Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 13. maí 1989 Svavar Gestsson, menntamálaráðherra segir verkfall BHMR vera erfitt mál fyrir Alþýðubandalagið, þar sem ráðherrar flokksins eiga í hörðum deilum við fjölmarga flokksfélaga í forystu- og ábyrgðarstöðum: „Eg hef áhyggjur í yfirstandandi kjaradeilu BHMR við ríkið hefur mikið mætt á Svavari Gestssyni menntamálaráðherra sem yfirmanni skólamála í landinu. í helgarviðtalinu ræðir hann um stöðu Alþýðubandaiagsins vegna kjaradeilunnar, skólastarfið og hvaða augum hann persónulega lítur á gang þessara mála. - Nú er Alþýðubandalagið sem stjómarflokkur í þeirri aðstöðu að eiga í kröftugum deilum við þann hóp háskólamenntaðra manna sem hingað til hafa verið taldir til dyggustu stuðn- ingsmanna flokksins. Hvaða áhrif telur þú að þetta geti haft á stöðu flokksins? „Ég held að þegar upp verður staðið muni þessi deila í sjálfu sér ekki spilla fyrir Alþýðubandalaginu, ef allir geta gengið frá deilunni með fullri reisn. í þessari deilu hef ég lagt mjög mikla áherslu á að þannig verði haldið um hlutina að ekki komi til greina að höggva á þennan hnút með lagasetn- ingu. Vegna þess m.a. að ég tel verk- fallsréttinn vera grundvallarmannrétt- indi. - Menn geti neitað að selja vinnu sína ef þeir em óánægðir með verðið sem þeir fá fyrir hana. Líka vegna þess að ef reynt verður að beita lögum getur það haft þau áhrif að skólinn, til dæmis, yrði ennþá verr á sig kominn á eftir en hann hefur nokkurn tíma áður verið. Auðvitað hef ég áhyggjur af flokkn- um í þessu efni en vona að þeir hnútar, sem kunna að hafa orðið til við þessa deilu, leysist.“ - Telur þú ekki líklegt að þeir háskólamenn sem hér um ræðir hrekist úr flokknum, sem þeim að óvörum, kannski, hefur ekki sýnt þeim fullan stuðning í kjaradeilunni? „Ég er sannfærður um að þeir átta sig alveg á þeirri stöðu sem ríkisstjómin er í. Þeir hafa hinsvegar sett fram ýmis jákvæð og skynsamleg rök fyrir sinni afstöðu, þó að auðvitað megi segja ýmislegt um þau í gagnrýnisátt. Ég tel að menn þurfi kannski að horfa betur í kringum sig á það hvemig veruleikinn er. Það er búið að gera samninga við nærri alla aðila vinnumarkaðarins um tiltekin atriði og það er í raun og veru ekki hægt að ganga mikið lengra hvað einstaka hópa varðar en þegar hefur verið gert. Spurningin er svo auðvitað sú hvernig menn taka á samningnum til langs tíma. Þar verða menn auðvitað lfka að horfast í augu við tiltekinn veruleika. Það hefur ekki reynst unnt ennþá að ná þeirri niðurstöðu sem ásættanleg er í stöðunni.“ - En hefur þessi óbilgirni HÍK ekki komið ykkur á óvart, bjuggust stjórnar- liðar Alþýðubandalagsins ekki við meiri skilningi af þeirra hálfu? „Ég vil nú ekki tala um óbilgirni í sjálfu sér. En ég hefði auðvitað vænst þess að það hefði verið hægt að leysa deiluna miklu fyrr. Ég hef gert margar tilraunir til að koma af stað viðræðum á þessum fimm vikum sem deilan hefur staðið. Þær hafa í raun og veru allar mistekist þó menn hafi haft góð orð í byrjun. Þetta hefur alltaf endað með því að menn hafa tekið upp upphaflegu . kröfurnar. Mér hefur fundist að menn væru ekki tilbúnir til að átta sig á því að kjaradeilu verður að ljúka. Það má líkja þessu við flugferð, henni verður að ljúka með lendingu. Mér fínnst að menn hafi ekki verið tilbúnir að átta sig á því hvernig þeir ætla að lenda eða hvar. Menn eru svona rétt búnir að setja á sig öryggisbeltið en eru ekki farnir að lækka flugið. - Hvernig er andinn innan Alþýðu- bandalagsins vegna þessa máls? „Þetta er erfitt mál fyrir flokkinn vegna þess að hér er um ræða mjög marga góða félaga okkar. Marga sem hafa staðið í forystu og ábyrgðarstöð- um fyrir Alþýðubandalagið víðsvegar um landið. Þannig að þetta er engan veginn sársaukalaust, það er langt frá því.“ - Hvað með hótanir um úrsagnir? „Auðvitað heyrast slíkar raddir, menn verða oft reiðir í svona stimping- um. Það er nú eðlilegt, en reiðin er slæmur ráðgjafi sérstaklega í svona deilum. Menn verða auðvitað að sætta sig við það að þó ekki náist lausn á þessum punkti þá verða menn bara að finna einhvern annan. Þannig gengur það koll af kolli.