Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 5
ygyr ■rr> i' -.1 .r.r. Föstudagur 12. maí 1989 Tíminn 5 Lögmenn í verkfalli kanna gildi dagbókarfærslu þingskjala og útgáfu veðbókarvottorða fógeta: Treyst á arengskap í fasteignakaupum Útgáfa veðbókarvottorða hjá borgarfógeta hefur frá upphafí verkfalls Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu (SLÍR) skapað sérstakar aðstæður í fasteignaviðskiptum. Veðbókarvottorðin eru jafngild vottorðum frá fyrstu dögum aprflmánaðar. Fasteignasalar hafa því brugðið á það ráð að láta seljendur fasteigna skrifa undir eiðstaf eða drengskaparheit þess efnis að þeir hafí ekki veitt veð í fasteigninni umfram það sem stendur í hinu umdeilda veðbókarvottorði. Val almennings Yfirborgardómarinn, Jón Skaftason, segir að fólk verði að gera það upp við sig sjálft hvort það treysti hvert öðru í fasteigna- viðskiptum, þegar ekki er hægt að leita þinglýsinga. Hann segist hins vegar hafa velt því fyrir sér hvort hann eigi að hætta þeirri takmörk- uðu þjónustu sem nú er veitt. Þessi þjónusta felst í því að taka við skjölum til dagbókarfærslu og gefa út veðbókarvottorð með fyrirvara um nýinnlögð þingskiöl í verkfalli. Þessi aagDókarfærsla gefur þingskjölum þá réttarstöðu að hægt verður eftir verkfall að segja til um veðréttarröð þingskjalanna og tímaröð þinglýstra eignavið- skipta. Slík dagbokarfærsla er ekki viðhöfð hjá bæjarfógetanum í Kópavogi, né Hafnarfírði. í Kefla- vík mun ekki einu sinni vera tekið við skjölum til dagbókarfærslu. Fasteignaviðskipti án þinglýsinga hættuleg? Lögfræðingar í ríkisþjónustu hafa ítrekað varað við þessum vinnubrögðum. Hafa þeir bent á að eignaviðskipti án þinglýsinga séu hættuleg og geti kallað á flókin málaferli ef svik reynast undir. Hafa þeir einnig, samkvæmt örugg- um heimildum Tímans, gengist fyrir athugun á því hvort löglega sé staðið að fasteignaviðskiptum og afgreiðslu borgarfógeta á veðbók- arvottorðum og móttöku þing- skjala. Lögbrot? Að sögn eins af þeim lögfræðing- um sem Tíminn ræddi við, hefur ekki enn verið ákveðið með hvaða hætti farið verður fram með málið, enda sé það aðeins á athugunar- stigi. Þó sé ljóst að skýringa sé þörf á nokkrum atriðum. Við móttöku á skjölum til þinglýsinga hjá borg- arfógeta og nokkrum öðrum stöðum, hefur viðkomandi skjali verið raðað eftir dögum og það fært inn í dagbók. 1 lögum um þingskjöl segir að ekki megi drag- ast að þinglýsa skjali fram yfir tvær vikur frá dagbókarfærslu. Nokkuð ljóst sé því að þetta ákvæði hafi verið brotið vegna þess hve verk- fallið hafi dregist á langinn. Auk þessa hefur verið til um- ræðu og athugunar hversu merki- legir pappírar veðbókarvottorðin frá fógeta eru. Húsnæðisstofnun neitar að taka við þeim sem gildum vottorðum til afgreiðslu húsnæðis- lána, en það gera fasteignasalar á hinn bóginn. Heitstrengingar og eiðstafir í nýlegum lögum um fasteigna- viðskipti segir að við gerð kaup- samninga á fasteignum eigi að liggja fyrir veðbókarvottorð og ljósrit af öllum áhvílandi veðrétt- arskjölum. I Kópavogi og víðar neitar fógeti að afgreiða ljósritin og veðbókarvottorðin og því geta fasteignaviðskipti ekki farið fram þar í bæ eða þar sem þessari vinnureglu er beitt. í Reykjavík hafa fasteignasalar veðbókarvott- orðið með fyrirvaranum og ljósrit af öllum veðskjölum sem fyrir lágu fyrir verkfall sem hófst 6. apríl sl. Til að brúa þetta bil hefur verið gripið til þess að láta seljanda strengja þess heit og leggja við drengskap sinn með undirsícift að enginn frekari veðréttur hvíli á eigninni. Að sögn varaformanns Félags fasteignasala, Friðriks Stefánsson- ar, er ekki einu sinni þörf á þessari heitstrengingu. Fyrir liggi að ef veðkrafa er áhvílandi umfram það sem veðbókarvottorðið með fyrir- varanum segir til um, sé kaupandi í fullum rétti til að láta næstu afborgun eða afborganir mæta þessum veðkröfum og neita að greiða seljandanum beint. Þessi túlkun veldur því að sjaldan hefur verið gengið frá jafn mörgum fast- eignaviðskiptum. „Það er rok sala í fasteignum í Reykjavík núna,“ sagði Friðrik. Þess má geta að trúnaðar- mannaráð SLIR hefur gengið á fund allra þessara aðila og skýrt frá efasemdum sínum um réttarfars- legt gildi vottorðanna með fyrirvar- anum og óvissu með stöðu dagbók- arfærslanna. Hafa fulltruarnir einnig gengið á fund dómsmálaráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, og manna hans og skýrt honum frá þessum vafamálum. Rétt er að taka fram að verkfalls- nefnd SLÍR hefur ekki fundið