Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 6. apríl 1989 Hugsanleg lausn á vanda SVR: Lögga í strætó? Til greina getur komið að síðustu vagnar númer þrettán og fjórtán aki undir vernd lögreglu á föstudagskvöldum. Þessi hugmynd og fleiri hafa verið ræddar sem lausn á vanda SVR vegna óláta unglinga og skemmdarverka á vögnunum undan- farið. En fyrrverandi vagnstjóri segir vandamálið vera heimatilbúning fyrirtækisins og að lausnin sé einföld. „Við höfum verið að velta fyrir okkur að fá lögreglugæslu í vagnana eða þá eins og reynt var um síðustu helgi að fá lögreglubíl til að fylgja vögnunum eftir þannig að ef einhver ólæti brytust út væru þeir til taks. Lögreglustjóri er þessu að vísu mjög mótfallinn. En við höfurn borgað lögreglunni fyrir að halda uppi gæslu á Hlemmi og það hefur gefist mjög vel. Eins myndi fyrirtækið borga fyrir aukavakt sem kalla þyrfti út, af þessum sökum. Þetta er aðeins ein af mörgum hugmyndum og hún verður eins og aðrar hugmyndir sent fram hafa komið, tekin til athugun- ar“ sagði Sveinn Björnsson forstjóri SVR í samtali við Tímann. Önnur hugmynd sem hefur verið rædd er sú að reyna að fá uppgefin nöfn þeirra sem standa fyrir ólátun- um og að þar tæki lögreglan við. Þá hefur verið rætt að vögnum á þessunt leiðum verði fjölgað. „Fjölgun vagna myndi þýða töluverðan auka- launakostnað. Það er heldur ekki víst að þetta myndi leysa vandann. Þarna er á ferðinni nokkuð stórt og mikið ef. Ég held að óróaseggirnir myndu þurfa að fá einhverja útrás eftir sem áður. Við reynum í lengstu lög að halda uppi ferðum vagnanna og skoða allar hugmyndir sem komið hafa fram varðandi lausn vandans“ sagði Sveinn. „Þetta er ekki unglingavandamál heldur má alfarið kenna stjórnun fyrirtækisins um. Ég keyrði leið fjórtán í sex ár. Á þeim tíma var stríð milli starfsamanna og fyrir- tækisins um að síðustu vögnum á þessum leiðum yrði fjölgað. Það er lögmái í strætisvagnaakstri að þar sem búast má við ölvuðum ungling- um eða almennt fjölmennum hóp ölvaðra einstaklinga, að leitast sé við að hafa frekar fátt í vögnunum. Eins og ástand mála er núna eru vagnarnir yfirfullir af drukknu fólki og þá er ekki nokkur leið að fylgjast með hlutunum. Þetta er hluti af fyrirlitningu SVR gagnvart þessum aldurshópi. Unglingunum er boðið upp á hluti sem aðstandendur fyrir- tækisins myndu aldrei voga sér að bjóða eldra fólki upp á“ sagði einn fyrrverandi bílstjóri SVR í samtali við Tímann. Hann sagði að áður hefði staðið til að leggja þessar ferðir niður en ekkert orðið úr því. „Það kont einnig tillaga um það á sínum tíma að teknar yrðu upp næturferðir, ein klukkan tvö og önnur klukkan þrjú, en hún var kolfelld af stjórninni. Ég bauðst til að keyra þessar ferðir sjálfur ef enginn annar fengist til þess, en því var ekki heldur sinnt. Vandamálið má leysa á þennan hátt og það segir sig sjálft að kostnaður- inn er nánast enginn miðað við fjárútlátin vegna viðgerða á vögnun- um“ sagði vagnstjórinn fyrrverandi. jkb SPRON ræður sér málfarsráðunaut Jón Aðalsteinn Jónsson ritstjóri orðabókar Háskólans hefur verið ráðinn í hlutastarf hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem málfarsráðunautur. Jón mun verða til ráðuneytis um allt ritað mál sem frá sparisjóðnum fer en auk þess halda námskeið fyrir starfsmenn um mál og mál- notkun. Sparisjóðurinn er eitt fyrsta fyrirtækið í landinu utan fjölmiðla og auglýsingastofa, sem ráðið hef- ur íslenskufræðing í þessu skyni. Jón Aðalsteinn Jónsson ritstjóri orðabókar Háskólans hefur ráðið sig í hlutastarf hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem málfarsráðunautur stofnunarinn- ar. Með þessu vill sjóðurinn leggja sitt af mörkum til eflingar tungunni. -sá LEIGAN HÆKKAR Leiga á íbúðarhúsnæði hækkaði um 1,25% í byrjun apríl. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samning- um fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna hækkaði frá og með fyrsta apríl 1989. Reiknast þessi hækkun á þá upphæð sem greidd var fyrir húsnæðið í mars. Leigan helst síðan óbreytt fram til byrjunar júlí á þessu ári. Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna: Tékjur ríkisstarf smanna 69 til 140 þús.