Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Laugardagur 29. október 1988 llllllllllHlllllllllll MINNING llllllllllllllllllillllllllllllilllllllllllllliilllllllllll Arnaldur Þór Fæddur 23. febrúar 1918 Látinn 22. október 1988 Arnaldur Þór, garðyrkjubóndi í Blómvangi í Mosfellssveit, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík s.l. laugar- dag, sjötugur að aldri. Hann var elstur fjögurra barna hjónanna Helgu Kristinsdóttur Þór og Jónasar Þór verksmiðjustjóra, en yngri systkinin eru þau séra Þórarinn Þór, fyrrv. prófastur á Patreksfirði, Guðrún Þór og Kristinn Þór. Arn- aldur átti við nokkra vanheilsu að stríða nokkur undanfarin ár og færð- ist þetta í aukana svo ekki varð við ráðið. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Kristínu Jensdóttur Þór, sem hann kvæntist þ. 29.7. 1944, og þrjú uppkomin börn, þau Guðrúnu Þór hjúkrunarfræðing, Jónas sagnfræð- ing og Ólöfu Helgu kennara. Helga, kona Jónasareldra, féll frá um aldur fram er Amaldur var 10 ára gamall og svo sem að líkum lætur var það mikið áfall og einkum fyrir elsta soninn á viðkvæmum aldri. Snemma hneigðist hugur Arnald- ar að ræktunarstörfum og því réðst það svo milli feðganna að hann tók sig upp og fór til náms í garðyrkju á Reykjum í Mosfellssveit vorið 1933, þá 15 ára að aldri. Þarna hófst góður kunningsskapur milli hans og okkar bræðra sem stóð æ síðan, enda varð ævistarf Arnaldar hér í Reykjahverf- inu til dauðadags. Á þessum árum, á vordögum íslenskrar garðyrkju með nútíma sniði, þótti það eftir- sóknarvert ungum mönnum að kom- ast að til verklegs náms hér að Reykjum. Þetta var þá stærsta og best búna gróðrarstöðin í landinu og í hraðri uppbyggingu; hafði á að skipa færum fagmönnum á sviði blóma- og grænmetisræktar undir forystu Niels Thybjerg, garðyrkju- stjóra. Ýmsum þótti í mikið ráðist af Arnaldi svo ungum manni að fara í fjarlægan landshluta til vandalauss fólks og ráða sig til þessa náms sem þá var sniðið að mestu eftir þágild- andi iðnnámi og að hluta til að danskri fyrirmynd og þeim aga sem þar tíðkaðist. Þetta tókst þó mæta vel og hann naut sín vel í leik með jafnöldrum og í ströngu starfi með íærimeisturum sínum, sem reyndar voru þá flestir danskir, við störf í gróðurhúsum og á grænkálsökrum á hinum heitu lendum jarðarinnar. Árið 1937 er svo haldið til fram- haldsnámsins í garðyrkjuskólanum í Ollerup í Danmörku en síðan eitt ár í Þýskalandi þar sem hann lauk náminu. Haustið 1939 var hann þegar ráðinn að gróðrarstöð KEA á Akureyri, en þar undi hann ekki og tók þvf starfi sem honum bauðst að Reykjum sem verkstjóri yfir gróðr- arstöðinni þar og þótti það mikill virðingar- og ábyrgðarstaða á svo fjölmennum vinnustað. Árið 1946 kaupa þau hjónin Am- aldur og Kristín garðyrkjubýlið Blómvang af Jakobínu og Laurits Boeskov en þá fluttust þau búferlum til Danmerkur með fjölskyldu sína. Þar með var ævistarfið endanlega ráðið og takmarkinu náð, að reka eigið fyrirtæki. Gerðist Arnaldur brátt athafnasamur í félagsmálum, einkum þeim sem snertu mál garð- yrkjumanna. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Félags garðyrkju- bænda í Mosfellssveit með einnig mjög virkri þátttöku í landssamtök- um garðyrkjubænda og um skeið formaður þar einnig. Þá tók hann einnig mjög virkan þátt í landsmála- pólitík og gerðist útbreiðslustjóri dagblaðsins Tímans og erindreki Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi á árunum 1963 til 1970. Þá var hann einnig meðeigandi og starfsmaður við uppbyggingu Gróð- urstöðvarinnar við Sigtún um skeið, en seldi sinn hlut 1968 og sneri sér af alefli að gróðrarstöðinni heima í Blómvangi. Arnaldur vann að stofnun Kaup- félags Kjalarnesþings og var um skeið formaður þess, ennfremur var hann fyrsti formaður Kjördæmisráðs Framsóknarflokksins á Reykjanesi og 5 ár í miðstjórn þess flokks. Þá átti hann sæti í ýmsum sýningar- nefndum Félags garðyrkjubænda og var ritari framkvæmdanefndar á sjö- unda norræna garðyrkjuþinginu og sýningunni í Helsinki 