Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímiiui MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Atvinnuöryggi Þegar þessi grein er rituö eru allt eins horfur á að verkföll ýmissa félaga innan Bandalags háskóla menntaðra starfsmanna ríkisins komi til fram- kvæmda á boðuðum tíma. Það er eftirtektarvert í þessum víðtæku kjaradeilum sem lengi hafa staðið, að þessi tilteknu félög háskólastéttanna skera sig úr öðrum samtökum hvað varðar áherslu á verkföll sem leið til þess að knýja á um lausn kjaradeilna. Athygli vekur að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, þ.á m. Starfsmannafélagríkisstofnana, hefur beðið með verkfallsákvarðanir. Sama er að segja um Alþýðusamband íslands og Verkamannasam- bandið. Þessi samtök fara með gát í því að veifa verkfallsvopninu. Með nokkrum rétti má halda því fram að það séu félög launþega í hærri launaflokk- um, sem einkum grípa til verkfalla í þessum kjaradeilum. Láglaunafólkið sýnir gætni í þeim efnum. Allir, sem af alvöru hugsa um ástand efnahags- mála og stöðu atvinnuveganna, gera sér grein fyrir að svigrúm til kjarabóta í formi launaháekkana er ekki fyrir hendi. Undanfarin tvö ár hefur íslenska þjóðin glímt við gífurlegan efnahagsvanda, sem lýsir sér í hrikalegri rekstrarafkomu grundvallarat- vinnuveganna. Þessir erfiðleikar snerta fiskvinnslufyrirtækin í landinu og samkeppnisiðnaðinn og koma harka- lega niður á afkomu ríkissjóðs og sveitarfélaga. Ríkisstjórnin glímir við þennan vanda og hefur orðið að grípa til víðtækra ráðstafana til þess að forða atvinnulífinu frá gjaldþroti. Þótt fullur árangur af aðgerðum ríkisstjórnarinnar hafi ekki orðið, þá stefnir í betri tíma, ef þessar aðgerðir fá lengri tíma til þess að sýna sig. Þar skiptir auðvitað mestu máli að aðlaga rekstrargrundvöll atvinnulífs- ins að ríkjandi markaðsaðstæðum, svo að fyrirtæk- in geti komið á skynsamlegum rekstri og byggt sig upp til þess að geta tryggt almenningi atvinnuör- yggi, sem auðvitað er sú kjarabót sem mestu varðar fyrir vinnandi fólk í landinu. Kjarabarátta verður aldrei slitin úr samhengi við heildarafkomu þjóðarbúsins. Raunveruleg lífskjör þjóðarinnar í heild ráðast algerlega af afkomu framleiðslugreinanna. Það eru þær sem skapa þjóðarauðinn og þar verða til þau verðmæti sem til skipta eru milli starfsstéttanna. Það eru ekki einungis þær stéttir, sem vinna beint við fram- leiðslustörfin, sem eiga sitt undir velgengni fram- leiðslugreinanna. Þjónustustéttirnar eru ekki síður háðar því að grundvallaratvinnuvegirnir séu reknir með hagnaði. Hvað sem líður nauðsyninni á því að tryggja launþegum lífvænlegar launagreiðslur - sem út af fyrir sig er ekkert álitamál - verður slík stefna ekki framkvæmd með einsýnni kröfugerð. Þar verður heildarsýn um efnahagsástandið að ráða ferðinni. Eins og nú horfir í þeim efnum ættu öll áhrifaöfl þjóðfélagsins að sameinast um það markmið að treysta afkomu undirstöðuatvinnuveganna og tryggja með því atvinnuöryggið í landinu. Fimmtudagur 6. apríl 1989 GARRI Batnandi mönnum. ■ ■ Það kom að ýmsu leyti ákaflega fróðlegur pistill í Stakstcinum Morgunblaðsins í fyrradag. Þar hefur Staksteinahöfundur haft undir höndum nýtt hefti af Stefni, þjóðmálariti Sambands ungra sjálf- stæðismanna. í það skrifar hópur fólks greinar um sögu, stefnumið og framtið Sjálfstæðisflokksins. í pistli sínum tekur Staksteinahöf- undur upp nokkur þau atriði úr þessum greinum sem honum þykja áhugaverðust. Má þvi ætla að þar sé í hnotskurn að sjá skoðun Morg- unblaðsins á því hver eigi að vera helstu stcfnumál flokksins ■ fram- tíðinni. Það vekur sérstaka athygli, þeg- ar þessi pistill er lcsinn, að í honum er ekki minnst einu orði á frjáls- hyggjuna. Þar er ekki vikið að þvi að hér eigi að ríkja frjáls sam- keppni á öllum sviðum, til dæmis á sviði