Tíminn - 22.12.1988, Qupperneq 4

Tíminn - 22.12.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. desember 1988 tl/i 1711/1 '\i riMin la í-%. ÍH Wl LM1 JL EiUL IWJ UHX MMM /> ■ FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er þaö kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uþpþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör „útsláttar- rofar“ en í eldri húsum eru vartappar „öryggi". Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper Ijós ' f 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluA úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofa í töflu leyst úr er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökkfyrirsamstarfið á hinu liðna. 4 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ____^ (Geymið auglýsinguna) Álit vinnuhóps um lánasjóð námsmanna: Framfærslugrunnur verði leiðréttur Nú liggur fyrir bráðabirgðaálit vinnuhóps um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þar er m.a. að finna tillögu þess efnis að bætt skuli sú skerðing á metnum fram- færslukostnaði sem orðið hefur frá árinu 1984. Til að mæta skerðing- unni er lagt til að metinn framfærslu- kostnaður verði hækkaður um 7,5% 1. mars n.k. og aftur um a.m.k. 5% frá 1. september 1989. Jafnframt leggur starshópurinn til að skerðing metins framfærslukostnaðar verði bætt að fullu frá og með 1. janúar 1990. Verkefni vinnuhópsins var að fjalla um með hvaða hætti settar yrðu lánareglur, sem kæmu í stað þeirra, sem ákveðnar hafa verið á undanförnum árum af fyrrverandi menntamáiaráðherrum. Aðrar tillögur hópsins eru þær að frá og með skólaárinu 1989-90 verði 50% tekna sem námsmaður aflar sjálfur, í stað 35% eins og nú er, dregið frá fjárþörf hans. Einnig er lagt til að Menntamála- ráðuneytið beiti sér að því að nú þegar verði hafin undirbúningur að nýrri könnun á framfærslukostnaði námsmanna á íslandi og erlendis. Ráðgert er að slík könnun fari fram á næsta ári en undirbúningur er þegar hafinn. Lagt er til að skrifstofa og stjórn LÍN hefji athugun og undirbúning að því að veita námsmönnum á 1. námsári lán þegar á fyrsta námsmiss- eri. Undanfarin ár hefur það tíðkast að 1. árs nemar hafa þurft að leita á náðir bankakerfisins um víxillán þar til námsárangur á fyrstu önn liggur fyrir. Með þessari tillögu hópsins er gert ráð fyrir að LÍN sjái um lánveit- ingu af þessu tagi. Ekki er ákveðið hvort um skuldabréfalán verður að ræða eða hvort reglur um víxillán verða látnar gilda áfram. SSH . ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi vikuna 12. til 16. desember sl: Verðhækkanir á mörkuðunum Gott verð fékkst fyrir ísfisk í Bretlandi og Þýskalandi í síðustu viku, eftir mjög lágt verð að undanförnu. Helsta ástæða þessa háa verðs er lítið framboð á þessum mörkuðum, bæði frá íslandi og öðrum löndum. í liðinni viku voru rúmlega 1700 tonn seld af fiski á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði. Þar af var fiskur í gámum 764 tonn. Heildarverðmæti allsaflans varum 151 milljón króna. Fimm bátar seldu aflann í Bret- landshöfnum, samtals 533,7 tonn, verðmæti aflans var 44,4 milljónir Selfoss: Lögregla smalar Selfosslögreglan hafði í mörgu að snúast nú um helgina. Fyrir utan hefðbundin störf fór lögreglan fimrn sinnurn til að smala saman hestum sem voru við Suðurlandsveginn. í Flóanum. - ABÓ króna. Þessir bátar voru Björgúlfur EA (154 tonn), Þorlákur ÁR (103 tonn), Otto Wathne NS (139 tonn), Akurey SF (40 tonn) og Stapavík SI (95 tonn). Meðalverð þessara fimm báta var 82,10 krónur. Hæsta meðal- verð fékk Björgúlfur EA, eða 91,82 krónur á kíló en lægsta meðalverð fékk Otto Wathne NS, 77,32 krónur á kíló. Fyrir 467 tonn af þorski fékkst 83,60 króna meðalverð á kíló, fyrir 19,7 tonn af ýsu fékkst 110,33 króna meðalverð á kíló, fyrir 6 tonn af ufsa 48.65 krónur, fyrir 13,4 tonn af kola fengust 85,42 krónur á kíló og fyrir 14 tonn af blönduðum afla fengust 78.66 krónur á kíló. Þá voru seld 764 tonn af fiski úr gámum á Bretlandsmarkaði í liðinni viku. Af þorski voru 332,5 tonn seld og fékkst 95,14 króna meðalverð fyrir aflann. Af ýsu voru 169 tonn seld, meðalverð 119,68 krónur, fyrir 11 tonn af ufsa fengust 54,83 króna meðalverð. Fyrir 134,9 tonn af kola fékkst 109,50 króna meðalverð og fyrir 65,94 tonn af blönduðum afla fékkst 95,55 króna meðalverð. Á Þýskalandsmarkað sigldu þrír bátar með samtals 402,8 tonn og var heildarverðmæti aflans um 30 millj- ónir króna. Birtingur NK seldi 137 tonn og fékk 81.39 króna meðalverð fyrir aflann, Barði NK seldi 123 tonn og fékk 67,80 króna meðalverð fyrir aflann og Drangey SK seldi 142 tonn. meðalverð 75.48 krónur. - ABÓ Fjölmiðla- fræðsla á öllumskóla- stigum Á vegum menntamálaráðu- neytisins hefur verið skipuð nefnd til þess að huga að skipan fjölmiðlakennslu á öllum skóla- stigum. Verkefni nefndarinnar eru í fyrsta lagi að gera tillögu um kennslu í s.k. hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands, en slíkt nám tengist beinlínis störfum við fjöl- miðla. Nefndin á að taka mið af þeim tillögum sem nú liggja fyrir við Háskólann. Þær tillögur gera ráð fyrir að boðið verði upp á eins til tveggja ára nám í hagnýtri fjölmiðlun eftir að BA-prófi er lokið. í öðru lagi er nefndinni falið að gera tillögu um markmið og fram- tíðarskipan fjölmiðlakennslu á framhaldsskólastigi. Nú er engin samhæfing milli skóla hvað þetta nám varðar sem er ekki starfsnám heldur eiga nemendur með því að fá dýpri kynni af fjölmiðlum. í þriðja lagi á nefndin að gera tillögur um markmið og framtíð- arskipan á fjölmiðlakennslu á grunnskólastigi. Hvað þetta skólastig varðar á nefndin að huga að fjölmiðlafræðslu sem hluta af ýmsum námsgreinum, s.s. móðurmáli, samfélagsfræði, og erlendun tungumálum. Menntamálaráðherra skipar nefndina og mun hún skipuö aöilum m.a. frá Blaðamanna- félagi íslands, blaðaútgefendum, Háskóla íslands, framhaldsskóla- og grunnskólastigi. SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.