Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Föstudagur 12. maí 1989- Föstudagur 12. maí 1989 r r r r r r • r i .Tíminn ,T1 ÍÞRÓTTIR 11 ÍÞRÓTTIR MARGT SMÁTT London. Mike McCallum frá Jamaica varð í fyrrakvöld WBA heimsmeistari í hnefaleikum í milli- vigt. McCallum sigraði Herol Gra- ham frá Bretlandi naumlega á stigum. Bardaginn fór fram í Royal Albert Hall í London. New York. Detroit Pistons unnu Milwaukee Bucks 85-80 í fyrsta úrslitaleik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-körfuknattleiks- ins. Pá hefur Los Angeles Lakers náð 2-0 forystu gegn Seattle Supers- onics í undanúrslitum vesturdeildar- innar. ( fyrrakvöld unnu meistarar Lakers 130- 108 sigur á Sonics. Það lið sem fyrr vinnur 4 leiki kemst í úrslitaleikina í deildunum. Osló. Norðmenn unnu Dani 85- 77 (46-36) í einum af undanriðlum Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fer í Osló þessa dagana. Eivind Grönli, sem gerði 8 þriggja stiga körfur gegn íslendingum á NM hérlendis fyrir skömmu, var stiga- hæstur Norðmanna með 22 stig, en Torgeir Bryn gerði 17 stig. Haakon Austefjord, besti leikmaður NM- mótsins skoraði aðeins 8 stig í leikn- um. Hjá Dönum var Henrik Nörre Nielsen stigahæstur eins og oft áður, hann gerði 23 stig. Osló. í sömu keppni unnu Svíar Englendinga 92-78, eftir að staðan í leikhléi var 47-38. Christer Sabel gerði 26 stig fyrir Svía, Mattias Salström 20 stig, Henrik Evers 14, Thorbjörn Gehrke 13 og Per Stumer leikmaður með Loyola-háskólanum á Kaliforníu gerði 6 stig. Stigahæstur Englendinga var Joel Moore með 19 stig. London. Svo gæti farið að heldur óvenjulegir og leiðinlegir endurfundir ættu sér stað í ensku knattspyrnunni á næstunni. Pað eru stjórarnir Ray Harford hjá Luton, Graham Taylor hjá Aston Villa og Jim Srnith hjá Newcastle, sem gætu orðið samferða með liðum sínum niöur í 2. deild. Þessir kappar léku allir saman í liði fyrir 19 árum, er Lincoln City barðist um að komast upp í 3. deild. Newcastle er þegar fallið í 2. deild, en Aston Villa og Luton geta enn forðast fallið og endurfundina við Jim Smith. Helsinki. Þessa dagana fer fram í Helsinki í Finnlandi Evrópumeist- aramótið í júdó. í +95 kg flokki mætast á morgun þeir Josef Schmoller frá Austurríki og Rafael Kubacki frá Póllandi annarsvegar og Thomas Muller frá A-Þýskalandi og Grigory Veritchev frá Sovétríkjun- um hinsvegar. í —95 kg flokki keppa í undanúrslitunum þeir Kobe Kourt- anidze frá Sovétríkjunum og Theo Meyer frá Hollandi annarsvegar og Jiri Sosna frá Tékkóslóvakíu og Jens Geisler frá A-Þýskalandi hinsvegar. Guðjón Skúlason og félagar í íslenska landsliðinu í körfuknattleik máttu þola 40 stiga tap gegn Portúgölum í Anadia í gærkvöld. Körfuknattleikur: Leikið heima og heiman á næsta Polar-cup móti Danir hafa borið fram tillögu þess efnls að fyrirkomulagi Norðurlandamótsins í körfuknatt- leik, Polar-cup, verða breytt á þann hátt að leikið verði heima og Iteiman á þeim tveimur áruin sem líða milli inóta. Núverandi skipulag er þannig að mótið fcr fram á 4 dögum á tveggja ára fresti, en nýlokið er slíku móti sem fram fór hér á landi. Með þessu vilja Danir fá fleiri lieima- leiki, en lítið mun vera uin lands- lciki í Danmörku, eins og reyndar er hér á landi. Á formannafundi Körfuknatt- lcikssambanda Norðurlanda sem fram fór hér á landi samhliða Norðurlandamóiinu fyrirskömmu, var ákveðið að fresta lokaákvörð- un þar til á Evrópuþingi FIB A sem fram fer i Hclsinki bráðlega. Á fundinum hér heima kom í Ijós að auk Dana voru Norðmenn og fs- lendingar hlynntir tillögunni, en Svíar og Finnar voru á báöum áttum. Fyrirkomulagi mótsins verður ekki breytt ncma um það takist einróma samkomutag. BL Klippið hér -71 I I I Tímimi □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: n VISA □ Samkort □ LE Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: □□□CX Nafnnr.: □□□□ - ASKRIFANDI:.............................. HEIMILI:................................. PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:. BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARG J ALDS Ég undirrituö/aöur óska þess aö áskriftar- gjald Tímans verði mánaðarlega skuld- fært á greiðslukort mitt. UNDIRSKRIFT. