Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 12. maí 1989 Alexander Stefánsson, alþingismaður: Húsbréf eru þvinguð í gegn með hrossakaupum Hér á eftir fer meginmál seinni þingræðu Alexanders Stefánssonar við aðra umræðu um frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins í upphafi þessarar viku. Ég tók sérstaklega fyrir í fyrri hluta ræðu minnar sl. laugardag þátt Húsnæðisstofnunar ríkisins í þessu máli. Stjórn hennar er þingkjörin og eiga þar sæti þaulreyndir menn með sérþekkingu á húsnæðismálum um- fram marga aðra. Sem svar við beiðni félagsmálanefndar neðri deildar sendir stjórnin örstutta orð- sendingu. „Stjórpin getur ekki sent svar, þar sem svo skiptar skoðanir eru innan stjórnar um frumvarpið.“ Hér er um einstakan viðburð að ræða. Fagleg stjórn húsnæðismála getur ekki tekið efnislega afstöðu til róttækrar lagabreytingar, þar sem tilgangurinn er að leggja núverandi kerfi í rúst, eins og ráðherra hefur margsagt, og raunar fleiri forystu- menn Alþýðuflokksins. t>að gengur sá orðrómur að aðeins formaður stjórnar stofnunarinnar, sem er að- stoðarmaður hæstv. félagsmálaráð- herra, hafi viljað mæla með þessu frumvarpi óbreyttu. Það kemur einnig í ljós að nánast ekkert alvörusamband var haft við stjórn stofnunarinnar um mótun þessa frv., sem er einsdæmi, þar sem forráðamenn og aðalstarfsmenn stofnunarinnar hafa við lagasmíð á undanförnum áratugum ávallt tekið beinan þátt í slíkri vinnu frá fyrstu gerð til loka. Ég minni á lögin 1984 og 1986 þar sem skrifstofustjóri og deildarstjóri í Húsnæðisstofnun, auk stjórnarmanna, voru í frumvarps- gerðinni sjálfri frá upphafi ti) enda, sem ætti að vera sjálfsagt mál, enda allt þetta fólk með víðtæka reynslu. Hæstvirtur félagsmálaráðherra sýnir hvorki stjórn né stofnun eðli- legt traust né samskipti. Þetta kemur best fram í því að 10. apríl sl. kom fram opinber greinargerð sem er undirrituð af fimm stjómarmönnum í Húsnæðisstofnun ríkisins um frv. félagsmálaráðherra. Jafnframt er ljóst að hluti annarra stjórnarmann er sama sinnis og kemur fram í þessari greinargerð. Viðbrögð hæstv. ráðherra í fjöl- miðlum lýsa augljóslega viðhorfi ráðherrans til stjórnar stofnunarinn- ar. „Þetta eru einstaklingar úti í bæ með annarlegar skoðanir." Þetta minnig mig á umræðurnar hér á háttv. Alþingi um, núgildandi húsnæðiskerfi, þegar þingmenn Al- þýðuflokksins, þ.á.m. núverandi ráðherrar, hæstvirtur félagsmálaráð- herra og hæstv. utanríkisráðherra og fleiri háttv. þm. Alþýðuflokksins, töldu óeðlilegt að taka tillit til álits og forræðis heildarsamtaka launa- fólks. Þessir aðilar ættu ekki að hafa áhrif á lagasetningu um húsnæðismál á Alþingi. Ég spyr: Hvenær hefur lögum um húsnæðiskerfi verið breytt hér á landi án samráðs við samtök laun- þega eða aðila vinnumarkaðarins í heild? Aldrei. Enda sjálfsagður hlutur. Til hvers þurfum við hús- næðislöggjöf hér á landi? Er hún ekki meira og minna félagslegur þáttur til að tryggja réttlæti og jafna Alexander Stefánsson. aðstöðu fólks til að eignast húsnæði, sem er frumþörf hvers einasta manns í okkar landi? Við gerum það með því að hafa lög sem veita aðgengi til lána - til að eignast eigið hús - eða á félagslegum grunni, gegnum kerfi verkamannabústaða. Heildarfjöldi íbúða á Islandi er nú um 88.500, þar af félagslegar íbúðir 6.500. í almenna húsnæðislánakerf- inu eru því 82.000 íbúðir. Um 85% fjölskyldna búa í eigin húsnæði sem er mjög hátt hlutfall. Herra forseti! Ég tel ástæðu til að vitna í greinar- gerð fimm stjórnarmanna í Hús- næðisstofnun að því er varðar þá breytingu sem hér er til umræðu, þ.e. húsbréfakerfið, sem þýðir í raun það að markaðsvextir og mark- aðslögmál á að gilda sem húsnæðis- stefna hér á landi, ef þetta frv. verður að lögum, hvað sem líður ýmsum fyrirvörum sem menn telja sér trú um að hafi eitthvert gildi. Þeir hafa áður lýst því að húsnæð- iskerfið sé að ná jafnvægi. Skýrslan: Tillögur þeirra til úrbóta: Eins og kemur fram í ítarlegri greinargerð 5 stjórnarmanna en að baki þeirra er öll Húsnæðisstofnun í raun á sama máli. Ljóst er að sú lagabreyting sem hér er verið að þvinga fram með þeim hætti sem hér hefur verið rækilega lýst, og ekki síst í ræðu háttv. 