Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 16
-28 Tíminn L^ugarctegur 13. maí 1.989 DAGBÓK Mánudaginn 15. maf verður sextugur, Jón Guðmundsson, forstjóri Sjólastöðv- arinnar í Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans Marinella R. Haraldsdóttir taka á móti gestum í veitingahúsinu Firðinum, Strandgötu 30, föstudaginn 19. maí kl. 18-20. Dagsferðir Útivistar um hvítasunnu Hvítasunnudagur 14. maí kl. 12:30: Gönguferð á Skipaskaga (Akranesi). Gott tækifæri til að kynnast bæði gamla og nýja tímanum. Brottför með Akra- borginni kl. 12:30 og komið til baka kl. 18:00. (Verð 1000 kr.) Annar i hvítasunnu Id. 13:00: Hvera- dalir - Meitlamir. Gönguferð austan Þrengslavegar Brottför frá BSÍ, bensfn- sölu. Farmiðar við bíl (900 kr.) Frítt f. börn m. fullorðnum. Heiðmörk - Elliðaárdalur kl. 20:00 á miðvikudagskvöldið 17. maí. 2. ferð um Bláfjallaleiðina frá Bláfjöllum til Reykj- avíkur. Myndakvöld á fimmtudagskvöldið 18. maí kl. 20:00 í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Sumarleyfisferðirnar kynntar. Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi á hvítasunnu 1989 ÁrbæjarprestakaU. Hátíðarguðsþjónusta í Árbæjarkirkju hvítasunnudag kl. 11 árdegis. Þóra Einarsdóttir syngur ein- söng. Ath. breyttan messutíma. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja. Hátíðarguðsþjónusta hvíta- sunnudag kl. 14. Að messu lokinni blessar biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, nýtt safnaðarheimili Áskirkju sem síðan verður tekið í notkun. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Borgarspítalinn. Guðsþjónusta hvíta- sunnudag kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son. Breiðhol tskirkj a. Hátí ðarguðsþj ónusta hvítasunnudag kl. 11. Organisti Kristín Jónsdóttir. Þriðjudag: Bænaguðsþjón- usta kl. 18:15. Altarisganga. Sr. Gfsli Jónasson. Bústaðakirkja. Hátfðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Einsöngur Sigrfður Jónsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Félagsstarf aldraðra miðviku- dag frá kl. 13:30-17. Aðalfundur Bú- staðasóknar verður haldinn sunnudaginn 21. maf, að lokinni messu kl. 14. Sóknar- nefndin. Dómkirkjan. Hvftasunnudag: Hátfðar- messa kl. 11. Sr. Þórir Stephensen kveður söfnuðinn. Hann prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 10:30 hefst tónlistardagskrá. Dómkórinn syngur. Eyþór Amalds leikur á selló og Halla Margrét Árnadóttir syngur stólvers. Sóknamefndin. Annar hvftasunnudagur kl. 11. Prestvígsla. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son, vígir Þórhall Heimisson kandidat í guðfræði til Langholtsprestakalls í Reykjavíkurprófastsdæmi. Vígsluvottar dr. Einar Sigurbjömsson prófessor, sr. Heimir Steinsson, sr. Jónas Gfslason prófessor og sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Sr. Láms Halldórsson annast altarisþjónustu. Organleikari Þröstur Ei- rfksson. Dómkórinn syngur. Landakots- spítali. Messa kl. 13:00 annan hvíta- sunnudag. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Hafnarbúðir. Messa kl. 14 annan hvíta- sunnudag. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10:00 á hvftasunnudag. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Ríkisspítala óskareftirtilboðum í utanhússviðgerðirog -viðhald á deildum 7-10 á Kópavogshæli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 26. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Rttfl fj| Utboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans í Reykja- vfk, óskar eftir tilboðum í stfgagerð og ræktun á ýmsum stöðum f Reykjavík. Um er að ræða u.