Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 13. maí 1989 Merki úm rekstrarbata á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hjá Sambandinu: Bréf Ólafs veldur óróa viðskiptaaðila erlendis Rekstur Sambands ísl. samvinnufélaga hefur gengið mikið betur fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra svo munar allt að 50% í einstöku deild, samkvæmt heimildum Tímans. Þetta er mikil breyting frá þeim harmagráti, sem uppi var um rekstrarstöðu Sambandsins fyrir ári, og rekstrarstöðu margra kaupfélaga, eins og hún hefur verið að birtast í fréttum að undanförnu. Hins vcgar cr langt frá (iví að Sambandið sé laust úr þcim fjár- hagslegu erfiðleikum, sem hafa hrjáð það. Enn er staða þess viðkvæm, þótt lauslegt yfirlit yfir apríl sýni enn batnandi stöðu. Af þeim tölum scm fyrir liggja frá fyrstu þremur mánuðum ársins er ljóst, að hcildarveltan hefur aukist um 22% miðað við sama tíma í fyrra. Talið að óróa linnti Þrátt fyrir þessar góðu bátahorf- ur er enn umtalsvert tap t.d. á Verslunardeildinni. Skipadeildin tapaði 30 milljónum króna og hefur tapið þar dregist saman um 50%. Á sama tíma er talið aö Eimskipa- félagið hafi tapað um 100 milljón- um króna. Skinnadeildin cr enn í mínus, þótt hann hafi minnkað. Pannig sýna þessar upplýsingar, að þótt enn sé um tap að ræða fer það mjög minnkandi. Með batnandi stöðu var búist við því að linna tæki þeim óróa, sem verið hefur um yfirstjórn Sam- bandsins frá því Guðjón B. Ólafs- son tók þar við forstjórastarfi. Var þá m.a. deilt um hvort breyta ætti deildum Sambandsins í hlutafélög, sem Ijóst var að viðskiptabankar voru ekki sáttir við. Engu að síður hélt ákveðinn hópur innan sam- bandsstjórnar fast við þá hugmynd. En það tókst að sveigja framhjá því skeri. Var almennt álitið, bæði hjá viðskiptabönkum og öðrum, að eftir það tækju veður að lægja innan sambandsstjórnar. Síðan gerðist það, að formaður sambandsstjórnar, Ólafur Sverris- son, fyrrum kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, sem tók við for- mennskunni af Val Arnþórssyni, bankastjóra Landsbankans, skrif- aði Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra bréf, þar sem forstjórinn var kraf- inn svara við því hvað hann hygðist gera ásamt framkvæmdastjórum til að leysa rekstrarerfiðleika fyrir- Ólafur Sverrisson, stjórnarformaö- ur Sambandsins. tækisins. Bréf þetta þótti nokkrum tíðindum sæta, enda óvenju form- lcg fyrirspurn í hópi manna, sem hittast á fundum með ákveðnu millibili. Skrifleg svör komin Ólafur Sverrisson skýrir síðan Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins. frá því í DV í gærmorgun, að honum hefðu borist svörin þá um morguninn. Ekki er annars að vænta en svörin hafi verið upplýs- andi um hag og stöðu Sambands- ins. Par hefur m.a. komið fram að rekstur Sambandsins hefði nú tekið nokkrum stakkaskiptum og gengi skaplegar en áður. Þau svör hefði verið auðvelt að fá á stjórnarfundi. Sú umræða sem bréf stjórnarfor- manns hefur fengið í fjölmiðlum hefur nú dregið þann dilk á eftir sér, að nokkrir helstu viðskiptaað- ilar Sambandsins erlendis. hafa kvatt Guðjón B. Ólafsson á sinn fund til viðræðna um stöðu Sam- bandsins, og mun forstjórinn fara utan næsta miðvikudag til að sinna þessu kalli. Guðjón mun hafa farið til þessara banka þegar mestur óróleiki var í stjórn Sambandsins eftir að hann tók við störfum sem forstjóri og skýrt þar mál á full- nægjandi hátt. Samkvæmt heimild- um Tímans vilja fyrrgreindir við- skiptaaðilar fá forstjórann aftur á sinn fund vegna þess að þeir vilja fá skýringu á þeim nýja óróa innan