Tíminn - 29.10.1988, Page 15

Tíminn - 29.10.1988, Page 15
14 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 Laugardagur 29. október 1988 Tímiim □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: VISA BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARG JALDS Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: ASKRIFANDI:........ HEIMILI:........... PÓSTNR. - STAÐUR:. ................ SÍMI:. Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Tímans verði mánaðarlega skuldfært á VISA-greiðslukort mitt UNDIRSKRIFT. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9, 130 REYKJAVÍK Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fagnar þeim Hauki Gunnarssyni og Lilju Maríu SnorradóttUr, én þau umfu bæði til gullverðlauna á leikunum. Tímamynd Pjetur. Iþróttaviðburðir helgarinnar Körfuknattleikur: Laugardagur 1. deild karla Borgarnes kl.14.00. UMFS-Snæfell 1. deild karla Egilsstaðir kl.14.00. Úf A-Reynir 1. deild kvenna Strandgata kl.16.00. Haukar-ÍR 1. deild kvenna Keflavík kl.14.00. ÍBK-ÍS Sunnudagur Flugleiðadeild Hagaskóli kl.14.00. KR-ÍS Flugleiðadeild Akureyri kl.20.00. Þór-UMFT Flugleiðadeild Grindavík kl.20.00. UMFG-ÍR Flugleiðadeild Hlíðarenda kl.20.00. Valur-Haukar Fiugleiðadeild Keflavík kUO.OO. ÍBK-UMFN l.dcild kvenna Njarðvík kl.16.00. UMFN-UMFG 1. deild karla ilagaskóli kl.20.00. Léttir-UBK Handknattleikur: Laugardagur Evrópukeppni félagsliða Digranesi kl.l5.(H). UBK-Stavanger Sunnudagur 5. deild karla Seljaskóla kl.19.00. KRb-UBKb 2. deild kvenna Seljaskóla kl.20.15. ÍR-Selfoss Yngri flokka mót 3. flokkur karla: 1. deild Hafnarfirði 2. deild Vestmannaeyjum 3. deild Keflavík 4. deild Hveragerði 3. flokkur kvenna: 1. deild Seltjarnarnesi 2. deild Seljaskóla 3. deild Sandgerði 4. deild Akureyri 5. flokkur karla: 1. dcild RéttarholLsskóla 2. deild Breiðholtsskóla 3. deild Varmá 4. deild Njarðvík Badminton: Um helgina verður haldið j; í húsum TBR. Keppni tdag hefst kl. og á morgun kl.10.00. Afreksfólkið sem keppti fyrir íslands hönd á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul, við komuna til Keflavíkur í gærmorgun. íþróttamönnunum var fagnað með blómum. Timamynd Pjetur. íþróttir fatlaðra: Fræknir ólympíu- farar komnir heim VERSLUNARSTJÓRAR INNKAUPASTJÓRAR - segir Dave Stringer framkvæmda- stjóri Norwich. Bonn. f fyrrakvöld var einn leikur í v-þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Bochun vann Bayer Leverk- usen 1-0 á útivelli. New York. Þrír leikir voru í fyrrakvöld í NHL-íshókkídeildinni í Ameríku. Philadelphia Flyers vann New York Islanders 5-2. Boston Bruins vann Quebec Nordiques 6-2 og St. Louis Blues vann vann Pitts- burgh Penguins 4-3. Aðventuljósin eru komin. Nýjar gerðir. Eigum einnig 80 Ijósa útiseríur með straumbreyti. GERIÐ PANTANIR SEM FYRST Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80. Norwich hefur nú 6 stiga forystu í efsta sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar. Þrátt fyrir að liðið tapi um helgina, verður það áfram í efsta sætinu. Þetta er heldur óvenjuleg staða fyrir Norwich, sem aldrei hefur byrjað betur í sögu félagsins. „Nú er pressan öll á okkur, öll hin liðin í deildinni bíða eftir því að geta tekið okkur í gegn. Sem betur fer þá höfum við nokkurra stiga forskot, ef eitthvað fer úrskeiðis". Norwich mætir Southampton, sem er í 5. sæti deildarinn- ar, í dag. Millwall, sem er í 2. sæti deildarinnar, mætir Middles- brough á útivelli og liðið verður líklega án varnarmanns- ins, Steve Wood, sem meiddist síðastliðinn laugardag í leik gegn Nottingham Forest. Liverpool þarf að fara til London og mæta West Ham. Þar ættu meistararnir að minnsta kosti að geta nælt sér í 1 stig, en liðinu hefur gengið illa það sem af er og erfiðara mun reynast fyrir liðið að verja titilinn en í fyrstu var spáð. Mest spennandi leikurinn í London verður þó á milli Arsenal, sem er í 3. sæti og Coventry, sem er í því 4. Botnlið Tottenham mætir liði Aston Villa. Ef Tottenham nær ekki í stig í þes'sum leik, þá má búast við því að hitna fara um Terry Venables í sæti framkvæmdastjóra liðsins. Nottingham Forest mætir Newcastle á útivelli og Peter Eustace, hinn nýji framkvæmdastjóri Sheffield Wednes- day leiðir sína menn til sigurs gegn Charlton. Luton mætir QPR á heimavélli, en meiðsl hrjá nú Luton liðið. BL New York. Knattspyrnu- stjörnur fyrri ára sparka tuðrunni í dag á leikvangi New York Giants fótboltaliðsins. Leikurinn er í tilefni