vaxtamála. Þar er ekki rætt um að vextir eigi að ákvarðast hér af framboði og eftirspurn á mark- aðnum. Hvað svo sem líði þvf hvort á sama tíma sé haldið uppi fastgengisstefnu í landinu. Frystihús á hausinn Þama er heldur ekki nefnt einu orði að fyrirtækin með klókustu stjórnendurna eigi fortakslaust að verða ofan á en hin að verða gjaldþrota. Það er ekki minnst á það sem framtíðarstefnumál Sjálf- stæðisflokksins að setja eigi til dæmis frystihús í litlum stað úti á landi á hausinn þó að ófyrirséð vaxtastefna hafi valdið því gífurleg- um erfiðleikum. Og þá jafnt þó að þetta frystihús sé kannski eina fyrirtækið sem lieldur uppi atvinnu í viðkomandi byggðarlagi. Það er með öðrum orðum ekki verið að lýsa því þama sem stefnu- máli flokksins í framtíðinni að fyrirtæki eigi fortakslaust að verða gjaldþrota ef þeim tekst ekki að laga sig eftir þeim sveiflum á fjár- magnsmarkaðnum sem kunna að verða hér undir frjálsum vöxtum. Með þessu móti má þvi kannski segja að þarna örli á skilningi á sérþörfum íslensks atvinnulífs vítt og breitt um landið. Það er kannski von um að á bak við þcssar skoðan- ir leynist loksins skilningur á því að atvinnuhættir hér á landi eru ekki slíkir að þeir þoli til dæmis sömu hagfræðilögmál og gilda í þúsund sinnum stærra þjóðfélagi vestur I Bandaríkjunum. Það skyldi því ekki vera að frjálshyggjan sé komin á undan- hald í Sjálfstæðisflokknum. Og væri betur ef satt væri. Eins og menn muna héldu sjálfstæðismenn svo fast við þessa vaxtastefnu í síðustu ríkisstjóm að það sprengdi hana að lokum. Þeir voru ófáanleg- ir til að hvika frá ofurtrú sinni á stjómleysi í vaxtamálum. Á þvíféll stjórain. Mistök sjálfstœdisnianna Það dylst engum núna að í þessu máli höfðu sjálfstæðismenn rangt fýrir sér. Mistökin, sem þeir gerðu í ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar, vora að trúa í blindni á kosti þess að hafa hér frjálsa vexti. Það varð að trúaratriði hjá þeim að þar mætti ríkisstjórn alls ekki stjóma. Þvert á móti ættu markaðslögmálin að fá að ráða því hvort vextir hækkuðu hér eða lækkuðu. En aðalmistök sjálfstæðismanna voru þó að þeir skildu ekkí að þessi vafasanta stefna gat alls ekki geng- ið upp á sama tima og einnig var fylgt hér á landi fastgengisstefnu. Þess vegna varð útkoman sú að á sama tíma og fjármagnskostnaður fyrirtækja tók risastökk upp á við var gengi erlendra gjaldmiðla blýfast. Þetta var vitaskuld hag- stætt fyrír allan almenning í land- inu, en fyrir útflutningsfyrirtækin þýddi það að tekjur þeirra hækk- uðu ekki um krónu. Af þessu leiddi það öngþveiti í atvinnumálum landsbyggðarinnar sem hvarvetna sjást dæmi um þessa dagana. Fyrirtæki, fyrst og fremst í fiskvinnslu, þurftu á síðasta ári að greiða stórhækkaðan fjármagns- kostnað með tekjum sem stóðu í stað. Og auðvitað urðu afleiðing- arnar sívaxandi rekstrarerfiðleik- ar, og síðan greiðslustöðvanir og gjaldþrot. Þetta var árangurinn af frjálshyggju Sjálfstæðisflokksms. Hún gat ekki gengið upp í háu vöxtunum, nema þá með þvf móti að framboð og eftirspurn væra líka látin ráða genginu, sem menn vora ekki tilbúnir að gera. Þegar leið fram á stðasta ár sáu bæði framsóknarmenn og alþýðu- flokksmenn að þetta gat ekki geng- ið lengur. En sjálfstæðismenn börðu höfðinu við steininn. Þeir vildu heldur út úr stjóm en að gefa sig í vaxtamálunum. Þess vegna sprakk ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar. En sé það rétt að núna séu farin að sjást fýrstu merki um það að Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkurínn séu að átta sig þá er það vissulega ánægjuefni. Batnandi mönnum er ávallt best að lifa. Garri. VÍTT OG BREITT Á síðustu stundu - og enn síðar Samflot eða ekki samflot, allir meiriháttar aðilar vinnumarkaðs- ins hamast við samningaumleitnir um kaup og kjör og var fréttaflutn- ingurinn