Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.03.1989, Blaðsíða 8
8 TlminR Tímiim MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Um páska Frá og með deginum í dag, skírdegi, hefst lengsta helgi ársins. Þá er gert lengra hlé á daglegri vinnu manna en almennt er. Aðeins stórubrandajól, ef svo ber við, gætu komist í samjöfnuð við páskahelg- ina hvað dagafjölda snertir. Ekki er einasta að fjöldi fólks leggi niður vinnu fimm daga samfellt, heldur verða þessir páskafrídagar oft fleiri hjá ýmsum, t.d. kennurum. Þótt tilefni svo langrar helgi og uppihalds á daglegri vinnu eigi rætur í kristninni og niðurröðun kirkjuársins, þá notar fólk helgina ekki til þess eins að dvelja við heilagar minningar og rækt við trúarlífið. Þess í stað nýta menn dagana, bæði lághelgar og hámessutíma, til þess að gera sér alls konar dagamun, sem er svo viðtekin páskavenja, að hún hefur sprengt ramma helgidagalöggjafar, að ekki sé minnst á strangtrúarsiði. Af því að það er orðinn siður margra að leggjast heldur í langferðir en fara til kirkju í sókn sinni, heyrir það nánast til „prédikunar" um páskaleytið að vara við hættum ýmissa ferðalaga, a.m.k. á íslandi, þar sem vetur er í algleymingi. Því miður ráðast margir í fyrirhyggjulausar ökuferðir um fjallvegi og öræfi á þessum árstíma. Pví er brýnt að lögregla, umferðarráð og vegagerðin haldi uppi leiðbeiningum og áminningum til ferðafólks og upplýsingum um færð og ástand vega. Prátt fyrir það sem hér hefur verið sagt um veraldlegar frístundir á páskahelginni og það sem praktískt er af þeim sökum, þá væri ósanngjarnt að halda því fram að páskahátíðin hafi glatað helgi sinni. Páskar eru enn snar þáttur í kristinni og kirkjulegri menningu. Þess má víða sjá merki. Kirkjur eru vel sóttar, ekki síst fermingarguðsþjón- ustur, sem hefjast einmitt á páskum og standa fram á vor, allt til hvítasunnu. Þess verður ekki vart að fermingin sé að týnast sem þjóðlegur, kristinn siður. Hún er engu minni „fjölskylduhátíð" nú en löngum hefur verið. Gildi hennar fyrir kristinn boðskap og kirkjulegt starf er auðvitað óbreytt. Við fermingu verður unglingur fullgildur félagi í kirkjunni. Honum er í sjálfsvald sett, hvernig hann heldur á slíkum félagsréttindum. Þótt á ýmsu gangi í því efni, þá eru margir sem eru fullkomlega meðvitaðir um þennan rétt og eru tengdir kirkjunni tryggðaböndum. En hvað um páskaboðskapinn? Hákristnir menn og kirkjunnar þjónar líta á „páskaboðskapinn“, þá sannfæringu að Kristur hafi risið upp frá dauðum, sem kjarna kristindómsins. Páll postuli sagði, að ef Kristur væri ekki upprisinn, þá væri trúin ónýt. Sigurbjörn biskup og Haraldur Níelsson eru sagðir hafa haft ólík trúarviðhorf. Ekki virðist þó halla á um sannfæringu þeirra um að Kristur hafi risið upp frá dauðum. Haraldur Níelsson sagði að kristnin væri reist á „reynsluþekkingu“ postulanna, sem sáu Krist upprisinn, eins og segir í biblíunni. Sigurbjörn biskup spurði sjálfan sig í páskaprédikun, hver væri kjarni kristindómsins. Svar hans var þetta: Kristur dó vegna synda vorra. Hann reis upp frá dauðum. Myndi það ekki jafnast á við útreiðartúr að velta fyrir sér þessum boðskap? Fimmtudagur 23. mars 1989 GARRI Vextirnir enn Fréttir síðustu daga um nýjar vavtahækkanir cru eiginlega held- ur óskemmtilegar. Eins og menn niuna voru fyrirtæki á landsbyggö- inni mergsogin á liönu ári með óhóflega liáum vöxtum. Þetta átti meöal annars við um frystihúsin og reyndar útgerðina líka. Að ekki sé talað um landsbyggðarverslunina. Allir vita aö þessi fyrirtæki þurftu að berjast við bullandi taprekstur á síðasta ári og gengu mörg hver verulega á eigið fé sitt. Þetta var afleiðing þess að frjáls- hygRÍuídcfl,a sjálfstæðismanna réði of miklu um stcfnuna og afleiðingarnar hafa menn séð. Vcrðbréfaspekúlantar græddu, en fyrirtækin í undirstöðugreinunum vítt og breitt um landið allt töpuöu. Þess vegna eru þau núna í sárum. Þegar svoleiðis stendur á finnst