Tíminn - 20.12.1988, Síða 9

Tíminn - 20.12.1988, Síða 9
Þriðjudagur 20. desember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR lllllllli Siguröur Björnsson: Aðgáts er þörf við orð og verk í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá manni, sem fann sauðarlegg með tappa í enda. Af forvitni tók hann tappann úr leggnum og hleypti með því úr honum draug, sem eftir átti að gera mikið illt af sér. Þessi saga kom mér í hug þegar ég fylgdist með þætti Sjónvarpsins „Maður vikunnar" 3. þessa mánað- ar, því svo virtist sem Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra hafi með ræðunni, sem hann hélt á flokks- þingi Alþýðuflokksins orðið - ef- laust óviljandi - eins og þeim fróma manni sem tappann tók úr leggnum - á að hleypa út einhverj- um fítonsanda sem getur orðið honum og öðrum til mikillar óþurftar. Þó oft hafi í fjölmiðlum verið vegið að bændum hefur ekki í sjónvarpi sést svo rætinn óhróður áður og <arð raunar ekki séð hvort verra var að hafa svo margt sauðfé að gróðrinum stafaði hætta af eða fækka því svo ört að kjötið seldist ekki eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Þarna mun hafa verið sök spyrilsins hvernig var að verki staðið, enda ætla menn Jón greindari mann en svo að hann léti slíkan þvætting frá sér fara, jafnvel eftir glapyrði hans á flokksþinginu. En þó þarna hafi kastað tólfun- um, hefur umræða um landbúnað verið einstrengingsleg og á það sérstaklega við um sauðfjárrækt- ina. Það virðist svo að sumir þeir sem um þau mál hafa ritað trúi því að gróður landsins hefði haldist óbreyttur frá landnámsöld ef sauð- féð hefði ekki verið hér, en aðrir hafa haldið því fram að sauðféð hafi nær engu breytt. En málið er ekki svo einfalt. Til að geta ályktað um það af einhverri skynsemi verða menn að vita hvað olli því að landið var svo vel gróið við landnám og ætlað er og hvaða orsakir eru til gróðureyðingarinnar síðan. Hér skal nú vikið að örfáum atriðum, sem áhrif hafa haft á lífríki landsins, bæði fyrir og eftir landnám. Stundum hefur verið sagt að engir grasbítar hafi verið hér fyrir landnám. Hér voru þó gæsir og álftir og hafi mergð þeirra verið mjög mikil gæti áhrifa þeirra hafa gætt verulega á þeim gróðri sem þær sækjast mest eftir, en óvíst mun um fjölda þessara fuglastofna á þessum tíma, og vel má vera að refirnir hafi haldið þeim niðri. Á vissum svæðum hlýtur þó beitar þessara fugla að hafa gætt veru- lega, en skóginn létu þeir í friði. Það má því ætla að þáttur grasbíta hafi haft lítil áhrif fyrir landnám. Engar ritaðar veðurskýrslur eru til frá landnámsöld og því síður frá næstu öldum fyrir þann tíma. En þó veðursveiflur norðurslóða væru ekki skráðar af mönnum fyrr en á seinni öldum, hafa þær skilið eftir merki í jöklum Grænlands, sem koma fram í borkjörnum, er þar hafa verið teknir. Samkvæmt því sem vísindamenn hafa lesið úr þessum borkjörnum hafa tvær næstu aldirnar fyrir landnám verið hlýrri en sú sem nú er að líða. Auðvitað má segja að þessir bor- kjarnar hafi verið teknir það langt frá íslandi að tíðarfarið hér hafi getað verið allt annað en þeir segja til um. En þær upplýsingar sem þeir gefa staðfesta einmitt þær heimildir sem við þó höfum í fornum ritum. Að vísu er hvergi beinlínis sagt neitt um stærð jökla í Landnámu eða fornsögum vorum, en þó má nokkuð ráða af Landnámu og fleiri bókum um stærð Breiðamerkurjökuls, en stærð