Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 11
Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: SKIPADEILD ^ASAMBANDSJNS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVlK SlMI 698100 „ Á. 1 A A X k A A . !AKN IRAlJSrRA aiJIKIINGA Tíminn 11 ERTÞU ÍBÚÐAREIGANDI ■ í GREIÐSLU- ERFIÐLEIKUM? Ef svo er, þá átt þú sennilega aöeins um þrjá kosti að velja, til aö leysa þá. 1. Létta greiðslubyrði lána þinna. 2. Auka greiðslugetuna. j 3. Selja íbúðina. c 5 GREIÐSLUBYRÐIN MINNKUÐ BBia|Í19 Greiðslubyrði lána léttist ef lánstími er lengdur. Ef lang- tímalán fæst svo hægt sé að greiða upp skammtímalán, þá dreifast afborganir yfir lengri tíma, og þar með léttist greiðslubyrðin. Heildarskuldir eru þær sömu, en auðveldara getur verið að standa í skilum. GREIÐSLUGETAN AUKIN Greiðslugetu er unnt að auka með því að auka tekjur eða minnka framfærslukostnað. Sennilega geta fæstir aukið tekjur sínar í einni svipan en aðra sögu getur verið að segja af framfærslukostnaði. Sumir geta án efa dregið úr ýmsu sem kallað er nauðsynjar, aðrir geta það líklega ekki. ÍBÚÐIN SELD Að selja íbúð vegna greiðslu- erfiðleika getur verið eina úr- ræði íbúðareigenda. Betra er að taka þá ákvörðun fyrr en seinna. Ef þú ert íbúðareigandi í greiðsluerfiðleikum, leitaðu þá aðstoðar fagmanna við að meta hvaða leiðir þér eru færar. STARFSFÓLK RÁÐGJAFA- STÖÐVARINNAR ER REIÐUBÚIÐ AÐ AÐSTOÐA ÞIG rAðgiafastoð miSI^EÐISSTOTíONAE íslandmeistarar Vals í handknattleik 1989 ásamt þjálfara, liðsstjóra, stjórnarmönnum og formanni Vals. ITmamvndir Pjctur. LANDSSÖFNUN UONS7.-9.APRÍL 1989 10 Tíminn Fimmtudagur 6. apríl 1989 ÍÞRÓTTIR Fimmtudagur 6. apríl 1989 ÍÞRÓTTIR BYGGJUM VISTHEIMILI FYRIR FJÖLFATLAÐA! OG LÉTTUM ÞEIM LÍFIÐ 44*444 RAUÐA FJÖÐ Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla föstudaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........... 17/4 G loucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Geir Sveinsson fyrirliði Valsmanna með íslandsbikarinn sem hann fékk afhentan í gær. Sigurbrosið leynir sér ekki. Tíu mörk skildu Islandsmeistara Vals og liðið í öðru sæti deildarinnar KR, er þau mættust í sínum síðasta deildarleik í vetur. Valsmenn voru sterkari allan tímann og lokastaðan í leiknum var 25-15. Valsmenn hófu leikinn með því gera þrjú fyrstu mörkin. KR-ingar lögðu ekki árar í bát og náðu með baráttu að minnka muninn í 1 mark 5-4. Eins til tveggja marka munur hélst með liðunum lengst af fyrri hálfleiks allt þar til KR-ingum tókst að jafna 9-9. Valdimar Grímsson átti síðasta orðið í fyrri hálfleik er hann kom Valsmönnum yfir 10-9. Valsmenn mættu til leiks í síðari hálfleik og náðu þegar góðu forskoti. Júlíus Jónasson skoraði II. markið sem var sérlega glæsilegt. Munurinn varð 3 mörk 14-11 og 6 mörk 17-11. KR-ingar höfðu ekkert í Valsmenn að gera í síðari hálflciknum og þegar upp var staðið var munurinn 10 mörk 25-15. Valsmenn léku við hvern sinn fingur að Hlíðarenda í gær og mörg marka þeirra voru mjög glæsileg. Hrein sirkusmörk litu dagsins Ijós og áhorfendum var skemmt. KR-ingar gerðu einnig skemmtileg mörk þá sérstaklega Konráð Olavsson úr vinstra horninu. Liðsheildin hjá Val var sterk í þessum leik og varla hægt að taka einstaka leikmenn út úr. Þeir unnu