Tíminn - 29.10.1988, Qupperneq 19

Tíminn - 29.10.1988, Qupperneq 19
Laugardagur 29. október 1988 Tíminn 19 Björg Jónsdóttir frá Vallanesi Fædd 26. júlí 1901 Dáin 20. október 1988 Mig langar að minnast í örfáum orðum ömmu minnar Bjargar Jóns- dóttur frá Vallanesi. Amma var dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Ingi- bjargar Bjamadóttur frá Vaði í Skriðdal. Mér fannst alltaf reisn yfír ömmu. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það leysti hún af stakri natni og útsjónarsemi. Það var sama hvort það var barátta við þrákelkinn pilt- ung eða orgelspil. Hún var lífsglöð og hafði yndi af félagsstarfi og manna- mótum. Hún var trúuð manneskja. Minningamar streyma fram ljúfar og sárar. Ljúfar vegna þeirrar birtu og hlýju sem þeim fylgir og sárar vegna þess að þær verða ekki fleiri. í minningunni er brosið hennar mér minnistæðast og fyrir mér lýsir það henni best. Það lýsti af hlýju, var íbyggið og kankvíst. Amma var stolt manneskja, hún var stolt af ætt sinni og uppruna. Aldrei fann ég annað en að hún væri hamingjusöm og sátt við sitt lífshlaup. Engu að síður hefur það ekki alltaf verið dans á rósum. Amma var tvígift. Fyrri maður hennar var Sigurður Þórðarson prest- ur í Vallanesi, hann lést úr berklum 1935. Með honum eignaðist hún tvær dætur, Bjarghildi Ingibjörgu og Oddrúnu Valborgu, báðar em búsett- ar á Egilsstöðum. Eftirlifandi maður hennar er Magnús Jónsson frá Tung- haga og eignuðust þau tvo syni, Sigurð Þórðarson, hann er búsettur í Kópavogi og Armann Örn sem býr á Egilsstöðum. Afkomendumir em orðnir 72 að tölu, þar af 70 á lífí. Ég ólst upp hjá ömmu að mestu leyti til fjórtán ára. aldurs. Oft var drengur erfiður-, en aldrei gafst hún upp við að koma þessum dóttursyni sínum til manns. Mikið er ég þakk- látur henni fyrir það. Guð blessi minningu Bjargar Jónsdóttur. Emil Thoroddsen VETRARTILBOÐ Tilboð þetta stendur til 20. nóvember eða meðan birgðir endast. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn. G/obus/ Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Blazer S10 Sport TRM Árgerð 1989 (nýir) m/öllu Eigum á lager nokkra Blazer S 10jeppa á góðu verði. Aukabúnaður: Tölvumælaborð, 4,3 lítra vél, rafmagn íöllu og fl., og fl. Verð 1.850 þús. miðað við gengið 24.10. ’88. sem ekki er hægt að hafna. Glóbus býður bændum eftirtaldar heyvinnuvélar á einstöku verði og einstök- um kjörum. 12% staðgreiðslu afslátt—eða 5% afslátt með lánakjörum, t.d. Vz út og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Verðlistaverð Vetrarverð 5% Staðgreiðsluverð 12% Strautman fjölhnífavagnar .. kr. 1.204.000.- kr. 1.143.800.- kr. 1.059.520.- New Holland heybindivélar .. kr. 476.300.- kr. 452.485.- kr. 419.144.- New Holland heybindivélar .. kr. 517.100.- kr. 491.245.- kr. 455.048.- New Holland baggafæribönd m/sk .... ... kr. 77.300.- kr. 73.435.- kr. 70.264.- Vicon múgavél 4 hjóla lyftu ... kr. 55.300.- kr. 52.535.- kr. 48.664.- Vicon múgavél 6 hjóla dragt ... kr. 132.000.- kr. 125.400.- kr. 116.160.- Vicon dreifari f/tilbúinn áb .. kr. 65.800.- kr. 62.510.- kr. 57.904.- Fella sláttuþyrlur .. kr. 104.500.- kr. 99.275.- kr. 91.960.- Fella heyþyríur .. kr. 92.600.- kr. 87.970.- kr. 81.488.- Fella stjörnumúgavélar kr. 109.500.- kr. 104.025.- kr. 96.360.- Kverneíand heyblásarar .. kr. 101.200.- kr. 96.140.- kr. 89.056.- Kverneland heykvíslar .. kr. 31.800.- kr. 30.210.- kr. 27.984.- Garnier girðingahlið 52.000.- kr. 49.400.- kr. 45.760.- JF. múgsaxarar .. kr. 342.100.- kr. 324.995.- kr. 301.048.- Wilder rúllupökkunarvél .. kr. 194.200.- kr. 184.490.- kr. 170.896.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.