Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. maí 1989 Tíminn 9 í forsetastól efri deildar, Jón Helgason deildarforseti Tímamynd:Árni Bjarna greinar, sem á við vanda að stríða. Ur þeim vanda verður ekki leyst með blindri samkeppni um yfir- borðslega þjónustu og íburð, heldur hagkvæma verslunar- hætti sem þjóna almenningi og skila versluninni eðlilegum hagnaði. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Á yfirstandandi Alþingi hefur verið fjallað um gamla eilífðar- málið: verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Eftir margra ára þóf voru samþykktar nýjar lagareglur um þetta efni. Má með sanni segja að samþykkt verkaskiptingarlaganna marki tímamót á sínu sviði og lögin verði talin til minnisstæðra verka þessa þings. Það sem einkennt hefur fram- farasókn íslendinga á þessari öld er m.a. náin samvinna ríkis- sjóðs og sveitarfélaga um meiri- háttar verklegar framkvæmdir og rekstur félags-, og menning- ar- og heilbrigðisstofnana. Þessi meginstefna við að byggja upp í landinu nauðsynleg mannvirki og þjónustu til eflingar atvinnu- lífi, samgöngum, menntun, menningu og félagslegri velferð, hefur ekki verið neitt álitamál milli stjómmálaflokk- anna. Hins vegar hefur ávallt verið vandasamt að útfæra þessa meginstefnu svo að öllum líki. Málefnið er af því tagi að hægt er að hugsa sér ýmsar leiðir í framkvæmd þess. Enda hefur ekki á skort að sjónarmiðin væm margvísleg og álitamálin í umræðum um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga fleiri en svo að hægt væri að leysa úr þeim á einfaldan hátt. Þess vegna hefur það tekið mörg ár og mikla vinnu að koma sér saman um hvernig ætti að lög- festa reglur um þessa verka- og kostnaðarskiptingu. Vonandi verður það niðurstaðan að hin nýju verkaskiptingarákvæði endist eitthvað til frambúðar og verði gmndvöllur að samskipt- um ríkis og sveitarfélaga sem hægt er að byggja á og menn geti sætt sig við án annarra breytinga en talist geta skynsamlegar og réttlátar, þegar reynsla er fengin af framkvæmdinni í einstökum og afmörkuðum atriðum. Þótt ágreiningsefnum í verkaskipt- ingarmálum hafi að sjálfsögðu fækkað við hinar nýju reglur, þá hverfa þau aldrei með öllu. Lagaundirbúningur Þetta langa umræðuferli verkaskiptingarákvæðanna leið- ir athyglina að því að fjölmargt í löggjöf er þess eðlis að gera verður ráð fyrir löngum undir- búningi lagasetningar. í lýðræð- isþjóðfélagi, sem í eðli sínu er andstætt byltingum, er það gmndvallaratriði að vanda svo til löggjafar að hún sé ekki háð eilífum kollsteypum við það eitt að skipt er um ríkisstjórnir eða ráðherra. Þess má finna ýmis dæmi að íslendingum hefur tek- ist vel að undirbúa lög, þar sem ekki var tjaldað til einnar nætur. Hér verða m.a. nefnd grunn- skólalög þau sem í gildi em og hafa verið síðan 1974. Undir- búningur grunnskólalaganna var langur og þannig að þeim unnið, að þau hafa staðist langa reynslu. Vandinn hefur fyrst og fremst legið í því að framkvæma lögin en ekki umbylta þeim. Sama má segja um heilbrigðis- löggjöfina. Hún hefur staðið mikið af sér í meira en hálfan annan áratug og stendur enn undir því hlutverki að vera gmndvöllur undir góðu heil- brigðiskerfi. Heilsufari þjóðar- innar væri enginn greiði gerður með því að einhver ráðherrann færi að brjótast í því að umbylta heilbrigðiskerfínu af ein- hverri skyndingu. Galla, sem á því kynnu að finnast, er hægt að laga án þess að brjóta niður allt kerfið og þá hugsun sem á bak við það liggur. Húsnæðismál Nú er verið að takast á um húsnæðismál á Alþingi. Hefur mikið gengið á í allan vetur út af því máli. Þó er