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK Körfuknattleikur: 40 stiga tap í fyrsta leik Portúgal vann ísland 116-76 í Evrópukeppninni í körfuknattleik í gærkvöld. Það blæs ekki byrlega fyrir íslenska landsliðinu í körfuknattleik sem tekur nú þátt í forkeppni Evrópumóts- ins, en keppni í riðlinum sem ísland leikur í, fer fram í borginni Anadia í Portúgal. ísland lék gegn heimamönn- um í gærkvöld og mátti þola 40 stiga tap 116-76. Ekki tókst að fá frekari fréttir af leiknum í gærkvöld áður en blaðið fór í prentun, en nánar verður sagt frá leiknum síðar. í kvöld leikur íslenska liðið gegn Belgum, en á morgun verða ísraelsmenn mótherjar okkar. Síðasti leikur íslenska liðsins verður á mánudag gegn Ungverjum. Fastlega má búast við að róðurinn verði þungur hjá okkar mönnum í leikjunum sem eftir eru, fyrst Portúgalar tóku strákana svo rækilega í gegn. Eftirtaldir leikmenn skipa ís- lenska liðið: Valur Ingimundarson . . . UMFT Jón Kr. Gíslason............ ÍBK Falur Harðarson............. ÍBK Guðjón Skúlason............. ÍBK Magnús Guðfinnsson......... ÍBK Guðmundur Bragason . . UMFG Teitur Örlygsson........... UMFN Axel Nikulásson ............ ÍBK Guðni Guðnason................KR Birgir Mikaelsson ............KR Tómas Holton ................Val Þjálfari er Laszlo Nemeth og að- stoðarþjálfari er Sigurður Hjörleifs- son. BL MARGT SMÁTT Osnabrueck. V-Þjóðverjar unnu stórsigur gegn Skotum í undan- keppni EM í körfuknattleik á heima- velli í gærkvöld 127-53. í sama riðli léku í gærkvöld Pólverjar og Tyrkir og það voru Tyrkirnir sem höfðu nauman sigur 69-68. Genf. Sigurður Grétarsson og félagar í Luzern gerði í gærkvöld 3-3 jafntefli gegn Yong Boys í 1. deild svissnesku knattspyrnunnar. Luzern er enn í efsta sæti deildarinnar með 24 stig. Grasshoppers hafa einnig 24 stig. Vigo. Real Madrid tapaði í gær- kvöld 0-1 fyrir Celta í 8-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knatt- spymu. Real Madrid heldur þó áfram keppni því liðið vann samanlagt 4-2. Leikurinn var mjög harður og 7 leikmenn fengu að líta gula spjaldið, þar af 5 leikmenn Celta. Þar að auki fékk Julio Prieto Celtaleikmaður að sjá rauða spjaldið. Manuel Zamb- rano gerði mark Celta á 62. mín. Real Madrid mætir nágrönnum sín- um í Atletico Madrid í undanúrslit- um keppninnar. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1 Get-raunir!!! Fyrsti vinningur í fslenskum get- raunum gekk út um síðustu helgi. Tveir tipparar náðu áfanganum eftir- sótta, að vera með 12 leiki rétta. Stærsta útgangsmerkjakerfið Ú- 10-0-1653 gaf af sér 12 rétta aðra vikuna í röð. Sá er kerfið notaði keypti miðann sinn á skrifstofu Get- rauna og studdi Ármann í leiðinni. Hinn vinningshafinn keypti miðann sinn í Videóklúbbi Garðabæjar og tippaði hann á opinn seðil að and- virði 1040 kr. Sá studdi Stjörnuna. Vinningurinn sem þessir kappar fengu í sinn hlut er 355.218 kr. fyrir tólfumar, en þeir voru einnig með 11 rétta og fengu því fleiri krónur í sinn hlut þegar upp var staðið. Alls voru það 76 raðir sem komu fram með 11 rétta og vinningurinn á hverja röð var 4.006 kr. Fyrirtækjakeppni Getrauna tekur nú senn enda, en aðeins tvö fyrirtæki eru nú eftir í keppninni. Úrslita- leikurinn er því framundan og til úrslita keppa tvær endurskoðunar- skrifstofur, önnur er kennd við Svein og Hauk, en hin kallast B.E.