Tíminn - 29.10.1988, Side 27

Tíminn - 29.10.1988, Side 27
i iS'/o £>“: 'r.iCí- Láugafdagur 29. oktober 1988 r.»íi,> :*f r r _* TÍminn 27 Prínsinn gegnir skyldum sínum - MEÐ SEMINGI ÞÖ William prins þykir ekki alltaf áreiðanlegur þegar á reynir að sýna á sér betri hliðina. Foreldrum hans létti mjög þegar hann hafði fengist til að taka hendur úr vösum og bjóða einni brúðarmeynni höndina. Hins vegar fer engum sögum af því hvernig litlu stúlkunni leið. Hann fer að fá reynsluna af því að vera í brúðkaupum, hann Wil- liam prins, eldri sonur Díönu og Karls prins af Wales. Nú fyrir skemmstu var hann í hlutverki brúðarsveins þegar besta vinkona mömmu hans, Camilla Dunne, og Rupert Soames voru gefin saman í 1000 ára gamalli dómkirkju í Here- ford. Yngri bróðir prinsins, Harry, fékk að vera heima þar sem hann var með flensu. Brúðhjónin eru af fínu fólki, brúðguminn sonur Soames lávarð- ar og konu hans, dóttur Winstons Churchill. Um 600 gestum var boðið í fagnaðinn og mikið um dýrðir. Foreidrum prinsins var þess vegna mikið í mun að sonur þeirra sýndi á sér betri hliðina og tæki ekki upp á neinum skammarstrik- um á meðan augu allra beindust að honum. Það er ekki ófyrirsynju að prins- inn og prinsessan hafa áhyggjur af uppátækjum sonar síns. Hann hef- ur áður verið brúðarsveinn og þá þótti framkoma hans ekki til fyrir- myndar. Það var þegar Andrew prins, föðurbróðir hans gekk að eiga Söruh Ferguson í júlí 1986. Þá notaði litli prinsinn tækifærið þegar allra augu beindust að honum á leiðinni til kirkjunnar í opnum skrautvagni og rak út úr sér tung- una framan í ljósmyndarana og aðra þegna bresku krúnunnar. Og ekki tók betra við þegar í kirkjuna var komið. Þar geispaði prinsinn svo að eftir var tekið! í þetta skiptið sat William þó nokkurn veginn á strák sínum. Hann hafði tekið því með þögn og þolinmæði að fara í fínu fötin og kvartaði ekki einu sinni undan axlaböndunum, sem voru bleik, í stíl við kjóla litlu brúðarmeyjanna. En þá fannst honum líka nóg komið af undanlátssemi við kröfur fullorðna fólksins. Hann stakk höndunum djúpt í buxnavasana og þar skyldu þær vera áfram. Það þurfti miklar fórtölur foreldranna til að hann tæki hendur úr vösum og fengist til að leiða éina litlu brúðarmeyna. Þegar athöfninni var lokið án stóráfalla má búast við að Díana og Karl hafi varpað öndinni léttara. Brúðhjónin voru Camilla Dunne, 28 ára, og Rupert Soames, 29 ára, bæði af fínum ættum, eins og reyndar brúðarmeyjarnar og brúðarsveinarnir. Sláturtíð í Dallas: Flestir gömlu leikararnir látnir fjúka! Vanþakklæti eru laun heimsins, gæti Steve Kanaly sagt þessa dag- ana. Reyndar tekur hann sjálfsagt mun sterkara til orða en sú saga gengur nú fjöllunum hærra að hann sé meðal þeirra sem sagt hefur verið upp við Dallas-þættina eftir 10 ára dygga þjónustu í þeim herbúðum. Steve Kanaly, sem hefur leikið Ray Krebbs öil þessi ár, er langt í frá sá eini af gamla góða liðinu í Dallas, sem er látinn fjúka í víð- tækum hreinsunum sem fram- leiðendur sjónvarpsmyndaflokks- ins eru að framkvæma þessa dag- ana. Ken Kercheval (Cliff Barnes) sér líka sína sæng upp reidda og það sama gildir um Priscillu Presley og Shalane McCall. Barbara Bel Geddes (Miss Ellie) og Howard Keel (Clinton Farlow) þurfa ekki að gera sér vonir um að hafa meira saman að sælda við Dallas í fram- tíðinni en að bregða rétt fyrir í einum og einum þætti. Og nú er sagt að Linda Gray (Sue Ellen) fái loks þá ósk sína uppfyllta að segja skilið við þættina fyrir fullt og allt. Það er sem sagt J.R. Ewing (Larry Hagman) einn sem stendur eftir, auk Victoriu Principal (Pam Ewing), sem hafði að vísu kvatt Dallas en framleiðendurnir eru sagðir hafa boðið henni gull og græna skóga ef hún vildi láta svo lítið að koma aftur til liðs við tætlumar sem eftir eru af Dallas. Auðvitað þarf nýtt fólk að koma til sögunnar í stað þeirra sem kveðja og er sagt að í þeirri sláturtíð sem ríkir í sjónvarps- þáttagerðinni verði líka gerður róttækur uppskurður á öðrum vin- sælum þáttum, „Knots Landing“ og verði sullað saman eftirlifendum úr báðum þáttunum. Auk þess eru ný nöfn nefnd til sögunnar, s.s. George Kennedy, sem á að koma í stað Steve Kanaly, Whitney Ho- uston og Richard Chamberlain. Þetta þykja miklar fréttir í sjón- varpsheiminum og nú bíða allir í ofvæni eftir því að sjá árangurinn. Dallas hefur verið fastur þáttur í sjónvarpinu í Bandaríkjunum síð- an 1978 og þætti engum mikið þó að einhverrar þrætu væri farið að gæta hjá klækjaliðinu sem þar ræður ríkjum. Ný andlit í komandi Dallas-þáttum: Rlchard Chamberlain, Whitney Houston og George Kennedy. Spurningin er hvort þau geta blásið eldi í gamlar glæður. fá öll reisupassann frá Dallas: Howard Keel og Barbara Bel Geddes, Priscilla Presley og Sha- lane McCall, Steve Kanaly, Linda Gray og Ken Kercheval.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.