Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 16
ICM 16 Tíminn DAGBÓK Ásta Ólafsdóttir. Myndlistarsýning á Akranesi Laugardaginn 13. maí kl. 16:00 opnar Ásta Ólafsdóttir myndlistarsýningu í kjallara Bókasafnsins á Akranesi. Á sýn- ingunni eru 27 myndir, unnar með olíu- og gvasslitum á síðustu tveimur árum og eru þær allar til sölu. Ásta Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1948. Hún útskrifaðist úr Nýlista- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978 og stundaði síðan framhaldsnám við Jan van Eyck akademíuna í Hollandi frá 1981-1984, þar sem hún lagði aðallega stund á myndbandalist. Ásta hefur sýnt verk sín á sérsýningum og samsýningum hér heima og erlendis og út hafa komið eftir hana tvær bækur. Sýningin er opin virka daga kl. 14:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-18:00 og lýkur þriðjudaginn 23. maí. VORSÝNING M H í 1989 Dagona 13.-21. moi 1989 verötí halcSn sýning á iokaverkefnum útskriftamema MyndSsta- og hancíðciskóla ístands aö kjarvatestöóum. Sýningin er opln aila dagcma trá 11:00-18:00. Okkur vœrl þaö sðnn áncegja ef þú og flölskylda þín sasjuö ykkur tœrt aö skoöa þessa sýningu. Vorsýning MHÍ1989 Dagana 13.-21. maí 1989verðurhaldin sýning á lokaverkefnum útskriftarnema Myndlista- og handíðaskóla lslands að Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin alla dagana kl. 11:00—18:00. BILALEIGA meö utibu allt í kringum landiö, gera þer mögulegt aö leigja bil á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar „Ég held ég gangí heím“ Sýning IL0N WIKLAND í Norræna húsinu Laugard. 13. maí verður opnuð sýning í sýningarsölum Norræna hússins eftir sænsku listakonuna Uon Wikland, en hún hefur myndskreytt allflestar bækur eftir Astrid Lindgren. Börn eru boðin sérstaMega velkomin kl. 13:00 á laugardag að skoða sýninguna í fylgd með llonu Wikland, en sýningin verður opnuð fyrir aðra boðsgesti kl. 15:00. llon Wikland er fædd 1930 í Tartu í Eistlandi, en kom 1944 sem flóttamaður til Svíþjóðar. Hún stundaði nám í Svíþjóð og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir myndir sínar, m.a. Bamabókaverð- laun Expressen 1986. Sýningin er komin hingað fyrir tilstuðl- an Svenska institutet. Aður hefur hún verið sýnd f Júgóslavíu og héðan fer hún til Eistlands. Sýningin stendur fram til 11. júnf og verður opin daglega kl. 14:00-19:00. Myndbandasýningar á Kjarvalsstöðum Undanfamar vikur hafa átt sér stað breytingar á Kjarvalsstöðum. Opnaður hefur verið fundarsalur og þar hófust myndbandasýningar þann 10. maí og standa þær kl. 11:00-18:00. Fyrsta myndaröðin sem sýnd verður er um nútímalist í New York. Dagskrá með tímasetningum mynda og nánari upplýsingum um efnið liggur frammi á staðnum. Föstudagur 12. maí 1989 Sýning Bjarna Jónssonar í Heppuskóla Bjami Jónsson listmálari heldur sýn- ingu í Heppuskóla, Höfn í Homafirði um hvítasunnuna, 13.-15. maí. Bjarni sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir. Efni margra myndanna er sótt í sjósókn for- feðra okkar, aðra þætti þjóðhátta og náttúru landsins. Hann hefur haldið margar sýningar hér á landi og tekið þátt f samsýningum erlendis. Ámm saman hefur hann teiknað í námsbækur, gert bókakápur, jólakort, teiknað í Spegilinn o. fl. í 26 ár vann Bjarni að teikningum í hið stóra ritverk Lúðvíks Kristjánssonar ís- lenska sjávarhætti. Einnig gerði hann teikningar í orðabók