manni eiginlega að flest annað eigi að gcra heldur en að hækka vextina aftur. Ef fyrirtækin á landsbyggö- inni eiga aö geta náð sér þurfa þau flest frcmur cn hækkaða vexti. Stadið á fiskinum Hér á landi eru aðstæður nefni- lega þannig að við stöndum á flskinum. Öll afkoma þjóðarbúsins byggist á því að við liöldum áfram að veiða hér fisk, verka hann og sclja til útlanda. Fyrir það fáum við gjaldeyrinn sem við notum svo aftur til að kaupa vörur frá útlönd- um. Það er líka cinföld staðreynd að til þess að geta haldiö áfram að veiða og verka fisk þurfum við að lialdu uppi fyrirtækjum vítt og breitt um landið. Til þess að halda þeim gangandi þarf að tryggja þeim nægilegt rekstrarfé. Það ger- ist svo aftur ekki með því inóti að vextir séu hækkaðir upp úr öllu valdi, þunnig að fyrirtækin þurfi ár eftir ár að ganga skipulega á eigiö fé sitt til þess eins að standa undir eðlilegum lántökum sínum i bönk- um og hjá sjóðum. Fréttir síðustu daga bcnda til þess að á liðnu hávaxtaári hafi bankar og fjármálastofnanir skilað býsna drjúgum hagnaði. Á sania tíma bcrast okkur fréttir af hrika- legum taptölum, nauðasamningum og gjaldþrotum fyrirtækja á lands- byggðinni. Á töluvert mörgum stöðum úti á landi eru fyrirtækin komin í þá stöðu að framtíðarlífi þeirra er stefnt í bráða hættu, og þar með ekki aðeins áframhaldandi byggð á viðkomandi stöðum, held- ur líka áframhaldandi gjaldeyris- öilun fyrir þjóðarbúið. Bankagroði Þetta síðasta er kannski atriði sem helst má gera sér vonir um að frjálshyggjupostular skilji. Ef allt fer í kaldakol á útgerðarstöðunum fylgir þvi svo aftur að samdráttur verður í verslun. Ekki aðeins í verslunarþjónustu á þessum stöð- uin heldur líka versluninni í Reykjavík. Og þar með er hætt við að lækka fari í buddunni hjá mörg- um framtakssömum athafnamönn- um á suðvcsturhorninu. Þá hefur fólkið, sem vinnur í fiskinum úti á landi, ekki lengur peninga til að kaupa sér vörur og þjónustu. Þá fylgir samdráttur í vcrslun og þjóp- ustugreinum líka í kjölfarið. Vitaskuld er það allra hagur að halda hér uppi sem blómlegustu atvinnulífi. Þjóðin er nú einu sinni ekki ijölmennari en svo að hér höfum við engin efni á því að vera stanslaust að reyna að hafa sem mest hver af öðrum. Hér veröum við að vinna saman. Hér gildir að hagur eins er líka hagur allra hinna. Þess vegna er núna kominn tími til að fara að draga úr vaxtagróða ■ banka- og verðbréfakerfmu. Núna verðum við hvað sem það kostar að koma fyrirtækjunum úti á landi aftur á fæturna. Við höfum einfald- iega engin efni á þvi að láta þau drabbast niður. Þá erum við farin að éta okkar eigin útsæði. Þess vegna verður núna að sýna skynscmi í vaxtamálunum. Reynsla síðasta árs sýnir að há- vaxtastcfna gengur ekki. Fjármála- stofnanir hljóta að hafa grætt það vel í fyrra að þær hafi efni á að mæta núna eins og einu mögru ári. Svona rétt eins og frystihúsin í fyrra. Ef þcim er ætlað að þola þetta þá hljóta fyrirtækin á fjár- magnsmarkaðnum að geta þolað það líka. Ekki er svo að sjá að þau standi út af fyrir sig á ncinum brauðfótum. Af þessum ástæðum er það núna brýnt aö sýna fyllstu hófsemi í vaxtamálunum. í húfi er öll afkoma undirstöðugreinanna úti um landið allt. Og líka afkoma verslunar og þjónustu á suðvesturhorninu. Þetta hangir allt hvað á öðru. Ef núna er spilað óvarlega með vext- ina getur þetta allt saman hrunið. Og það áður en nokkurn varir. Málið er nú einu sinni ekki flókn- ara né umfangsmeira en þetta. Garri. llllllllllllllllllll VITTOGBREITT llljllllllllllllllllllllllilillll Vor daglega steinsteypa Formaður iðnrekenda er hvat- legur maður til munns og handa. Nýlega flutti hann ræðu, þar sem hann hvatti til meiri uppbyggingar og meiri steypunotkunar, enda lít- ið hægt að byggja upp sé ekki notuð steypa. Erfitt er að andmæla hvatningarorðum um meiri upp- byggingu. Við höfum svo lengi verið að byggja upp, að á endanum fórum við langt fram úr þörfum og notum í