þ.b. 12.000 m2 af stfgum og 7.000 m2 af ræktun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 1. júní 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Ml Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í skrifstofuhúsgögn í heilsugæslu- stöðina Hraunbergi 6. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 31. maí 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Fella- og Hólakirkja. Hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an messutíma. Sr. Hreinn Hjartarson. Annan hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavík. Hvítasunnudag: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Síðastabama- guðsþjónusta á vorönn. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. Grensáskirkja. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag. Guðmundur Gísla- son syngur einsöng. Sr. Halldór Gröndal annast messuna. Organisti Ámi Arin- bjamarson. Kvöldmessa kl. 20:30. Ný tónlist. Þriðjudag: Biblíulestur aldraðra kl. 14. Kaffiveitingar. Fimmtudag: Sam- koma kl. 20:30. U.F.M.H. Prestamir. Hallgrímskirkja. Hvítasunnudagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Mótettukór Hallgríms- kirkju fmmflytur 96. Davíðssálm. Kór- verk eftir stjórnanda sinn, Hörð Áskels- son. Annan hvítasunnudag: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Jóhanna Möller sópran syngur í messunni. Kl. 17: Vortón- leikar Mótettukórs Hallgrfmskirkju. Stjómandi Hörður Áskelsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 14:30. LandspítaJinn. Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja. Hvftasunnudag: Hátfð- armessa kl. 11. Flutt verður Missa „Non sine quare" eftir Jóhann Caspar Kerll. Einsöngvarar: Sigríður Gröndal, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, Sigursveinn D. Magnússon, Halldór Vilhelmsson. Sembal: Violetta Smidova. Kór og Kammersveit Háteigskirkju. Annan hvítasunnudag: Messa kl. 11. Sr. Am- grímur Jónsson. Tónleikar Kammersveit- ar Háteigskirkju kl. 17. Rutt verður tónlist eftir J.S. Bach, F. Carulli og W.A. Mozart. Einleikari með Kammersveit- inni: Sfmon Ivarsson, gftar. Sembal og stjóm: Orthulf Pmnner. Hjallaprestakall í Kópavogi. Hátfðar- guðsþjónusta kl. 11 f messuheimili Hjalla- sóknar, Digranesskóla. KórHjallasóknar syngur. Organisti David Knowles. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall. Hátfðarguðsþjónusta á hvítasunnudag í Kópavogskirkju kl. 14:00. N.k. þriðjudagskvöld verður sam- vera samstarfshópsins um sorg og sorgar- viðbrögð í safnaðarheimilinu Borgum kl. 20-22. Allir velkomnir. Sr. Ámi Pálsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðarguðsþjónusta hvíta- sunnudag kl. 11. Garðar Cortes og kór Langholtskirkju flytja hátíðarsöngva sr. BjarnaÞorsteinssonar. Prestursr. Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. Annar hvíta- sunnudagur: í Dómkirkjunni kl. 11, verð- ur Þórhallur Heimisson guðfræðingur vígður til afleysingarþjónustu fyrir Sigurð Hauk Guðjónsson í ársleyfi hans. Sóknar- nefndin. Laugarnesprestakall. Laugardag: Guðs- þjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Hvítasunnudag: Hátíðarmessa kl. 11. Altarisganga. Kaffi á könnu eftir messu. Vegna viðgerðar á kirkjunni verður kirkj- an lokuð frá 16. maí. Safnaðarfólki er bent á messugjörðir í Áskirkju. Sóknar- prestur. Neskirkja. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á annan hvítasunnudag. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða. Seljakirkja. Guðsþjónusta í Seljahlíð hvítasunnudag kl. 11 árdegis. Guðsþjón- usta í kirkjunni kl. 14. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Trompetleikur Guðmundur Haf- steinsson. