Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 20
AUOLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 Atjan man. binding § 7,5% SAMVINNUBANKINN PÓSTFAX ÞRDSTUR TÍMANS 685060 687691 VANIR MENN LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 Sænska fréttastofan TT birtir niðrandi fétt um vanhæfi íslendinga til forystu í EFTA: CARLSON SAGÐUR EIGA AD SANSA ÍSLENDINGA Jón B. býr sig undir að kenna sænskum mandarínum rnannasiöi Utanríkisráðherra íslands tók heldur óstinnt upp fréttir þar sem haft er eftir háttsettum ráðamönnum sænsku ríkisstjórn- arinnar, að þeir treysti íslendingum ekki til að gegna formennsku í EFTA ráðinu og leiða viðræður við Evrópu- bandalagið, einkum með eigin hagsmuni í huga. Sænski forsætisráðherrann er væntanlegur hingað til lands á mánu- daginn og mun honum samkvæmt fréttinni vera falið það hlutverk að bjóða íslendingum „af nærgætni“ aðstoð, án þess að móðga ráðamenn þjóðarinnar. „Ég bar satt að segja svo mikla virðingu fyrir hinni margrómuðu embættismannaþjónustu sænska ríkisins, að ég hélt að aldrei kæmi til þess, að mörlandar í veiðistöð þess- ari þyrftu að gefa sænskum mandar- ínum góð ráð um það hvernig þeir ættu af nærfærni og hyggindum að undirbúa opinbera heimsókn for- sætisráðherrans til annars lands,“ sagði utanríkisráðhcrra íslands Jón Baldvin Hannibalsson í samtali viö Tímann. Samkvæmt fréttaskeyti frá Svíþjóð, sem byggir á heimildum háttsettra embættismanna sænsku ríkisstjórnarinnar, háttsetts ónafn- greinds embættismanns sænska utanríkisráðuneytisins og starfs- manns upplýsingaþjónustu forsætis- ráðuneytisins; þá telja sænsk stjórn- völd „að það væri ámóta fjarstæðu- kennt að íslendingar gætu gegnt forrhcnnsku innan EFTA, og að borgin Malmö, með bara 250 þúsund íbúa, gæti sinnt hagsmunum Svía gagnvart innri markaði Evrópu- bandalagsins," eins og segir orðrétt í fréttaskeytinu. Einnig kemur frant að það er ekki pólitísk afstaða fslendinga sem veld- ur Svíunum áhyggjum. Heldursnýst málið að þeirra sögn um það „hvort litla ísland hafi tæknilega og efna- hagslega burði til að sinna hagsmun- um EFTA ríkjanna". Þá er haft eftir talsmanni sænsku ríkisstjórnarinnar að hvorki hagsmunir né efnahagsleg- ir burðir íslendinga bendi til þess að öðrum mikilvægum málum en fisk- veiði, verði fylgt eftir. Einkum mál- um sem sér í lagPsnerta hagsmuni Svía sem hlutlausrar þjóðar. Loks segir að Ingvari Carlson muni ekki veita af allri þeirri nærgætni og samningalipurð sem honum er gefin, þegar hann mun þurfa að bera upp það erindi við íslenska ráðamenn í opinnberri heimsókn hingað til lands, að Svíar séu reiðubúnir að veita íslendingum aðstoð. Þarf hann, samkvæmt heimildum starfs- manns upplýsingadeildar forsætis- ráðuneytisins, að geta borið upp þetta erindi án þess að móðga ís- lenska ráðamenn. „Fegar blaðamenn náðu tangar- haldi á ntér síðdegis í gær, var ég staddur á aðalfundi Útflutningsráðs fslendinga, að hlýða á merkan Jap- ana fræða okkur um hvernig við ættum að undirbúa okkur undir aukna markaðssókn í Japan. Þá varð mér það nú fyrst fyrir, eftir að hafa lesið textann, að ég lét segja mér þetta tvisvar. Hins vegar tek ég Svía alltaf ákaflega alvarlega," sagði Jón Baldvin. Hann fól skrifstofustjóra utanrík- isráðuneytisins, í fjarveru ráðuneyt- isstjórans, sem nú er staddur í Bern, að koma þeirri fyrirspurn á framfæri í gegnum sænska sendiráðið, til sænska utanríkisráðuneytisins hvort þeir staðfestu að hér væri rétt með farið. „Þar sem hafðir eru fyrir heimildinni háttsettir embættismenn sænsku ríkisstjórnarinnar, háttsettur embættismaður sænska utanríkis- ráðuncytisins og starfsmaður upplýs- ingaþjónustu forsætisráðuneytisins, vildi ég fá úr því skorið hvort þeir færu með rétt mál og lýstu með réttum hætti viðhorfum sænsku ríkisstjórnarinnar. Ef svo væri ekki þá teldi ég ráðlegt að íslenska utan- ríkisráðuneytinu bærist fyrr en síðar, skrifleg greinargerð frá sænsku ríkis- stjórninni. Helst