Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 ÚTLÖND jr Tékknesk stjórnvöld líða ekkert „Vor í Prag“ árið 1988: Oeirðalögregla ræðst gegn útifundi í Prag Óeirðalögreglan í Prag hélt upp á 70 ára sjálfstæðisafmæli Tékkóslóvakíu með því að berja á fólki sem krafðist aukins frelsis. Hundruð lögreglumanna með hunda stormuðu inn á Wenceslas torgið í Prag, en þar voru um fimm þúsund manns á útifundi er mannréttindasamtökin sem kenna sig við Mannréttindaskrá 77 og sex önnur samtök höfðu boðað. Lögreglumennirnir börðu fundarmenn, dældu á þá vatni og beitti gegn þeim táragasi. Prag árið 1968. Þá sendu Sovétmenn skriðdreka út á göturnar til að berja niður „Vorið í Prag“, en þá héldu tékknesk stjórnvöld í átt til frjálsræðis. Arið 1988 senda tékknesk stjómvöld óeirðalögreglu til að berja á bak aftur kröfuna um aukið frjálsræði sem vaknar upp vegna aukins frjálslvndis í Sovétríkjunum. FRÉTTAYFIRLIT ABU DHABI - Skæruliðar Hizbollah samtakanna ætla að auka árásir sínar á (srael og (sraela á næstunni. Það var andlegur leiðtogi hinnar músl- ímsku skæruliðahreyfingar í Líbanon, Mohammed Hussein Fadlallah sem skýrði frá þessu í gær. Hann sagði einnig að hver sá kristni maður sem reyndi að koma á fót ríkisstjórn í Líbanon fengi sömu meðferð og Israelar. JERÚSALEM - Öryggis- sveitir ( hinum arabíska aust- urhluta Jerúsalem og á hinum hernumda vesturbakka hand- tóku að minnsta kosti 30 ara- bíska fréttamenn og verka- lýðsleiðtoga í fyrrinótt. HÖFÐABORG -Átök virð- ast vofa yfir milli ríkisstjórnar Suður-Afríku og hins öfgafulla hæarisinnaða (haldsflokks eftir að Thaldsflokkurinn hótaði að nýta sigur sinn ( sveitarstjórn- arkosningunum til að endur- reisa aðskilnað þar sem hann hefur minnkað. BONN - Ónafng reindar heimildir innan lögreglunnar í Vestur-Þýskalandi segja að Palestínumennirnir þrettán sem handteknir voru í fyrradag hafi skipulaat árásir á (sraela og Bandaríkjamenn rétt fyrir kosningar er fram fara í þess- um tveimur löndum í næstu viku. LUSAKA - Fyrstu tölur sýna að forseti Zambíu, Kenneth Kaunda hafi verið endurkjörinn með miklum atkvæðamun, en óttast var að hann hefði misst vinsældir sínar að undanförnu. Hins vegar féllu tveir ráðherrar ríkisstjórnar hans í kosningun- um. BARROW - Gleði banda- rísku þjóðarinnar yfir frelsun fjölmiðlastjarnanna tveggja er sátu fastar í ísnum við Alaska, var helst til of snemma á ferð- inni því hvalirnir höfðu ekki vit á að synda út á rúmsjó eftir rás er sovéskir ísbrjótar gerðu á (sinn. Gráhvalirnir tveir kunna að hafa komið sér út á rúmsjó í nótt, en í gær gerðu ísbrjót- arnir síðustu björgunartilraun- ina. Óeinkennisklæddir lögreglumenn réðust einnig á göngumenn og að minnsta kosti tuttugu manns voru dregnir á brott. Öryggissveitirnar stormuðu inn á torgið í þann mund sem göngumenn hófu upp raust sína til að syngja þjóðsöng Tékkóslóvakíu. Áður hafði lögregla handtekið sextíu mót- mælendur sem margir eru þekktir liðsmenn mannréttindasamtakanna. Má þar nefna leikritaskáldið