Tíminn - 29.10.1988, Qupperneq 28

Tíminn - 29.10.1988, Qupperneq 28
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Trvggvagöfu, S 28822 Átján mán. binding 7,5% SAMViNNUBANKINN Tímiiui Með fækkun slysa á Islandi mætti rétta halla ríkissjóðs: 27millj.ádagíslys Slysin kosta þjóðfélagið flmm milljarða króna á ári en það þýðir að á hverjum sólarhring kosta slysin okkur þegnana hvorki meira né minna en 27 milljónir og fjögurhundruð þúsundir króna sem er á hverjum klukku- tíma um ein milljón eitthundrað og fjörutíu þúsundir króna. Pessar upplýsingar komu fram í erindi Brynjólfs Mogensen bækl- unarskurðlæknis á Borgarspítalan- um á árlegum landsfundi landlækn- is, lögreglunnar í Reykjavík, Sam- bands íslenskra tryggingafélaga, Slysavarnafélags íslands og Um- ferðarráðs í gær. Brynjólfur sagði Tímanum að þessar tölur væru vitaskuld ekki nákvæmar upp á krónu en þær gæfu glögga mynd af hvers konar fár væri hér á ferðinni og að þær væru síst ofreiknaðar. 15,4%af tekjum ríkissjóðs Brynjólfur benti á að til að fullgera hringveginn þyrfti að verja 8,3 milljörðum króna og þætti mönnum nóg um miðað við erfiða stöðu ríkissjóðs. Slysin kosta hins vegar 1,7 milljarði króna meira. Tekjur ríkissjóðs á þessu ári eru áætlaðar 65 milljarðar. Beinn kostnaður við slysin er eins og áður sagði 10 milljarðar eða tæplega 15,4% af áætluðum tekjum ríkis- sjóðs árið 1988. Þá gat Brynjólfur þess að tapaðar þjóðartekjur vegna látinna og slasaðra væru 4,5 millj- arðar króna. Á fundinum voru haldin sextán stutt erindi en Ólafur Ólafsson landlæknir setti fundinn. Síðan fluttu ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra ávörp og ræddu störf ráðuneyta sinna sem tengjast slysavörnum og hugmynd- ir sem uppi væru um eflingu þeirra. Ólafur Ólafsson kom víða við í setningarræðu sinni og gagnrýndi harðlega hversu lítil áhersla væri hér á landi lögð á að rannsaka slys og orsakir þeirra. Hann sagði að með markvissum rannsóknaaðgerðum væri hægt að finna áhættuhópa og slysavalda og draga þannig úr slysum. Ólafur gagnrýndi einnig slysavarnaáróður sem hafður er uppi. Hann sagði að þjóðir legðu æ meira upp úr verk- legri kennslu en við yærum á ] fyrirlestra- og auglýsingastiginu. „Við eyðum,“ sagði landlæknir, „mest öllu tiltæku fé til þess að auglýsa okkur frá vandanum. Hvernig má það vera að alltaf má fá nægilegt fé til þess að greiða auglýsingafyrirtækjum hæstu taxta sem greiddir eru hér á landi,“ sagði Ólafur. Slysarannsóknir á Akureyri Þeir Halldór Baldursson yfir- læknir og Þorvaldur Ingvarsson, báðir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri könnuðu sérstaklega vinnuslys á Akureyri með það fyrir augum að að fækka þeim. Þeir fengu upplýsingar frá sjúkraskrám slysadeildar sjúkra- hússins, frá lögreglu og Vinnueftir- liti Ríkisins frá árunum 1983-1986. Þeir hönnuðu nýtt skráningarkerfi þannig að upplýsingar um einstök slys eru vel aðgengilegar.' Frá landsfundi landlæknis o.fl. í gær. Könnun þeirra Halldórs og Þor- valdar leiddi í Ijós að vinnuslysum fjölgaði frá 1983-1986 um 75% eða úr 95 í 166 slys. Forsvarsmönnum helstu fyrir- tækja á Akureyri voru kynntar niðurstöður þessarar könnunar á fundum með þeim s. I. vor og fengu þeir skýrslur um vinnuslys í eigin fyrirtækjum og kom þeim á óvart flestum hve margir slasast við vinnu og hve vinnutap er mikið. Þetta varð síðan upphafið að forvarnastarfi sem unnið er í sam- vinnu milli læknanna, forsvars- manna og starfsmanna fyrirtækj- anna og hefur nú vinnuslysum fækkað merkjanlega. Fræðsla byggð á slysarannsóknum Halldór Baldursson sagði Tímanum að læknar hefðu tekið eftir að slys hefðu orðið hvað eftir annað á sömu vinnustöðunum og við sömu kringumstæður. Því hefði verið rökrétt að breyta kringum- stæðunum. Þorvaldur Ingvarsson sagði að í fyrstunni hefðu læknar hringt í fyrirtækin þar sem tiltekin slys hefðu átt sér stað. Að könnuninni lokinni hefðu þeir farið í fyrirtækin og kynnt niðurstöðurnar. Þá hafa verið haldnir fundir með starfsmönnum á vinnustöðunum sjálfum og brýnt