jökla segir mikið um hitafar tímabila. í Landnámu er sagt að Þórður illugi hafi þáið land af Hrollaugi Rögnvaldssyni milli Jökulsár og Kvíár og búið undir Felli við Breiðá. Talið er að bær Þórðar hafi verið bærinn Fjall, sem stóð fram- undir Breiðamerkurfjalli, þar sem enn heitir Bæjarsker, en jökull gekk yfir tættur þess bæjar árið 1700 samkvæmt áreiðanlegri heim- ild. Áður, þó ekki löngu fyrr, höfðu Breiðamerkurjökull og Fjallsjökull sameinast framan við Breiðamerkurfjall. Þessir jöklar skildust að á fimmta tug þessarar aldar og er nú talsvert bil milli þeirra, en mikið vantar á að þar sé byggilegt nú. Annar bær, Breiðá, stóð nokkru austar og kemur nokkuð við Njálu, m.a: þannig að Flosi fékk Kára bú á Breiðá eftir sætt þeirra. Hafi höfundur Njálu haft traustar arf- sagnir um þetta, jafnvel gamlar ritaðar ættartölur eins og álitið er að hann hafi haft við að styðjast um margt, er ekki hægt að hugsa sér að Breiðá hafi verið neitt rýrðarkot á dögum Flosa, en sé þetta hugarsmíð höfundar, hlýtur jörðin að hafa verið mjög góð fram á hans daga, því óhugsandi er annað, ef höfundur hefur sjálfur ráðið hvar FIosi fékk Kára bústað, en að hann léti Flosa fá honum þá bestu jörð sem hann átti ráð á, fyrir utan sína heimajörð. Það er því með öllu óhugsandi að Breiða- merkurjökull hafi verið neitt líkt því eins nærri því sem bærinn var, á dögum Flosa og hann er nú. Hvar En þó þarna hafi kastað tólfunum, hefur umræða um landbún- að verið einstrengings- leg og á það sérstak- lega við um sauðfjár- ræktina. Það virðist svo að sumir þeir sem um þau mál hafa ritað trúi því að gróður landsins hefði haldist óbreyttur frá land- námsöld ef sauðféð hefði ekki verið hér, en aðrir hafa haldið því fram að sauðféð hafi nær engu breytt. jökuljaðarinn hefur verið þá verð- ur nú ekki sagt neitt um, því varla er mikið leggjandi upp úr heimild úr Suðursveit frá 1746, sem af má ráða að sögn hafi verið um að Máfabyggðir hafi áður fyrr verið nytjaland, sem tilheyrt hafi Öræf- um, en ef þangað hefði verið jökullaust, hefðu þær tilheyrt Breiðá. Búið var á Breiðá, (sem þá var nefnd Breiðamörk) til 1698, en þá, eða fáum árum seinna var jökullinn þó kominn yfir kirkju- garð sem þar var og 1793 var hann kominn yfir rústir bæjarins, en smáhorn af túninu sást þó. Þarna stækkaði jökullinn allt að lokum síðast liðinnar aldar og austan við Stemmu átti hann aðeins 200 m í sjó árið 1893. Á þessari öld kvaðst faðir minn muna jökulvatn á víxl í hverjum einasta farvegi frá Jökulsá að Kvískerjum frá aldamótum til 1940 nema aðeins á svökölluðum Nýgræðum. Miðað við byggðina á Breiða- merkursandi er ljóst að fyrir land- nám hlýtur að hafa verið langt hlýindatímabil og verður því að ætla að hlýindatímabilið, sem vís- indamenn hafa lesið úr borkjörn- um Grænlandsjökuls hafi einnig verið mun hlýrra hér en sú öld sem nú er að líða. Vel má vera að hægt væri að gera sér grein fyrir hvar jökuljaðarinn yrði um 2100 ef sama þróun héldi áfram og verið hefur þessa öld, jafnvel miðað við tíma- bilið 1920-1960, en það veit ég ekki til að neinn hafi reynt, en væri það hægt gæfi það vísbendingu um hvar jökuljaðarinn hefði verið við landnám. Enginn grasafræðingur sem gerir sér grein fyrir hvað kólnun veður- farsins hefur verið mikil miðað við framskrið jökla frá landnámi, mundi láta sér til hugar koma að gróður hefði haldist með sama blóma frá þeim