“ - Ert þú sammála þeim aðferðum sem fjármálaráðherra hefur kosið að beita í kjaradeilunum? „Ég tel að um síðustu helgi hafi fjármálaráðherra lagt verulega mikla vinnu í það að ná samningum og ég veit að hann taldi sig vera að ganga frá samningi. Það urðu honum, og mér reyndar líka mikil vonbrigði þegar það kom í ljós að einhverra hluta vegna taldi BHMR sig ekki vera að ganga frá samningi, heldur vera að hjálpa til við að búa til tilboð fjármálaráðherra til BHMR. Ég er auðvitað sammála þessari málsmeðferð af hálfu fjármálaráðherra og lagði á það mjög mikla áherslu að það yrði reynt að fara í hlutina með svipuðum hætti og hann gerði. Þannig að vonbrigði mín urðu mjög mikil þegar slitnaði upp úr viðræðunum. I framhaldi af þessu höfum við farið í að reyna að ræða þessa hluti sérstak- lega að því er skólana varðar. Núna um helgina mun ég greina frá því í einstök- um atriðum varðandi það hvernig við getum hugsað okkur að tekið verði á skólastarfi eða kannski frekar starfs- leysi í skólum með tilliti til vinnustöðv- unarinnar. í þessari vinnudeilu ber ég auðvitað fyrst og fremst ábyrgð á skólakerfinu, á menntastefnunni og mínar áherslur eru þar. Ég harma auðvitað ef þessi deila verður til þess að veikja það starf sem við höfum verið að vinna í mennta- málaráðuneytinu á undanförnum mán- uðum. - Veikja það í þeim skilningi menn fái minni trú á því sem við höfum verið að gera heldur en þeir ella hefðu haft. Það breytir þó ekki því að við munum leggja af stað strax og deilunni er lokið til þess að reyna að rétta skipið við og halda okkar siglingu ótrauð áfram. Ég tel að í kjaradeilum af þessu tagi eigi menn ekki bara að horfa á hinar efnahagslegu kringumstæður. Ég tel að menn eigi líka að horfa á menntunina, á skólana, á nemendurna og framtíðar- þróun menntakerfisins. Þessvegna hef ég lagt á það áherslu, einnig hefur það komið fram í þeim tilboðum sem fjármálaráðherra hefur gert BHMR og Kennarasambandi íslands, að það séu dregin inn í þessa mynd skólaþróunar- verkefni sem unnt er að vinna að á nokkurra ára bili. Ég hefði auðvitað helst kosið, að það hefði verið gerður sameiginlegur samn- ingur við bæði kennarasamtökin. Þann- ig að það hefði verið unnt að taka kjör kennara og skólaþróunina nokkuð samhliða, vegna þess að kjör kennara og það að þeir gangi glaðir til sinna verka er auðvitað undirstaðan undir jákvæða skólaþróun til lengri tíma litið. Svo verða menn auðvitað að muna eftir því að þó að við séum búnir að vera í ríkisstjóm í sjö eða átta mánuði þá náttúrlega getum við ekki leyst alla hluti á þeim tíma. Við getum ekki breytt samfélaginu þannig á örfáum mánuðum, eftir þá stjómarhætti sem hér hafa verið á undanförnum árum, að við treystum okkur við núverandi að- stæður til þess að koma til móts við samtök kennara eða opinberra starfs- manna í einstökum atriðum. Við höf- um sagt sem svo: Ef það tekst að byggja hér upp efnahagslegan stöðugleika. Éf það tekst að halda þannig á málum að við lyftum okkur upp úr öldudal minnk- andi hagvaxtar, þá á að vera hægt að lyfta þessum kjömm á nýjan leik upp í það sem þau eiga og þurfa að vera og knýja fram breytta tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. í sambandi við yfirstandandi deilu koma að mönnum margvíslegar vanga- veltur varðandi stöðu kennaranna og verkföll yfirleitt. Þetta er geysilega flókið mál og verkfallsrétturinn er ber- sýnilega mjög vandmeðfarinn fyrir kennara. Verkfall þeirra eins og öll önnur verkföll bitna á einhverjum. Hinsvegar bitnar þetta verkfall á nem- endum sérstaklega og það er út af fyrir sig fylgifiskur stéttaþjóðfélagsins að slíkt gerist af og til. Én þegar þetta er farið að telja á annan mánuð á erfiðasta tíma skólans, þá er málið orðið mjög alvarlegt.