Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. apríl 1989 Tíminn 5 Allirsamningar í hnút í gærkvöldi. Ríkisstjórnin hafnaði kröfu BSRB umalgera verðstöðvuntil 15. október. Þórarinn V. Þórarinsson segir: Getum ekki samið um 15 milljarða útgjöld Allt útlit var fyrir að samningar milli ríkisins og BSRB væru að takast í gærkvöldi. Fundað var stíft í fyrradag og í gær og um kl. fimm í gærdag gengu fulltrúar BSRB og launanefndar á fund formanna stjórnarflokkanna og var þá að sögn viðmælenda lítið annað en formsatriði eftir til að samningur væri tilbúinn til undirritunar. Þetta fór þó á annan veg. Um varað ræðaskammtímasamn- ing sem gilda átti frá 1. mars til 15. október og var gert ráð fyrir föstum krónuhækkunum. BSRB vildi fá 2 þúsund kr. hækkun frá fyrsta mars s.l., 6.500 kr. sumarbónus 1. júní og síðan 3 þús. kr. í haust ofan á launin. Samninganefnd ríkisins féllst á sumarbónusinn en bauð 1800 kr. hækkun 1. mars og 2 þúsund í haust þannig að lítið bar orðið í milli. Alger verðstöðvun forsendan Ögmundur Jónasson sagði við Tímann í gær að hægt yrði að sætta sig við kjarasamning á þessum nót- um en frumforsenda væri að alger verðstöðvun yrði meðan samningur- inn gilti og gengið yrði óbreytt. Þessari kröfu hafnaði forsætisráð- herra á fundi með forystu BSRB í gærkvöldi og sagði hann að útilokað væri að uppfylla hana þar sem ríkis- stjórnin hefði ekki í hendi sér hugs- anlegar erlendar hækkanir. Samningamenn BSRB og ríkisins gengu að samningafundi loknum á fund formanna stjórnarflokkanna og síðan á fund forsætisráðherra og fjármálaráðherra þar sem kröfunni um algera verðstöðvun og stöðugt gengi var hafnað. Að fundinum með formönnum stjórnarflokkanna loknum sagði Jón Baldvin Hannibalsson að svigrúm væri ekkert í þjóðfélaginu til launa- hækkana af því tagi sem á döfinni væri við BSRB og þær yrði að fjármagna með auknum erlendum lántökum sem þýddi stóraukna verð- bólgu og tók þar undir með forystu- mönnum atvinnulífsins þeim Hirti Eiríkssyni framkvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufé- laganna og Þórarni V. Pórarinssyni framkvæmdastjóra VSÍ. Allt í strand „Það verða samningaviðræður aft- ur í dag en staðan er ekki beint glæsileg," sagði Hjörtur Eiríksson við Tímann í gærkvöldi. Hann sagði að samningaviðræður hefðu hreinlega siglt í strand í gær þegar út hafði spurst um stöðu samningaviðræðna BSRB og ríkis- ins, því eftir það hefðu fulltrúar ASÍ ekki verið til viðræðu um annað en samninga á sömu nótum. „Við höfum enga möguleika á neinn hátt til að semja um a.m.k. 10% launahækkun og þessar fregnir settu alvarlegt strik í samningavið- ræðurnar. Fiskvinnslan, útflutnings- greinarnar og aðrar framleiðslu- greinar aðrar en stóriðja, eru reknar með tapi og geta ekki samið um neitt þessu líkt og ég sé heldur ekki hvernig ríkissjóður ætlar að standa undir þessum kostnaðarauka. Ég fæ ekki betur séð en ríkið sé hér að gera verðbólgusamninga, sem er mjög alvarlegur hlutur þegar ástand atvinnuveganna er jafn alvar- legt og raun er,“ sagði Hjörtur. „í þessum viðræðum höfum við ekki enn rætt um krónur eða prós- entur. Við höfum nálgast málið með það meginviðfangsefni þessara við- ræðna í forgrunni; hvernig tryggt verði að fyrirtækin starfi áfram og lifi fram á haustið að minnsta kosti og geti áfram greitt þokkaleg laun eins og greidd eru í þessu landi,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Hann sagði að þessa dagana væru útflutnings- og útgerðarfyrirtækin sem allt þjóðfélagið byggðist á að tapa. Þau væru því ekki líkleg til að geta greitt hærra kaup. Samningafundi milli BSRB og ríkisins lauk um fimmleytið í gær og skunduðu