af þeim tiltektum öllum farinn að æra óstöðugan sfðustu dagana og erfitt var að henda reiður á hver var að semja um hvað við hvern. Þegar þetta var hripað í gær var hver að verða síðastur að semja milli ríkisins og nokkurra félaga sem boðuðu verkfall um miðnætti. Þar í voru sumir kennarar, aðrir í öðrum félögum voru á góðri leið með að semja. Einhver félög innan heilbrigðisstétta ætluðu að leggja niður vinnu og svona var allt þetta orðið þvers og kruss. BSRB var á góðri leið með að semja við ríkið um kjörin, og þar með t.d. kennararnir þar, en allt virtist stefna í verkfall hjá BHMR, sem í eru háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn og svo er líka fullt af fólki með slíka menntun í BSRB. En öll þessi félög og sambönd kennara og ýmissa annarra starfs- stétta gera málin og þar með kjörin svo flókin að satt best að segja var maður orðinn svo ruglaður að erfitt var að greina á milli hvaða kennarar ætluðu í verkfall og hvaða starfsfólk sjúkrahúsanna mun halda áfram að vinna og hverjir sömdu. Fylkingar eða starfsstéttir Að venjú voru allar samninga- nefndir orðnar alltof seinar fyrir, enda er það siður að þegar þær eru búnar að ræða saman í nokkrar vikur er tilkynnt daginn fyrir boðuð verkföll eða svo, að enn sé ekki farið að ræða um kaup og kjör í kjarasamningunum. Það bíður ávallt síðustu klukkustundanna eða um það bil sem allt siglir í harðastrand. Opinberir starfsmenn eru nátt- úrlega í mörgum félögum og sam- böndum, en skrýtnast er að fólk sem vinnur sömu störf og er með áþekka menntun skuli fara fram t' fleiri fylkingum í lífskjaraslagnum. Samtímis eru ASÍ og Verka- mannasambandið í samningum og er bágt að sjá um hvað umleitanir snúast, þar sem atvinnurekendur þvertaka fyrir að hægt sé að hækka kaupið um eina einustu krónu. Ríkið aftur á móti mun aðeins eftirgefanlegra við sína viðsemj- endur. Undarlegt uppátæki Upp koma undarlegustu uppá- tæki í verkfallsbaráttunni. Ein- hverjum allaböllum féll ekki að flokksformaðurinn, sem jafnframt er fjármálaráðherra, skuli ekki bregðast þeim trúnaði að halda utan um fé ríkissjóðs eftir bestu getu og samvisku. 1 gær var kallað- ur saman miðstjórnarfundur þar sem ráðherrann átti að standa fyrir máli sínu og gefa liðinu skýringu á hvers vegna hann eys ekki út fé úr landssjóðnum á báðar hendur, sem kvað vera í anda flokksins að gera, að minnsta kosti á að greiða verk- fallsmönnum kaup og er flokks- samþykktum hampað því til stað- festingar. Þarna virðist sá skilningur á stjórnarathöfnum ráðherra, að hann eigi að stjóma í anda flokks- ins sfns fremur en eftir landslögum og er nú kjaramálaþrasið farið að taka á sig hinar skringilegustu myndir, þegar flokksbrot tekur að sér að ráða tilteknum útgjaldalið- um ríkissjóðs og taka fram fyrir hendurnar á ráðherra í því skyni. En þótt allir séu nú að semja við alla er ekkert til skiptanna og er það gömul saga og ný. Hins vegar ná allir býsna góðum samningum þegar þar að kemur, að minnsta kosti telja allir aðilar sig sæmilega ánægða með það sem samið var um, í viðtölum eftir undirskriftir. Annars er orðið heldur leiði- gjarnt hve allir kjarasamningar dragast á langinn og að aldrei sé hægt að semja fyrr en í tímaþröng á síðustu stundum, og jafnvel enn síðar þegar illa tekst til. Það hlýtur að vera hægt að komast að skynsamlegu samkomu- lagi um vinnubrögð þótt ekki væri annað í sambandi við samninga- gerð og væri mikið fengið ef samn- inganefndir færu að venja sig á að taka kjarasamninga alvarlega þeg- ar í upphafi viðræðna en ekki bíða með allar ákvarðanir fram á síð- ustu stundu og semja svo með fumi og jafnvel í reiðikasti, eins og sumir samningamenn venja sig á að láta þegar þeir eru að skýra fjölmiðlum frá hve gjörsamlega vonlaus mótparturinn er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.