áður en hin opin- bera heimsókn forsætisráðherrans hæfist." Fullnægjandi svör hafa að sögn engin borist frá sendiráðinu ennþá. Því var orðsendingin í gær send beint til sænska utanríkisráðherrans og utanríkisviðskiptaráðherrans. „Þessir ráðherrar fara með þá mála- flokka sem hér um ræðir, það er að segja samskipti innan EFTA og samstarf við ÉB. Að því mér hefur verið tjáð er búið að loka skrifstofum í Svíþjóð. Ég ætla ekki að segja til um hversu fljótvirkir hinir sérfróðu menn eru en ekki véfengi ég burði sænska utanríkisráðuneytisins til að svara þessu litla erindi,“ sagði Jón. jkb UNDANÞÁGA VEm FYRIR SÁDBYGGINU Undanþága hefur verið veitt frá verkfalli BHMR í svokölluðu sáð- byggmáli sem brunnið hefur á hlut- aðeigandi aðilum að undanförnu. Þetta kom fram í ræðu sem Stein- grímur J. Sigfússon, landbúnaðar- ráðherra, hélt við utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær. Kvaðst hann halda að þegar hann hélt ræðuna, væru flutningabílar þegar lagðir af stað austur og norður í sveitir með bygg og aðrar sáðvörur. Eins og Tíminn hefur greint frá var það álit manna að veruleg röskun yrði á sáningu byggs, hafra og annarra sáðvara, ef dreifing þess tefðist fram yfir 11. maí. Gunnar Sigurðsson, hjá undan- þágunefnd Félags íslenskra náttúru- fræðinga, sagði í samtali við Tímann í gær að frekari undanþágur yrðu ekki veittar í verkfallinu. Harka virðist hafa hlaupið í þessi mál, eftir að náttúrufræðingar stöðvuðu flutn- inga á litarefni til fóðurgerðar frá Kornhlöðunni í Sundahöfn í Reykjavík. Við innflutning á slíkum efnum þarf að fá leyfi og tilskilda skoðun. Vegna verkfallsins virðast menn hafa flutt þessi efni inn á öðrum tollflokkum en vanalega til að komast hjá því að stranda í leyfisveitingunni. Gunnar Jóhannsson, stjórnarfor- maður Fóðurblöndunnar, sagði að innflutningurinn hefði verið full- komlega löglegur. Hann hafi einung- is fallist á að senda umræddan hluta þessarar sendingar til baka vegna þess hve verkfallsvörðum hafi verið orðið heitt í hamsi og hann því óttast hið versta. SSH/KB Engin slátrun í verkfalli dýralækna: Ekkert nautakjöt Nautakjöt verður að öllum líkind- um ekki eins algengt á borðum íslendinga um hvítasunnuna og ver- ið hefur undanfarin ár. Næstu daga eftir helgina má jafnvel búast við að það hverfi með öllu af matseðlinum um einhvern tíma, eða svo lengi sem dýralæknar eru í verkfalli. Vegna verkfalls dýralækna hefur ekki mátt slátra nautgripum að undanförnu. Af því leiðir að nauta- kjöt er að verða uppurið hjá seljend- um. Hjá Afurðasölu Sambandsins fengust þær upplýsingar að þegar verkfallið hófst hafi verið til um mánaðarbirgðir af nautakjöti. Nú hefur verkfallið staðið á sjöttu viku og frá byrjun maí hefur ekkert verið til af kjötinu þar og er ástandið svipað annars staðar. jkb Fjölnienni var á áhcyrnarpöllum Alþingis í gær, er fram fóru umræður utan dagskrár uni kjaradeilu BHMR og ríkisins. Steingrímur Hennannsson forsætisráðherra sagöi það skyldu ríkisstjörnarinnar áð gera allt sem í hennar valdi stæði til aö leysa þessa deilu. Ríkið hefði nú þegar nánast teygt sig jafn langt til móts við deiluaðila og mögulegt væri. Óformlegar viðræður ættu sér ntí stað á ntilli deiluaðila. en forsætisráðherra sagðist þeirrar skoöunar aö tilgangslaust væri að fara út í formlegar viðræður, nema fyrirsjáanlegt væri að þær skiluðu einhverjum árangri. Hann kvaðst óitast að dcilur þessar leiddu til stofnunar cinkastofa, er seldu þjónustu á ýmsuin sviðum er ríkið hefði veitt áður. Sú þróun væri varhugavcrð, en ríkið hefði miklar skyldur sem ekki mætti fóma. Forsætisráðherra sagði að á vissum sviðum gæti ríkið orðið bótaskylt vegna deilunnar, sér í lagi ef þær aögerðir, eða það aðgerðarleysi sem framið væri af verkfallsfólki byggði á veikum lagaleguin grunni. Nefndi hann í því sambandi leyfisveitingar fyrir innflutningi á fóðri og sáðvörum. _^G

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.