það svo að fyrir um það bil fjómm árum var ráðist í stórfelldar breytingar á húsnæðislöggjöfinni og hún undirbúin í samráði við heildar- samtök launþega, sem hljóta að láta sig húsnæðismál varða vegna umbjóðenda sinna. Vafa- laust hafa einhverjar missmíðar verið á þessum lögum. En ólík- legt er að missmíðarnar hafi verið svo miklar að það réttlæti þann boðskap núverandi félags- málaráðherra að húsnæðiskerf- inu verði að umbylta áður en tími hefur gefist til þess að framkvæma það svo, að mark- tæk reynsla sé fyrir hendi. Fram- ganga Jóhönnu Sigurðardóttur kann að hafa verið skömleg, eins og það er kallað, en ekki hyggileg að sama skapi. Yfirlýs- ingar hennar um gerbyltingu nýlega samþykktrar húsnæðis- löggjafar og kröfur hennar um að samstarfsflokkarnir í ríkis- stjóminni lytu boði hennar í því efni, gátu ekki verkað nema öfugt við tilgang sinn. Hins veg- ar tókst með samkomulagi milli stjórnarflokkanna að fella hug- myndir um húsbréfakerfi í skap- legt form, sem félagsmálaráð- herra sættir sig nú við og í ljós kemur að á vemlegan stuðning á Alþingi eins og málið er borið fram. Þegar þetta Tímabréf er ritað em horfur á því að hús- bréfakerfið verði lögfest og til- raun gerð með framkvæmd þess innan gildandi meginskipulags húsnæðismálanna. Þessum ár- angri hefði félagsmálaráðherra getað náð án þess fyrirgangs sem stofnað var til á fyrri stigum málsins. Ekki er vafamál að sala skuldabréfa á opnum markaði er um margt álitleg fjáröflunar- leið fyrir húsnæðiskerfið. Slík fjármögnunarleið er hagnýtt víða um lönd. Hins vegar væri óvarlegt við íslenskar aðstæður að treysta algerlega á slíka fjármögnunaraðferð og gera skyndilega að engu þá tekjuöfl- un sem húsnæðiskerfið býr nú við. Allt byltingartal í þessu efni er öfgafullt og óraunsætt. Eru þingmenn í flokksviðjum? Eins og að var vikið fyrr í þessum skrifum, hefur þinghald- ið í vetur gengið vel og án teljandi tafa. Ríkisstjórninni hefur tekist að haga svo sam- skiptum sínum við þing og þing- flokka að hin veika meirihluta- aðstaða hennar og annmarkar deildaskiptingar þingsins hafa ekki komið að sök. Þetta er þinginu í heild til hróss, og á stjórnarandstaðan ekki síst stór- an skerf í því hrósi. Þegar Al- þingi kom saman 10. október í haust gerði Tíminn að umtals- efni þá stöðu sem ríkisstjórnin er í gagnvart þinginu. Þar var á það bent að ríkisstjórnin gæti ekki skákað í skjóli öruggs meirihluta í þingdeildum, held- ur yrði hún að treysta áhrif sín og koma fram málum með fullu tilliti til aðstæðnanna. Fullyrða má að ríkisstjórnin hefur fylgt þessari reglu. Tíminn benti einn- ig á, að við þessar aðstæður reyndi auk þess á ábyrgðar- kennd stjórnarandstöðunnar og sjálfstæða afstöðu einstakra þingmanna. Sú von var látin í ljós að þingmál, sem ríkisstjórn- in bæri fram, hlytu málefnalega umfjöllun, en sættu ekki fyrir- framandstöðu á flokkspólitísk- um grundvelli án tillits til mál- efna. Tíminn hélt því fram að af því færi ofsögum hversu tamt þingmönnum sé að láta binda sig í flokksviðjar í öllum málum, þvert á móti mætti sýna fram á að innan Alþingis og milli and- stæðra fylkinga fer að jafnaði fram málefnaleg umræða um stjómarfrumvörp sem oftar en ekki leiðir til viðunandi niður- stöðu. Ef dæma má eftir úrslit- um þingmála á þessu þingi, þá verðskuldar Alþingi það traust, sem Tíminn lét í ljós við upphaf þingsins í haust. Þingstörfin hafa gengið vel og aldrei skorist svo í odda að ekki fyndist leið til málamiðlunar. Þetta er sú eink- unn sem yfirstandandi þing mun hljóta þegar upp er staðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.