Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminni Föstudagur 12. maí 1989 Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslasbn . Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: < Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verö í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Byggðastefnan Jón Kristjánsson alþingismaður tók byggðamálin til sérstakrar umfjöllunar í útvarpsumræðum á Alþingi nýlega og hefur fylgt málinu eftir með grein hér í blaðinu nú í vikunni. í máli Jóns Kristjánssonar kom fram að á því velti um farsæla framtíð þjóðarinnar, að takast megi að koma á jafnvægi milli þróunar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Hann benti á, að það væri meðal stefnumála núverandi ríkisstjórnar að vinna að þessu máli. Jón Kristjánsson gat þess, sem augljóst má vera, að baráttan um það hvort hægt verður að tryggja viðunandi byggðaþróun snúist um að endurskipu- leggja fjárhagsstöðu framleiðsluatvinnuveganna og búa þeim rekstrargrundvöll. íslendingar hafa þá sérstöðu meðal nágrannaþjóða að þeir byggja efna- hagsstarfsemi sína fyrst og fremst á sjávarafla. Sú atvinnustarfsemi fer fram í byggðarlögum hringinn í kringum landið í nálægð við auðlindir sjávarins. Pungamiðja framleiðslunnar fer ekki fram í borgum eins og gerist hjá hinum sterku iðnaðarþjóðum. Framleiðslustarf landsbyggðarinnar er því almenn undirstaða þjóðarbúskaparins og þjónustu- og við- skiptaumsvifanna á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem tilvera landsbyggðarinnar er við þetta bundin eins og engum getur dulist. Hér kemur Jón Kristjánsson að því atriði, sem nauðsynlegt er að hafa í huga til skilningsauka á byggðastefnunni, að byggðaskipulagið, eins og það er og hefur lengi verið, er þjóðhagslega skynsamlegt. Það er til hagsbóta fyrir efnahagskerfi íslendinga að reka undirstöðuatvinnugreinar þjóðarbúsins úti um landsbyggðina, ekki hið gagnstæða að láta þróunina ganga í þá átt að höfuðborgarsvæðið eitt sé vaxtar- svæði, sem gæti endað með því að ísland yrði einnar borgar ríki, en aðrir landshlutar eintómir útnárar. Pá sögu verður að segja eins og hún gengur, að á líðandi áratug hefur orðið ný byggðaröskun í landinu. Umskiptin eru augljós, þegar miðað er við árin milli 1970 og 1980. Á þeim áratug var byggða- þróunin landsbyggðinni í vil án þess þó að höfu- ðborgarsvæðið liði neitt við það. Það liggur einnig ljóst fyrir að hin hagstæða byggðaþróun á áttunda áratugnum átti rætur í virkri atvinnumálastefnu sem einmitt byggðist á þeim skilningi að hagkvæmt væri að reka öfluga útflutningsstarfsemi á landsbyggðinni. Byggðastefna áttunda áratugarins fólst í því að viðurkenna þá verkaskiptingu sem þarf að vera milli landsbyggðar og höfuðborgar, að landsbyggðin sitji fyrst og fremst að framleiðslustörfunum og fái að njóta þess um ókomna framtíð. Verði þessi tilveru- réttur landsbyggðar af henni tekinn, má ljóst vera að hverju stefnir í byggðaþróun. Þótt framkvæmd byggðastefnu markist af mörgum þáttum, þar á meðal félags- og menningarlegum, eins á við um allt nútímaþjóðfélag, þá skiptir atvinnumálastefnan höfuðmáli. Landsbyggðinni er lífsnauðsyn að halda rétti sínum til þess að þar sé rekin öflug framleiðslustarfsemi til lands og sjá 'ar. Það mun ekki leiða til farsældar að ráðamenn þjóðarinnar og atvinnurekendur guggni á þtirri stefnu. garri lllllllllllllllll Ó, SÓSÍAUSMI Vinnudeila sú sem nú stendur yfir við BHMR reynist mörgum þung í skauti. Pólitískt séð hefur hún mest áhrif innan Aiþýðu- bandalagsins, enda benda smá- greinar í Þjóðviljanum til þess, að nokkur ástæða sé til rifrildisefna. Þar er jafnvel deilt um að hverju hefur verið hlegið, enda liggja kátínuefnin ekki Ijóst fyrir. I öðr- um blöðum taka menn sig til og mynda óskaríkisstjórnir, og verður ekki á þeim „stjórnarmyndunum“ séð að þjóðfélagsmálin