Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 3
FimmtudagLir 6. apríl 1989 Tíminn 3 Ráðherranefnd samþykkti norræna samstarfsáætlun um sjávarútvegsmál, en ekkert ákveðið um hval- og selveiði eða viðskiptaþvinganir öfgasamtaka: Yfirlýsingar um sjávar- spendýr standa í Dönum Svo viröist sem danski sjávarútvegsráðherrann, Lars Gam- elgaard, hafi haft úrslitaáhrif á aö ekki var samþvkkt nein ákveðin ályktun um þær viðskiptaþvinganir sem ísland og aðrar norðurhafsþjóðir hafa orðið fyrir vegna veiða á sjávarspendýrum. Frá blaðamannafundi norrænu sjávarútvegsráðherranna í gær. Tímamynd: Árni Bjarna Sagði hann á blaðamannafundi, eftir dagiangan fund með öðrum sjávarútvegsráðherrum Norður- landa á Hótel Sögu í gær, að danska ríkisstjórnin yrði að taka tillit til almenningsálits þar í landi sem sneri öndvert við öllum hvalveiðum. Það mun hins vegar áður hafa komið fram að afstaða Dana innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins, hefur um langan tíma mótast af því að verja hagsmuni Grænlendinga og Færey- inga á þeim vettvangi. Á fundi þessum var samþykkt „samstarfsáætlun um sjávarút- vegsmál" og er þar komið inn á marga þætti. Meðal þess sem felst í þessari samþykkt er að veita þremur milljónum DK af fjárlögum Norður- landa til rannsókna er tengjast vist- kerfi hafsins. Hluti þessa verkefnis er norrænt samstarf milli rannsókna- stofnana um rannsóknir á sel og öðrum sjávarspendýrum eins og hvölum þeim sem Hafrannsóknar- stofnun er að rannsaka hér við land. Sameiginleg markaðsmál Frá Grænlendingum kom fram tillaga um að vinna beri sameiginlega að markaðssetningu sjávarafurða og var ákveðið að ræða það erindi frekar á næsta fundi ráðherranna 0| nefndar ráðuneyta Norðurlanda. í samstarfsáætluninni er að nokkru leyti komið inn á þetta atriði og talað um að efla beri þróun í átt til betri yfirsýnar yfir alþjóðlegan fiskmark- að. Er þá m.a. verið að tala um hugsanlega samstillta gagnasöfnun í markaðsmálum. Það sem telst til forgangsverkefna í samþykkt ráðherranefndarinnar er um vistkerfi hafsins, genbanka fiska, fiskeldi, veiði- og vinnslutækni, markaðsmál og almennt samstarf um rannsóknir eins og áður hefur verið getið. Hefur ráðherranefndin í þessu plaggi einnig gengið frá sam- eiginlegu áliti um grundvöll og mark- mið rannsóknarsamstarfs, samvinnu á alþjóðavettvangi og fjármögnun og samstarfsform. Fyrsta víðtæka ályktunin Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, hefur ekki fyrr verið gengið frá jafn víðtækri sameiginlegri ályktun Norðurlanda á þessum vettvangi. „Þetta eru merkileg tímamót þar sem nánast ekkert samstarf hefur verið á sviði sjávarútvegsmála á Norðurlöndum til þessa. Á þessum nýja vettvangi skapast tækifæri til að tala um mis- munandi skoðanir á ýmsum sviðum,“ sagði Halldór. Benti hann á að ráðherrarnir hafi ekki á þessum fundi náð saman varðandi nýtingu sjávarspendýra, selastofna og hvala- stofna. „Með þessu samstarfi tekst okkur vonandi að komast nær hver öðrum, en í þessum löndunt er afstaða til þessara mála í mörgum tilfellum byggð á misskilningi," sagði hann og taldi að með áframhaldi þessa samstarfs væri fyrr en síðar von á samstarfi allra Norðurlanda á flestum sviðum sjávarútvegsmála. Sagði hann að t.d. væru Danir í vanda í þessum málaflokki. Peir þurfi að gæta hagsmuna Grænlend- inga og Færeyinga, en heima fyrir sé algengt að fólk sé á móti ýmsunt veiðum þessa hluta danska ríkisins. „Líka fiskur í sjónum“ f lok blaðamannafundar sem ráð- herrarnir efndu til í gær og snúist hafði að mestu um hvalveiðar og viðskiptaþvinganir af þeim sökurn, minnti finnski sjávarútvegsráðherr- ann, Norbek, góðlega