Á. Sveinn og Haukur lögðu Auglýs- ingastofu Magnúsar Olafsson um síðustu helgi 10-8, en B.E.Á. lagði Veitingahöllina 11-9. Samkvæmt þessu eru endurskoðendur bestu tipparamir. Sumarleikur Getrauna rennur af stað um helgina í 19. leikviku, en sem kunnugt er verða Getraunir starfræktar í allt sumar. Síðasti seð- illinn með leikjum úr ensku knatt- spyrnunni kemur nú fyrir sjónir tippara, næstu vikurnar verður ís- lenska og v-þýska knattspyrnan get- spekingum hugleikin. Sumarleikur- inn verður með sama sniði og Vor- leikurinn að öllu leyti. Keppt verður frá 13. maí-19. ágúst eða í 15 leikvikur. 10 bestu skorin verða síðan lögð saman og gilda sem lokaskor. Sumarleikurinn er liður í keppninni um fslandsmeistaratitil- inn í getraunum. Nýr fjölmiðlaleikur fer af stað samfara Sumarleiknum og lýkur á sama tíma. Síðasta vika var létt upphitun fyrir fjölmiðlana, en ekki tókst þeim sérlega vel upp. Með 6 rétta voru DV, Dagur og RÚV. Bylgjan og Stöð 2 voru með 5 rétta, en aðrir miðlar höfðu 4 rétta. Betur má ef duga skal. En hvernig væri að líta þá á leikina í 19. leikviku? Arsenal-Derby: x Þrátt fyrir velgengni Arsenal að undanförnu og fremur slakt gengi Derby spái ég jafntefli í þessum leik. Arsenal verður að vinna en pressan verður þeim um megn. Derby hefur einnig oft gengið vel gegn Arsenal. Aston ViUa-Coventry: 2 Aston Villa verður að vinna þennan leik ef liðið ætlar að bjarga sér frá falli í 2. deild, en allt getur gerst í þessum leik. Ætli Coventry hafi ekki betur. Everton-West Ham: 1 Þrátt fyrir að West Ham hafi verið að vinna leiki að undanförnu, - liðið hefur nú unnið fjóra leiki og röð, - er vandséð að liðið vinni sigur á Everton á Goodison Park. Tap í þessum leik þýðir fall í 2. deild fyrir West Ham. Luton-Nonvich: x Það er sama sagan í þessum leik, fallbaráttan í algleymingi og Luton verður að sigra. Tapi Luton hins vegar vænkast hagur Aston Villa og Sheffield Wednesday. Það verður áreiðanlega hart barist á gervigras- inu á Kenilworth Road, en spáin segir jafntefli. Manchester United-Newcastle: 1 United-liðið hefur nú tapað 3 leikj- um í röð á heimavelli og maður er að missa alla trú á liðinu. Ætli liðið sigri nú ekki Newcastle sem þegar eru fallnir í 2. deild. Millwall-Southampton: 1 Hvorugt liðið hefur að miklu að keppa í deildinni. Millwall lýkur ágætu keppnisttímabili með heima- sigri. Nottingham Forest-Charlton: 1 Lið Charlton hefur þegar bjargað sér frá falli í 2. deild og Forest hefur mátt þola ósigur gegn Liverpool í tvígang uppá síðkastið. Þeir hefna sín á leikmönnum Charlton. QPR-Tottenham: 2 Bæði þessi lið hafa verið á sigurbraut að undanförnu og ekki tapað nema einum af síðustu 12 leikjum. Ein- hvern veginn held ég að Tottenham hafi betur og ljúki keppni með 60 stig í deildinni. Sheffíeld Wed-Middlesborough: 1 Mjög mikilvægur leikur í fallbarátt- unni. Bæði liðin þurfa á stigum að halda, en heimamenn eru öllu sterk- ari og senda Boro niður í 2. deildina. Wimbledon-Livcrpool: x Liverpool kemst nú á nýjan leik f sömu spor og Arsenal. Liverpool vinnur jDennan leik létt á sama tíma og Arsenal gerir jafntefli gegn Derby. Ipswich-Blackburn: x Ipswich hefur að öllum líkindum misst af tækifæri á að leika í úrslita- keppninni um 1. deildarsæti, en þar hefur Blackburn þegar tryggt sér keppnisrétt. Jafntefli er ekki fjarri lagi. Oxford-Watford: 2 Watford tekur einnig þátt í auka- keppninni, en Oxford er á hægri siglingu um miðja deildina. Watford ætti að eiga 3 stig vís í þessum leik. skúli lúðvíks. FJÖLÍ LEIKIR13. MAÍ ’89 J m s > Q TÍMINN Z z 3 S s 2 DAGUR 1 Œ < 0) 2 œ z < 3 >• m CN 1 STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Arsenal - Derby 1 1 X 1 