verslunarhúsnæði, þótt fyrir í landinu væri til verslunar- húsnæði í notkun, sem dugar að minnsta kosti fjórum milljónum manna. Hinir nýju vormenn íslands eru stöðugt að klifa á meiri uppbygg- ingu og meiri fjárfestingu, þótt Ijóst sé að mestur hluti þeirra gjaldþrota sem nú eru í gangi sé tilkominn vegna bráðrar og ónauð- synlegrar fjárfestingar. Fjármagns- kostnaðurinn er hrikalegur, en ein- mitt um það leyti sem formaður iðnrekenda bað um meiri stein- steypuverk, sýndist grái markaður- inn og samkeppnin við hann vera að leiða banka landsins út í nýja vaxtakollsteypu. Allt fer þetta nú heirn og saman. Ábataskyn eða gjafadagsverk Nýirvormenn íslands viljastórar fjárfestingar af ýmsum ástæðum. Einn talar fyrir þeim af því hann er talsmaður steinsteypunnar í land- inu, annar lýkur upp sínum munni í þágu fjárfestingar af því hann langar til að gerast tusku- eða kjötfarssali og komast í einbýli. Þeir halda, þessir blessaðir nýju vormenn, að þeir þurfi aðeins að fjárfesta, og þá sé kóngsdóttirin fengin og himnaríki með. Hluti af fjárfestingu síðustu ára hefur tengst lönguninni til að viðhalda atvinnu í landinu. Sú löngun er skiljanleg. Ríkisvaldið hefur kom- ið inn í þá mynd með margvísleg- um hætti og aukið enn á þrýsting- inn sem ofgnótt atvinnu skapar. Þótt hún geti skapað spennu hefur þó fjármagnsþörfin sem fylgir mik- ið meiri áhrif í þá átt. Grái markað- urinn og háir vextir eru hluti af þeirri mynd, sem fylgir hömlulausri framkvæmdagleði hinna nýju vormanna Islands. Sá er þó munur- inn á þeim og hinum gömlu vor- mönnum, að þeir nýju eru alltaf að vinna í eigin ábataskyni, eða í ábataskyni fy rir fyrirtæki sín, þegar þeir gömlu ástunduðu eingöngu hugsjónir og gjafadagsverk. Trúin á steinsteypuna Því er það, að þegar einn þessara vormanna kallar eftir meiri fram- kvæmdum, getur hann allt eins verið að tala um steinsteypu. Aftur á móti kemst sá bóndi ekki upp með moðreyk, sem leyfir sér að tala um kindur og kýr. Þá telja allir urn leið, og þurfa enga skýringu þar á, að hann sé að tala um meiri sölu á kindakjöti og mjólk. Land- búnaði er gert að draga saman seglin og taka breytingum og hafa bændur unnið að því eftir getu, en eflaust með misjöfnum árangri eins og gengur. Á sama tíma heimtar iðnaðurinn meiri steinsteypu, þvert ofan í auðar verslunarhallir og skrifstofuhúsnæði, sem enginn veit hvað á að gera við. Sjávarút- vegurinn stendur yfirleitt fyrir neð- an núllið í útreikningum um rekst- ur frystihúsa. Fjármagnskostnað- ur, sem m.a. er sprottinn af bygg- ingu verslunarhalla, er að gera út af við fiskverkunina. Bankar virð- ast engin ráð sjá önnur en þau að hækka vexti að nýju af ótta við að sparifé landsmanna lendi að öðrum kosti í höndum gráa markaðarins. En allt kemur fyrir ekki. Boðaðar eru meiri framkvæmdir - í stein- steypu. Afmælisveisla án enda Framkvæmdagleði okkar líkist helst afmælisveislu, sem stendur heilan áratug á milli afmæla. Það má ekki hægja á neinu, heldur skal ríkja glaumur og gleði þótt gestirn- ir séu að niðurlotum komnir, eða séu lagstir sofandi út í horn. Ræðu- höldin eru þreytt ákaflega yfir viðstöddum og hvatt er til meiri drykkju. Afmælið verður að „kon- tinjúerast,“ af því liðsoddum þess fellur ekki alls kostar að þurfa að senda liðið heim fyrir næsta partí. Þess vegna er slegið á stórar ræður. Einn er kannski umboðsmaður fyr- ir koníak og vill því mæla fyrir því að skálað sé í koníaki. Annar heldur að við hæfi sé að boða að byggt verði hús yfir afmælisbarnið af því hann selur steinsteypu. Og þannig heldur afmælið áfram hvort heldur menn sofa eða vaka. Um alvöru lífsins og skuldadaga er ekki hugsað. Reikningarnir liggja ógreiddir í anddyrinu, og það eru tekin ný verðbótalán á hverjum degi fyrir nýjum viðfangsefnum þessarar stóru og fríðu veislu. Þeg- ar banka þrýtur er farið í fjárfest- ingarfélögin. Þau lána á meðan þau fara ekki á hausinn. EG.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.