að afgreiðsluháttum fógetanna, þar sem ekki er um verkfallsbrot að ræða. KB Jón Steinar Gunnlaugsson um gögn sem lögð voru fram í bæjarþingi Reykjavíkur í gær í máli MagnúsarThoroddsens: Ekki neitt um einkavínkaup í bæjarþingi Reykjavíkur voru í gær lögð fram svör fjármálaráðuneytisins og ÁTYR vegna fyrirspumar Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns Magnúsar Thoroddsens í máli sem ríkið nefur höfðað vegna meints brots þess síðarnefnda á reglum sem gilda um áfengiskaup. En málflutn- ingur verjanda byggist að hans sögn einkum á því að kanna hvers efms reglur um áfengiskaup era og hvort málflutningur ríkisins er haldbær. Jón Steinar hafði óskað eftir upp- lýsingum um áfengiskaup annarra ráðamanna. f svörunum kemur fram að á síðastliðnu ári voru keyptar liðlega tvö þúsund flöskur af sterku áfengi og tæplega fimmtán hundruð af sterku víni á kostnaðarverði á vegum utanríkisráðuneytisins. Inni í þeirri tölu eru þó öll sendiráðin. Á vegum fjármálaráðuneytisins voru keyptar liðlega átján hundruð flösk- ur af sterku og þúsund af léttu. Önnur ráðuneyti fylgja síðan í kjöl- farið með heldur minni áfengiskaup. Einnig kemur fram að verulega dró úr áfengiskaupum á kostnaðar- verði í desembermánuði milli áranna ’87 og ’88, eða um þrettán hundruð flöskur af hvorum styrkleika. Að sögn Jóns Steinars eru fram- komnar upplýsingar engan veginn nægjanlegar. „í þessum upplýsing- um er ekkert ákveðið varðandi það sem skiptir mestu máli, það er að segja hvort þetta áfengi sé keypt til einkanota“ sagði hann. Því er haldið fram af hálfu ríkisins að áfengiskaupaheimildir hafi ekki verið til kaupa á áfengi til einkanota og sagði Jón gagnaöflunina vera til að rannsaka hvort þetta sé rétt. „Það er augljóst af öðrum gögnum málsins að það er rangt. Eins og kemur berlega í ljós í samþykktum sem ríkisstjómin hafði gert um þessar reglur. En hráar tölur um magn keypts áfengis segja auðvitað ekkert um það í hvaða skyni áfengið hefur verið keypt. Þær eru bara grundvöll- ur undir frekari öflun upplýsinga. Þar að auki kunna þessar upplýsing- ar að gefa ákveðnar vísbendingar. Ef áfengiskaup hafa snarminnkað við að mál Magnúsar kemur upp í fjölmiðlum, sýnist liggja nokkuð beint við að draga af því þá ályktun að áfengiskaup til einkaneyslu hafi dregist saman því varla hefur málið valdið því að opinberum veislum hafi fækkað," sagði Jón. Hann sagði framkomnar upplýs- ingar aðeins hafa styrkt þann mál- flutning að heimildirnar nafi einnig verið ætlaðar til kaupa á áfengi til einkanota. I öðru lagi er af hálfu ríkisins haldið fram að Magnús hefði keypt of mikið áfengi. Því mun Jón Steinar einnig leita eftir upplýsing- um þess efnis hvort einhverjar magn- takmarkanir hafa verið settar. . jkb Hluti iðnaðarmanna- hússsafnaðarheimili Á fundi borgarráðs fyrir skömmu var samþykkt að Dóm- kirkjusöfnuðurinn fengi fyrstu og aðra hæðina í Iðnaðarmannahús- inu við Lækjargötu sem safnaðar- heimili. Söfnuðurinn hefur hingað til ekkert athvarf átt annað en kirkju- loftið í Dómkirkjunni og hefur þar farið fram undirbúningur ferming- arbama, kóræfingar og fundir safn- aðarstjórnar og hefur oft verið þröng á þingi. Húsnæðið í Iðnaðarmannahús- inu sem söfnuðurinn fær til afnota hefur gegnt ýmsum hutverkum. Þar fór iðnfræðsla lengi fram, síðan var þar til húsa Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti eins og hann var nefndur, eða Gagnfræðaskóli Vesturbæjar en síðustu mánuði hefur verið þar aðstaða fyrir menn sem vinna við að byggja Ráðhús Reykjavíkur. Að sögn starfsmanns Dómkirkj- unnar hefur söfnuðurinn um all- langt skeið verið að svipast um eftir húsnæði í nágrenni kirkjunnar og séu menn ánægðir með þessa lausn. Húsnæðið þurfi þó að líkind- um eitthvað að taka í gegn og breyta áður en hægt verður að taka það í notkun sem safnaðarheimili. -sá BÍLAR DAGSINS ÚRVAL NOTAÐRA LADA SPORT OG LADA SAMARA Tegund LadaSport5g. LadaSportög. LadaSportög. Lada Samara 4 dyra Lada Samara1500 Lada Samara 5 g. Lada Samara4g. Lada Station 5 g. LadaStation4g. Lada Lux Árgerð Ekinn 1988 9.500 km. 1987 40.000 km. 1986 37.000 km. 1989 4.000 km. 1988 16.000 km. 1987 26.000 km. 1986 40.000 km. 1987 25.000 km. 1986 60.000 km. 1984 38.000 km. Tökum vel með farna Lada bíla upp í nýja. Opið kl. 9-18 virka daga og laugardaga kl. 10-14. Heitt á könnunni. t Bíla-& Vélsleóasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 840 60 % 68 12 00 Suduriandsbraut 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.