17. þm. Reykjavíkur sl. föstudag og laugardag, er tíma- skekkja. Skynsamlegast er að fresta málinu og setja niður nefnd hæfustu manna á breiðum grunni til að endurskoða allt húsnæðiskerfið og móta heildarstefnu til framtíðar, bæði almenna og í félagslega kerf- inu. Ekki með hrossakaupum og þvingunum, eins og hér er verið að gera. Við þurfum sátt - þjóðarsátt - um svo stóran málaflokk, ekki síst með tilliti til hins alvarlega ástands í atvinnumálum og þá fyrst og fremst í byggðamálum í landinu. Þetta húsbréfakerfi myndi augljóslega leiða til aukinnar þenslu hér á þétt- býlissvæðinu og óeðlilegra áhrifa á verðbréfamarkaðinn sem mun soga enn frekar til sín fjármagn frá at- vinnuvegunum og veikja, þar með enn stöðu landsbyggðar og verða öllum til tjóns. Ég vek athygli enn á því sem fram hefur komið að engar raunverulegar upplýsingar hafa fengist um áhrif þessa frv. á fjármagnsmarkað, fast- eignamarkað eða þensluáhrif. Engin opinber stofnun hefur treyst sér til að leggja slíkt mat fram. Ég tek ekki mark á sérfræðiáliti ráðherra, sem samið er til að koma frv. fram án raunhæfrar rannsóknar. Þetta segir sína sögu, auk þess að þeir aðilar sem mæla sterklega með frumvarpinu eru fulltrúar verðbréfa- sala og fasteignasala. Ég vil að lokum leggja fram örfáar spumingar til hæstv. ráðherra: 1. Hvemig stendur Byggingasjóður ríkisins að vígi til að fullnægja lánaafgreiðslu eftir 20-30% missi fjármagns frá lífeyrissjóðunum? 2. í öllu þessu mikla starfi þeirra sem sömdu þetta frv. hvers vegna var ekki hægt að fá neinar upplýs- ingar um væntanlegar reglugerðir um framkvæmd væntanlegra laga? 3. Er það rétt sem fulltrúi verð- bréfafyrirtækja heldur fram að húsbréf verði gefin út í mismun- andi formi, t.d. til 1-5-10 ára í smáum einingum, t.d. 50 þús., sem nota megi í öðmm viðskipt- um? 4. Hæstv. ráðherra, og raunar aðrir talsmenn Alþýðuflokksins, hafa haldið því frarn að með tilkomu húsbréfa eigi unga fólkið sem hefur í núgildandi lögum forgang til hærri lána en aðrir, að hafa slíkan forgang til lána með hús- bréfum sem taki aðeins 2-3 vikur að fá afgreiðslu á. Hvar í frv. er sú stýring sem ætlað er að tryggja ungu fólki og fólki með sérþarfir þennan aðgang að húsbréfum með markaðsvöxtum? 5. Hæstv. ráðherra hefur einnig sagt í fjölmiðlum að fólk úti á landi fái nú loksins aðgang að lánakerfi sem auðveldi því að fá lán. Hvar er slík stýring í þessu kerfi? 6. Hvað er áætlað að húsbréfadeild muni kosta Húsnæðisstofnun? Er áætlun fyrir hendi um það? 7. Getur hæstv. ráðherra staðfest að það sé rétt túlkun að skv. húsbréfakaflanum geti hver sem er, jafnt stóreignamenn sem aðrir, fengið ríkistryggð húsbréf, þakið sé aðeins 5.5. millj. í hverj u tilfelli? Hr. forseti! Hvers vegna er ég að mæla gegn þessu frumvarpi? Ég er að sjálfsögðu að verja stefnu flokksþings og mið- stjórnar Framsóknarflokksins. 1. Þörfin fyrir að kollvarpa því húsnæðiskerfi sem við búum við í dag er alls ekki til staðar. Þegar núgildandi lög voru sett í samráði við aðila vinnumarkaðarins var gert ráð fyrir því að eftir 4-5 ár yrði náð jöfnuði í þessu kerfi. í núgildandi lögum eru ákvæði, ef þeim er beitt, sem munu stytta biðröð eftir lánum og útiloka þá sem ekki hafa brýna þörf fyrir lán. Þetta er hægt gegnum ákvörðun um vexti sem hægt er að framkvæma án lagabreytinga. 2. Ég tel ekki tímabært að taka upp þetta kerfi, „Húsbréf“. íslenskur peningamarkaður - verðbréfa- kerfið, fasteignasalar-hefur ekki náð jafnvægi eða styrkri stöðu og hefur því ekki þá burði sem til þarf til að tryggja slíkt kerfi svo það valdi ekki skaða fyrir einstak- linga og orsaki þenslu og óvissu- ástand og þar með verðbólgu. 3. Markaðsvextir á allt húsnæðis- kerfi þjóðarinnar er ákvörðun sem ekki er hægt að taka allt í einu án þess að tryggja félagslegt réttlæti jafnhliða. Samkvæmt frumvarpinu er þetta ekki tryggt. Þess vegna hlýtur það að valda mikilli óvissu og fjárhagstjóni fyrir fjölda fólks. 