1949. Þessi sýning er okkur íslendingum ef til vill minnisstæðari en ýmsar aðrar því sennilega var það þar sem ís- lenskur garðyrkjumaður vann til gullverðlauna fyrir nýtt afbrigði af nellikum. Þá ritaði Arnaldur greinar í blöð og tímarit um hugðarefni sín og síðustu árin var hann ritstjóri svonefndra Álafossfrétta sem var starfsmannablað í Ullarverksmiðj- unni Álafossi. Þar vann hann ákaf- lega merkilegt starf við söfnun sögu- legra gagna um ullariðnað á íslandi. Uppúr 1970 hófust fyrir alvöru erfiðleikatímar í garðyrkju hér í Reykjahverfi en um það leyti hóf Hitaveitan svonefnda djúpborun í þeim tilgangi að ná hér meira vatni og það tókst. Hinsvegar gerðist það, að við þetta hvarf allur hiti úr yfirborði jarðar og hlunnindi snemmræktaðs grænmetis á markað í Reykjavík brugðust og nú eru hinar gömlu garðyrkjustöðvar, sem byggðu m.a. á þessum landsgæðum, hættar starfsemi. Þá var það 1973 að Arnaldur tók að sér að verða inn- kaupastjóri á ull fyrir Klæðaverk- smiðjuna Álafoss og starfaði þar meðan heilsan entist eða til ársloka 1986. Það má sjá af þessari upptalningu að Arnaldur hafði vítt áhugasvið ásamt hinum daglegu störfum. Á yngri árum þreytti hann knattspyrnu með jafnöldrum sínum, en seinna voru jjað ferðalög, veiði laxfiska og fugla, en hann þótti fima slyngur við allan veiðiskap. Eitt var það, sem hann hafði orð á stundum, en það var tækifærið sem hann fékk að koma til starfa í garðyrkjunni í byrjun og verða síðan þátttakandi í ævintýrinu er Mosfellssveitin varð stórveldi í ræktun blóma og græn- metis. Til gamans má geta þess, að athugulir menn komust að því að á áratugnum fyrir stríð var Mosfells- sveitin það sveitarfélag þar sem fæstir voru um hvem bíi; var það talið landsmet. 1 tengslum við starf sitt á Álafossi og söfnun gamalla gagna var hann einn af stofnendum Sögufélags Kjósarsýslu og var þar í stjóm um skeið, en félag þetta starfaði vel um árabil, þótt nokkuð hafi dregið úr því í bili. Amaldur var baráttumaður að eðlisfari og skapmaður mikill; fastur fyrir ef því var að skipta en að sama skapi málsvari þeirra er minna máttu sfn. Hann lét að sér kveða á málþing- um og var málefnalegur og drengi- legur andstæðingur. Hann var vand- ur að vinum og mjög stoltur af eyfirskum uppmna sínum. Amaldur var einn af þeim sem settu svip á umhverfi sitt. Nú er röddin hljóðnuð og hann kominn á annað tilvemstig. Við, sem eftir stöndum, heiðrum minningu hans og sendum fjölskyld- unni og öðmm ættingjum samúðar- kveðjur. Amaldur Þór verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 31. október. Jón M. Guðmundsson Námskeið í œttfrœði eru að hefjast hjá Ættfrœðiskólanum. Námskeiðin eru jafnt sniðin fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Aðgangur að einu stærsta heimildasafni landsins í œttfrœði. Leiðbeinandi: Þorsteinn Jónsson. Innritun og upplýsingar virka daga kl. 14-16 í síma 641710 og á kvöldin í 46831. ÆTTFRÆÐISKÓLINN D4GVI8T BAHVA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völvu- koti er laus til umsóknar. Fósturmenntun áskilin. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. KAUPFELÖGIN OG ARMULA3 REYKJAVIK SlMI 38900 Moksturstæki &TRI ■» • Nýtist með eða án jafnstöðuarma - sama tækið! • Fljóttengd - tvívirk lyfta - tvívirk skófla og hraðlosun. • Losunarhæð við skóflutengi 3,4 metrar. • Lyftigeta frá ca. 100 í yfir 2000 kg. • Á allar gerðir dráttarvéla. • Einn lipur stjórnarmur. • Fljóttenging skóflu og tækja. $TRIMA “ BergsjóTrima AB REYKJAVÍK - H0RNAFJÖRÐUR Vetraráætlun 1988 Frá Reykjavík: Sunnud. - þriðjud. - föstud. kl. 8.30 Frá Höfn: Sunnud. - þriðjud. - föstud. kl. 10.00 Ath. Breyting þessi tekur gildi frá og meö 25. október. Par óskast til starfa og stjórnunar á kjúklingabúi. Æskilegt er að viðkomandi hafi kynnst sveitastörf- um. Nákvæmni hreinlæti og dugnaður, nauðsyn- legir eiginleikar. Frítt húsnæði. Framtíðarstörf fyrir rétt fólk. Upplýsingar í símum 98-66053, -66083, -66051.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.