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11 á hvítasunnudag. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Aðalsafnaðar- fundur verður f kjallara kirkjunnar mið- vikudagskvöld 17. maí kl. 20:30. Kirkja Óháða safnaðarins. Hátfðarguðs- þjónusta hvftasunnudag kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. Prestsvígsla á 2. dag hvitasunnu Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirs- son, vígir þá Þórhall Heimisson guðfræð- ing til prestsþjónustu. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 11:00. Vígsluþeginn er ráðinn prestur í Lang- holtskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi í námsleyfi sóknarprestsins, sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar, og hefur hann þar störf 1. júlí nk. Þórhallur er fæddur 1961. Foreldrar hans eru Dóra Þórhallsdóttir og sr. Heim- ir Steinsson, sóknarprestur og þjóðgarð- svörður á Þingvöllum. Þórhallur lauk guðfræðiprófi vorið 1988. Hann hefur starfað við útideild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og sl. 3 ár annast ennfremur barnastarfið í Langholtskirkju. Kona hans er Ingileif Malmberg, guðfræðinemi og eiga þau eina dóttur. Vígsluvottar verða: Dr. Einar Sigur- björnssoon prófessor, sem lýsir vígslu, sr. Heimir Steinsson, sr. Jónas Gíslason prófessor og sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Sr. Lárus Halldórsson annast altarisþjónustu og Dómkórinn og Þröstur Eiríksson annast flutning tónlistar. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að vera viðstaddir athöfnina. (Fréttatilk. frá Biskupsstofu) Hafnarfjarðarkirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. á hvíta- sunnudag. Organisti er Helgi Bragason. Sr. Þórhildur Ólafs Víðistaðasókn. Hátíðarmessa í Víðistað- arkirkju kl. 11. Fermd verður Ásthildur Helga Bragadóttir, Suðurvangi 14. Hátíð- arguðsþjónusta Hrafnistu kl. 13:30. Kór Víðistaðarsóknar syngur. Organisti Krist- ín Jóhannesdóttir. Sóknarprestur. Fríkirkjan ■ Hafnarfirði. Guðsþjónusta kl. 11 (Ath. breyttan tíma). Sr. Þórhildur Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Smári Ólafsson. Einar Eyjólfs- son. 16. júní, þá til Galleri NEMO f Eckern- förde og loks til Rovaniemi listasafnsins í Finnlandi. Helgi Þorgils hefur haldið einkasýning- ar bæði hér heima og erlnedis, ennfremur tekið þátt í fjölda samsýninga og verk hans eru að finna í erlendum söfnum, t.d. í Rooseum safninu í Malmö, Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn og Kunshalle í Kiel í Þýskalandi. Sýningin verður opin daglega kl. 11:00- 18:00 til 21. maí. Tónleikar í Hallgrímskirkju í dag 1 dag, laugardaginn 13. maí kl. 15:00, verða Mozart-tónleikar í Hallgríms- kirkju. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við Kammersveit Reykjavíkur. Þar verða aríur, kirkjusónötur og klarinettu- kvintett, og verður leikið á upprunaleg hljóðfæri. Stjórnandi er Rut Ingólfsdótt- ir, einsöngvari Margrét Bóasdóttir sópran, einleikari á klarinettu Sigurður I. Snorrason, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Sarah Buckley lágfiðla, Gary McBretney selló, Richard Korn kontrabassi og Bjöm Steinar Sólbergsson á orgel. Vortónleikar Mótettu- kórs Hallgrímskirkju Sfðasta dagskráratriði kirkjulistahátíðar f Hallgrfmskirkju að þessu sinni era vortónleikar Mótettukórsins. Á efnisskrá þessara tónleika era Dav- íðssálmar, þrjár mótetetur frá endur- reisnartímabilinu eftir Orlando di Lasso, Hans Leo Hassler og Alessandro Scarl- atti. Tvö verk era eftir 20. aldar tónskáld, Maurice Duraflé, sem var organisti f París og Svisslendinginn Frank Martin. Þá