Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. maí 1989 Tíminn 3 Séra Hjálmar Jónsson. Dregur umsókn sína til baka Séra Hjálmar Jónsson, prófast- ur á Sauðárkróki hefur dregið umsókn sína um prestsembætti við Dómkirkjuna í Reykjavík til baka. Hann er því ekki lengur í hópi umsækjenda um það ágæta embætti. Líkur eru taldar til þess að séra Hjálmar hefði verið valinn af hópi kjörmanna, en hann er myndaður af sóknarnefndar- mönnum og jafn mörgum vara- mönnum prestakallsins. Ástæðan fyrir því að séra Hjálmar dró sig til baka er ein- dregnar óskir sóknarbarna hans á Sauðárkróki og raunar Skagfirð- inga allra um, að hann léti ekki af embætti nyrðra, og við nána athugun komst prófasturinn að þeirri niðurstöðu, að hann gæti hvorki né vildi yfirgefa vini sína og vildarmenn á Sauðárkróki og í Skagafirði, þar sem prófasturinn er í hávegum hafður fyrir mann- kosti og sem mikilhæfur kenni- maður. IGÞ Niðurstöður orkurannsókna gefa fulla ástæðu til að kanna þetta nánar, segir Lúðvík Georgsson: Olía í Öxarfirði? Ýmislegt virðist benda til þess að við Öxarfjörð sé olíu að fínna í jörð. Við boranir hefur komið upp samskonar gas og fínnst venjulega þar sem olía er. Engin fjárveiting hefur enn fengist til frekari rannsókna en að áliti sérfræðinga er full ástæða til að athuga málið nánar þar sem vísbendingar um olíu eins og þessar hafa aldrei fundist áður á íslandi. Árið 1986 tóku nokkrir fram- kvæmdamenn sig til og fóru þess á leit við íbúa í Presthóla-, Öxarfjarð- ar- og Kelduneshreppi að þeir legðu fé í jarðfræðilegar og vatnafræðileg- ar rannsóknir með tilliti til hugsan- legs fiskeldis á svæðinu. Málaleitan- inni var vel tekið og á skömmum tíma söfnuðust um tíu milljónir króna til verkefnisins. Þá var ráðist í stofnun fyrirtækisins Seljalax hf. sem síðan hefur haft umsjón með rannsóknunum. Við grunna borun nærri sjó árið 1987 urðu menn varir við uppstreymi gastegunda sem þeim kom mikið á óvart. Gastegundirnar voru sendar til greiningar á jarðfræðistofnun Bretlands. Samkvæmt niðurstöðum stofnunarinnar er þarna um að ræða lífrænt jarðgas eins og það gas sem fundist hefur við boranir á olíusvæð- um. „Þetta þótti mönnum reyndar afar ólíkleg niðurstaða og voru þær túlkaðar af mikilli varfærni, þangað til á síðasta ári, en þá var boruð þarna 320 metra hola. Upp úr henni kemur sama gasið auk vatns sem er milli 90 og 100 stiga heitt. Það gas hefur einnig verið sent til Bretiands til greiningar og niðurstaðan var sú sama,“ sagði Björn Benediktsson framkvæmdastjóri Seljalax og oddviti Öxarfjarðarhrepps í samtali við Tímann. Þingmönnum kjördæmisins hafa verið afhentar skýrslur um málið og orkustofnun hefur lagt til frekari úrvinnslu gagna sem safnað hefur verið um svæðið. Enn sem komið er hefur þó ekki fengist nein fjárveiting til frekari athugana og fyrirsjáanlegt er að ekki verður hafist handa við framkvæmdir þetta árið. „Við vor- um nú reyndar aldrei að leita að olíu en heimamenn eru að vonum mjög óhressir með afskiptaleysið. Það er full þörf á að athuga þetta nánar, einkum með tilliti til þess að áður hefur verið borað í Flatey á Skjálf- anda vegna svipaðra rannsókna en sú borun bar engan árangur. Hún hefur án efa kostað töluvert og því finnst okkur ákaflega einkennilegt að hér þar sem fundist hefur ákveðin vísbending skuli ekkert frekar vera gert í málinu," sagði Björn. „Það eru tvö hundruð metrar á milli þessara hola sem gasið hefur komið upp úr. Þetta gas hefur sömu einkenni og gas sem finnst á olíusvæðum," sagði Lúðvík Georgs- son hjá Orkustofnun í samtali við Tímann. Hann sagði að enn væri eftir að rannsaka gasið frekar til að athuga hvort mögulegt væri að samspil milli setlaga og jarðhita gæti hugsanlega haft einhver áhrif á tegund gassins. „En svo mikið er víst að þetta er mál sem verður að skoða. Ef þessi niður- staða hefði fengist við boranir í Flatey hefðu allir orðið mjög kátir." Tiliögur eru uppi um að, auk frekari rannsókna á gasinu og hol- unni með tilliti til lífrænna setlaga, verði ráðist í úrvinnslu á miklu magni jarðeðlisfræðilegra gagna sem til eru um svæðið. KoStnaður við það gæti orðið um þrjár til fjórar milljónir. „Ef niðurstöður