á að þótt hvalveiðimálið gæti talist stórt á íslandi, væru líka fiskar í sjónum. Mun hann Itafa átt við að mál sem tengdust fiskveiðunt Iteyrðu einnig til sjávarútvegsmála. KB Kennsla fellur niður í grunnskólum: Verkfall HÍK, KÍ með f undi Miðstjórnarfundur hjá AB Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins sem rúmlega þrjátíu meðlimir stjórnarinnar kröfðust að yrði haldinn vegna framgöngu Ólafs Ragnars Grimssonar gagnvart ríkisstarfsmönnum hófst klukkan átta í gærkvöldi. Búist var við miklum átökum enda þótt Ólafur Ragnar hafí verið af sumum talinn vera búinn að skora nokkur prik með u.þ.b. 10% hækkunartilboði til BSRB, sem þó féll á kröfu BSRB um algera verðstöðvun til 15. október. Þeir sem fundarins kröfðust hafa áður sagt að launastefna Ólafs Ragnars og ríkisstjórnarinnar stangist verulega á við stefnu og samþykktir flokksins. Tíminn náði sambandi við Óttar Proppé seint í gærkvöldi og virtist sem allaböllum væri farið að hitna í hamsi og varð samtalið því stutt. „Verum ekki að eyða tímanum, vertu sæll,“ sagði Óttar Proppé. Niðurstöður fundarins lágu ekki fyrir þegar Tíminn fór í prentun. Tímamynd Pjctur. Kennsla fellur að mestu leyti niður í grunnskólum landsins í dag. Kenn- arar í Hinu íslenska kennarafélagi eru í verkfalli og kennarar í Kenn- arafélagi íslands boðuðu svokallaða fundaaðgerð og ætla að eyða degin- um í fundahöld og umræður um kjaramál. í gær voru flest börn send heim með skilaboð þess efnis að kennsla félli niður í dag vegna funda- halda. í Reykjavík verða haldnir kennarafundir í skólunum og síðan verður sameiginlegur fundur kennara í KÍ klukkan hálf tvö í Templarahöllinni. SSH Seölabankastjóri og forsætisráðherra: Þak á raunvexti fyrir þriðjudag Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, segir að verið sé að vinna að ákveðinni niðurstöðu í vaxtamálum á fundum Seðlabankans og ríkis- stjórnarinnar þessa dagana og niður- staða úr þeim viðræðum ntuni liggja fyrir áður en bankar senda inn tilkynningar um væntanlegar vaxta- breytingar á þriðjudaginn kemur. Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, sagði í gær að í þessum viðræðum væri verið að miða við að raunvextir verðtryggða útlána verði ekki hærri en fimm af hundraði í lok maímánaðar, en meðaltal raunvaxta á verðtryggðum útlánum bankanna er nú nálægt átta af hundraði. Sagði Jóhannes Nordal að viðræð- ur þessar byggðust á þeirri heimild sent orðin er að lögum fyrir Seðla- bankann og gerir honum kleift að takmarka raunvaxtastig viðskipta- bankanna að fengnu samþykki ráð- herra. Sagðist Jóhannes telja að beðið yrði nteð að ákveða, sam- kvæmt þessari sömu hcimild, há- mark vaxtamunar inn- og útlána, þar til niðurstaða liggi fyrir frá sérstakri nefnd um vaxtamun. KB „Vinnubrögð voru í lagi“ „Það er eölilegt að Neytendasam- tökin kanni fyrst og fremst gæði vörunnar eins og þau berast í hendur neytandans," segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum í tilefni af umræðum sem orðið hafa í fram- haldi af gerlakönnun samtakanna á nautahakki og kjötfarsi. Neytendasamtökin segja að í öll- um tilvikum hafi eðlilega verið stað- ið að sýnatöku og í samræmi við fyrirmæli starfsmanns Hollustu- verndar ríkisins. Þá segir að vísindaleg athugun á orsakavaldi sé ekki á verksviði Neyt- endasamtakanna heldur heilbrigðis- yfirvalda og því hafi þeim verið sendar allar niðurstöður úr þessari könnun og óskað eftir ítarlegri rann- sókn á þessum málum. Fullyrðingar unt óvönduð vinnu- brögð í könnuninni eigi ekki við rök að styðjast og vísa samtökin þeiin á bug. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.