Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 29. október 1988 Tíminn 23 minning um góða konu, vammlausa, sem nú hefur lokið miklu og farsælu dagsverki, en unni sér lítillar hvíldar í hinni sífelldu lífsönn. Unnur Halldórsdóttir var fædd 13. ágúst 1913 í Gröf í Miklaholts- hreppi. Foreldrar hennar voru Þór- unn Sigurðardóttir frá Skeggstöðum í Húnavatnssýslu og Halldór Bjarna- son bóndi og hreppstjóri í Gröf. Þórunn var seinni kona Halldórs, börn Halldórs frá fyrra hjónabandi voru fjögur: Sigmundur, Guðmund- ur, Sigurborg og Jóhanna. Áður en Þórunn giftist Halldóri átti hún son, Sigurð Olason hæstaréttarlögmann. Öll voru þessi systkini mikið mann- dómsfólk, einlæg og traust í bestu merkingu þess orðs. Er nú Unnur síðust þeirra að kveðja jarðvist hér í heimi. Æskuheimili Unnar var rómað fyrir myndar- og rausnarskap á öll- um sviðum, enda stendur Gröf við þjóðbraut þvera, þangað áttu margir erindi við húsráðendur, um langt skeið var þar póstafgreiðsla og símstöð. Sá andi manndóms og mannvinar hefur grópast fljótt í hug- arheima Unnar, alltaf var hún boðin og búin til þess að rétta fram hjálpar- hönd, ef hún sá þörf fyrir að geta gjört góðverk. Þá var annað sem eftirtektarvert var í fari Unnar, sem gefur kynni um þann heimilisbrag er mótað hefur hug hennar, að aldrei hef ég heyrt Unni tala lastyrði til nokkurs manns. Lífið var henni sá skóli, sem dugði, lífið gaf henni þá reynslu, að hún mátti ánægð vera þegar ævi- kvöldinu lýkur. Unnur var þeirrar gerðar, að hún leit mannlífið með ástúðfegu þeli, móðurlegri við- kvæmni og samúð sem gerir engan greinarmun á stórum eða smáum. Hún var heilshugar trúkona sem sótti sálu sinni ljós og yl í lindir trúarinnar, guðs orð og bænina. Kom það sér vel fyrir hana er 'Weikindi ásóttu hana, að hún var sterk í stríði, með sterka trú. Þann 4. mars 1933 giftist Unnur æskuvini sínum Helga Péturssyni frá Borg. Hófu þau fljótlega búskap í Gröf. Þeim varð 5 barna auðið. Þau eru: Halldór, kvæntur Jóhönnu Sig- urbergsdóttur, Pétur Haukur, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdótt- ur, Hilmar kvæntur Erlu Sverrisdótt- ur, Ásgeir búsettur í Ástralíu, kvæntur Guðrúnu Ingimarsdóttur, Kristín, gift Marteini Björnssyni. öll eru börnin vel af guði gjörð, framúrskarandi gott og traust fólk, sem ber þann vott hvaða veganesi þau hafa hlotið í heimahúsum. Helgi dó 22. maí 1969. Við fráfall hans hlaut Unnur stórt sár, sem lengi var að gróa, en hún átti góð börn og vini sem hjálpuðu henni að milda sorg- ina. Helgi gjörðist fljótlega mikill brautryðjandi f samgöngumálum, því öll störf sem hann tók að sér voru rekin með forsjá og dugnaði. Sér- leyfi til fólksflutninga var honum veitt árið 1935. Þá voru ekki miklir eða góðir vegir á Snæfellsnesi. Enda- stöð áætlunarbílanna var þá fyrst í Borgarnes, síðan á Akranes, og loks þegar vegur kom fyrir Hvalfjörð varendastöð í Reykjavík. Þá annað- ist Helgi einnig mjólkur- oj vöru- flutninga, þegar byrjað var að senda mjólk til Borgarness. Við fráfall Helga færðist umsvif þessara starf- semi í hendur sona þeirra, sem hafa sýnt framúrskarandi dugnað og fyrirhyggju í þessu starfi og hafa veitt okkur hér á Snæfellsnesi farsæla og trausta þjónustu. Nú er fyrirtækið rekið sem hlutafélag og heitir