tíma til þessa dags. En fleira virðist hafa verið hag- stætt gróðri á þessum tíma. I bókinni íslandseldar eftir Ara Guðmundsson eru rakin þau eldgos sem jarðfræðingar hafa getað fund- ið merki um í hraunlögum og öskulögum frá síðustu 10.000 árum. Þegar athugað er hvað út úr því kemur, virðist ekki hægt að finna merki um neitt meiriháttar eldgos næstu 700 árin fyrir landnám. Sé sú niðurstaða rétt má ætla að jarðvegurinn hafi verið miklu minna öskublandinn en nú, og þeir sem eitthvað vita um áhrif eldfjallaöskunnar á þeim svæðum sem mest er um hana, verða varla undrandi yfir að meira sé um uppblástur lands en fyrir land- námsöld. En stuttu eftir landnám hófst hér mikil eldvirkni. Stórgos varð um 930, sem skildi eftir svipað magn af brennisteinssýru í Grænlandsjökli og gosið í Lakagígum 1783, en nú er jafnvel hallast að því að brenni- steinssýran hafi verið mesti skað- valdurinn í Móðuharðindunum. Var það e.t.v. brennisteinssýran, sem olli skógardauðanum í Fljóts- dalshéraði forðum daga og sr. Sigurður Gunnarsson getur um? Eftir það verður að segja má hvert stórgosið eftir annað allt til okkar daga og mörg þeirra hafa bætt drjúgum við öskuforða jarðvegs- ins. Lítið mun vitað um brenni- steinsmagn einstakra eldgosa, en að líkindum er það misjafnt frá Miðað við byggðina á Breiðamerkursandi er Ijóst að fyrir landnám hlýtur að hafa verið langt hlýindatímabil og verður því að ætla að hlýindatímabilið, sem vísindamenn hafa les- ið úr borkjörnum Grænlandsjökuls hafi einnig verið mun hlýrra hérensúöld semnúer að líða. eldstöðvum oge.t.v. fráeinstökum gosum í sama eldfjalli. Miðað við það sem maður heyrir að súrt regn geri í nágrannalöndunum virðist hugsanlegt að t.d. Heklugosið 1104 hafi valdið verulegum spjöllum á kjarri þar sem mökkinn Íagði yfir. Af því sem hér hefur verið drepið á má ljóst vera að rýrnun gróðurs frá landnámsöld er ekki öll búsetunni að kenna og skal þó alls ekki gert lítið úr henni. Að vísu hefur bústofninn verið lítill til að byrja með, en veiði hefur verið mikil og auðveld fyrir utan það að hvalrekar hafa verið tíðir. Má raunar ætla að flestum komi spánskt fyrir sjónir að í Sturlungu skuli það vera talið eitt versta verk sem þá var unnið, þegar Kolbeinn brenndi upp hvalina á Vestfjörð- um, en jtað segir nokkuð um hvernig þá var að afla matar. En þá var margt breytt frá landnáms- öld bæði minna um veiði og verra að ná dýrum. Þau höfðu orðið hugmynd um hvers var að vænta af manninum. Landnámsmenn hafa hins vegar að mestu getað lifað á veiðiskap og því getað sett öll lömb á. Erfitt mun vera að áætla með rökum hvað margt sauðfé land- námsmenn komu með og því alveg út í hött að áætla hvað margt það hefði getað verið um árið 1000. Hvaða þátt það hefur átt í eyð- ingu skóganna er ósannað, þar kemur svo margt fleira til, þó víst sé að hann sé verulegur. En menn voru stundum í þeirri aðstöðu að menn urðu að velja á milli hvort barnið eða björkin átti að lifa, og þeir sem halda að forfeðrum vorum hafi verið sama um skógana hefðu gott af að lesa greinina „Úr sögu skóganna" í fyrsta hefti Blöndu bls. 256-279. Það sem þar er sagt frá mun vera það fyrsta sem gert er af hálfu yfirvalda en eftir beiðni og alveg að frumkvæði bænda til að vernda skóga. En landnámsmenn fluttu fleira með sér en búsmalann og ekki viljandi, sem líklegt er að hafi jafnvel haft meiri áhrif til eyðingar skóga en sauðféð. Eins og flestir vita voru skip landnámsmanna ekki eins skip og þau sem nú tíðkast. Til þess að austurinn gæti runnið til austurrúms hjuggu menn lim eða smávaxið birki til að hafa undir varningi í skipunum. í þessu undir- lagi varningsins, sem náði einnig upp með súðinni voru oft eða oftast egg og lirfur þeirra skordýra sem í þeim skógi var er höggvið var úr.