Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 22

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 22
22 Tíminn Heildsölubirgðir LEI1KÓ HF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365 Massey-Fergusori Kostaboð örugg vél ending endursala Tegund vélar væntanl. verðkr: verð núkr. MF 390-2,83 hö 1162 þús. 1098 þús. MF 365-2,68 hö 1006 þús. 958 þús. MF 355-2,58 hö 818þús. 780 þús. MF 350-2,52 hö 753 þús. 717 þús. MF 240-2,47 hö 625 þús. 595 þús. Bjóðum bændum, sem panta nýja dráttarvél fyrir 15. nóvember vaxtalaust hálft kaupverð í 3 manuði! jr W MASSEY FERGUSOW KAUPFELÖGIN OG BÚNADARDEILO S2SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SiMI 38900 F.f. 'i'rn':1 f-iQO r ■'C'.rthU-.' pc - .iil Laugardagur 29. oktober 1988 MINNING II Unnur Halldorsdottir frá Gröf Fædd 13. ágúst 1913 Dáin 22. október 1988 Sumarið var að kveðja og vetur að ganga í garð, er Unnur mágkona mín kvaddi okkur eftir stranga bar- áttu við illkynja sjúkdóm. Mér fannst það hæfa Unni vel að kveðja fyrstu nótt nýbyrjaðs vetrar. Hún minnti mig alitaf á sumar og sól, ef til vill vegna sumardvalanna hjá henni á Snæfellsnesi en þó ekki síður vegna allrar hennar gerðar. Henni var svo lagið að verma í kringum sig, slá birtu á umhverfið rétt einsog sólin færi allt í einu að skína, þegar hún birtist. Unnur Halldórsdóttir fæddist og ólst upp í Gröf í Miklaholtshreppi í skjóli sinna ágætu foreldra, Halldórs Bjarnasonar hreppstjóra og pósts og Þórunnar Sigurðardóttur frá Skegg- stöðum í Svartárdal. Heimilið stóð um þjóðbraut þvera og var annálað fyrir rausn og myndarskap. Húbónd- inn gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveitina og var oft í erfiðum póst- ferðum, en húsfreyjan gætti bús og barna að þeirra tíma sið. Þórunn tók við heimilinu í Gröf og annaðist 4 börn Halldórs af fyrra hjónabandi, en síðar bættist einkasonur hennar við hópinn. Unnur var eina barn þeirra hjóna og yngst þar á bæ. Börn Halldórs og Þuríðar fyrri konu hans voru:. Sigmundur arkitekt, Guð- mundur byggingameistari, Sigur- borg húsfreyja í Reykjavík og Jó- hanna húsfreyja á Eiðhúsum. Sonur Þórunnar og Óla bónda á Stakkhamri var Sigurður Ellert hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Þau eru nú öll látin, og hverfur Unnur nú aftur í hóp þeirra Grafar- systkina á öðrum slóðum. Minnis- stæð eru þessi systkini öll sakir andlegs og líkamlegs atgjörvis ágætra mannkosta og margra góðra verka, sem eftir þau liggja. Ekki hefur hlutverk Þórunnar í Gröf verið auðvelt, að stjórna svo umsvifamiklu heimili, þar sem öllum var veitt af rausn og barnahópurinn oft í stærra lagi, þegar saman kom frændlið úr báðum ættum. Aldrei hef ég heyrt annars getið, en að hún hafi leyst það með sóma enda léku öll verk í höndum, hennar, hvort sem um saumaskap, matargerð, gestamóttökur eða önnur sveitastörf var að ræða. Þannig ólst Unnur upp og sótti lítt að heiman um menntun eða félags- skap utan þess að læra klæðskera- saum í Reykjavík einn vetur. Ófáar flíkur báru handbragði hennar vitni bæði á skyldum og vandalausum. Unnur giftist 4. mars 1933 æskuvini sínum og nágranna, Helga Péturssyni frá Borg. Jafnframt bú- skapnum stundaði Helgi mjólkur- og fólksflutninga um Snæfellsnes til Reykjavíkur. fékk sérleyfið á leið- inni