Sambandsins, sem þeir telja bréf stjórnarformannsins til vitnis um. Vonandi er að batinn innan Sam- bandsins verði viðvarandi og sá dagur komi von bráðar að tap- rekstri linni. Þess er líka óskandi, að framvegis geti stjórnarmenn Sambandsins rætt mál stofnunar- innar án mikilla bréfaskrifta inn- byrðis, sem þjónar þeim tilgangi einum að varpa efasemdum á það endurreisnarstarf sem unnið er þessa mánuðina og vikurnar innan Sambands ísl. samvinnufélaga. -IGÞ Vilhjálmur Árnason gerir grein fyrir háum greiðslum frá Islenskum aðalverktökum: Samsettar greiðslur Vegna frétta á Stöð tvö og víðar hefur Vilhjálmur Árnason sent fjölmiðlum nokkuð tæmandi yfirlit yfir tekjur sínar á síðasta ári, sem honum bárust frá íslenskum aðalverktökum hf. Launatölurnar sem nefndar hafa verið eru 8,7-8,9 milljónir króna. Þessar greiðslur eru samsettar úr nokkrum þáttum að sögn Vilhjálms, en þar er um að ræða eftirlaun eftir rúmlega þrjátíu ára setu í stjórn fyrirtækisins, laun fyrir lögfræðistörf sem innheimt eru fyrir Lögfræðistofuna Höfðabakka 9 og störf hans umfram hefðbundin stjórnarstörf. Það er því ckki rétt að sögn Vilhjálms að hér sé um að ræða laun sem runnið hafi í hans eigin vasa og er þessi heildartala því ekki í sam- ræmi við skattaframtal hans. „Það getur komið að því að ég láti frá mér fara ljósrit af skattaframtali mínu, ef menn verða ekki ánægðir með þessi svör. Ég gæti þá líka látið í té upplýsingar um verðmæti fasteignar minnar, en það er ekki víst að það yrði nóg. Menn halda að ég hljóti að vera mikill hermangari sem makað hafi krókinn ríkulega öll þessi ár,“ sagði Vilhjálmur. Árið 1984, þegar Vilhjálmur varð 67 ára að aldri, hætti hann stjórnar- störfum hjá íslenskum aðalverktök- um. Þá hafði hann setið þar í stjórn í þrjá áratugi og þar af í 13 ár sem stjórnarformaður. Vill Vilhjálntur taka það frarn að stjórnarfor- mennska í þessu fyrirtæki krefst fullrar vinnu og segir hann þá vinnu hafa aukist á síðasta ráðningartíma- bili sínu. Á síðastliðnu ári tók Vil- hjálmur síðan aftur við störfum stjórnarformanns um eins árs skeið. Sktpað er í stöðuna eftir pólitísk- um leiðum og þar sem Vilhjálmur lætur af þessu starfi sínu í þessum mánuði, verður nýr maður tilnefnd- ur af utanríkisráðherra og verður það að öllum líkindum þekktur al- þýðuflokksmaður, sem tekur að sér fulltrúastöðu ríkisins í stjórninni. í tengslum við þá ráðningu er einnig fyrirhugað að fjölga fulltrúum ríkis- ins úr einum í tvo. Samkvæmt skriflegum samning- um sem Vilhjálmur hefur nú sent ljósrit af, skiptast 8,9 milljónir þann- ig í stórum dráttum. Eftirlauna- greiðslur á tímabilinu I. maí 1988 til 1. maí 1989 námu 2.821.071 krónum. Fyrir allt árið í fyrra fékk Vilhjálmur í eftirlaunagreiðslur kr. 2.270.263. Segir hann að hækkun milli þessara tímabila stafi af verð- bótaáhrifum og nemur sú upphæð 550.808 krónum. Upphæðir þessar eru fengnar samkvæmt samningum sem stjórnin gerði við Vilhjálm árið 1978. Samkvæmt bréfi sem utanrík- isráðherra sendir stjórninni 28. des- ember 1977, telur hann ekki rétt að utanríkisráðuneytið hlutist á einn eða annan hátt til um þessa launa- samninga, þar sem ríkið eigi aðeins 25% í Islenskum aðalverktökum. Þann 24. janúar 1984 var gerður sérstakur samningur um lögfræði- lega þjónustu. Samkvæmt þessum samningi tekur Vilhjálmur að sér alla lögfræðilega vinnu fyrir fslenska aðalverktaka og fékk á síðastliðnum 12mánuðumgreiddar922.631 krónu fyrir lögmannsstörf. Þegar Vilhjálmur tekur að sér stjórnarstörf fyrir ári, er gerður launasamningur milli hans og stjórn- arinnar. Þar er samþykkt