Vaclav Havel, Petr Uhl, Vaclav Benda og Jiri Ruml. Aðgerðirnar í gær eru þær hörð- ustu sem hin kommúnísku stjórn- völd hafa beitt í Tékkóslóvakíu í fjölda ára. Það er ekki að undra þar sem harðlínumenn náðu að berja niður umbótasinnaða kommúnista á sögulegu flokksþingi í sumar. Leiðtogi ungverskra kommúnista, Karoly Grosz sagði í gær að hann hyggðist segja af sér embætti for- sætisráðherra ■ næsta mánuði, en hann hefur gegnt því embætti í rúmt ár. Grosz sem er 58 ára að aldri sagði í viðtali við Magyar Hirlap málgagn ríkisstjómarinnar, að hann myndi biðja miðstjóm kommúnistaflokks- ins að útnefna forsætisráðherraefni áður en þing landsins hefur störf 24. nóvember. Þingið mun síðan kjósa forsæ t isróðerran n. Grosz mun halda áfram stöðu sinni sem aðalritari kommúnista- flokksins, en hann tók við því emb- ætti í maímánuði þegar sérstök ráð- stefna kommúnistaflokksins settu af stríðshetjuna Janos Kadar, sem leitt hafði Ungverja um áratugaskeið. Grosz hafði reyndar í vor sagst Sýrlendingar hafa sent liðsauka og vopnabirgðir til stöðva sem þeir halda í norðurhluta Líbanon og era með því að undirbúa hugsanleg átök við herlið kristinna manna í landinu. Kristnir menn hafa vígbúist af miklu kappi að undanfömu, dyggilega studdir af írökum sem sent hafa mikið magn hergagna til hinna kristnu líbönsku hersveita að undan- fömu. Litlir kærleikar era á milli íraka og Sýrlendinga. Ríkisstjórnin sem fylgir harðlínu- stefnu Brésnevstímans og hefur mikla skömm á umbótastefnu Gor- batsjovs hefur greinilega látið fjölda- göngu er fram fór í ágústmánuði fara í taugarnar á sér, en þá tóku tíuþús- und manns þátt í mótmælagöngu og minntust þess að 20 ár voru liðin frá innrás Sovétmanna inn í Tékkósló- vakíu. Sú ganga var lögleg, en stjórnvöld höfðu bannað gönguna í gær. Það tók öryggissveitir lögreglunn- ar rúmlega klukkustund að rýma torgið í gær, en fundarmenn héldu áfram að hrópa slagorð eins og „við viljum frelsi" og „lengi lifi sann- leikurinn". Þá kölluðu þeir einnig nafn Tomasar Masaryk sem var forseti Tékkóslóvakíu þegar þar ríkti fjölflokka lýðræði frá stofnun munu láta af embætti forsætisráð- herra við fyrsta ákjósanlega tækifæri og það tækifæri virðist nú runnið upp. Þrátt fyrir yfirlýsingu Grosz í vor töldu flestir að hann myndi halda forsætisráðherrastólnum lengur, jafnvel til ársins 1990, en þá fara fram þingkosningar í Ungverja- landi. Grosz sagði í viðtalinu að stjómar- nefnd kommúnistaflokksins væri að velta fyrir sér fimm mönnum sem til greina kæmu að taka við forsætisráð- herraembættinu. Grosz nefndi engin nöfn en vestrænir embættismenn telja að hinn fertugi Miklos Nemeth komi helst til greina, en hann situr í stjórnarnefndinni og er ábyrgur fyrir efnahagsmálum. Þá er orðrómur um að Imre Pozs- gay sem hefur verið leiðandi í hópi Sýrlendingar hafa flutt fjölda hermanna, skriðdreka, stórskotalið, vopnaðar bifreiðar og eldflaugar til stöðva sinna í Koura og Batroun. Er þetta svar stjórnvalda í Ðamaskus við