Tíminn - 29.10.1988, Síða 13

Tíminn - 29.10.1988, Síða 13
Laugardagur 29. október 1988 Tíminn 13 Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjórí í Reykjavík. kom fram að margt hafi skýrst, þegar þeir hafi verið búnir að fara í gegnum hina ýmsu afmörkuðu þætti, náð að tengja þá og áttað sig á mikilvægi þess að vel skipulagt vinnuferli er forsenda þess að gera námsáætlun við hæfi. Hana þurfi að byggja á bakgrunnsupplýsingum, at- hugun og mati, rökstuðningi fyrir því hvað eigi að kenna og hvemig, til að setja síðan námsmarkmið með helstu áhersluatriðum, þrep fyrir þrep. Til þess að hafa skilyrði til að vinna að þeim þurfi að gera sér grein fyrir hvaða kennslufræðilegar að- stæður þurfi að vera fyrir hendi í skólanum. Niðurstaða Með þessu starfsleikninámi var kennurum gerð grein fyrir þeim gmndvallarforsendum, að hver skóli verði að vera fær um að koma til móts við sérkennsluþarfir þeirra bama, sem í skólanum eru. Menn eru sammála um að almennt skorti ekki þekkingu í skólunum heldur kunnáttu eða leikni við að nota hana. Með þessu námi er verið að reyna að móta hlutverk kennara og skólans í heild svo að þeir verði hæfari til að sinna öllum börnum innan hans. Það væri vissulega of snemmt að fullyrða um það hvort tekist hefur að ná þessum markmiðum og tæplega hægt að búast við því að hægt sé að meta slíkt nokkum tíma til fulinustu. En það er skoðun mín að hér sé á ferðinni einhver allra vænlegasta og skilvirkasta endurmenntun kennara, þar sem skólinn sem heild (eða stærstur hluti hans) tekur þátt í( þessu námi og stór hluti kennara skólans kynnist sameiginlega nýjum vinnuaðferðum ásamt nýrri sýn á þá eðiilegu staðreynd að enginn ein- staklingur er eins. Þetta nám er samhliða kennslunni á starfstíma skólana og þannig gefst kennurum tækifæri til að reyna strax það sem fram kemur í náminu á áþreifanlegan hátt. Þeir geta þannig áttað sig og prófað í raun faglega námsþætti við vinnubrögð og kennslu sinna eigin nemenda í skólunum. Af viðræðum við stjórnendur í skólunum og samtölum við kennar- ana sjálfa er ég sannfærð um að umrætt nám hefur mikil og góð áhrif á skólastarfið í heild. Við einn af skólunum fann ég þegar áþreifanleg merki þess, er ég ákvað að koma á dagdeild fyrir unglingastigið í skólanum. Þá sýndu kennarar annað viðhorf og voru tilbúnir að útbúa sérstaka námskrá fyrir deildina útfrá þeim einstakling- um sem þar eru. Þá er ég líka bjartsýn á, að þau faglegu vinnu- brögð sem kennarar læra í náminu komi að góðu gagni við gerð skóla- námskrár, sem ætlunjn er að unnin sé í hverjum skóla, samkvæmt drög- um að nýrri aðalnámskrá, sem er að koma út um þessar mundir. En skólanámskrá kallar einnig á að kennarar geti gert bekkjarnámskrá og einstaklingsnámskrá fyrir þá ein- staklinga sem falla ekki að heildinni. Með öðrum orðum hefur hinn almenni kennari meiri leikni í að mæta sérkennsluþörfum einstakra nemenda eftir að hafa lokið þessu námi. Áslaug Brynjólfsdóttir. Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn miðviku- daginn 2. nóvember kl. 20.30 í sal félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Val fulltrúa á Kjördæmisþing. Val fulltrúa á flokksþing. Ávarp Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kaffiveitingar. Stjórnin. Aðalfundur framsóknarfélaganna í Hrafnagilshreppi, Saurbæjarhreppi og Öngulsstaðahreppi verður haldinn mánudaginn 31. okt. kl. 20.30 í Laugaborg. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning á kjördæmisþing 3. Kosning á flokksþing 4. Önnur mál Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir mæta á fundinn. Stjórnir félaganna. Jón Guðni Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn laugardaginn 29. okt. í Tunguseli og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Alþingismennirnir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta áfundinn. Stjórnin Aðalfundur FUF Kópavogi Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5 mánudaginn 31. okt. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjórnin Flokksþing 1988 Undirbúningur - samræming Samband ungra framsóknarmanna boðar til sérstaks fundar ungra framsóknarmanna til að stilla saman strengi fyrir flokksþing 18.-20. nóv. Tími: þriðjudagur 1. nóv. kl. 20.00. Staður: Nóatúni 21, Reykjavík. Stjórn SUF Aðalfundur FUF Arnessýslu Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu (framhalds- aðalfundur) verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, sunnudaginn 30. okt. og hefst kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Gissur Pétursson, formaður SUF, og Egill Heiðar Gíslason, starfsmaður SUF, mæta á fundinn. Stjórnin Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu verður haldinn mánudaginn 31. október kl. 21.00 í kaffistofu Hróa h.f. Ólafsvík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin VETRAR DEKKINI Nú er veturinn framundan og tímabært að búa bílinn til vetraraksturs. Athugaðu vel kosti þess að aka á ónegldum vetrarhjólbörðum. Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum. Farðu varlega! Gatnamálastjórinn Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri - Laus er staða deildarstjóra við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Á mæðradeild fer fram auk mæðraskoðunar námskeið fyrir verðandi foreldra. Á vegum deildarinnar er rekin kynfræðsludeild. Starfið er sjálfstætt og býður upp á marga möguleika. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með Ijósmóður- menntun. Heilsugæsla í skólum Hjúkrunarfræðingur óskast. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Sjálfstætt starf, sem má móta og skipuleggja á ýmsa vegu. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 7. nóvember n.k.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.