Menningarsjóðs, skýringamyndir fyrir fræðslunámskeið fiskiðnaðarins o.fl. Sýningin í Heppuskóla verður opin kl. 14:00-22:00 daglega. Þór Tulinius og Viðar Eggertsson í hlut- verkum sínum. EGG-Ieikhúsið: Síðustu sýningar á „Sál mín er hirðfífl í kvóld" Á 2. dag hvítasunnu kl. 20:00 verður allra síðasta aukasýning á sýningu Egg- leikhússins á „Sál mín er hirðfífl í kvöld“. Sýning fer fram í Hlaðvarpanum og í Nýhöfn, Hafnarstræti. Glerárprestakall auglýst laust Biskup lslands hefur auglýst laust til umsóknar Glerárprestakall í Eyjafjarðar- prófastsdæmi og er umsóknarfrestur til 5. júní nk. Glerárprestakalli tilheyra tvær sóknir, Lögmannshlíðarsókn og Mið- garðasókn í Grfmsey. Sr. Pálmi Matthíasson, sem þjónað hefur prestakallinu frá stofnun þess, hefur nú verið kallaður til prests í Bústaða- prestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi og mun taka við því starfi um miðjan júlí nk. Daði sýnir í FÍM-salnum - Síðasta sýningarhelgi Daði Guðbjömsson opnaði nýlega mál- verkasýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6, Reykjavfk. Daði hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum. FIM-salurinn er opinn virka daga kl. 13:00-18:00 ogkl. 14:00-18:00 umhelgar. Sýningin stendur til 16. maí. Rannveig Bragadóttir sópransöngkona. Rannveig Bragadóttir I keppnina I Cardiff Heimssöngvarakeppnin í Cardiff, Wales (Singer of the World Competition 1989) fer nú fram í fjórða sinn dagana 11.-17. júní nk. Að þessu sinni var Rannveig Bragadóttir sópransöngkona valin til að keppa fyrir lslands hönd. Rannveig er fædd árið 1962 í Reykja- vík. Hún hóf ung nám í Söngskólanum í Reykjavík, þaðan fór hún til Vínarborg- ar, þar sem hún lauk prófi frá „Hoch- schule fur Musik und Darstellende Kunst“ . Hún hefur sungið með „Die Jugend Opere Wien“ og í Islensku Óper- unni hlutverk Cherubinos í Brúðkaupi Fígarós. Einnig hefur hún sungið í Sviss, Þýskalandi, Hollandi. Hún hefur sungið í Toscu undir stjóm Herberts von Karajan, á hátíðarhljómleikum í Hellbrunn og er nú ráðin sem einsöngvari við óperuna í Vínarborg. Rannveig fer til Cardiff 8. júní. Sjón- varpið mun vera með útsendingar frá Cardiff og eiga sjónvarpsáhorfendur von á dagskrá frá keppninni. 1 dómnefndinni sem valdi íslenska þátttakandann sátu Jón Þórarinsson tónskáld, Þorsteinn Hannesson söngvari og Bergþóra Jónsdóttir tónlistarfræðing- Jón Axel sýnir í Nýhófn Jón Axel opnar sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 29. apríl kl. 14:00-16:00. Á sýningunni verða um 10 nýjar, stórar kolateikningar á pappír sem eru settar á striga. Jón Axel er fæddur í Reykjavík 1956. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1975-’79. Þetta er 8. einkasýning Jóns Axels, en hann hefur cinnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 17. maí. Listasafn Einars Jónssonar: Opnað á ný Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardagaogsunnudagakl.13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frákl. 11:00-17:00. Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi Gengið verður eins og venjulega frá Digranesvegi 12 kl. 10:00 á laugardags- morgun. Molakaffi á boðstólum á undan göngu. Gallerí Gijót: Jmyndun1', sýning Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndlistarmaður, opnar sýningu á skúlp- túrverkum í Gallerí Grjóti, Skólavörðu- stíg 4, föstudaginn 28. apríl. Verkin em flest unnin í málm ogeru öll til sölu. Þetta er fjórða einkasýning Ófeigs, sú þriðja hér í Reykjavík en hann hefur einnig sýnt í Helsinki. Sýningin stendur til 15. maí. Hún er opin kl. 12:00-18:00 virka daga og kl. 14:00-18:00 um helgar. Bessi Bjarnason leikur titilhlutverkið, bifvélavirkjann Badda. BQaverkstæði Badda: Síðustu sýningar á Litla sviði - en síðan leikferð um iandið Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson var sýnt 90 sinnum á Litla sviði Þjóðleikhússins leikárið 1987-’88 og var síðan flutt á Norrænu leiklistarhátíð- inni í Helsinki í maí. Síðustu sýningar á þessu spennu- og átakaverki verða á Litla sviði Þjóðleik- hússins í kvöid, föstud. 12. maí og á mánudagskvöld 15. maí kl. 20:30, bæði kvöldin. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson en leikarar: Bessi Bjamason (Baddi), Jó- hann Sigurðarson, Guðlaug María Bjamadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Amar Jónsson og Ámi Tryggvason. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR ( Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Skrlfstofa AL-ANON, aöstandenda alkohól- ista, Traöarkotssundi 6. Opin kl. 10.00-12.00 alla laugardaga, slmi 19282. AA-samtökin. Eigir þú viö áfengisvandamál aö strfða, þá er slmi samtakanna 16373, milli kl. 17.00-20.00 daglega. IIHIIIIIIIIIIIIIIII KVIKMYNDIR iillllllllllllllll1' -.Illlllllllli::. -.. .I.. stjörnugt&f * * * lj||||| Stjörnubíó: Punchline HLÁTUR0C GRÁTUR Stólpagrín og drama er nú ekki ýkja algeng blanda en í myndinni Punchline eða Hlátrarsköll er það nú einmitt reyndin. Tveir grínistar sem eiga sér þann draum stærstan að verða frægir, en búa við ólíkar aðstæður er valda þeim ólíkum erfiðleikum. Myndin segir frá fyrrnefndum grínistum sem troða upp ásamt fleirum á veitingahúsinu Bensín- stöðinni á kvöldin og samkeppnin er gífurlega hörð því allir eru þeir að reyna að koma sér á framfæri. Bestur þeirra er Steven Gold.sem leikinn er af Tom Hanks. Steven á í hinu versta sálarstríði, fallisti úr læknaskóla og getur vart beðið lengur eftir að frægðarsól hans rísi. Á Bensínstöðinni starfar einnig annar grínisti, ekki mjög hátt skrifaður. Lylah Krytsick, gift þriggja barna móðir og á hún við annars konar erfiðleika að etja, þar sem hún getur ekki stundað þetta draumastarf vegna anna á heimilinu. Leiðir þeirra tveggja liggja saman, eftir að Steven Gold hefur brotnað saman i einu atriða sinna og kemur þá Lylah til hjálpar. Virðast kynni þeirra geta orðið báðum til góðs, Steven kenn- ir frú Krytsick lykilatriðin á sviðinu og Lylah veitir Steven einhverja sálarró með návist sinni.sem auð- vitað endar með því að hann fellir hug til hennar. Eins og áður sagði er myndin blanda af gríni og drama sem er ekki ýkja algengt. Sem grínmynd er hún virkilega góð, en að mínum dómi dettur hún dálítið niður í hinum alvarlegri atriðum, þegar erfiðleikar þeirra beggja ná há- marki, og verður dálítið langdregin og þreytt. En leikararnir ná að rífa hana upp í lokin með frábæru lokaatriði. Aðalleikarnir Sally Field og Tom Hanks standa vel fyrir sínu og rúmlega það og eiga þau hrós skilið fyrir frammistöðu sína í myndinni og þá sérstaklega Tom Hanks. í heildina séð er myndin hin ágætasta skemmtun, full af góðu gríni, eitthvað af alvöru, og fyrir hláturunnendur er myndin meiri- háttar sending. Hláturinn lengir lífið og ég skelli þremur stjörnum á ræmuna. Pétur Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.