af því að Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldið í Banda- ríkjunum 1994. Það verður lið Am- eríku sem mætir liði skipuðu leik- mönnum frá öðrum heimsálfum. í liði Amertku eru meðal annars: Roberto Rivelino Brasílíu, Carlos Alberto Brasilíu, Edu Brasilíu, Elias Figueroa Chile, Bruce Wilson fyrr- um fyrirliði kanadíska landsliðins og Rick Davis fyrirliði bandaríska landsliðsins. í liði annarra heimsálfa eru meðal annars: Pat Jennings N- írlandi, Zbigniew Boniek Póllandi, Danny McGrain Skotlandi, Bobby Charlton Englandi, George Best. N-írlandi, Eusebio Portúgal, Franz Beckenbauer V-Þýskalandi, Paulo Rossi Ítalíu, Michel Platini Frakk- landi, og Hollendingarnir Johnny Rep, Johan Neeskens og Ruud Krol. Þjálfari liðsins er Franz Beckenba- uer og þjálfari Ameríkuliðsins er Carlos Bilardo frá Argentínu. BL Nýjung: Tékkaábyrgð án bankakorts á tékkum með mynd af reikningshafa. $$$ dtáiFr v: v:V: K§XÉͧmM Nú ábyrgist Búnaðarbankinn tékka, útgefna af eigendum Gullreiknings að upphceð al.lt að kr. 10.000,- án framvísunar bankakorts. Til þess þarf tékkinn að bera mynd af reikningshafa en slíkt stendur eigendum Gullreiknings til boða. Það fer ekki milli mála hver þú ert. ^BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI í gærmorgun komu þátttakend- urnir á Ólympíuleikum fatlaðra heim úr frækilegri för til Seoul. íslensku keppendurnir unnu samtals cllefu verðlaun, tvö gull, tvö silfur og sjö brons. Fjöldi fólks var mættur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að fagna heim- komu keppendanna, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra. Jóhanna flutti keppendum og fararstjórum árnaðaróskir og kveðjur frá ríkisstjórn íslands, en ríkisstjórnin samþykkti að veita tíu milljónum króna til íþrótta- og endurhæfingarmála fatiaðra vegna þess góða árangurs sem náðist á leikunum. í ávarpi sagði félagsmála- ráðherra að íþróttamennirnir hefðu verið þjóð sinni til sóma og að vonir stæðu til að fjárveiting þessi flýtti fyrir því að draumurinn um íþrótta- Handknattleikur: hús fatlaðra rættist. Góður árangur íslensku keppendanna virðist því hafa vakið áhuga yfirvalda og fjöl- miðla á málefnum fatlaðra íþrótta- manna. í tilefni af heimkomu keppend- anna efndi Rás tvö til fjársöfnunar undir kjörorðinu: „Sýnum stuðning, hefjumst handa.“ ssh Breiðablik mætir liði Stavanger - sem er nú í 2. sæti norsku 1. deildarinnar Laugardaginn 29. október verður fyrsti stórleikur vetrarins í hand- knattleik er 2. deildar lið Breiðabliks hcfur þátttöku í Evrópukeppni bik- arhafa. Þetta er í annað sinn sem félagið leikur í Evrópukeppni, en það lék í fyrra gegn danska liðinu Hellerup í IHF-keppninni. Mótherj- ar liðsins að þessu sinni eru norsku bikarmeistararnir Stavanger IF frá Stafangri og verður leikur liðanna háður í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi og hefst kl. 15.00. Ljóst ér að róður Blikanna verður síst léttari enda norska liðið talið vera með eitt sterkasta handboltalið Norðmanna um árabil. Nægir að benda á að það hefur 2 danska landsliðsmenn, stórskyttuna Flemm- ing Jensen og þjálfarann og fyrrum danskan landsliðsmann Bjarne Jeppesen sem lék hér á landi í fyrra með dönsku meisturunum Kolding gegn Víkingum. Auk þessa hefur liðið innanborðs 4 norska landsliðs- menn. Benda má á þá staðreynd að norsk lið hafa mjög oft náð hagstæðari úrslitum gegn íslenskum félagsliðum en styrkur landsliðanna hefur gefið til kynna. Breiðabliksmenn eru þó hvergi bangnir og munu ganga til beggja leikjanna með sigur að mark- miði. Þrátt fyrir að liðið hafi orðið að þola það að missa 2 lykilmenn frá fyrra ári, bræðurna Björn og Aðai- stein Jónssyni, hafa nýir leikmenn fyllt skörð þeirra. Þetta eru þeir Sveinn Bragason, sem áður lék með FH og er leikstjórnandi, Haukur Magnússon sem kemur úr Fylki og loks einn af markahæstu leikmönn- um 2. deildar s.l. ár Pétur Ingi Arason, sem kemur frá Njarðvík. Þessir leikmenn hafa lofað góðu nú í haust og munu eflaust velgja Nors- urum undir uggum nk. laugardag, sem og aðrir leikmenn liðsins. Rétt er að hvetja alla handknatt- leiksunnendur til að koma á fyrsta stórleik vetrarins og veita Blikunum þann stuðning sem nauðsynlegur er í leikjum sem þessum og hjálpa þeim að tryggja sér sem veglegast veganesti fyrir síðari leikinn sem verður ytra föstudaginn 4. nóvem- ber. Enska knattspyrnan: „Nú er pressan öll á okkur“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.