leikinn á reynslunni, en í síðari hálfleiknum kom reynslu munur lið- anna berlega í ljós. KR-ingar héldu ekki haus í síðari hálfleiknum er á móti blés og því var tap þeirra stórt. Alfreð Gíslason bar af í liðinu, en aðrir leikmenn áttu aðeins þokkalega spretti inná milli. Leikinn dæmdu þeir Stefán Arn- aldsson og Ólafur Haraldsson. Þeir komust vel frá því hlutverki sínu. Eftir leikinn var Valsmönnum af- hentur fslandsbikarinn, sem þeir reyndar tryggðu sér fyrir löngu. Frábært tímabil á enda hjá Vals- mönnum og Tíminn óskar þeim til hamingju með árangurinn. Yfir- burðir liðsins komu því miður niður á mótinu, spennan var nánast engin og ljóst löngu fyrir jól hvaða lið mundi hampa bikárnum. Mörkin í gær gerðu, Valur: Sig- urður Sveinsson 9/4, Valdimar Grímsson 4, Geir Sveinsson 4, Júlíus Jónasson 4, Jón Kristjánsson 2 og Jakob Sigurðsson 2. KR: Alfreð Gíslason 5/1, Konráð Olavsson 2, Jóhannes Stefánsson 2, Stefán Krist- jánsson 2, Guðmundur Albetsson 2 Einvarður Jóhannsson 1 og Guð- mundur Pálmason 1. BL Staðan í 1. deild Valur ........ 18 17 0 1 479-361 34 KR 18 13 1 4 447-413 27 Stjarnan ... 17 9 4 4 394-368 22 FH.......... 17 8 2 7 453-434 18 Grótta .... 18 7 4 7 404-394 18 Víkingur ... 17 6 2 9 429-464 14 KA.......... 17 6 2 9 398-414 14 ÍBV .......... 16 4 3 9 345-383 11 Fram ......... 18 4 3 11 402-443 11 UBK .......... 16 1 1 14 340-407 3 Árhus: Alla þriðjudaga Handknattleikur: Fré Jóhanncsí Bjunmsyni frétUmanni Tímans á Akureyri: Hart var barist á Akureyri í gærkvöld cr KA-menn fengu Gróttu í heimsókn í 1. dciidinni í handknattleik. Leikurinn haföi þó enga þýðingu fyrir hvorugt liðið. Gróttumenn höfðu yfirhöndina framan af og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik 15-12. í síðari Stórleikur hjá Fram Framarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH-inga að velli í 1. deildinni í handknattleik í Höllinni í gærkvöld. Lokatölur urðu 30-25 og geta Framarar þakkað Jens Einarssyni ntarkverði sigurinn, en hann kom inná þegar 21 mín. var eftir og varði 13 skot. Birgir Sigurðsson átti stórleik með Fram og skoraði 12 niörk, en Guðjón Árnason gerði flest mörk FH-inga eða 8. Því iniður dugar þessi glæsilegi sigur Fröniurum ekki til áfram- haldandi veru í deildiniii, því ÍBV vann Breiðahlik í Eyjum. BL hálfeik skiptust liðin á unt að hafa forystuna, en í lokin sigu K A-mcnn framúr og sigruðu 26-24. Leikurinn var mjög vel lcikinn og baráltan var gífurleg. Mörkin KA: Friðjón Jónsson 6, Sigurpáll Aðalsteinsson 6, Guð- mundur Guðmundsson 4, Jakoh Jónsson 3, Olalur Hilmarsson 3, Erlingur Kristjánsson 2, Jóhannes Bjarnason 1 og Karl Karlsson I. Grótta: Friðleifur Friðleifsson 5, Willuni Þórsson 5, Stefán Arnar- son 5, Páll Björnsson 3, Halldór Ingólfsson 3, Svafar Magnússon 2 og Sverrir Sverrisson 1. JB/BL Eyjasigur Vestmannaeyingar tóku Breiða- bliksmenn í gegn í Eyjum og sigr- uöti þá mcð einu marki, 24-23. Þar mcð halda þeir Eyjaskeggjar sæli sínu í deildinni á kostnað Frani. Sigurður Gunnarsson skoraði niest fyrir hcimamenn, eða 7 mörk, en Jón Þórir Jónsson, sem lék sinn fyrsta leik mcð Breiðublik eftir áramót, gerði 8 rnörk. Hans Guðmundsson kotn næstur með 6 mörk. BL Handknattleikur: Stórsigur og sirkus Handknattleikur: Karl stjórnaði spili