Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 4
Deilt um hvort Kjarvalsstaóir þjóni tilgangi sínum: 4 Tíminn. ^ygar^^gur, 1^-piaíJ989 „Utnýsa Kjarval vegna ómerkilegra sýninga“ Uppi hafa verið raddir sem segja Kjarvalsstaði ekki standa undir nafni þar sem verk Kjarvals eru næsta sjaldséðir gestir í sýningarsölunum. Nú er verið að athuga möguleika á viðbyggingu tengdri Kjarvalsstöðum með undirgangi. Jóhannes Kjarval. Úlfar Þormóðsson segir viðbygginguna óþarfa ef ekki kæmi til samviskubit vegna þess að upphaflega ætlunarhlutverkið hefði þegar verið brotið. „Upphaflega var húsið byggt sem Kjarvalsstaðir og í öðrum stóru salanna áttu ávallt að vera uppi hangandi verk eftir Kjarval og af og til sýningar á fleiri af málverkum hans. Nú stendur til að úthýsa honum endanlega með þeim hætti að byggja einhverskon- ar Kjarvalsrannsóknarstofu neð- anjarðar en þá verður ekkert orðið eftir af málaranum í húsinu sjálfu. Húsið er ætlað til að sýna verk Kjarvals en ekki hefur verið staðið við þau fyrirheit," sagði Úlfar Þormóðsson í Gallerí Borg í sam- tali við Tímann. Hann sagði við- bygginguna vera óþarfa ef ekki kæmi til að samviskubit vegna þess að upphaflega ætlunarverkið hefur þegar verið brotið. „Hvað varðar aðrar sýningar sem settar eru upp í húsinu mætti alveg sleppa helmingnum af þeim. Margar þeirra eru svo ómerkilegar að þær eru húsinu og aðstandend- um þess til skammar. Við eigum margt ágætra listamanna en það er ekki þar með sagt að þeir og aðrir eigi að vera að sýna allt sem þeir eru að gera. Það væri til bóta fyrir íslenskt menningarlíf ef sýningum fækkaði. Þegar fólk kemur aftur og aftur á listsýningar og verður fyrir vonbrigðum í hvert skipti, hættir það smám saman að koma,“ sagði Úlfar. Sýningarhúsnæðið yrði að meg- inhluta neðanjarðar og ýmsum munum Kjarvals komið fyrir í ganginum milli bygginganna. „Það er almennt mjög lítið til af sýning- arhúsnæði í Reykjavík. Tiltölulega fljótt kom því í Ijós að eftirspurn listamanna eftir húsnæðinu var mjög mikil. Við þessu þurfti að bregðast og var sú ákvörðun tekin að fastar Kjarvalssýningar yrðu aðeins ákveðinn tíma ársins. Það þurfti einfaldlega að velja á milli þess að geta haldið fleiri sýningar og gefið fleiri listamönnum tæki- færi eða vera með Kjarval allan ársins hring,“ sagði Eiríkur Þor- láksson aðstoðarforstöðumaður Kjarvalsstaða í samtali við Tímann. Hann sagði viðbygginguna vera einföldustu lausnina til að hægt væri að hafa verk Kjarvals til sýnis allt árið. „Þarna er nákvæmlega vitað yfir hvað við erum að byggja og hægt að hanna húsnæðið með það í huga.“ Við byggingu Kjarvalsstaða var markmiðið að húsnæðið gæti hýst fleiri myndlistasýningar og aðra listviðburði og eru því salirnir það sem kalla má almennir sýningarsal- ir. Með viðbyggingunni sagði Ei- ríkur að komið gæti endanlegur sýningasalur fyrir málverk Kjarvals og ekki væri hætta á að óskir bærust þess efnis að aðstaðan yrði notuð undir annað. „En það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þessu efni. Við höfum verið í mikilli samvinnu við Menningarmálanefnd, bygg- ingardeild Reykjavíkurborgar og fleiri sem hafa fylgst með verkum Kjarvals og þekkja vel til þeirra. Guðmundur Jónsson arkitekt, sá sami og teiknaði tónlistarhúsið, hefur unnið teikningar vegna