menn á fund formanna stjornarflokkanna. Myndin er tekin um það leyti er menn voru að tygja sig til farar og Einar Ólafsson og hans menn I.ta yfir gögnin áður en lagt er . hann. tLm»a ei.iur Hækkun af því tagi sem ríkið bauð BSRB næmi, ef hún næði til allra launþega, 15 milljörðum króna. Þeir milljarðar væru einfaldlega ekki til. Leita yrði því leiða til að jafna lífskjör. Ekkert væri í spilunum sem þýddi almennt aukinn kaupmátt, það væri sólarklárt. Skoðum málin í samhengi Ásmundur Stefánsson sagði í gær- kvöldi að ASÍ hefði lýst sig reiðubúið til að halda samningum áfram á grundvelli þeirra talna sem væru á samningaborði BSRB og ríkisins. Atvinnurekendur væru hins vegar tregir til að semja um svipaðar kauphækkanir og vildu bera saman bækur sínar og ræða við stjórnvöld. Fundur hefði verið ákveðinn kl. 14 í dag þar sem minni hópar aðila ntyndu fara yfir málin. „Fyrir okkur skiptir kauphækkun máli. Fyrir okkur skiptir líka máli hvað gerist með verðlag og gengi og svo framvegis. Öll þessi mál verður að skoða í samhengi,“ sagði Ás- mundur. Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK var nokkuð bjartsýn í gær- kvöldi um að alvarlegar viðræður væru að komast á við samninganefnd ríkisins. Tillaga hefði komið frá ríkinu um hugsanlega lausn sem verið væri að vinna út frá og bera saman við hugmyndir háskólamanna um kjara- bætur. I tillögunni væri gert ráð fyrir áfangahækkunum í apríl og sept- ember, á svipuðum nótum og hjá BSRB. Wincie sagði að góður andi ríkti nú í viðræðum BHMR og ríkisins og hún sagði að þann tíma sem hún hefði gegnt formennsku í HÍK þá væri nú í fyrsta sinn sem hún hefði tilfinningu fyrir að hún væri þátttak- andi í alvöru samningaviðræðum, eins og hún orðaði það. -sá Fyrsta sparnaðarverslunin á íslandi opnuð á laugardaginn kemur: Fáar tegundir - lág álagning Fyrsta sparkaupaverslunin ( mat- vöru, a.m.k. um mjög langt skeið, verður opnuð á laugardaginn kemur en það er verslunin Bónus í Skútu- vogi 13. I versluninni verða aðeins átta hundruð vörutegundir og allar vör- urnar verða í rekkum í heildsölu- pakkningum í sjálfri búðinni og eru strikamerktar. Einingarverð hverrar vöru verður skráð á hilluna fyrir framan vöruna sem sjálf er strika- merkt. Við kassann er Ijóspenni sem les strikamerkin á vamingnum. Kassinn leggur síðan sjálfvirkt saman það sem keypt er og skilar samlagningar- strimli en á honum stendur heiti hverrar vöru og verð. Ætlunin er að halda vöruverði í algeru lágmarki og verður álagning lág og kostnaði við reksturinn verður haldið eins lágum og unnt er, t.d. verða aðeins þrír starfsmenn í versl- uninni. Verslunin verður rekin með sama hætti og t.d. verslanir Aldi og fleiri slíkar á meginlandi Evrópu og marg- ir kannast við. Verslunarrýmið er þrautskipulagt og má segja að viðskiptavinum sé beint ákveðinn „umferðarhring" um búðina en á honum verða allir vöru- flokkar tiltækir. í kæligeymslu verða mjólk og mjólkurvörur og aðrar matvörur sem verða að geymast kældar og ganga viðskiptavinirnir gegn um hann á leið sinni gegn um verslunina. Eigendur verslunarinnar, sem hlotið hefur nafnið Bónus, eru Jó- hannes Jónsson og fjölskylda hans en Jóhannes var lengi yfirverslunar- stjóri Sláturfélags Suðurlands. Verslunin Bónus verður opin alla virka daga frá kl. 12 á hádegi til kl. 18.30ogálaugardögumfrákl 10-16. -sá Jóhannes Jónsson opnar fyrstu sparkaupaverslunina á íslandi, en verslanir af þessn tagi eru mörgum kunnar af meginlandi Evrópu. í versluninni verður áhersla lögð á að halda niðri öllum kostnaði við reksturinn og álagningu sem TÚMmynd: Árni Bjanu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.