Tíminn - 29.10.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 29.10.1988, Qupperneq 20
20 Tíminn Laugardagur 29. október 1988 Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu, Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, alþingismanns. 4. Önnur mál. Allir velkomnir. Stjómin Húsavík Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn miðvikudag- inn 2. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Húsavíkur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundurfulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Hafnfirðingar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði verður haldinn 3. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Kópavogi Steingrfmur Haukur Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Fundarstjóri: Haukur Ingibergsson. Kaffiveitingar AÐ UTAN lllllllllllllllllllllllllllllll Börn alsírsku innar sýna óán í blóðugum u Mörgum er enn í minni blóðugt frelsisstríð Alsírmanna sem þeir háðu um margra ára skeið til að brjótast undan yfirráðum Frakka. Beiskjan og úlfúðin milli stríðandi fylkinga ætlaði engan enda að taka og að stríðinu loknu settust margir Alsírmenn að í Frakklandi, svokallaðir „pied noir“, sem hafa síðan verið mörgum innfæddum Frökkum þyrnir í augum og gáfu Le Pen tilefni til að sópa að sér atkvæðum um tíma. Ekki hafa miklar fregnir borist af væringum í Alsír síðan landið hlaut sjálfstæði, fyrr en skyndilega fyrir nokkrum vikum að blóðúgar óeirðir brutust út í borgum landsins. Ástæður þeirra eru, a.m.k. að hluta til raktar í grein í The Sunday Times nýlega. Börn byltingarinnar misstu þolinmæðina Tuttugu og sex árum eftir að alsírsku hörkutólunum hafði tekist að reka Frakka af höndum sér verða þau að horfast í augu við nýjan óvin; börn sinnar eigin bylt- ingar. Ofsinn og ofbeldið sem ný- lega braust út á strætum alsírskra borga, sem sviptu blæju sjálfs- ánægjunnar af ásjónu yfirvalda, voru verk þeirra sem borin hafa verið í þennan heim eftir frelsis- stríð Alsírmanna. Ef trúa má orðúm ungu mann- anna sem fylltu „kasbah“ hverfið í Algeirsborg, eru þeir reiðubúnir til að láta aftur til sín taka ef Chadli Bendjedid forseti stendur ekki við þær umbætur sem hann lofaði í sáttaávarpi sínu í sjónvarpi, sem batt enda á óeirðirnar. Nú, þegar skriðdrekarnir hafa horfið aftur af götunum og byssu- skot þagnað til að gefa hljóð flug- eldunum, sem almenningur fagnar með afmælisdegi spámannsins, hefur Chadli dregið sig í hlé til að velta fyrir sér hvað hann geti næst tekið til bragðs. Verkefni hans er því sem næst óvinnandi. Ný bylting eina lausnin? Það eru fáar lausnir í sjónmáli í landi þar sem fæðingartíðni rýkur upp úr öllu valdi, tekjur hríðfalla, ósveigjanleg „sósíalista“ hug- myndafræði er höfð að leiðarljósi stjórnendanna, fámennrar þröng- sýnisstjórnar sem hófst til valda í kjölfar byltingarstyrjaldar. Nema lausnin felist í nýrri byltingu. Chadli stefnir að því að tryggja að sú bylting komi frá ráðamönnum og að hann sjálfur stjórni henni. Hann verður að finna leiðir til að koma á stjórnmálaumbótum, án þess að afsala sér völdum. Og hann verður að finna leið til að þvinga í gegn efnahagslegar umbætur, án þess að leiða meiri hörmungar yfir þjóð sína. En sumir þeirra sem best fylgjast með málum í Alsír spá því að hann kunni að neyðast til að semja um breytingar á greiðslum 20 milljarða skuldar Alsírs, og það kynni að verða stjórnmálaleg og félagsleg martröð ef lánardrottn- arnir krefjast þess að dregið verði úr almennri eyðslu og framfylgt verði öðrum efnahagslegum rétt- trúnaðar forskriftum. Chadli Bendjedid, forseti Alsír á úr vöndu að ráða. Hann vill koma á úrbótum eftir því sem tök eru á en harðlínumenn og hagsmunapot- arar í flokkiJians, FLN, eina flokki landsins standa í vegi hans. Fyrsta skrefið: þjóðaratkvæðagreiðsla í nóvember Fyrsta skrefið verður stigið í nóvember, þegar Chadli hefur lof- að því að fram fari þjóðaratkvæð- agreiðsla um þá tillögu hans að forsætisráðherrann eigi að