Sér- leyfis- og hópferðabílar Helga Pét- urssonar. Mikil umsvif og fjarvera frá heimíli fylgdu þessu starfi og stóð Unnur sem styrk stoð við hlið bónda síns í þessu sem og öðru. Vegna mikillar vinnu og fjarveru fluttu hjónin Unnur og Helgi til Reykja- víkur, keyptu sér þar íbúð, en lög- heimili þeirra var þó áfram f Gröf. Þegar ég nú lít til baka í þessari grein hef ég stiklað á nokkrum punktum úr kynningu okkar Unnar, eftir um fjörutíu ára tímabil. Margt fleira væri hægt að tína til, en efst í huga er sá vinskapur, góðvild og gleði sem ætíð fylgdi henni. Aldrei hefur nokkurn skugga borið á okkar vinskap, fyrir það skulu færðar heils- hugar þakkir. Því er á kveðjustund efst í huga góðvildin og traustleik- inn, sem með fórnfúsum verkum mótaði þá mannlífsgerð, sem verður okkur vinum hennar dýrmætur minningasjóður. Unnur mátti telja sig gæfumann, og það gjörði hún líka. Hún getur horft yfir farinn æviveg, með þá birtu fyrir augum, sem jafnan er góðs manns gifta og gleðivaki. Hún var sú lánsmanneskja að hún átti góðan mann, sem unni henni hugást- um, skildi hana alltaf og umvafði hana umhyggju og með sinni stilltu karlmannlegu forsjá. Börnin hennar og tengdabörn voru henni hvert öðru ljúfara og vildu að henni liði sem allra best, þegar heilsan bilaði og lífsförunauturinn var horfinn. Ömmubörnin og langömmubörnin voru henni sem bjartir geislar í kringum hana þegar kvöldhúmið færðist yfir. Ævikveldi Unnar í Gröf er lokið og þar með lífsbók hennar einnig. Ég, kona mín og börn eigum dýrmætar minningar um Unni og Helga í Gröf. Guð blessi minningu þeirra. Ástvinum hennar öllum sendum við samúðarkveðjur og guð gefi þeim styrk á sorgarstund. Páll Pálsson, Borg HESTAMENN BSÉF 39. þings Landssambands hestamanna verður haldið í boði Hestamanna- félagsins Fáks á Hótel Sögu, Súlnasal laugardaginn 5. nóv. nk. og hefst kl. 19:00 með cocktail. Veislustjóri Ólalur Örn Pétursson Kvöldverour Flosi Ólafsson tlytur ræðu Gamanmál fíutt af hestamönnum Þuriöur, Ellý og Ftagnar Bjarnason Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi til kl. 03:00. Miðar veröa seldir á skrifstofu Fáks, í versluninni Ástund og Hestamanninum. Einnig á Hótel Sögu n.k. þriðjudag og miövikudag kl. 17—19. Borð tekin frá á sama tíma. Hestamenn notið þetta tækifæri til að hitta vini og kunningja og skemmta ykkur saman í glæsilegum húsakynnum Hótel Sögu. Hestamannafélagið Fákur PHILCO þvottavél og þurrkari TVÖfÖLD . VEI, A EINFOLDU WD 806 sambyggða þvottavélin og þurrkarinn frá PHILCO er án barka og þarf því ekki sérstakt þvottahús meö útblástursopi. Vélin þéttir gufuna sem myndast þegar þurrkað er og breytir henni í vatn. Þetta kemur sér ákaflega vel þar sem húsrými er lítiö eða menn vilja nota plássið í annað. | BH • 15 mismunandi þvottastillingar, þar af ein fyrir ullarþvott • Tekur inn á sig heitt og kalt vatn • Ytri og innri belgur úr ryðfriu stáli • Tekur 5 kg. af þvotti • Allt að 1000 snúninga vinda • Hægt er að velja þrenns konar hitastig við þurrkunina þannig að ráð má miklu um þurrkunartímann Enginn barki-engin gufa Philco erlausnin fyrirþig 0 Heimilistæki hf Sætúni 8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI:C9 15 15 SÍMI:691525 SÍMI:691520

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.