Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.04.1989, Blaðsíða 20
— RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 .fjármáteuolMrfXI1 S VEBBBBtfflinflSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SiMI: 688S68 „LÍFSBJÖRG í NORÐURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á villigötum PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíirdim FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 ' Guðni Ágústsson alþingismaður hefur sent frá sér frumvarp um breytingu á lögum um lyfjadreifingu, er gerir ráð fyrir að réttur samvinnufélaga til að reka lyfjabúðir verði efldur og bæjar- og sveitarfélög öðlist rétt til að reka lyfjabúðir. Samkvæmt núverandi lögum er einungis heimilt að veita Háskóla íslands ásamt einstaklingum leyfi til lyfsölu, samvinnufélög geta þó rekið lyfjabúðir samkvæmt undanþágu. í frumvarpi Guðnaer gert ráð fyrir að lyfsöluleyfi megi veita einstaklingum, samvinnufé- lögum, bæjar- og sveitarfélögum, sem standa að rekstri heilsugæslu- stöðvar, ásamt Háskóla íslands. Með þessari breytingu flyst lyfsal- an úr höndum lækna. Guðni Ágústsson segir það sannfæringu sína að það sé mikil- vægt bæði fyrir lyfjabúðir og bæj- ar- og sveitarfélög að hagnaður sem af rekstri lyfjabúða kemur komi byggðarlaginu til góða. Lyf- sala sé yfirleitt hagkvæm rekstrar- eining, smásöluálagning sé há, rekstur lyfjabúða einfaldari í snið- um en áður var, aðeins um 2% af hcildarsölu lyfjabúða séu nú fram- leidd í lyfjabúðinni. Eigi að síður sé mikilvægt, og beri að tryggja, að lyfjasala verði undir faglegri stjórn lyfjafræðinga og t.d. við minni lyfjabúðir sé ráðinn lyfja- fræðingursem ráðgefandi eftirlits- aðili. En lyfjagerð verði aðeins leyfð í þeim lyfjabúðum og útibú- um sem lyfjafræðingar stjórna og sala vandmeðfarinna lyfja verði einungis heimiluð í þeim lyfjabúð- um sem fastráðnir lyfjafræðingar stjórna. Til rökstuðnings frumvarpinu er vitnað í grein Ólafs Ólafssonar landlæknis í tímaritinu Sveitar- stjórnarmálum 5.tbl. 1988, þar sem hann segir: „Lyfin eru orðin það dýr að fæstir hafa efni á að greiða að fullu fyrir lyfjameðferð við smávægilegum kvillum, enda greiðir ríkið 80% af lyfjakostnaði einstaklinga. Með hliðsjón af þessari þróun, þ.e. að ríkið greiði þetta hátt hlutfall og hærra á einstökum lyfjum, liggur beinast við að opin- berir aðilar eigi og reki lyfjabúð- irnar. Þar eð hagnaður af lyfsölu er góður ýtir það undir að lyfsalan verði hluti af heilsugæslunni. { héraði með 1.000 manna byggð, þar sem lyfsala er rekin af sveitar- stjórn eða heilsugæslu, dugar hagnaður af sölunni til að greiða hlut sveitarfélagsins í rekstri heilsugæslunnar, þ.e. laun ritara, afgreiðslustúlku í lyfjabúð, hrein- gerningu og allar rekstrarvörur". Ekki náðist í Werner Rasmus- son formann apótekarafélags ís- lands í gær, né heldur Guðmund Reykjalín framkvæmdastjóra fé- lagsins. - ÁG Guðni Ágústsson alþingismaður vill efla rétt samvinnufélaganna til að reka lyfjabúðir ásamt því að veita bæjar- og sveitarfélögum er standa að rekstri heilsugæslu- stöðva leyfi til lyfsölu. Kista Sigurvins borin út úr Dómkirkjunni í gær. Líkmenn voru Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson (fremst), Vilhjálmur Hjálmarsson og Lúðvík Jósepsson, Alexander Stcfánsson og Gylfi Þ. Gíslason, og Ólafur R. Grímsson Og Mattías Á. Matthiesen. Tímamynd Pjclur. Utf ör Sigurvins Einarssonar Útför Sigurvins Einarssonar fyrr- verandi alþingismanns fór fram að viðstöddu fjölmenni í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Þingstörfum var aflýst á meðan athöfnin fór fram. Sigurvin fæddist 30. október 1889 í Stakkadal í Rauðasandshreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu. For- eldrar hans voru Einar bóndi þar Sigfreðsson bónda á sama bæ Ólafs- sonar og Elín Ólafsdóttir bónda í Naustabrekku í Rauðasandshreppi Magnússonar. Hann fór í Samvinnu- skólann árið 1918 og lauk þaðan prófi að vori árið eftir, stundaði síðan kennaranám og lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1923. Á árinu 1936 sótti hann kennaranám- skeið í Danmörku og kynnti sér skóla í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Hann var skólastjóri barna- skólans í Ólafsvík 1923-1932 og síðan kennari við Miðbæjarbarna- skólann í Reykjavík 1923-1943. Sigurvin Einarsson var alþingis- maður fyrir Framsóknarflokkinn frá 1956-1971 og sat á fimmtán þingum alls. Hann var alþingismaður Barð- strendinga 1956-1959 og síðan Vest- fjarðakjördæmis árin 1959-1971. Stjórn og fulltrúaráð foreldrafélags, kennararáð og kennarafélag Ölduselsskóla samdóma: Samskipta- örðugleikar fyrir hendi Undanfarið hafa félög og ráð foreldra og kennara við Öldusels- skóla sent frá sér ályktanir vegna svokallaðs Ölduselsskólamáls og ekki verður séð annað en að þessir aðilar séu sammála um orsakir og efnisþætti ntálsins. Þar er fyrst að nefna að samskipta- erfiðleikar milli Sjafnar og þessara aðila hafi verið fyrir hendi. Bent er á að fulltrúar foreldrafélags hafi margsinnis gengið á fund Sjafnar og lýst áhyggjum sínum vegna sam- skiptaörðugleika. Einnig að í sept- ember hafi starfandi kennararáð séð sig knúið til að segja af sér vegna erfiðleika af þessu tagi og í nóvem- ber hafi þá nýkjörið kennararáð neyðst til að kæra Sjöfn fyrir reglu- gerðarbrot. Jafnframt hafna þessir aðilar þeirri fullyrðingu að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. í þessu sam- bandi taka kennarar fram í sinni ályktun að kennararáðið hafi yfir- gnæfandi stuðning og ef óánægja hefði verið með störf þess þá hafi verið hægur vandi að fyrir kennara að bera fram vantraust á það. Á sama stað segir einnig: „Þessi full- yrðing Sjafnar verður að teljast í hæsta máta furðuleg þegar ljóst er að enginn kennararáðsmanna er í tengslum við Alþýðubandalagið eða aðra stjórnmálaflokka.“ 1 ályktun kennarafélagsins og kennararáðsins segir jafnframt: „Við lýsum yfir afdráttarlausum stuðningi við málsmeðferð af hendi menntamálaráðuneytis. Við hvetj- um alla - þar með talinn formann Alþýðuflokksins - til að kynna sér málið frá sjónarhóli allra aðila. Við spyrjum: Telur fólk líklegt að tugir manna sent ekki hafa verið reyndir að neinu ójöfnu, taki sig upp og efni til ofsókna eins og gefið er til kynna? Hvað finnst fólki eðlilegt að hrekja marga kennara frá vegna eins um- deilds skólastjóra?" SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.