Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík: Samstarf KHI og f ræðslu- skrifstof a um skólaþróun í Kennaraháskólanum hefur veríð í gangi svokallað starfsleiknínám fyrir kennara í almennum grunnskóla í samstarfi við fræðsluskrifstofurnar í Reykjavík og á Reykja- nesi. f vetur mun þetta nám færast út í önnur fræðsluumdæmi og mun Þorsteinn Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri hafa umsjón með náminu ásamt Grétari Marinóssyni dósent í sérkennslu- fræðum við KHÍ. Keith Humphreys, sérkennslufræðingur við Politechnic- háskólann í Newcastle up on Tyne í Englandi starfaði í tvö ár hér á landi sem gistilektor við KHÍ og skipulagði starfsleikninámið í samvinnu við annað starfsfólk skólans. M eð þessu námi má segja að leitast sé við að sameina kenningar og framkvæmd á sem raunhæfastan hátt. Nýverið var haldið fjölþjóðleg námsstefna við háskólann í New castle þar sem fluttir voru margir fyririestrar sem tengjast skólaþróunarstarfi þar sem áhersla er lögð á að skoða skólann í heild sinni og það samhengi sem er milli hinna einstöku þátta skólastarfsins, svipað því sem gert er með starfsleiknináminu hér á íslandi. Nokkrir íslendingar fluttu erindi á námsstefn- unni en hana sóttu af íslands hálfu sérkennslufulltrúi ríkisins frá menntamálaráðuneytinu, tveir kennarar við Kennarahá- skólann, sérkennslufulltrúi í Austurlandsumdæmi og fræðslu- stjórar og sérkennslufulltrúar fræðsluskrifstofanna í Reykja- vík og á Reykjanesi. Tíminn leitaði eftir því við fræðslustjór- ann í Reykjavík, Áslaugu Brynjólfsdóttur, að fá að birta erindi hennar þar sem skilgreint er í hverju starfsleikninámið er fólgið. Hér á eftir fara kaflar úr erindi hennar en sökum plássleysis er það talsvert stytt. Inngangur „Hvert barn á slnn rétt og sína möguleika tilþroska." Muith. Jónass. I samræmi við þessi orð, sem höfð eru eftir einhverjum okkar helsta uppeldisfræðingi, má segja að sé inntak 2. málsgr. 2. gr. íslensku grunnskólalaganna frá 1974, en þar er kveðið á um að skólanum beri að sinna þessu hlutverki, miðað við þarfir og hæfileika hvers og eins. En lög eru ekki sama og fram- kvæmd og við, sem höfum starfað í skólunum og að skólamálum vitum VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar. HANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. 15SR12 kr. 2.370.00 135R13 2.370.00 145R13 2.480.00 155R13 2.580.00 165R13 2.670.00 175/70R13 - 2.950.00 185/70R13 - 2.990.00 175R14 3.180.00 185R14 3.570.00 185/70R14 - 3.480.00 195/70R14 - 3.850.00 165R15 2.980.00 Gerið kjarakaup Sendum um allt land. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 oa 84844. -¦1 REYKJKHÍKURBORG ™ "¦"¦ fleysinga í 2 S 2j 3 MT J.cuiwiStödm Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsmann vantar á næturvakt til a mánuði. Upplýsingar í síma 685377. Þátttakendur á námsstefnunni um skólaþróun í Newcastle sem haldin var á dögunum. að mikið hefur skort á að inntak 2. gr. sé í raun og veru. Áður fyrr var viðhöfð röðun í bekki miðað við getu, þar sem skólar voru með fjölmenna árganga. En með grunnskólalögum 1974, sem eru að mörgu leyti manneskjuleg og ágætis lög, var horfið að blöndun nemenda í námshópa (bekki). Það verður hins vegar að segjast að kennarar voru margir hverjir ekki undir það búnir að geta kennt allri þeirri breidd (hæfileika), sem þá er í hverjum bekk. Aukin stuðnings- og sérkennsla var þá lausnin og nemendur oftast teknir útúr almennu kennslunni. Raunin hefur orðið sú að stuðnings- og sérkennslan hefur stöðugt aukist innan almenna grunnskólans og hinn alm. kennari hefur haft tilhneigingu til að finna fleiri nemendur, sem falla þannig ekki að ramma bekkjar- kennslunnar. Það hlaut því að verða fagnaðar- efni fyrir fræðsluyfirvöld, ef eygja mátti nýjar leiðir, sem kynnu að leiða til úrbóta í þessum efnum. „Starfsleikninám fyrir kennara í al- menna grunnskólanum". En með því námi er lögð áhersla á leikni kennara til að koma til móts við öll börn, sem í skólanum eru, og styrkja þannig og efla skólastarfið innan frá. Það gekk að vfsu ekki átakalaust að fá fjármagn til að koma þessu námi á, sem fer fram í skólunum sjálfum á vegum K.H.