Þegar ferðin gekk vel hefur ekki allt það sem í þessu leyndist verið dautt þegar liminu var hent á land, eins og venja var þegar búið var að skipa varningnum upp. Lítill vafi er á að þannig hefur birkiþelinn (Erannis (Hibernia) defoliaria Cl.) borist til landsins, e.t.v. á allar helstu hafnir landsins. Hafi, eins og hér hafa verið leidd rök að, verið til muna hlýrra á landnáms- öld en jafnvel á núverandi öld, hafa þessi fiðrildi verið fljót að fjölga en útbreiðsla hefur þó verið nokkurri tilviljun háð þv.Rvendýrið flýgur ekki (er vængjalaus) og getur því lækur stundum skipt sköpum um hvort einstök torfa verður fyrir heimsókn þess. Á köldu öldunum hefur þetta fiðrildi dáið út nema þar sem allrabest veðrátta var, í Skaftafells- og Núpsstaðaskógum. Það varekki fyrr en á hlýindatímabilinu milli 1920-1960, sem fór að bera á skaða af þess völdum. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa heyrt um veruleg- ar skemmdir af þess völdum var að Hannes Jónsson á Núpsstað sagði frá því að svartir maðkar væru að eyðileggja allan skóginn á Hvítár- holtum, en þau eru milli Hvítár og Núpsár. Ekki man ég nú fyrir víst hvaða ár þetta var, en minnir það vera laust fyrir 1950. Víst er að 1954 sást þar aðeins dauður viður. Nokkru seinna drap þessi tegund skóg á allstóru svæði á Kvískerjum en eftir að heldur kólnaði í veðri hefur lítið borið á skemmdum af völdum þessarar tegundar. Stórar hríslur, sem voru á aðra mannhæð eða hærri stóðust þetta fremur, virtist oft sem frekar yrði eitthvað af laufi eftir á þeim. En kjarr var á þessum árum stundum morandi af lirfum þessa fiðrildis, sem átu upp allt laufið og þetta gerðist einmitt í júní og júlí. Birkið sprekaði upp og heilu torfurnar urðu skóglausar. í Skaftafelli og víðast í Núpsstaðar- skógum (ekki er víst að fiðrildið hafi verið þar nema á Hvítárholt- unum) var skógurinn það stórvax- inn að hann lifði þetta að mestu af. Þó A.i fróði segi að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru þarf það ekki að þýða að allur sá viður hafi verið stórvaxinn. Það er því vel hugsanlegt að birkiþelinn hafi átt drjúgan þátt í að landið var ekki orðið viði vaxið milli fjalls og fjöru á dögum Ara fróða. Ég vona að þessi samtíningur sýni að það er að mörgu að hyggja þegar meta á hvaða áhrif hafa valdið rýrnun gróðurs á umliðnum öldum og jafnvel sandfokinu, sem hrjáð hefur sum landssvæði. En það er rétt að við ráðum hvorki loftslagi né gosum eldfjalla eða öðrum hamförum náttúrunn- ar, svo sem jarðskjálftum. Við verðum því að einbeita okkur við að sjá til þess að okkar gerðir valdi ekki spjöllum á landinu og reyna að græða þau sár sem búsetan hefur valdið. En mikil þörf væri á að vísindamenn okkar tækju sig saman um að skilgreina hverju hver þáttur eyðingaraflanna (bú- setan ekki undanskilin) hefur vald- ið og hvað er hægt að gera til að endurheimta það sem þessi öfl hafa af landinu tekið. Kvískcrjum 11. desember 1988 Sigurður Björnsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.