Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 12
r«: r.» í PSPf irm ‘rt ^linr<h* r r»i« • i 24 Tíminn Laus staða Við Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar lektorsstaða í handmenntum. Staðan er veitt til tveggja ára. Megin verkefni eru hönnun, hannyrðir og saumar ásamt kennslu þessara og skyldra þátta á grunnskólastigi. Auk framhaldsmenntunar við háskóla eða sérskóla skulu umsækjendur hafa viðurkennd kennslu- réttindi eða að öðru leyti nægilegan kennslufræði- legan undirbúning. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilegar upplýsingar um nám og fyrri störf, svo og um ritsmíðar og rannsóknir eða listiðnað sem þeir hafa unnið. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. Menntamáiaráðuneytið, 11. maí 1989. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í Barónsstíg 47 1|f Sálfræðingur óskast í 50% starf, sem ætlað er að þjóna barnadeild heilsuverndarstöðvarinnar og heilsu- gæslustöðvum í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Halldór Hansen, yfirlækn- ir barnadeildar í síma 22400, alla virka daga. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, fyrirkl. 16.00, mánudaginn 22. maí n.k. Frá starfsþjálfun fatlaðra Móttaka umsókna fyrir haustönn 1989 er hafin. Umsóknarfrestur til 10. júní. Forstöðumaður veitir nánari upplýsingar og tekur á móti umsóknum í síma 29380 milli kl. 10-12, virka daga. Skriflegar umsóknir sendist: Starfsþjálfun fatlaðra Hátúni 10a, 105 Reykjavík. W Útboð Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í viðgerðir og ýmsa þætti viðgerða ásamt sílanböð- un og málun utanhúss á Félagsheimilinu Fannborg 2. Útboðsgögn eru afhent á tæknideild Fannborg 2, 3. hæð, frá og með þriðjudeginum 16. maí gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðstryggingu kr. 300.000 þarf að leggja fram með tilboðum sem opnuð verða miðvikudaginn 24. maí á tæknideild, Fannborg 2, 3. hæð, kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Bæjarverkfræðingur. Til sölu MENGELE fjölhnífavagn 24 rúmm. KRONE sjálfhleðsluvagn 24 rúmm. WILD heydreifikerfi. Sími 98-76520. Laugardagur 13. maí 1989 ARNAÐ HEILLA lllllllillllllllllllllllllllllllllllllll illlllllllllllllllllllllliuilllllllllllllllll 80 ára: Jóhann Þorvaldsson fyrrverandi skólastjóri Fyrir nokkrum árum var einu sinni sem oftar hringt frá Reykjavík í Jóhann Þorvaldsson, fyrrum skóla- stjóra á Siglufirði. Erindið var að biðja hann að skreppa suður um miðjan júní og vera þar þjóðhátíðar- daginn. Röddin úr Reykjavík kvaðst tala frá skrifstofu forseta íslands; hefði hann í hyggju að sæma skóla- stjórann gamla fálkaorðu þann dag. „Ég get alls ekki kornið," svaraði Jóhann. Þá var spurst fyrir um hvað haml- aði för þessa þegns á vit höfðingja. Jóhann Þorvaldsson kvaðst bundinn af skógræktarstörfum þær vikur er sól væri hæst á lofti yfir Norðurlandi. Með ýtni reyndi röddin úr Reykjavík að fá Jóhann til að slá störfum á frest nokkra daga kringum þjóðhátíð. En hann var ósveigjanlegur, kvað plönt- ur best komnar í jörð sem fyrst og starfslið sitt, siglfirsk börn, gera ráð fyrir vinnu í Skógræktinni einmitt um þær mundir sem málmfuglum væri úthlutað við Faxaflóa. Endaði hann ræðu sína með þessum orðum: „Ég get ekki brugðist börnunum,“ ... og fór hvergi. Þessi saga af Jóhanni, vini mínum, Þorvaldssyni og svar hans minnir á ýmsa göfugustu menn íslendinga- sagna - og lýsa mannkostum hans vel. í engu vildi hann bregðast. Lifandi börnin skiptu hann meira Davíð Sigurðsson níræður 6. maí ’89. Lítið stef í