Hellisandur-ÓÍafsvík-Reykja- vík og hélt því til dauðadags, en hann lést 22. maí 1969. Ekki minnkuðu umsvif í Gröf eftir að ungu hjónin tóku við bús- forráðum. Þau byggðu nýtt íbúðar- hús og héldu uppi sömu risnu og tíðkast hafði í tíð Halldórs og Þór- unnar. Einnig fylgdi atvinnu hús- bóndans aukin umferð að Gröf. Hreinræktuð íslensk gestrisni ein- kenndi staðinn eftir sem áður. Aldrei sá ég mágkonu mína glaðari en þegar hún bauð vinum og vanda- mönnum að hlöðnu nægtaborði. Hún hafði nýlokið undirbúningi eins slíks og boðið vinum til veislu, er hún sofnaði síðasta blundinn. Ég er viss um að hún hefur lagst ánægð til hvílu og hlakkað til næsta dags. Unnur sagði eitt sinn, að henni fyndist hún vera tengiliður milli systkina sinna, þótt hún væri yngst. Éitt er víst; öllum stóð þeim heimilið í Gröf opið og fjölskyldum þeirra. Minningarnar eru svo margar; um bílferðir með Helga fyrir jökul, útreiðartúra um nágrennið, berja- ferðir og fjallgöngur. Mér finnst nú, að það hafi alltaf verið veisla, er mann bar þar að garði. Fyrir þetta allt skal nú þakkað, þótt aldrei takist manni að launa slíkt að verðleikum. Einnig þakka börn mín, sem oft dvöldu í Gröf, fyrir sig og senda frændsystkinum samúðarkveðjur. Samband Unnar og Helga var afar náið og máttu þau varla hvort af öðru sjá eftir að þau fluttu suður og reistu sér heimili á Birkimelnum. Ég minnist þess, að Snæfellingafélagið efndi eitt sinn til Þórsmerkurferðar, og vorum við búnar að sammælast nokkrar konur giftar inn í félagið að fara mannlausar sökum annríkis eig- inmannanna. En Unnur hætti við. „Ég get ekki hugsað mér að fara, því ég veit, að Helga leiðist svo að þurfa að fara annað,“ sagði hún til skýring- ar. Fjóra mannvænlega syni eignuð- ust þau hjón: Halldór f. 1933 kvænt- an Jóhönnu G. Sigurbergsdóttur, Pétur Hauk f. 1937 kvæntan Guð- björgu Þorsteinsdóttur, Hilmar f: 1939 kvæntan Erlu Sverrisdóttur og Ásgeir f. 1948 kvæntan Guðrúnu K. Ingimarsdóttur. Þeir hafa allir starf- að að og tekið síðar við fyrirtæki föður síns og haldið merki hans á lofti. Ásgeir fluttist til Ástralíu og býr þar nú með fjölskyldu sinni. Árið 1955 eignuðust Unnur og Helgi langþráða dóttur, Kristínu, sem varð sólargeisli á heimilinu og borin á höndum af foreldrum, bræðrum og öðru heimilisfólki. Stína var ekki nema rétt fermd, þegar Helgi dó á góðum aldri og var sárt saknað, svo ágætur drengur og góður heimilisfaðir sem hann var. Maður Kristínar er Marteinn S. Björnsson. Auk þess að vera hús- móðir, ekur hún leigubíl í Reykja- vík. Ég man vel, þegar ég sá Unni og Helga í Gröf í fyrsta sinn. Það var vestur á Snæfellsnesi að Skildi í Helgafellssveit sumarið 1942. Ég Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknir vegna úthlutunar 1989 fást hjá greiðslu- deild Tryggingastofnunar ríkisins Laugavegi 114 og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Húsavík Tíminn óskar að ráða umboðsmann fyrir blaðið á Húsavík. Upplýsingar gefur Ólöf í síma 91-686300 (15). vann þá við barnaheimili Rauða krossins í skólanum í Stykkishólmi og datt okkur f hug að gera krökkun- um einhverja tilbreytni og fara með þau á íþróttamót úti í sveitinni. Að aflokinni dagskrá, messu og söng var stiginn dans í tjaldi. Ekki leist okkur meira en svo á að dvelja þarna