þeim sökum. Að menn vilji forðast óþægindi eða umtal, eða vilji af einhverjum ástæðum nota þetta mál til þess að losa sig við íslenska sölumenn. Kynning á okkar málstað Ég held að nú ætti að beina kröftunum að þessum hóp manna, forstjórum og öðrum stjórnendum fyrirtækjanna sem skipta við okkur íslendinga, og koma réttum upp- lýsingum til þeirra um okkar málstað. Sá málstaður felst í sjón- armiði yfirgnæfandi meirihluta ís- lendinga að hvalurinn sé náttúru- auðlind sem á að rannsaka og nýta skynsamlega. Við höfum verið í fararbroddi í skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins og við viljum vinna áfram á þeim vettvangi. Auðvitað er ekkert hægt um það að segja að árangur náist. Hins vegar er versti kosturinn að láta undan hótunum í málinu. Ég geri ekki lítið úr erfiðleikum þeirra útflutningsfyrirtækja, sem hafa orðið fyrir hótunum í þessu efni, síður en svo. Hins vegar er þetta ekki í fyrsta skipti í sögunni sem við sætum þvingunum í viðskipt- um. Þeim þvingunum höfum við hingað til sigrast á og að mínum dómi er fullkomlega réttlætanlegt að auka aðstoð við þau útflutnings- fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum við að kynna okkar málstað og jafnvel að leita nýrra markaða ef möguleg- ir eru. Við höfum fylgt sveigjanlegri stefnu í hvalamálinu og stefna okkar þarf ávallt að vera í endur- skoðun. Mest er þó um vert nú að halda samstöðunni út á við og sundra ekki kröftunum í innbyrðis deilur á viðkvæmustu augnablikum þessarar baráttu. BASAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. BÆKUR Nýmæli í barnabókaútgáfu: Gólfleikjabókin Bók sem börn leika sér meö á gólfinu þegar veöur hamla útivist Ut er komin hjá Erni og Örlygi allnýstárleg barnabók, sem er hvort- tveggja í senn bók og leikfang. Hún nefnist Gólfleikjabókin og eins og nafn hennar gefur til kynna er ætlun- in að börn leiki sér með hana á gólfinu eða borði eftir því sem aðstæður leyfa. Bókin er prentuð á þykk spjöld og í henni eru margs konar þrautir og leikir sem börn og raunar fullorðnir líka geta sameinast um og leikið aftur og aftur. í Gólfleikjabókinni er klukka með færanlegum vísum, dagatal með hreyfanlegri skífu, þrír skemmtilegir leikir, bæjarkort til bílaleikja, stór- eflis brúðuhús, sögur og vísur og dansgólf með danssporum. Gólfleikjabókin er í raun sneisa- full af leikjum, myndum, frásögnum og vísum. Höfundar eru Carolien og John Astrop en þýðingu annaðist Jón Skaptason. Vegna stærðar sinnar er bókin afgreidd í sérstaklega tilsniðn- um plastpoka og þarf starfsfólk bókabúðanna því ekki að hafa fyrir innpökkun. r.»»i>.^»*ffi»i.«»*j*^-''*-'J,-'>»'*-"*"*'*''''<'*":*"*''****'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.