muni greið- ast við tilkomu þeirra. Einn vill mynda stjórn með iðnaðarklík- unni, annar með frjálshyggjuklík- unni og sá þriðji með verslunar- klíkunni. Hvergi örlar í þessiim óskum á öðru en sérhagsmunum og væri niðurstaðan verðugt rann- sóknarefni. Merkilegust er eflaust „ríkisstjórn Birnu Þórðardóttur". Ekki vegna þess að skipan hennar komi svo mjög á óvart, heldur vegna þess að þar kemur fram í einu tilfelli atriði, sem sósíalistar telja sig hafa verið að berjast gegn, þ.e. hin margvíslegu hagsmuna- tengsl sem ráðamenn eru sífellt sakaðir um. Birna Þórðardóttir tekur fram við stjórnarmyndun sína, að hún vilji úthluta sjávarút- vegsráðuneytinu til Jóns bróður síns. „Ég treysti honum fyrir þeim málum.“ Við kertaljós Annar góður sósíalisti skrifar í Þjóðviljann í gær og lýsir því hvernig hann ræddi pólitíkina í rómantísku andrúmslofti „pá to mands hánd“. Honum segist þann- ig frá: „Eitt kvöld fyrir skömmu sat ég með konu minni yfir síðbúnum kvöldverði kringum kertaljós, og ræddum m.a. um stöðu ríkisstjórn- arinnar og þá hörmung, ef ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar yrði á ný vakin upp sem draugur.“ Þessi stutta málsgrein byrjar eins og upphaf að sögukafla eftir hinn fræga rómanhöfund, Barböru Cartland, en lýkur á hinni enda- lausu martröð. Aldrei fyrr hefur kertaljósasósíalismi komið jafn vel til skila og í fyrrgreindum orðum. Konunni er boðið upp á að borða við kertaljós aðeins til að hlusta á raunir hugsuðar heimilisins um stöðu ríkisstjórnarinnar, sem auð- vitað er áhyggjuefni. Að vísu kemur ekki til þess að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar verði vakin upp í bráð. Hitt er annað að það sakar ekki að fórna nokkrum kertum ef það mætti verða til að tefja enn frekar fyrír slíkri stjórnarmyndun. Þó er vert að geta þess, að ekki er ástæða tii að draga eiginkonurnar í það mál, eða kosta því til að fórna dýrum steikum. Kertaljósasósíalismi Það er auðséð að þeir menn eru til sem ástunda sósíalismann af heilum hug og heitu hjarta, alveg öndvert við þá hjá BHMR, sem virðast ekki telja sósíalismann eins kertis virði eftir að í Ijós kom að báglega hefur tekist að gera fólkið með háskólagráðurnar ánægt með þau laun, sem i boði eru. Kertasós- íalisminn kemur ekki mál við það. Hann þróast bara í kyrrðum heim- ilisins og við iðkun hreinna hugs- ana. Nú eiga fleiri í crfiðleikum en sósíalistar, þótt ekki hafi heyrst að þeir kveiki á kertum til að ræða málin. Samvinnuhreyfingin hcfur veríð að tapa peningum eins og margir fleiri, en ekki hefur enn frést af samvinnumönnum og fé- lagshyggjufólki vera að borða við kertaljós með konum sínum til að ræða stöðu samvinnuhreyfingar- innar. Þó skyldi varast að álíta að við sem aðhyllumst samvinnustefn- una séum orðnir vondir samvinnu- menn. Við höfum heldur ekki þann ótta af Þorsteini Pálssyni, eða lítum á hann sem slíkan skelmi, að við ræðum endurfæðingu hans í forystu ríkisstjórnar við kertaljós, þó ekki væri til annars en losna við að ræða um framgang hans í myrkri. „Ég kveiki á kertum mínum“ Kertaljósasósíalisminn er hin cinlægari hlið harðskeyttrar stjórn- málastefnu, sem hefur lengi þann steininn klappað að koma sínum áhangendum til vegs. Hann verð- skuldar lærðar greinar, vegna þess að aldrei er að vita nema kertaljós- ið kunni að snúa stefnunni til mannlegri viðhorfa og minni ein- angrunar. Nú um stundir árar erf- iðlega vegna kjaradeilu, sem að stórum hluta er háð við fólk, sem telur sig afskipt í þjóðfélaginu og því eiga rétt á leiðréttingu á launum umfram almenna samninga. Kerta- Ijósasósíalisminn á erfitt uppdrátt- ar í slíkri deilu, en hann er skemmtilegt tilbrigði í því styrjald- arástandi sem ríkir á hluta launa- markaðar. Breskur utanríkisráð- herra, Edward Grey að nafni, sagði í ágúst 1914: Ljósin eru að slokkna um alla