fyrir þeim að nota tiltækan og fáanlegan öryggisbún- að, svo sem hlífðargleraugu til að forða augnslysum, sérstaka hlífð- arskó til að hlífa fótum auk annars hlífðarfatnaðar og búnaðar sem við á í hverju tilviki. Þorvaldur nefndi sem dæmi að af 65 augnslysum á einu ári hefðu Tímamynd: Pjetur aðeins fjórir hinna slösuðu verið með hlífðargleraugu. Halldór Baldursson sagði Tím- anum að enn væri of snemmt að tala um árangur þessa forvarna- starfs. Trúlegt væri þó að umræðan sem skapast hefði, gæti ein sér orðið til þess að menn notuðu fremur tiltæk öryggistæki og annan viðbúnað en þeir áður gerðu. Hann sagði að á fundum með starfsmönnunum á vinnustöðunum hefðu þeir lagt áherslu á þessa hluti við þá. Þorvaldur bætti við að á slysadeildina kæmu verkstjórar nú gjarnan með starfsmönnum sínum hafi þeir meiðst í vinnunni. Þetta mætti telja merki um aukinn áhuga og umhyggju fyrir öryggi á vinnu- stöðum sem að líkindum myndi skila sér í fækkun vinnuslysa. -sá Útvegsmannafélag Akureyrar: Stuðningur við stefnu sjávarútvegsráðherra Á aðalfundi Útvegsmannafélags Norðurlands, sem haldinn var s.l. fímmtudag, var samþykkt einróma ályktun þar sem lýst er yfír stuðn- ingi við stefnu sjávarútvegsráð- herra í hvalamálinu svokallaða. Fundinn sátu útvegsmenn allt frá Skagaströnd til Þórshafnar. Einnig voru mættir á fundinn Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðhera og Kristján Ragnarsson formaður Ályktun fundarins er á þessa leið: „Lýst er yfir fullum stuðningi við stefnu sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, varðandi rannsóknir á hvalastofninum. Fundurinn telur að það skorti veru- lega á það í allri þeirri umræðu sem á sér stað um hvalveiðar, hvaða afleiðingar stækkun hvalastofnsins hugsanlega hafi á stærð fiskistofna við landið. Það er samdóma álit sjómanna á Norðurlandi að hrefnu og hnúfubak hafi fjölgað verulega á fiskimiðunum, og óttast menn þær breytingar sem það kann að hafa á lífríki sjávar.“ Sverrir Leósson, formaður út- vegsmannafélagsins, sagði í sam- tali við Tímann, að þessi fjölgun hrefnu og hnúfubaks á miðunum vekti menn til unthugsunar. Til dæmis væri hægt að færa ákveðnar líkur fyrir því að ein hrefna éti 30 til 40 tonn af fiski á ári og það samsvari því sem 10 tonna fiskibát- ur veiði á sama tíma. Sverrir sagði einnig að vegna skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, þar sem meðal annars er lagt til að dregið verði úr þorskveiðum á næsta ári vegna lélegra árganga, hafi menn enn frekar lagt áherslu á hvalamálið og stuðning við stefnu ráðherrans. Sverrir sagði jafnframt: „Það er skoðun útvegsmanna á Norður- landi að áhyggjuefnið sé ekki það að selja afurðir sjávarins heldur það hvað við megum veiða á næstu árum. Þeir sem stunda sjó vita það að ýmsum spendýrum fer ört fjölg- andi í hafinu og þetta eru dýr sem éta ógrynni af sjávarfangi.“ ssh ísfilm hf. fær sjóvarpsleyfi Á fundi útvarpsréttarnefndar síð- degis í gær var samþykkt að veita ísfilm leyfi til sjónvarpsrekstrar. Að sögn forráðamanna ísfilm mun fyritækið nú hefja undirbúnig af fullum krafti fyrir sjónvarpsútsend- ingar á næsta ári undir einkennisheit- inu Stöð 3. Jafnframt verður leitað eftir nýjum hluthöfum í fyrirtækið til að styrkja stöðu þess enn frekar. ísfilm hefur yfir að ráða verulegum tækjabúnaði til framleiðslu á sjón- varpsefni og til auglýsingagerðar. í gærkvöldi hafði forráðamönnum ís- film enn ekki borist formleg niður- staða útvarpsréttarnefndar og vildu þeir því ekki tjá sig frekar um málið fyrr en bréf hefði borist. Bíl stolið í gærmorgun Audi 100, árgerð 1984, ljósgræn- um að lit, var stolið fyrir utan sundlaugina í Breiðholti á níunda tímanum í gærmorgun. Eigandi bifreiðarinnar brá sér í sund í gærmorgun og lagði bílnum við Austurberg. Pegar hann kemur upp úr lauginni, eru lyklarnir af bílnum horfnir úr buxnavasann og þegar út var komið var bíllinn líka horfinn. Þegar síðast fréttist í gærkvöldi var bíllinn ekki kominn í leitirnar. -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.