Víkinga Stjarnan og Víkingur skildu jöfn 24-24 er liðin áttust við í gær. í raun eru þessi úrslit sanngjörn því leikur- inn var jafn allan tímann. Stjarnan hafði yfir í hálfleik 14 - 13. Þegar ein og hálf mfnúta var eftir afleiknum varjafnt 23-23. Sigurður Bjarnason kom Stjörnunni yfir og þá var tæp mínúta eftir. Árni Frið- leifsson sendi glæsisendingu inn á Sigurð Ragnarsson sem jafnaði leik- inn. Stjarnan fékk svo aukakast þegar leiktíma var lokið en þeim tókst ekki að bæta við marki. Það vakti athygli hvernig Víkingar stilltu upp liði sínu í leiknum. Karl stjórnaði spilinu, Árni var vinstri skytta og Einar var í hægra horninu. Báðir hornamennirnir hægra megin spiluðu sem sagt fyrir utan, og það gafst ágætlega. Mörk Stjörnunnar: Hafsteinn 6, Sig- urður 5, Gylfi 4, Skúli 2, Einar 2, Axel 1 og Hilmar 1. Mörk Víkings: Árni 1 l/4,Karl 4,Guðmundur 3, Bjarki 3, Sigurður 2 og Einar 1. FH. Körfubolti: Forsala á Harlem Globetrotters Eins og kunnugt er munu bandárisku körfuboltasnilling- amir Harlem Globetrotters koma til fslands og halda tvær sýningar síðar í þessum ntán- uði. Þar sem tnjög ntikið hefur verið spurt um hvenær forsala miða hcfjist hefur körfuknatt- leikssambandið ákvcðið að for- sala ntiða á sýningarnar verði miðvikudaginn 12. apríl og fimmtudaginn 13. apríl, frá kl.16.00-20.00 báða dagana í Laugardalshöll og í Keflavík. Síðast þegar þessir snillingar sýndu iistir sínar hér á landi seldust allir miðar upp á skömmum tíma í forsölunni. Verði miða hefur verið stillt mjög í hóf. Fyrir börn kostar miðinn 500 kr. en fullorðins- miðar kosta 800 kr. í stæði og 1.000 kr. í sæti. Þéss ntá geta fyrir lands- hyggðarfólk að Elugleiðir verða með sérstakar pakka- fcrðir til Rcykjavíkur ■ tilefni af sýningum Harletn Globe- trotters. BL Körfubolti: Naumt í Belgíu fslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik skipað leikmönnum 17 ára og yngri, lék í gær gegn Belgum í einum af undanriðlum Evrópu- keppninnar. Leiknum lauk með naumum sigri Belga 84-88. t Fyrri hálfleikur var mjög jafn og í hálfleik var jafnt 46-46. Þegar nokkr- ar sekúndur voru til leiksloka var staðan 84-86 fyrir Belga og Belgar með boltann. íslensku strákarnir reyndu þá allt hvað þeir gátu til þess að ná knettinum, en án árangurs. Belgar náðu að skora þegar leiktím- inn var að renna út og leiknum lauk því 84-88. „Við fengum á okkur þrjá mjög slæma dóma undir loks leiksins. Það gerði útslagið, en við áttum alla möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Albertsson fararstjóri íslenska liðsins. Kristinn sagði að eftir að hafa skoðað myndband af síðustu mínútum leiksins hefði ber- lega komið í Ijós að dómarnir urn- ræddu undir lokin hefðu verið rangir. Þess má geta að dómararnir voru frá V-Þýskalandi og Frakk- landi. Jón Arnar Ingvarsson var bestur íslensku strákanna í leiknum. Hann skoraði 37 stig og var með 44% skotnýtingu. Óskar Kristjánsson gerði 18 stig og Nökkvi Már Jónsson 12. Frakkar unnu stóran sigur á Hol- lendingum 92-41, en í kvöld mæta íslendingar Frökkum. Á morgun verður síðan leikið gegn Hollending- um. Kristinn sagði að vissulega ætt- um við möguleika á að sigra þá, en þeir væru með mun hávaxnara lið en ísland. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.