Í. í samvinnu við fræðsluskrifstofur, nú til að byrja með aðeins í Reykjavík og Reykja- Skipulag némsins ogþátttakaskóla Það var í ársbyrjun 1987, sem starfsleikninámið hófst fyrir stjórn- endur (kennsluleiðbeinendur) f . skólunum. í Reykjavík hafði námið þá þegar verið kynnt í nokkrum skólum og niðurstaða orðið sú að fimm skólar tækju þátt í náminu. Byrjaði það með því að valinn hafði verið kenn- ari til að taka þátt f stjórnendanám- inu. Væntanlegum stjórnendum sem ráðnir voru að fræðsluskrifstofunni var^gert ljósf í hverju stjórnenda- námið væri aðallega fólgið, þ.e. að stjórna starfsleikninámi ca. 15-20 kennara, næstu tvö árin þar á eftir, hver úti í sínum skóla. Þar sem hann væri einskonar fundarstjóri á viku- legum vinnufundum og leiðbeinandi utan vinnufunda. Jafnframt væri hann í starfshópi með öðrum stjórn- endum undir stjórn sérkennslufull- trúa fræðsluskrifstofunnar og hefði ákveðnum faglegum skyldum að gegna gagnvart K.H.Í. Nám stjórnenda skiptist í tvo 10 vikna hluta. Þar lærðu þeir grund- vallarhugmyndir og meginatriði sem námið byggist á og gátu samhliða glímt við áþreifanleg viðfangsefni í sínum skólum og útbjuggu mismun- andi kennslugögn til að nota við að leiðbeina væntanlegum samkennur- um næstu tvö árin. Haustið 1987 byrjaði svo nám um 90 kennara sem kenna 6-12 ára börnum í þessum skólum, en við bættust 2 dagdeildir innan alm. skól- ans og skóli barnageðdeildar, en stjórnandi þar hafði einnig verið í starfsleiknináminu. Tvisvar á sl. vetri voru og verða einnig í ár tveir heilir starfsdagar sameiginlegir fyrir alla kennara úr umræddum skólum, en vikulega eru tveggja klst. fundir og gert ráð fyrir 4 klst. heimavinnu fyrir kennara. Hvað segja stjornendur skóla og hvert er mat kennaranna sjálf ra á náminu? Á síðastliðnu vori eftir^að fyrra árs náminu lauk fór fræðslustjóri og sérkennslufulltrúi fræðsluskrifstof- unnar ásamt tveim kennurum náms- ins í K.H.Í. f alla skólana og ræddu við skólastjórnendur og leiðbein- endur kennarahópsins í hverjum skóla. Þeir höfðu aUir sömu sögu að segja, að þeim fannst þeir merkja viðhorfsbreytingar til nemenda, kennarar færu að hugsa öðruvísi og hefðu jafnvel viss áhrif á skólann í heild jafnvel á kennara skólans, sem ekki væru í náminu. Flest öllum bar saman um að þetta hefði verið mikið álag á kennara, en þeir hefðu tekið námið mjög bók- staflega og skilað öllum verkefnum. Framan af vetri hefðu kennarar samt ekki almennilega gert sér grein fyrir markmiðum eða öllu heldur aðferðum og upp hefðu komið ýmiss álitamál og jafnvel streita. Smám saman hefðu þeir náð áttum svo sem varðaði ýmsar skilgreiningar, t.d. hefði tekið tíma að átta sig á því að gera mun á fötlun og sérkennsluþörf- um, þar sem skilgreining á fötlun beinist að henni sjálfri, eðli, orsök- um og meðferðarúrræðum, en skil- greining á sérkennsluþörfum snýst um hvað sé hægt að kenna nemend- um þrátt fyrir fötlun með velferð einstaklingsins á líðandi stundu og framtfð í huga, og er m.a. háð hvernig einstaklingurinn metur sjált- an sig. Einnig hafi þeir gert sér betur grein fyrir nauðsyn á sífelldu endur- mati á sérkennsluþörfum, svo að námsefnið megi falla að hæfi og þörfum nemandans í stað þess að reyna að aðlaga nemandann að námsefni, sem hann í mörgum tilfell- um hefur ekki áhuga á eða getu til að leysa. í raun teldu sumir ef vel ætti að vera þyrfti að setja náms- markmið og áætlanir fyrir hvern nemanda. í viðræðum nú í haust við kennar- ana sjálfa, sem tóku þátt í náminu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.