1 1 1 1 1 8 1 0 Aston Villa - Coventry 1 X 2 1 1 X 1 1 1 6 2 1 Everton - West Ham 1 1 1 1 1 X 1 1 2 7 1 1 Luton - Norwich 1 1 X 2 2 1 2 X X 3 3 3 Man. Utd. - Newcastle X 1 1 1 1 1 1 1 1 8 1 0 Millwall - Southampton 1 1 1 1 1 X 1 X X 6 3 0 Nott. For. - Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Q.P.R. -Tottenham 2 X 2 2 X 1 X 1 2 2 3 4 Sheff. Wed. - Middlesbro X 1 1 X 1 1 1 1 X 6 3 0 Wimbledon - Liverpool X 2 2 2 2 X 2 2 2 0 2 7 Ipswich - Blackburn 1 i X 1 1 1 X 1 2 6 2 1 Oxford - Watford x X £ 2 X X 2 1 1 2 4 3 Sveitir ÍR og FH hlutskarp- astar í Tjarnarboðhlaupinu Síðastliðinn laugardag fór fram hið árlega Tjarnarboðhlaup ■ miðbæ Reykjavíkur. Hlaupið hófst við Kolaportið og þar lauk hlaupinu einnig. Hlaupnir voru 1800 m sem skipt var niður í 10 mislanga spretti. Umsjón með hlaupinu hafði frjáls- íþróttadeild KR í samvinnu við Mið- bæjarsamtökin, sem gáfu veglega farandgripi í verðlaun. Þá buðu veitingastaðirnir Svarta pannan og Tommahamborgarar sigursvcitun- um í mat að hlaupinu loknu. í kvennaflokki urðu úrslit þau að sveit ÍR sigraði á 4,46 mín. en sveit FH varð í öðru sæti á 4,48 mín. Sigursveit ÍR skipuðu þær Marta Ernstdóttir, Vala B. Garðarsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Þorbjörg Jensdóttir, Guðrún Valdemarsdótt- ir, Helga Zoéga, Hildur Ingvarsdótt- ir, Oddný Árnadóttir, Sigrún Gunn- arsdóttir og Kristín Á. Alfreðsdótt- ir. í karlaflokki vann sveit FH örugg- an sigur á 4,01 mín. Sveit ÍR varð í öðru sæti á 4,10 ntín. og sveit KR varð þriðja á4,20 mín. I FH sveitinni voru eftirtaldir hlauparar: Finnbog! Gylfason, Kristinn Guðlaugsson, Björn Traustason, Ásmundur Edvardsson, Magnús Haraldsson, Hreiðar Gíslason, Albert Guð- mundsson, Sigurður T. Sigurðsson og Einar Kristjánsson. BL MARGT SMÁTT Handknattleikur. íslund vann Luxemborg í landsleik í hand- knattleik í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld 32-16. Staðan í hálfleik var 13-9 íslendingum í vil. íslenska landsliðið heldur til A- Þýskalands um helgina, en þar mætir liðið heimamönnum á mikilli íþróttahátíð þar eystra. Madrid. John Toshack hinn nýi framkvæmdastjóri Real Madrid hef- ur tekið upp pyngjuna í fyrsta en væntanlega ekki síðasta sinn. Real hefur fest kaup á varnarmanninum Oscar Alfredo Ruggeri frá River Plate í Argentínu. Kaupverðið er um 52 milljónir ísl. kr. Vörn Real hefur sætt gagnrýni eftir 0-5 tapið gegn AC Mílan í Evrópukeppninni fyrir skömmu. Knattspyrna: V-Þjóðverjar breyta keppnisfyrirkomulagi Knattspyrnuyfirvöld í V-Þýskal- andi hafa ákveðið að hrista upp í kcppnisfyrirkomulagi deildarkepp- ninnar í þeim tilgangi að gera lcikina meira spennandi og draga að fleiri áhorfendur. Áhorfendum hefur ekki fækkað jafnmikið í 15 ár og á yfirstandandi keppnistímabili. Meðalfjöldi áhorf- enda er nú 18 þúsund manns, en nú á nýtt keppnisfyrirkomulag í 1. og 2. deild að fjölga áhorfendum á nýjan leik. Áfram verður leikin tvöföld um- ferð heima og heiman, en nú verða leikir sömu liða hver á eftir öðrum líkt og í Evrópukeppni. Tvö stig verða fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og 1 stig fyrir samanlagðan sigur úr leikjunum tveimur. Mörk á útivelli telja tvöfalt og ef liðin eru jöfn að stigum og mörkum eftir leikina tvo, verður háð vítaspyrnukeppni um hvort liðið hlýtur aukastigið. Það voru stjórnir 1. og 2. dcildar- liða og stjórn knattspyrnusambands- ins sem kontu sér saman um nýja fyrirkomulagið, en ráðgjafanefnd v- þýska knattspyrnusambandsins þarf að samþykkja lyrirkomulagið form- lega, áður en það getur tekið gildi. BL Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Wðslna tnvíi Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15.. hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.