Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 5
Laíigardágúr IS.'ma'í 1'989 flmmn 5 Finnur Ingólfsson, gjaldkeri Framsóknarflokksins, segir ekkert óeðlilegt við niðurfellingu vaxtaskulda Nútímans hf.: Forðaði ríki frá meira tapi Finnur Ingólfsson gjaldkeri Framsóknarflokksins segir að skýrsla ríkisendurskoðunar staðfesti að niðurfelling fjármálaráðuneytisins á vöxtum og dráttarvöxtum, skulda Nútímans hf., sé ekki óeðlileg, enda séu dæmi um um 170 hliðstæð mál á undanfömum tíu árom. Þá sé rangt að blanda dagblaðinu Tímanum inn í þessa umræðu. Þegar rekstur NT hafi farið af stað, hefði blaðið keypt dagblaðið Tímann sem þá var gefið út. Það dagblað og dagblaðið Tíminn sem gefinn er út nú, séu óskyld fyrirtæki. Finnur segir það furðulegt af sjálf- stæðismönnum að gera niðurfellingu vaxta og dráttarvaxta af opinberum gjöldum NT að aðalatriði í umræðu um málefni Siglósíldar í sameinuðu þingi á fimmtudag. Það sé alveg öruggt að eitthvað af þeim 170 fyrirtækjum, sem fengið hafi svipaða eftirgjöf og NT, hafi fengið hana á meðan sjálfstæðismenn stýrðu fj ármálaráðuneytinu. Hefði Ólafur Ragnar Grímsson hafnað því að gera samning við þrotabú NT, hefði hann þar með verið að gera upp á milli fyrirtækja. Sjálfur hefði fjármálaráðherra varp- að þeirri spurningu fram í umræðun- um, hvort hann ætti að neita að ganga til samninga og láta fyrirtækið gjalda þess að Framsóknarflokkur- inn átti hlut í því. Finnur sagði að ef sú leið hefði verið farin, hefði fjármálaráðherra um leið hafnað þeim greiðslum sem þó buðust til ríkissjóðs. Þá hefði fyrirtækið verið lýst gjaldþrota og ríkissjóður tapað 13,2 milljónum, en hefði þó fengið tæpar 5 milljónir greiddar upp í skuldimar, þegar gengið var til nauðungarsamninga. Gjaldþrotið hefði lent á ríkis- bönkunum, einstaklingum sem áttu kröfur f bú NT og ýmsum fyrirtækj- um. Þrátt fyrir að Framsóknarflokk- urinn hefði einungis átt 42% í NT hf. hefði hann eftir samningana tekið á sig allar skuldir fyrirtækisins og kom- ið þannig í veg fyrir gjaldþrot. Framsóknarflokkurinn gaf út dag- blaðið Tímann til 1. mars 1984. í janúar sama ár var hlutafélagið Nú- tíminn hf. stofnað sem hafði það hlutverk að gefa út nýtt dagblað sem hlaut nafnið NT. Útgáfa þessa blaðs hófst 1. apríl 1984 og var þá rekstri Tímans hætt og hann yfirtekin af Nútímanum hf. Útgáfa NT stóð til áramótanna 1985-1986, en þá var reksturinn orðinn það erfiður að menn treystu sér ekki til að halda honum áfram. Þá var stofnað sam- eignarfélag Framsóknarflokksins og framsóknarfélaganna í Reykjavík um rekstur nýs blaðs, sem er Tíminn í dag. Finnur sagði að sér hefði fundist að ákveðins misskilnings hefði gætt í umræðum um þetta mál, þ.e.a.s. Tíminn sem gefinn var út fyrir daga NT og dagblaðið Tíminn sem gefið er út í dag, væru eitt og sama fyrirtækið. Það væri ekki rétt, um væri að ræða tvo aðila sem væru alveg aðskildir. -ÁG Guðmundur Bjarnason: Samkomulag um húsbréf var haldið Guðmundur Bjamason heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra segir þær ásakanir rangar sem fram hafa komið að ekki hafi verið farið að kröfum þingflokks framsóknar- manna, sem bókaðar eru í fundar- gerð, við framlagningu stjómar- fmmvarps um Húsnæðisstofnun ríkisins. Hann vísar einnig þeirri gagnrýni á bug að framsóknarmenn hafi eyðilagt húsbréfakerfið með skilyrðum sínum. Þau skilyrði sem sett vom af hálfu þingflokksins vom að húsbréfakerf- ið næði aðeins til eldri íbúða fyrsta