þeirra rannsókna verða jákvæðar væri næsta skref að gera miklar jarð- sveiflumælingar sem eru alltaf undanfari olíuborana. Ef niðurstöð- ur þeirra rannsókna yrðu einnig jákvæðar yrði þetta auðvitað orðið mikið stærra mál og boranir yrðu lokastigið,“ sagði Lúðvík. Við jarðsveiflumælingar verður að leita eftir samvinnu við erlenda aðila þar sem Orkustofnun hefur ekki yfir að ráða nauðsynlegum tækjabúnaði til verksins. „Þessar mælingar eru framkvæmdar af sjó. Mörg fyrirtæki í tengslum við þessi helstu olíulönd sjá um svona boranir. Sem dæmi má nefna bandarískt fyrirtæki sem sá um mælingar við fyrrnefndar rann- sóknir á og við Flatey. En sú ályktun sem við getum dregið í dag er að við höfum þarna eitthvað sem ekki hefur áður fundist á íslandi og er full ástæða að skoða nánar,“ sagði Lúðvík. Boranirnar hafa einnig sýnt að á svæðinu er mikla orku að hafa fyrir fiskeldi og eru framkvæmdir vegna þess vel á veg komnar. jkb Bam sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í arekstri! mÉUMFERÐAR Uráð Kjötstöðin Glæsibæ lægst Hvað kostar kjötið? Mánudaginn 8. maí sl. kannaöi Verölagsstofnun verö á nokkrum tegundum af kjöti og unnum kjötvörum í nokkrum verslunum á höfuöborgarsvæöinu. DILKAKJÖT NAUTAKJÖT SVÍNAKJÖT UNNAR KJÖTVÖRUR Lærissn. úrmiðiæri 1kg. Kótilettur 1kg. Læri 1kg. Hryggur 1kg. Supukjöt blandað 1kg. Hangikjöt óúrb.læri 1kg. Nauta- gúllas 1kg. Snitsel 1kg. Kótilettur 1kg. Lærim/ beini 1 kg. Kinda- hakk 1 kg. Nauta- hakk 1 kg. Kjötfars 1kg. Vinarpyls. 1kg. Kr 9.392 Amarhraun,Amartirauni21,HI. 943-1032 630-651 672-687 615-638 394 792 998 1098 959 498 439 497 243 614 - 9.784 Áageir, Tindaseli 3, Rv. 935 658 658 638 460 871 950 1295 957 520 435 495 298 614 - 9.758 Borgarbú&in, Hófgerði 30, Rv. 1030 616-649 609 602 427 835 960 1050 995 590 472 650 370 552-614 - 9.408 Breiftholtskjör, Amarb. 4-6, Rv. 815 646 605-749 591 391 773 944 1310 874 491 428 616 310 614 - 9.342 Fjarðarkaup, Hólshrauni 1 b, Hl. 843-1030 649 693 635 375-425 798 1037 1163 859 513 448 448-528 329 552-614 - 8.789 Grundarkjör,Furugrund3,Kóp. 849- 948 574-651 633-687 574-638 393-436 764 915 915 853 498 444 465 298 614-639 - 9.075 Gæ6ak|ör, Seljabraut 54, Rv. 848- 976 595-616 645-693 595-635 393-430 648-695 948 1050 950 498 398 545 348 614-639 - 9.979 Hagabuðin, Hjarðarhaga 47, Rv. 995 596 649 586 487 825 1044 1164 1042 596 471 590 295 639 - 9.394 Hagkaup, Kringlunni, Rv. 943-1030 630-649 683-693 576-635 415 807 992 1189 976 487 449 549 249 449 - 9.539 Kaupfélaglð, Miðvangi Hf. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1120 983 570 399 530 290 552-614 - 9.539 Kaupstaður, Mjóddinni, Rv. 944-1037 631-649 683-728 577-635 413-415 778 974 1220 983 530 499 565 285 457-614 - 10.042 Kjðthöllin, Háaleitisbr. 58-60, Rv. 970 657 707 642 441 870 961 1040 1070 650 430 608 382 614 - 8.467 Kjðtmiðstöðln, Garðatorgi, G.bæ 785- 976 649 639-693 629-635 415-428 795-827 825 925 748 467 315 485 295 495-614 - 9.221 Kjötmiðstöðin,Laugalæk2,Rv. 763 606 634 580 432 821 925 1272 890 555 320 590 219 614 - 8.410 Kjötstððin, Glæsibæ. Rv. 718- 728 599-659 595-649 549-765 365-445 775 790 985 775- 795 449-497 378 490-665 328 614 - 9.837 Laugarés, Norðurbrún 2, Rv. 998-1032 527-650 645-687 635-638 412-435 843 986 1195 998 615 459 545 365 614 - 10.109 Melabú&in, Hagamel 39, Rv. 833 631 685 621 420 830 1135 1450 980 593 390 590 337 614 - 9.660 Mikligarður.v/Holtaveg.Rv. 944-1037 631-649 683-734 577-602 413-415 795 974 1220 983 570 479 565 369 457-639 - 9.891 Nóatún,Nóatúni17.Rv. 999 646 684 632 410 890 933 1361 879 489 460 545 349 614 - 9.837 SS,Háaleitisbraut68,Rv. 775-1030 595-649 693 635 393-415 802 996 1290 976 599 495 575 418 595 - 10.352 Siggi og Lalii, Kleppsv. 150, Rv. 1032 651 687 638 436 790 1179 1287 990 590 498 595 365 614-639 - 10.125 Spar1taup,Lóuhólum2-6,Rv. 898-1032 651-679 685-687 635-638 436 843 1198 1278 970 635 499 554 320 523-614 - 9.843 Straumnes,Vesturbergi76,Rv. 980-1030 620 663 595 395 843 1070 1041 1050 570 491 539 372 614 - 9.743 Verslunin,Austurstræti 17, Rv. 950 690 695 650 430 750 960 1170 920 510 495 550 359 614

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.