á mánuði Póstburðarmenn eru lægst launaðir allra ríkisstarfs- manna hvort sem litið er á taxtalaun (47.600 kr.) eða heildartekjur (68.800 kr.). Háskólakennarar hafa hæst taxtakaup (91.800 kr.), en tækniskólakennarar og fjöldi annarra ríkisstarfsmanna ná mun hærri heildartekjum (upp í 139.000 kr.). Meðaltekjur um 7.500 ríkisstarfsmanna í BSRB voru um 83 þús.kr. á mánuði á síðasta fjórðungi ársins 1988, meðaltekjur kennara í KÍ í kringum 89 þúsund og háskólamanna hjá ríkinu rúmar 107 þús. krónur að meðaltali mánuðina október til desember á síðasta ári. KAUPMÁTTUR TAXTALAUNA EFTIR MÁNUÐUM 125- JflMÚAR 1987 = 198 lATH KVASBI ER BKORINN VH) 70| 128 1231567891111231567891U-123-156789111123156789111.123456709111123156789111 812 812 912 812 812 812 KOS HftRS 1988 nfeftJÐiniIR FRfl JftNÚftR 1987 TIL OG tlEB DESDIBER 1988 Mánaðarlaun starfsmanna ríkis- ins innan hvers starfsmannafélags koma fram í nýju fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar opinberra starfsmanna (KOS). Tölurnar sýna meðaltal taxta/greiddra launa þess fólks úr hverju félagi scm er í starfi á hverjum tíma. Upplýsingar ná til síðustu áramóta, en Tíminn mun hér miða við meðaltal síðustu 3ja mánaða ársins. Taxtalaun ríkis- starfsmanna voru um 13-16% hærri í desember s.l. heldur en sama mánuði 1987. Tekjur um 7.500 ríkisstarfs- manna í BSRB voru að meðaltali sem hér segir síðustu þrjá mánuði ársins 1988: Taxtalaun: Heildarlaun: kr. kr. Póstmenn 47.600 68.800 Flugm.starfsm. 53.400 93.000 Símam.skrifst. 52.900 75.400 — tæknim. 58.700 87.200 Stjórnarr.skr. 60.900 85.500 Hjúkr.fr. 70.600 95.500 Ljósmæöur 68.000 89.000 Lögregla 60.500 117.700 Tollverðir 61.900 105.100 Útvarpsst.m. 58.700 74.200 Sjónvarpsst.m. 59.600 94.600 SFR 53.400 75.600 BSRB meðalt.: 55.550 82.900 SFR er Starfsmannafélag ríkis- stofnana, sem hefur um helming ofantaldra BSRB-manna innan sinna vébanda. Tvær kvennastéttir, hjúkrunar- fræðingar og Ijósmæður, hafa sam- kvæmt þessu hæst taxtalaun innan BSRB - en tvær karlastéttir. lög- regla og tollarar, lang hæstu heild- arlaunin. Tekjur lögreglunnar eru m.a. glöggt dæmi um það hve kauptaxtar (að ekki sé nú minnst á byrjunartaxta) segja oft lítið um það hvaða peningaupphæðum „hinn almenni launamaður" hefur í raun úr að spita. Lítum næst á hvað kennarar innan hinna ýmsu félaga og skóla- stiga í um 4.400 stöðugildum báru úr býtum að meðaltali síðustu 3 mánuðina 1988: Taxtalaun: Heildarlaun: kr. kr. Háskólakenn. 91.800 96.700 Tækniskólak. 75.400 139.500 KKHÍ 80.400 110.300 HIKframh.sk. 69.700 116.600 HÍKgrunnsk. 64.900 . 93.800 KÍ framh.sk. 68.200 100.200 KÍgrunnsk. 65.400 88.100 Langt yfir helmingur þessa kenn- arahóps er í síðastnefnda hópnum, þ.e. grunnskólakennarar í Kennarasambandi íslands. Sem sjá má eru taxtalaun háskólakennar- anna um 40% hærri en þeirra, en sá munur fer niður í 10% þegar litið er á heildarlaunin. Þá er röðin komin að háskóla- menntuðum ríkisstarfsmönnum í rúmlega 1.500 stöðueildum. Þar eru (um 120) háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar neðstir á blaði hvað varðar taxtalaun, sem einnig eru mun lægri en taxtalaun hjúkr- unarfræðinga innan BSRB. Mun það væntanlega ekki hvað síst skýrast af því að háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa, af eðli- legunr ástæðum, nrun lægri starfs- aldur að meðaltali. Heildarlaunum ná hjúkrunarfræðingarniryfirýms- ar stéttir, m.a. presta, dýralækna, félagsráðgjafa og fleiri. Taxtalaun: Heildarlaun: kr. kr. Arkitektar 81.700 126.000 Viðsk/hagfr. 81.800 128.100 Lögfræöingar 76.200 124.500 Þannig sýnir KOS kaupmáttar- þróun taxtalauna sambandanna þriggja i hverjum mánuði s.l. tvö ár. Kaupmáttur er settur á 100 í janúar 1987. Hann eykst veru- lega vegna kjarasamninga þá í febrúar og kemst hæst í október það sama ár. í desember s.l. var kaupmáttur hjá BSRB og Kenn- arasambandinu um 2-3% hærri en í janúar 1987, en nánast sá sami að meðaltali (99,74) hjá BHMR. Stm.stjómarr. 82.100 128.800 Fréttamenn 70.400 120.100 Læknar 75.100 104.800 Dýralæknar 72.000 84.800 Náttúrufræö. 78.100 112.700 Þjóðfélagsfr. 76.200 122.300 Bókasafnsfr. 69.100 80.300 Isl. fræði 77.000 92.300 Matvælafr. 70.300 98.400 Prestar 77.200 86.200 Sálfræöingar 81.000 102.700 Félagsráögj. 71.500 84.700 Iðjuþjálfar 71.500 82.500 Sjúkraþjálf. 70.100 89.400 Hjúkrunarfr. 62.700 88.800 Munur á meðal taxtalaunum þessara háskólamanna er mestur um 20 þús. kr. Á heildarlaununum fer munurinn hins vegar upp undir 50 þús. krónur á mánuði. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.