árið. Að vextir húsbréfa yrðu þeir sömu og á spariskírteinum ríkissjóðs og skattaleg meðferð sú sama. Að þeir sem eru í biðröð gangi fyrir í a.m.k. sex mánuði. Að húsbréfa- deildin verði í Húsnæðisstofnun. Að tilraunin verði endurmetin að tveim- ur ámm liðnum og að kaupskylda lífeyrissjóðanna verði óbreytt, en heimilt að verja allt að 10%, eða 1,7 milljörðum, tilhúsbréfakaupa. Þetta ákv. verði endurskoðað að sex mán. liðnum. Varðandi fyrsta skilyrðið segir Guðmundur að í ákvæðum til bráða- birgða í fmmvarpinu komi skýrt fram að fyrst einu ári eftir gildistöku laganna sé heimilt að skipta á hús- bréfum og veðskuldabréfum vegna nýbygginga. í m. hð annarrargreinar frumvarpsins sé sagt fyrir um að ríkisstjómin taki ákvörðun um vexti, lánstíma og heildarfjárhæð í hverj- um flokki húsbréfa og í s. lið sömu greinar sé tekið fram að vextir og verðbætur af húsbréfum séu undan- þegin skatti á sama hátt og skulda- bréf ríkissjóðs. Þriðja atriðið er tekið fram í annarri grein ákvæða til bráðabirgða, þar sem segir að fyrstu sex mánuðina fái þeir eingöngu af- greiðslu í húsbréfadeildinni sem lagt hafa inn umsókn fyrir 15. mars 1989. í fjórða lagi komi fram í nefndaráliti með frumvarpinu að yfirstjóm hús- bréfadeildar sé tvímælalaust í hönd- um Húsnæðismálastjómar. Þá sé tekið fram í þriðju grein ákvæða til bráðabirgða með fmmvarpinu að tveimur ámm eftir gildistöku lag- anna verði gerð úttekt á framkvæmd þeirra. Sjötta og síðasta skilyrðið sem sett var af hálfu þingflokks fram- sóknarmanna var að húsbréfakaup verði ekki meiri en nemur 10% af kaupskyldu lífeyrissjóðanna, eða 1,7 milljarðar. Guðmundur Bjarnason segir það hafa komið greinilega fram við umræður um málið á þingi, bæði í sínum málflutningi og Halldórs Ásgrímssonar, að ekki verði ráðstaf- að meiru af fé Húsnæðisstofnunar en 1,7 milljörðum til kaupa á hús- bréfum. Þetta verði endurskoðað að sex mánuðum liðnum. -ÁG 18. maí Maclntosh SE/30 er öflugasta einkatölvan f heiminum, miöaö viö stærö, en hún er jafn stór aö utanmáli og Plus og SE tölvumar. Hún er meö 2 eöa 4 Mb vinnsluminni, sem er stækkanlegt f 8 Mb, auk 40 Mb harödisks og getur lesiö gögn hvort sem er af 800 K, 1,4 Mb Macintosh diskum eöa MS DOS- og OS/2 diskum. Maclntosh IICX er aö utanmáli minnsta tölvan (Macintosh II fjölskyldunni, en hún býöur upp á mikla og hraöa reiknigetu. Hún er meö 2 eöa 4 Mb vinnsluminni, sem er stækkanlegt (8 Mb og er aö auki meö 40 eöa 80 Mb harödiski og getur lesiö gögn hvort sem er af 800 K, 1,4 Mb Macintosh diskum eöa MS DOS- og OS/2 diskum. ...eru síðustu forvöð að panta Macintosh tölvur í 2. hluta ríkissamningsins! Nýr samningur á milli Radióbúðarinar, Apple og Innkaupastofnunar rikisins, var undirrritaður nú í vor um sérstakl afsláttarverð til hinna ýmsu aðila, sem tengjast opinbemm rekstrl Hann gerir starfsmönnum rikisfýrirtaskja, sveitarfélaga og stofnana, kennumm, stúdentum og fleimm, kleift að kaupa Macintosh tölvur og tölvuvömr með yfir 35% afslætli. Ástaeðan fyrir endumýjun jressa samnings, er einkum sú hversu vel tókst til á síðasta ári, en pá vom keyptar yfir 1.300 tölvur, auk jaðartækja og hugbúnaðar. Áætlaður spamaður ríkisins og þeirra aðila sem höfðu aðild að samningnum er um 170 milljönir króna. Lokadagar næstu pantana er 15. september og 15. nóvember 1989. Pantanir berist lil Kára Halldórssonar, hjá Innkaupastofnun rikisins, Borgartúni 7. Sími: 26844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.