era ný íslensk kórverk, sem öll hafa verð samin á síðustu átta árum sérstak- lega fyrir kórinn. Eitt þeirra, 96. Davíðs- sálmur eftir stjórnandann Hörð Áskels- son, verður framflutt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á hvítasunnudag. Hin verkin era eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jónas Tómas- son. VIVALDI-vortónleikar Kórs Flensborgarskóla Kór Flensborgarskóla heldur tvenna tónleika í vor og verða flutt verk eftir Antonio Vivaldi. Fyrri tónleikarnir verða í Víðistaðakirkju á annan í hvítasunnu kl. 17:00. Eftir tónleikana mun kórinn selja kaffi og meðlæti. Einsöngvarar á tónleikunum verða: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ester Helga Guðmundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Aðalsteinn Einarsson. Konsertmeist- ari er Sigurbjörn Bernharðsson. Meðal verka sem flutt verða era Gloria í D-dúr og Beatus Vir. Síðari tónleikar kórsins verða í Há- teigskirkju, þriðjudaginn 16. maf kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálma- dóttir. Kjarvalsstaðir: Sýning Helga Þorgils Friðjónssonar Laugardaginn 6. maí kl. 16:00 er opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á nýjum verk- um eftir Helga Þorgils Friðjónsson, í boði Menningarmálanefndar Reykjavíkur- borgar. Þetta er önnur boðsýning Lista- safns Reykjavfkur á þessu ári og stendur hún fram til 21. maí. Sýningin mun einnig sýnd erlendis; fyrst til Norrænu listamið- stöðvarinnar í Sveaborg, og opnuð þar Frá Félagi eldri borgara Athugið að farið verður í þriggja daga ferð um Snæfellsnes 17.-19. maí nk. Pantanir eru teknar á skrifstofu félagsins. Sími er 28812. Opið hús í Tónabæ í dag, laugardag, kl. 13:30-17:00. Kl. 14:00 er félagsvist. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist í dag, laugard. 13. maí kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Aðalfundur Þjóðfræðafélagsins Þjóðfræðafélagið heldur aðalfund laug- ardaginn 13. maí kl. 17:00 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvfsindadeildar Háskóla Islands. Venjuleg aðalfundarstörf. Helga Gunnarsdóttir flytur erindi um þjóðlagatónlist. VIKAN9.tbl.1989 Nú taka Vikulesendur þátt í að kjósa fegurðardrottningu. Allir þátttakendum- ir í fegurðarsamkeppni íslands 1989 era kynntir í blaðinu og birtar myndir af þeim á sundbolum. Auk þess er atkvæðaseðill í blaðinu, þar sem lesendur geta greitt keppendum atkvæði. Viðtal er í blaðinu við Stefán í hljóm- sveitinni Lúdó, en hljómsveitin er nýtekin aftur til starfa eftir langt hlé. Frásögn er frá New York, sem kölluð er borg skemmtunar, næturlífs - og glæpanna, en ýmislegar betri upplýsingar um borgina fylgja með í greininni. Viðtal er í Vikunni við Sigurð Hákonarson danskennara og sagt er frá fegurðarsamkeppni giftra kvenna. María Björk Sverrisdóttir er fulltrúi lslands í keppninni í ár um „Frú heimur". Sagt er frá nýjum leikritum og fleira. Matarkortin era á sínum stað, poppsfða og peysuuppskrift o.fl. Ritstjórar Vik- unnar era Þórarinn Jón Magnússon og Bryndís Kristjánsdóttir. Björn Roth 1989 á vinnustofu sinni Björn Roth sýnir í FÍM-sainum Björn Roth heldur sína fyrstu einka- sýningu hérlendis í FÍM-salnum, Garða- stræti 6, 20. maí til 6. júní nk. Bjöm er fæddur 1961 og starfar nú að myndlist hér heima og í Basel í Sviss. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga erlendis frá 1977 og hérlendis frá 1978. Auk þess hefur hann haldið eina einka- sýningu í Ziirich í Sviss. Björn sýnir olíumálverk og vatnslita- myndir í FÍM-salnum. Sýningin er opin virka daga kl. 13:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.