Evrópu. Kvöld- verðarmaður sósíalismans brást öðruvísi við þegar samningarnir við BHMR voru komnir í hnút. Hann kveikti á kertum. Garrí VÍTTOG BREITT ÖREIGAR HÁL0FTANNA Flugleiðir hafa pantað fimm full- komnar farþegaþotur fyrir tugi milljarða króna og eru það mestu kaup sem einstakt fyrirtæki hefur gert í íslandssögunni. Fyrsta þotan er komin til landsins, búið að gefa henni nafn með pompi og prakt, fljúga henni þrisvar til útlanda og síðan að leggja henni við stjóra á Keflavíkurflugvelli vegna þess að flugmenn hennar eru komnir í verkfall. í næsta mánuði er von á næstu flugvél úr risapöntuninni og nær verkfallið einnig til þeirrar mask- ínu, en allur er varinn góður, því að á síðustu tímum standa kvið- dregnir láglaunamenn og öreigar í langdregnari verkföllum en verka- lýðurinn hér áður fyrr. Þeir sem drottna yfir auðnum og skammta frelsi og brauð skella skolleyrum við öllum réttmætum kröfum um kauphækkanir og fá nú flugstjórarnir hjá Flugleiðum að kenna á þvermóðsku yfirmanna félagsins, sem þeir fórna svo miklu með því að taka að sér að stýra flugvélum þess. Flott tryllitæki Þegar hún Aldís kom fyrst til landsins máttu flugmenn hennar ekki vatni halda af hrifningu yfir kostum hennar og hve meðfærileg- ur farkosturinn væri og auðsveipur í stjórn. Nú vilja þeir kauphækkun fyrir að stýra Aldísi og einnig næstu dís og svo öllum þeim hinum. Jafn- framt biðja þeir unt að allir flug- menn sem stýra gömlu vélunum fái líka kauphækkunina, enda kvað vera komið að samningsgerð þar uni. Eins gott að slá þessu öllu saman. Það er einkar vel til fundið hjá hrjáðum láglaunaflugstjórum að nota tækifærið þegar tvær af rán- dýru flugvélunum eru að komast í gagnið að hefja verkfall. Tímasetn- ingin er nærri því eins flott og hjá þeim sem halda að þjóðfélaginu sé haldið gangandi af stúdentspróf- um. Ferðamannatímabilið er að hefj- ast og þar með háannatími flugfé- laga. Koma þarf íslendingum í stórum stíl utan þeim til upplyfting- ar og kaupskapar. Svo þarf að fiytja einhvern hóp útlendinga til íslands og til baka, en sá er miklu fámennari. Réttur tími Nú er akkúrat rétti tíminn fyrir flugstjóra að biðja um hærra kaup. Dýrustu djásnum samgöngusög- unnar er lagt og hægt á ferða- mannastraumnum og ef vel tekst til er kannski hægt að stöðva hann alveg. Það fer eftir því hvort leggja þarf gömlu flugvélunum líka ef Flugleiðir halda áfram að þver- skallast og neita að hækka flug- stjórakaupið. Vita mennirnir ekki að bjórverðið er hrunið? Aldís 737-400 liggur við stjóra og ferðamennirnir verða að láta sér lynda að skrölta með gömlu vélunum til London, Parísar, New York og Miðjarðarhafsins, og það sem verra er, fiugmennirnir fá ekki tækifæri til að stýra tryllitækjunum unaðslegu, sem þeir lýstu svo fjálg- lega við komu Aldísar. Dálítið hljómar það skringilega að menn vilja fá hærra kaup fyrir að stýra nýrri og fínni flugvél en gamalli. En auðvitað er miklu meira sport að fara í verkfall og leggja tryllitækjum sem kosta millj- arða, en þótt hætt sé að fljúga gömlum og úr sér gengnum rellum. Kannski best fyrir Flugleiðir að losa sig sem fyrst við dísirnar 737-400. Þær eru dýrari í rekstri en svo að þeim sé hættandi í hendurn- ar á öreigum háloftanna, sem fá greitt eftir þeim flugvélasortum sem þeir stýra og vilja þeim mun meira sem þoturnar eru fullkomn- ari og auðveldari í stjórn. Það er meiri áhætta að eiga fínar flugvélar en úr sér gengnar, sem minna kostar að fljúga. En best væri samt að hætta ofurtrausti á flugtækni og öllum þeim erfiðleik- um sem íslensk flugfélög eiga við að glíma og fara að koma sér upp skikkanlegunt skipaferðum milli fslands og umheimsins. Flugreksturinn er hvort sem er alltaf meira eða minna á hausnum og svo getur hann ekki einu sinni borgað flugstjórum sínum al- mennileg laun. OÓ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.