gera þjóðþinginu betur grein fyrir stöðu mála. Hann hefur líka Iagt fram tilboð um að koma á frekari stjórn- málalegum umbótum í desem- bermánuði. Chadli var harðastur í horn að taka af hörkutólunum meðan Alsírmenn háðu styrjöld fyrir sjálf- stæði sínu, harðasti ofurstinn í „Front de Liberation Nationale". Þegar Houari Boumedienne forseti dó 1978, var Chadli valinn til að gegna starfinu vegna þess að hann hafði orð á sér fyrir að vera orku- mikill maður. Enn eru meðal for- ystumanna í Alsír gamlir byltingar- menn sem vilja enga miskunn sýna óstýrilátum og „vanþakklátum" ungum Alsfrmönnum. Chadli sjálf- ur brást við óeirðunum af fullri hörku, þrátt fyrir að hárið sé orðið hvítt og hann klæðist vestrænum bláum jakkafötum. En hann gerir sér grein fyrir því að ef eldri ráðamenn Alsírs hlusta ekki á kvörtunarefni unga fólksins geti þeir átt allra veðra von. Vonlaus æska Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru undir 25 ára aldri og fæðingar- tíðnin í Alsír er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta er sem sagt fólkið sem hefur alist upp við málflutning sjálfstæðismanna og auðæfin sem olíuframleiðsla Alsírs hefur gefið af sér. Nú hafa augu þessa unga fólks opnast og það er orðið hættulegir andstæðingar sem Chadli verður að fást við. Flestir óeirðaseggjanna voru ungir, marg- ir enn á skólaaldri. Álitið er að um 200 þeirra hafi beðið bana, ekki eins margir og haldið var fram í sumum fréttum. En mörg hundruð í viðbót hlutu meiðsl og óopinberar heimildir herma að 3.000 hafi verið hnepptir í fangelsi. „Kasbah“ hverfið í Algeirsborg, þar sem var miðstöð andstöðunnar gegn Frökkum á tímum frelsis- stríðsins, er á ný orðið gróðrarstía óánægju unga fólksins. Unglingar safnast saman á hornum mjórra götusundanna eftir að neyðar- ástandinu linnti eftir óeirðirnar. Tákn stjórnvalda og for- réttinda urðu aðallega fyrir eyðileggingu f óeirðunum einbeittu menn sér að því sem var tákn stjórnvalda og forréttindum þeirra. fþrótta- og æskuráðuneytið var rænt og eldur borinn að því. Gluggarúður í öðr- um ráðuneytum voru mölbrotnar. Mótælendurnir veltu um strætis- vögnum í eigu ríkisins, rifu síma- klefa af grunni og grýttu lögreglu- stöðvar. Óeirðirnar beindust svo ákveðið að vissum skotspónum að við eina af fínni götum Algeirs- borgar réðust unglingarnir á bús- áhaldaverslun í eigu ríkisins en létu í friði verslun í einkaeign við hliðina, sem hafði svipaðan varn- ing á boðstólum. í augum unga fólksins er fram- tíðin ekki björt undir eins flokks stjórn FLN. Það gagnrýnir biturt forréttindi þeirra sem sitja í valda- stólum, svo og vina þeirra og ættingja sem haldið er fram að hreppi vellaunuð störf og græði á því að selja niðurgreiddar vörur á svarta markaðnum. Atvinnuleysi meðal þeirra sem eru yngri en 25 ára er miklu meira en þau 40%, sem er þjóðarmeðal- talið. Lokað er fyrir brottflutning til Frakklands og unglingarnir búa í slíkum þrengslum heima fyrir að 8-10 manns eru um hvert herbergi. öldungarnir í þjóðfélaginu líta enn með aðdáun til flokksforingj- anna sem hetjanna sem unnu sjálf- stæði landsins frá Frökkum 1962. Unga fólkið er orðið leitt á að hlusta á endalausar frásagnir feðra sinna úr stríðinu. Þeir kalla flokks- foringjana „dínósárana“ og álíta þá hræsnina uppmálaða vegna þess hvað stangast á sósíalistastefnan sem þeir prédika og auðurinn sem þeir velta sér upp úr. Einkum og sér í lagi hleypa börn þessara öldruðu byltingarforingja illu blóði í fátækari jafnaldra sfna. Þessi dekurbörn, sem kölluð eru „chichis" aka um á hraðskreiðum innfluttum bílum og klæðast tísku- fötum með fínum vörumerkjum. Það var engin tilviljun að einn skotspónn mótmælanna var ný- tísku verslanamiðstöð, byggð úr gleri og steinsteypu, þar sem efn- aðri unglingar venja komur sínar. Skyndilega var til fiægur matur eftir óeirðirnar Ásakanir um spillingu voru stað- festar að afloknum óeirðunum, en þá birtust matvörur í búðunum,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.