þessa. Næsta skref er síðan að leggja þessar teikningar fyrir borg- arkerfið sem kemur til með að taka ákvarðanir varðandi framhaldið," sagði Eiríkur. jkb Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir eðlilegt að nýta hrefnustofninn eins og aðrar auðlindir í framtíðinni: Vill veiða hrefnu á ný Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðaherra segist þeirrar skoðunar að það tjón sem hrefnuveiðimenn urðu fyrir, er þeir voru skyldaðir til að hætta hrefnuveiðum 1985, verði aldrei að fullu bætt, nema að hefnuveiðar verði teknar upp að nýju með eðlilegum hætti í framtíðinni. „Við hljótum að vinna að því að þessi auðlind sé nýtt eins og aðrar auðlindir í framtíðinni og þá eðlilegt að þeir aðilar sem þessar veiðar stunduðu njóti þar forgangs," sagði sjávarútvegsráðherra. Þetta kom fram er ráðherrann svaraði fyrirspurn frá Karvel Pálma- syni á fimmtudag. Karvel spurði m.a. hvort ekki væri ástæða til þess að athuga það sérstakiega hvort ekki væri kominn tími til að leyfa hrefnu- veiðar að nýju, í ljósi þess að hrefnustofninn hér við land væri mun stærri en nokkurn hefði órað fyrir. Matthías Bjarnason varpaði fram þcirri spurningu til sjávarútvegsráð- herra, hversu lengi stöðvun hrefnu- veiða ætti að vara. Matthías sagði að það sem skipti höfuðmáli að sínum dómi, væri að herfnustofninn um- Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra telur eðlilegt að stefna að því að skynsamleg nýting hrefnu- stofnsins verði tekin upp í framtíð- inni. hverfis landið teldi um 20.000 dýr. Það væri ekki réttlætanlegt fyrir þeim mönnum sem þessar veiðar hefðu stundað, að banna veiðar úr svo gífurlega stórum stofni. -ÁG Búist við lít- illi umferð um helgina Hvítasunnuhelgin hefur jafnan verið fyrsta stóra ferðamannahelgi sumarsins, en búast má við að svo verði ekki í ár. Ástæður þessa eru m.a. þær að ennþá er snjór víða á ' láglendi og því ekki fýsilegur kostur að leggjast í tjald, auk þess sem ástand og færð á vegum er víða bágborin. Þá má geta þess að engin skipulögð útihátíð verður um helg- ina og allir hálendisvegir eru lokaðir. Á fréttamannafundi sem Umferð- arráð efndi til í gær, kom fram að gróður væri mjög viðkvæmur og er hvatt til þess að menn sýni aðgæslu og fari ekki á ökutækjum yfir við- kvæmt land, enda er það ekki undir það búið. Þáttur vegalögreglu verð- ur með öðrum hætti þessa helgi þar sem vegir gefa ekki tilefni til mikilla ferðalaga og ennþá frost á næturnar. Að sögn lögreglu er búist við að rnesta umferðin verði í kring um skíðasvæðin, enda ákjósanlegt færi til skíðaiðkana og kemur lögreglan til með að beina athygli sinni að þeim stöðum þar sem umferðar- þunginn er mestur. Umferðarráð hvetur ökumenn til að fara varlega og hafa í huga, sem endranær að áfengi og akstur fer ekki saman. -ABÓ NISSAN VANETTE VÆNLEGUR KOSTUR Nissan Vanette er vænlegur kostur fyrir sendibílstjóra og verktaka. Ef borið er saman verðið á Nissan Vanette og öðrum sambæri- legum þá hefur Nissan Vanette vinninginn eins og á öðrum sviðum. Okkar verð: 840.000.- Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum. Sýningarbíll á staðnum. 3ja ára ábyrgð. Sýningarsalurinn v/Sævarhöfða opinn frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2, sími 67-4000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.