“ - Er þá skortur á ábyrgðartilfinningu hjá kennurum? Nú vildi HÍK ekki ræða ráðstafanir vegna skólaslita fyrr en búið væri að semja. „Hvorki fulltrúar KÍ eða HÍK hafa verið tilbúnir að ræða þessi mál fyrr en búið væri að semja og ég tel að það sé mjög alvarlegur hlutur. Mér þykir það mjög miður að þeir skuli ekki fást í slíkar viðræður og sjái ekki kosti slíkra viðræðna hvað sem kjaradeilunni líður. Við eigum þetta sameiginlegt þrátt fyrir allt, þ.e. skólinn, ráðuneytið og samtök kennara. Það er útilokað að segja að það sé skortur á ábyrgðartilfínningu hjá ein- stökum kennurum gagnvart sínum nemendum. Þeir hafa auðvitað sýnt það á undanförnum árum að kennarar eru með mjög ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart nemendunum. Ég þekki marga kennara persónulega og veit að mörgum þeirra líður afar illa jfiir þessu ástandi í skólanum. Þeim finnst afar óþægilegt að vera settir í þá stöðu að vera taldir bera ábyrgð á því að mikil- vægum kafla í lífi þessa unga fólks er nærri kastað fyrir róða. Þannig að ég tel að ekki sé hægt að tala um skort á ábyrgðartilfinningu, það er ekki sanngjarnt. Hitt er alveg ljóst að fólk í BHMR verður að fara að ljúka deil- unni, það verður að finna lendingarvöll til að koma sér niður á. Þetta gengur ekki stundinni lengur. Þessi kjaradeila er sú alversta sem ég hef orðið vitni að. Deiluaðilum hefur hreinlega ekki auðnast að tala sama tungumálið. Þessi deila er löngu gengin út yfir allan þjófabálk og það er alveg ljóst að ég hef gengið svo langt í að sýna þessu þolinmæði að það er líka orðið með þeim hætti að það má gagnrýna. Ég er ekki undrandi á því að nemendur og foreldrar séu svekktir og pirraðir á þessari stöðu.“ - Hvaða skýringar eru þá á því að fólk getur ekki komið saman og talað sama tungumál, eins og þú orðar það? „Þær eru nú mjög margar. Ein skýringin er sú að fólk innan BHMR er orðið afskaplega þreytt á því hvernig menntun þess og hæfni er metin á sama tíma og einkamarkaðurinn hefur getað vaðið upp með kjör fólks með svipaða menntun. Þannig er um að ræða von- brigði og óánægju sem hafa verið að hlaðast upp í mörg ár. Önnur skýring er sú að menn eiga misjafnlega auðvelt með að sætta sig við það að þeir komast að tilteknum mörkum og ekki lengra. Það er alveg ljóst að BHMR er fyrir löngu komið að þessum mörkum. Það hefur legið fyrir mjög lengi hvað rikisstjómin getur gengið langt í þessum málum. Það er ekki af neinum illvilja okkar í garð BHMR. Þetta er einungis sá efnahags- legi veruleiki sem við stöndum frammi fyrir, það tekur oft tíma að átta sig á honum en það er fyrir löngu orðið ljóst hvert við komumst í þessum efnum. Við emm kominn á enda svo að segja." - Heldurðu að kennarar almennt styðji afstöðu samninganefndar BHMR? „Ég hef auðvitað orðið var við af- skaplega mismunandi sjónarmið í þeim efnum. Á meðan stjórnin talar form- lega fyrir þessi samtök þá er það þannig. Þetta fólk hefur verið kosið til forystuverka eftir tilteknum lýðræðis- legum reglum. Ég er alveg viss um að það eru skiptar skoðanir í þessum hópi. Það kom reyndar fram að verkfallið var samþykkt með knöppum meirihluta félagsmanna HÍK á sínum tíma. Eitt af því sem mér finnst slæmt er að ekki skuli vera hægt að ræða við HÍK sérstaklega, þ.e. að þessi félög háskóla- manna séu einungis til viðræðu sem ein heild. Með þessu er ég ekki að segja að ég hafi einhvern áhuga á að kljúfa þessi samtök. Ég vildi bara sem menntamála- ráðherra frekar hafa tækifæri til að tala beint við HÍK um þau mál sem við eigum sameiginleg." - Hvað heldurðu að Alþýðubanda- lagið hefði hugsanlega kallað afstöðu af þessu tagi eins og núverandi fjár- málaráðherra hefur unnið eftir ef flokk- urinn hefði verið í stjórnarandstöðu? „Ég hef satt að segja ekki mikla trú á að við hefðum kallað þetta öðrum nöfnum. Auðvitað hefur það verið þannig að Alþýðubandalagið hefur fundið til með verkalýðshreyfingunni í heild. Ég geri ráð fyrir því að við hefðum horft á hlutina heildstætt við þær tilteknu aðstæður eins og við höfum reynt að gera. Það kann vel að vera að það sé hægt að gagnrýna einhver einstök atriði varðandi með- ferð deilunnar, framgöngu okkar, yfir- lýsingar o.s.frv. En það eru allt saman minniháttar atriði og menn verða að passa sig á því að hrynja ekki svo í viðjar persónuleikans að þeir láti geð- vonskuköst út af einhverju af þessu tagi hafa áhrif á sig og loka leiðum til að komast að þroskaðri niðurstöðu eins og viti bornar verur. Það getur meira en verið að við hefðum gagnrýnt eitt- hvað af því sem gert hefur verið með öðrum hætti við þær aðstæður að við hefðum verið í stjórnarandstöðu. En ég bendi líka á eitt, við erum ekki ein í ríkisstjórn. Að stjórninni standa ólíkir aðilar sem eiga þó margt sameiginlegt og hafa átt mjög gott samstarf um þetta mál eins og um flest mál önnur.“ Sigrún S. Hafstein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.