hernaðaruppbyggingu kristinna manna í austurhluta Beirútborgar og með strandlengjunni í norðri. Á föstudaginn sagði Samir Ge-. aega yfirmaður Líbönsku hersveit- anna að hann væri staðráðinn í að binda endi á íhlutun Sýrlendinga í og þar til Vesturveldin fórnuðu rík- inu í samningum við Hitler árið 1938. Þá kölluðu fundarmenn einnig nafn Dubcek, en Dubcek leiddi umbótasinna og Grosz hefur nefnt sem mögulegan eftirmann sinn, hafi hafnað boði um forsætisráðherra- stólinn þar sem hann gat ekki fallist á þau skilyrði sem fylgdu upphefð- inni. Aðrir sem taldir eru koma til greina eru Ilona Tatai sem er fram- kvæmdastjóri hinna stóru Taurus gúmmíverksmiðja í Ungverjalandi, en hann var kjörinn í forsætisnefnd- ina á fundinum í maí, Pal Ivanyi borgarstóri í Búdapest og Reszoe Nyers sem kallaður hefur verið faðir efnahagsumbótanna sem gerðár voru í Ungverjalandi árið 1968. Nyers var kjörinn í stjórnarnefndina á ný á þessu ári, en honum hafði verið sparkað þaðan árið 1975. Ltbanon. „Þetta er erlent ríki sem hefur gert innrás... meginvandamál Líbana er nærvera Sýrlendinga" sagði Geagea, en hann er talinn áhrifamesti maðurinn í andstöðu kristinna gegn Sýrlendingum sem hafa haft um 25 þúsund manna herlið f landinu undanfarina ár. Kristnu hersveitimar em taldar hafa um 12 þúsund hermenn innan sinna raða. Nú eru tvær ríkisstjórnir starfandi svokallað „ Vor í Prag“ þegar Tékkar héldu nokkuð í frjálslyndisátt. Sú för endaði með ósköpum þegar Sov- étmenn sendu herlið inn í landið til að berja niður vorið. Mótatkvæði í Æðsta ráðinu Þau sögulegu tíðindi urðu í Æðsta ráði Sovétríkjanna að hópur þingfulltrúa greiddi at- kvæði gegn frumvörpum til laga, en hingað til hafa lög Sovétríkj- anna alltaf verið samþykkt án nokkurra mótatkvæða. Þrettán þingfulltrúar réttu upp höndina þegar leitað var mótatkvæða gegn frumvarpi sem gerði ráð að þrengja leyfisveitingar fyrir úti- fundum og harðari refsingum fyr- ir þátttöku í ólöglegum mótmæl- um. Fjórir þingfulltrúar sátuhjá. Hitt frumvarpið sem vakti andstöðu gerði ráð fyrir auknu valdi hermanna er heyra undir innanríkisráðuneytið, en þeir áttu að fá leyfi til þess að gera húsrannsóknir á einkaheimilum. Þrjátíu og einn þingfulltrúi greiddi atkvæði gegn fmmvarp- inu og tuttugu og sex sátu hjá. Fyrr um daginn hafði fulltrúi frá Eistlandi komið róti á Æðsta ráðið þegar hann talaði gegn þessum frumvörpum og sagði að þau takmörkuðu lýðræði í land- inu. í Líbanon. Önnur er með múslima í forstæti og nýtur stuðnings Sýrlend- inga, en hin er með kristinn forsætis- ráðherra og nýtur stuðnings íraka. Allt frá því ljóst var að ekki næðist samkomulag um nýjan forseta Líb- anon og eftir að kristnir menn komu á fót,sinni ríkisstjóm hafa menn óttast að til brýnu slægi milli krist- inna manna og Sýrlendinga. Líkur virðast aukast á þeim átökum dag frá degi. Ungverjaland: Grosz hættir sem forsætisráðherra Sovétríkin: Sýrlendingar auka her- styrk sinn í Líbanon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.