4. Húsnæðislöggjöf á íslandi verður um langa framtíð að tryggja fé- lagslegt réttlæti. Þessi ríkisstjóm, sem kennir sig við félagshyggju og jöfnuð, getur ekki kastað þessu ákvæði fyrirvaralaust fyrir borð í húsnæðiskerfi þjóðarinn- ar. 5. Við eigum að gefa okkur góðan tíma til að endurskoða og móta stefnu í húsnæðismálum til fram- tíðar. Það verður að gera í sam- starfi við aðila vinnumarkaðar, launþega, lífeyrissjóði og banka- kerfið. Um slíka heildarendur- skoðun og stefnu þarf þjóðarsátt. Allir stjómmálaflokkar á Islandi eiga nóg af vel menntuðu fólki sem getur lagt hér hönd á plóginn í samstarfi við fulltrúa fólksins í öðr- um samtökum. Við íslendingar eig- um og þurfum allir að eiga kost á góðu húsnæði. SAMVINNUMÁL AHYGGJUR AF FRAMTÍDINNI Á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík kom fram að þar höfðu menn áhyggjur af framtíð félagsins, og urðu þar um það efni bæði opinskáar og málefnalegar umræður. Fundurinn var haldinn á Húsavík 4. maí, og sátu hann 105 fulltrúar. í skýrslum formanns, Egils Ol- geirssonar, og kaupfélagsstjóra, Hreiðars Karlssonar, kom fram að rekstur félagsins var erfiður á síðasta ári, og var það annað árið í röð sem afkoma félagsins hefur verið óviðun- andi. Bókfært tap ársins var 67 milljónir króna, eftir að 10,8 milljón- ir höfðu verið gjaldfærðar til að mæta töpuðum kröfum. Hafa þá rúmar 16 milljónir verið lagðar til hliðar til að mæta slíkum töpuðum skuldum. Fram kom í skýrslunum að í upphafi liðins árs hafi það legið fyrir að félagið yrði að grípa til róttækra aðgerða ef komast ætti hjá stóráföll- um. Með skuldbreytingum og nokk- urri eignasölu tókst þá að bæta Iausafjárstöðu félagsins, þannig að það varð þokkalega gangfært og stóð í viðunandi skilum. Þá varfarið yfir alla þætti rekstrarins, hvern út af fyrir sig, með sparnað og hagræðingu í huga, og meðal annars hætti félagið rekstri tveggja verslana. Töldu for- maður og kaupfélagsstjóri að veru- legur árangur hefði náðst í sparnað- arátt og að einstakar rekstrardeildir hefðu bætt markaðsstöðu sína í kjölfar þessara aðgerða. Hins vegar hefði samdráttur í sölu, og þar með tekjuminnkun annarra þátta rekstr- arins skert þann ávinning sem vænst hafi verið. Hjá félaginu störfuðu að meðaltali 185 starfsmenn á síðasta ári. Lækk- aði sú tala um 37 frá árinu 1987. Á fundinum var einnig gerð sér- stök grein fyrir þeim viðræðum sem átt hafa sér stað milli kaupfélaganna á Norðausturlandi. Var af því tilefni samþykkt heimild til handa stjórn félagsins til að gera þær breytingar á rekstri sláturhúss KÞ sem hún teldi best þjóna hagsmunum kaupfélags- ins og þeirra aðila sem fela sláturhús- inu sölumeðferð framleiðslu sinnar. Þá urðu nokkrar umræður á fund- inum um sölu Sambandsins á eign- arhluta sínum í Osta- og smjörsöl- unni. Af því tilefni samþykkti fund- urinn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Kaupfélags Þingey- inga, haldinn á Húsavík 4. maí 1989, harmar þann ágreining sem upp er kominn vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Sambands íslenskra samvinnu- félaga í Osta- og smjörsölunni. Kjósi samvinnumenn að aðgreina sinn rekstur meir en verið hefur telur fundurinn eðlilegast að þeir fjár- munir, sem einstakir rekstrarþættir hafa myndað, fylgi viðkomandi rekstrareiningum við skiptingu." Einnig kom fram á fundinum ályktun, þar sem skorað var á ríkis- stjórnina að efna nú þegar gefin fyrirheit um lækkun vaxta og aðstoð við dreifbýlisverslunina. Að öðrum kosti myndi rekstur flestra undir- stöðufyrirtækja þjóðarinnar sjálf- krafa sigla í strand. Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þrír stjórnarmenn, þau Egill Ol- geirsson, formaður, Jónas Egilsson og Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir. Egill var endurkjörinn, en Jónas og Aðal- björg gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. í stað þeirra voru kjörin í stjórn Helga Valborg Pétursdóttir og Brynjar Sigtryggsson. í vara- stjórn voru kjörin Halldóra Jóns- dóttir og Skarphéðinn Sigurðsson. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.