tilefni dagsins. Enn kvakar vorfugl við mel og mó á Mýrunum okkar, vestur, þarfinnur sér langþráðan frið og ró hinn ferðlúni sumargestur. Hann man eftir hlýlegri mosató, hvar munaðinn aldrei brestur. Og enn eru fjöllin fagurblá sem fyrrum í cesku þinni og gróðurilmur - ég giska á - þig glatt hafi mörgu sinni. Sá ilmur nú til þín andi frá afmceliskveðjunni minni. Lóa Þorkelsdóttir Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu: Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í tilefni af aldarafmæli Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Fimmtudaginn 18. maí n.k. kl. 17.30 Ávörp flytja Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra og Steinunn Sigurðardóttir, varaformaður Rithöfundasambands íslands, Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor flytur erindi um skáldskap Gunnars Gunnarssonar. Leiklestur úr Svartfugli: Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson, Sigurður Karlsson og Gísli Rúnar Jónsson flytja. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Arnar Jónsson les kafla úr Fjallkirkjunni. Þorsteinn Ö. Stephensen flytur Ijóð eftir Guðmund Böðvarsson. Bríet Héðinsdóttir flytur Ijóð eftir Hannes Péturs- son. Gunnar Kvaran leikur einleik á selló. Kynnir verður Kristbjörg Kjeld. Dagskráin er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Menntamálaráðuneytið 11. maí 1989. t máli en dauður málmfugl fyrir sunnan. Jóhann Þorvaldsson verður átt- ræður á þriðjudaginn kemur. í>ó er hann enn ungur, enn að störfum, enn hiklaus og traustur í baráttunni fyrir þær hugsjónir sem hann vígðist ungur. Hann er það ungur að maður blygðaðist sín fyrir að fara að rekja æviferil hans. Hann stendur enn í orrahríð lífsins miðri og lætur hvergi deigan síga. í meira en fjóra áratugi hefur hann verið ritstjóri Regins á Siglufirði. Það segir nokkuð um trúmennsku hans og þrautseigju að ekkert blað bindindishreyfingarinn- ar á íslandi hefur komið út jafnlengi og Reginn - að Æskunni einni undanskilinni. Jóhann Þorvaldsson er skýr maður og skemmtilegur eins og margur Svarfdælingurinn. Þó hygg ég að ýmsar gerðir manna um þessar mundir eigi hann erfitt með að skilja. Mig grunar til að mynda að hann botni lítið í sálarlífi þess lýðs sem telur sér sæma að raka saman fé á að selja fólki - jafnvel óvitum - efni sem breytir því í afglapa eða ófreskjur. Og enn síður mun hann skilja það fjölmiðlafólk sem vinnur „það fyrir vinskap“ ölsölulýðs að ljúga til um gífurlega aukningu áfengissölu síðustu vikurnar til að slá ryki í augu þeirra sem fátækastir eru í andanum. Þegar dimmir fyrir sjónum, þegar auðhyggja og framapot, sýndargljái og gervigleði, kokhreysti og óheil- indi virðast standa föstum fótum, þegar fjárplógslýður ryðst um fast og vill stjóma þeim sem löndum ráða - þá rennur upp ljós í svartnætt- inu við að hugsa til orða Jóhanns Þorvaldssonar: „Ég get ekki brugðist börnunum. “ Heill honum áttræðum. Megi hug- sjónir hans um fagurt mannlíf, manngildi ofar auðgildi, allsgáða þjóð rætast. „Þá mun aftur morgna.“ Ólafur Haukur Árnason Fjölskylda Jóhanns tekur á móti gestum í safnaðarheimili Langholts- kirkju í Reykjavík milli klukkan 16 og 19 afmælisdaginn. Leiguflug Útsýnisflug Flugskóli Viðskiptafólk athugið að oft er hagkvæmara að leigja vél í ferðina - innanlands eða til útlanda. 4-10 sæta vélar til reiðu. • FLUGTAK fl Gamta Flugturnlnum ' Reykjavlkurflugvelli 101 Reykjavik Simi 28122 Telex ir ice is 2337 Fax 91-888663 Möldursf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.