að Vil- hjálmur haldi eftirlaunagreiðslum sínum hjá fyrirtækinu að fullu. Auk þess fái hann greitt fyrir störf sín samkvæmt reikningi sem byggi á taxta Lögmannafélags íslands, auk greiðslu fyrir kostnað og risnu sam- kvæmt sérstökum reikningi. Sam- kvæmt þessum samningi námu greiðslur til Lögfræðistofunnar Höfðabakka 9, krónum 4.970.906, á umræddu tímabili, að aprílmánuði sl. undanskildum. Eru þá allir kostn- aðarliðir innifaldir, en hann ncmur rúmlega einni milljón króna. Vildi Vilhjálmur undirstrika að þessar greiðslur kæmu ekki í sinn vasa óskiptar þar sem hann eigi aðeins um fjórðung af Lögfræðistofunni. Aflakóngur enn Þórunn Sveinsdóttir VE er afla- eftir páska. „Við höfum aldrei lent hæst á vertíðinni sem nú er að fsvona, í þetta langan tíma. Þaðer ljúka. Síðdegis í gær var báturinn húið að vera bullandi fiskur í á stími í land með um 27 tonn og átti það að verða síðasti túrinn á þessari vertíð. Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni hefur orðið aflakóngur ellefu sinnum, frá árinu 1973. Heildarafli Þórunnar á ver- tíðinni, eftir túrinn f gær, er um 1914 tonn. Þegar Tíminn hafði samband við Þórunni í gær, voru þeir á leið í land og sagði Viðar Sigurjónsson 2. stýrimaður og sonur skipstjórans Sigurjóns Óskarssonar sem var í koju, að óhætt væri að segja að veiðarnar hefðu gengið ágætlega undanfarið. „Við vorum að taka upp núna og erum á leið í land. Þá er ekkert annað eftir en að þrífa og hætta þessu,“ sagði Viðar. Að- spurður hvort þeir ætluðu ekki að freista þess að fara yfir 2000 tonna markið, sagði Viðar að kvótinn væri búinn og þeir væru ekkert að streða við það. Nú í vikunni hefur Þórunn komið að landi með 30 tonn, 22 tonn og nú 27 tonn. Aðspurður sagði Viðar að karl- inn, eins og hann kallaði föður sinn, væri líklega búinn að slá öll eigin met og allt annað sem hægt væri að slá. Að sögn Viðars hefur Sigurjón Óskarsson orðið afla- kóngur 10 sinnum áður frá árinu 1973 og þetta því í 11. skiptið. Viðar hefur verið með Sigurjóni á vertíð frá sumrinu 1983 og sagði hann að þessi vertíð hefði verið þannig frábrugðin öðrum að langt um meiri fiskur væri, sérstaklega mánuð,“ sagði Viðar. Hann sagði að þeir hefðu aðal- lega verið að veiðum á suðvestur- horninu á Kötlugrunni, út af Port- landi eftir páska og einnig inn í Bugt og vestan við Eyjar, þá í ufsa fyrir páska. „Karlinn er bara sniðugur í þessu. Hann er lunkinn, ég held að það sé aðallega það,“ sagði Viðar aðspurður hverju þeir þökkuðu fisksælnina. „Hann finnur þetta einhvern veginn á sér, og kallar síðan bara út með dótið og það er alltaf fiskur, eða svo til,“ sagði Viðar. Aðspurður hvort hinir bát- arnir eltu þá ekki bara, sagði Viðar að þeir nenni ekkert að standa í því. „Það skiptir engu máli þó svo þeir séu við hliðina á okkur, þeir fá þá bara ekkert," sagði Viðar. Hann sagði að mannskapurinn væri í bullandi formi og þegar búið væri að þvo bátinn fengju þeir sé kannski kaffi, kók og Prins póló. Þá væri stefnan tekin á Reykjavík um aðra helgi til að slútta og kíkja á Elsu og fleira. Viðar sagði að þeir hefðu ekki haft mikið upp úr vertíðinni miðað við vinnuna. „Þetta er alveg botn- laus vinna á meðan fiskiríið er mikið. Það liggur við að maður vinni allan sólarhringinn, kannski rétt sofið í fjóra til sex tíma á sólarhring. Maðurerþreytturmeð- an mesta törnin stendur yfir, en lætur sig hafa það,“ sagði Viðar. -ABÓ ST0RUTS0LUMARKAÐUR Stórkostlegt vöruúrval! JL-húsinu, Hringbraut 119-121. Sími 11981. Opið frá 12-18.30. Laugardaga frá 10-16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.