lengur. En allt í einu kom full rúta af fólki sunnan fjalla og fyllti allt með glaum og gleði. „Þetta er Helgi í Gröf með sitt fólk,“ heyrði ég sagt. Ég sá unga konu dökkeyga, fíngerða með hrokkið hár þeytast inn dans- gólfið fimum fótum, brosandi út undir eyru í fangi bílstjórans. Dökk- hærður maður úr hópnum lék á flautu fyrir utan tjald. „Þarna er Unnur í Gröf og Sigurður lög- fræðingur" var sagt við mig. Mér fannst þetta ævintýralegt „selskap“ og einhvernveginn allt öðruvísi en annað fólk. Ekki bauð mér þá í grun, að ég ætti eftir að tengjast þessu fólki og „prinsessan" f hópn- um ætti eftir að verða mágkona mín og ævilöng vinkona þaðan í frá. Halldór Laxness hefur í Kristni- haldi undir Jökli gefið lýsingu á konum af Snæfellsnesi, sem mér hefur alltaf fundist eiga að ýmsu leyti vel við mágkonur mínar úr því byggðarlagi. Hann nefnir þær hinar errilegustu konur, sem mun þýða framúrskarandi. Ég tek lýsinguna beint upp úr bókinni: „Ævinlega hreinar. Hreinastar konur undir Jökli. Sjást aldrei borða, samt feitar. Enginn séð þær sofa en til í allt, jafnvel klukkan þrjú á nóttinni. Ekki vitað til þær konur læsu bók, en aldrei hefur lærður maður rekið þær á gat. Skrýtnast af öllu þó, að þær eldast ekki. Þær hverfa einn góðan veðurdag eins og fuglar en hrörna ekki.“ Unnur Halldórsdóttir var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín að ferðamálum, en hún veitti fyrirtæki manns síns forstöðu eftir Iát hans og starfaði með honum alla tíð. „Ég tek á móti þessu fyrir Helga. Ég á það ekki skilið,“ sagði hún mér síðar um það. Hún varð 75 ára í sumar og kaus að búa ein á heimili sínu umvafin umhyggju barna og tengdabarna. Barnabörnin eru orðin 15 og barna- barnabörnin 5. Þau voru yndi hennar og heimsóttu hana oft. Mér auðnaðist að sjá Unni nokkr- um dögum áður en hún dó. Hún fylgdi mér fram að dyrum og bað mig að koma nú endilega fljótt aftur. Sama hressilega og gestrisna hús- freyjan og ævinlega og bar ekki erfiðleika sína á torg. Unnur verður jarðsett að Fá- skrúðarbakka og hvílir þar við hlið manns síns í sveitinni, þar sem þau lifðu og störfuðu svo lengi og vel. Ég veit að Snæfellsnesið mun skarta sínu fegursta. Megi hún hvíla í friði. Unnur Kolbeinsdóttir. Sumarið er búið að kveðja, síð- ustu dagar þess hafa verið óvenju hlýir og bjartir. Þannig heilsuðu einnig fyrstu dagar nýbyrjaðs vetrar, logn og heiður himinn, sem minnti mestum á bjartan vordag í veður- farslegu tilliti. Einmitt á fyrsta sól- arhring þessa nýbyrjaða vetrar, er mér tilkynnt lát góðrar vinkonu, en þar skal tekið fram að heilsa hennar var búin að vera mjög tæp um nokkurn tíma. Svo að andlátsfregn kom mér ekki á óvart. Öll vitum við að líf okkar er hverfult, og enginn ræður sínum næturstað. Því finnst okkur, sem enn stöndum í varpa og fögnum góðum vini, að lífsþráður þessarar góðu vinkonu, sem ætíð fagnaði vinum með hlýju viðmóti og blíðu brosti er nú lokið. Þannig eru oft tekin af okkur ráðin, fátækleg varnarorð fá litlu um þokað, slíkt er alræðisvald þess sem líf okkar hefur í sinni hendi. Þegar skyndilega kem- ur að kveðjustund, eftir langa sam- leið, góð kynni, trausta og einlæga vináttu er margs að minnast. Eitt sinn skal hver deyja og eftir lifir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.