Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 18. maí 1989 Samningar viö háskólamenn líklegir í dag ágrundvelli samningsdraga ráðherranefndarforsætisráöherra: Kennararnir tortryggnir á efndir ríkisvaldsins Allt benti til að samningar væru að takast við háskólamenn í ríkisþjónustu í gærkvöldi þegar Tíminn fór í prentun. Þá var orðið samkomulag um aðalatriði samningsuppkasts Stein- gríms Hermannssonar og samráðherra hans. Samningamenn háskólamanna sem rætt var við í gærkvöldi sögðu að hart væri tekist á í viðræðunum en ótrúlegt værí þó að upp úr slitnaði úr því sem komið væri. Átökin stæðu um orðalag ákveðinna greina í samningnum og voru það einkum samningamenn HÍK sem höfðu ýmislegt við orðalag samn- ingsins að athuga og voru tortryggnir á að ríkið myndi efna samninginn úr í æsar. í samningnum eða tilboðinu segir eitthvað á þá leið að endurskoða skuli launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins með það að leiðarljósi að þeir njóti sambærilegra kjara og þeir menn í hliðstæðum störfum með sömu eða svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð njóta á hinum almenna markaði. Síðan segir í samningnum að sam- tímis þessu skuli innbyrðis samræmis í launakerfi landsins gætt og tillit tekið til aðstæðna og samkeppnisað- stöðu á vinnumarkaði. Það var þetta sem háskólamenn ráku homin í í gær, einkum fulltrúar Hins íslenska kennarafélags. Þeir töldu að í þessu orðalagi fælust viss undanbrögð ogmótsögn. Farið hefði verið út í verkfallið til þess beinlínis að fá fram breytingu á launakerfinu, - að þeir nytu einmitt betri kjara - sambærilegra við þau sem fólk með ámóta langa menntun og ábyrgð nýtur á almenna vinnumarkaðinum. Því væri ekki hægt að tala um í sömu andránni að þeim markmiðum verði náð en þess jafnframt gætt að launa- kerfi landsins ríðlaðist ekki. Deilt var allhart um þetta á fundi samninganefndar HÍK og samninga- manna ríkisins og stóð fundurinn fram eftir kvöldinu. Að honum lokn- um voru stóru samninganefndir deiluaðila kallaðar saman á fund og var ætlunin að sitja við þar til samningur kæmist á. -sá Þórir Stephensen staðarhaldari í Viðey sýndi gestum husin 1 Viðey eftir að gestirmr hofðu neytt hadegisverdar i dooi borgarstjóra. TímamyndlrÁmi Bjama Viðey í gær, Höf n í dag í dag er fjórði og síðasti dagur opinberrar heimsóknar Ingvars Carlssonar forsætisráðherra Sví- þjóðar og konu hans Ingrid. Árdegis liggur leiðin til Hafnar í Hornafirði en forsætisráðherrahjónin halda til Svíþjóðar seinna í dag. í gærmorgun fóru gestirnir til Þingvalla en um hádegi var haldið til Viðeyjar þar sem Davíð Oddsson bauð til hádegisverðar. Meðal gesta í eynni voru, auk sænsku gestanna, embættismenn borgarinnar, lög- reglustjóri, staðarhaldari og mót- tökunefnd utanríkisráðuneytisins. Síðdegis í gær fundaði Ingvar Carls- son með íslenskum jafnaðarmönn- um á Hótel Borg og um kvöldið buðu sænsku forsætisráðherrahjónin til kvöldverðar á Hótel Sögu. SSH Óvenjuleg kveðjuræða við yfirmanna- skipti hjá Varnarliðinu: Fylgjendur hers hvattir til dáða Við yfirmannaskipti hjá Varnar- liðinu sem fóru fram s.l. þriðjudag flutti fráfarandi yfirmaður, Eric A. McVadon flotaforingi, allsérstaka kveðjuræðu þar sem hann hvatti þá íslendinga sem styðja veru hersins til dáða. Einnig beindi hann tali sínu að möguleikum til að gera hermenn- ina, konur þeirra og börn ánægðari með veruna á íslandi. í ræðu sinni sagði McVadon m.a. þegar hann velti fyrir sér hvað fram- tíðin mun bera í skauti sér fyrir Vamarliðið. „Fyrst vil ég beina orðum mínum að ísíendingum, bæði almenningi og embættismönnum. íslendingar sem styðja vem Varnarliðsins og Nató ættu að tjá hug sinn eins kröftuglega og eins oft og andstæðingar Varnar- liðsins gera. Þeir eiga að tryggja að opinber umræða um þetta mál ein- kennist af kröftugum skoðanaskipt- um en sé ekki einhliða ádeila eða langdregið eintal vinstrisinna. Leyf- ið ekki samlöndum ykkar að gera minni kröfur til Sovétríkjanna en þeir gera til Bandaríkjanna eða annarra landa. Þið sem þekkið hvað best til yfirmanna Varnarliðsins og annarrra yfirmanna Nató ættuð að mótmæla oftar í réttlátri reiði þegar ranglega er farið með staðreyndir eða þegar réttlát markmið eru rangfærð." Síðan vék McVadon flotaforingi tali sínu að stöðu Varnarliðsins og hugmyndum um að endurskoða stefnu ríkisstjórnar íslands gagnvart vem þess. í þessu sambandi sagði flotaforinginn að í framtíðinni, hugs- anlega þegar annað ríkisstjórnar- mynstur væri við völd, væri rétt að endurskoða hvort afstaða íslands og stuðningur við varnarliðið sé nægur og viðeigandi. „Eru íslendingar sátt- ir við það hvernig stuðningur, gest- risni og samvinna íslands og Varnar- liðsins hefur þróast á því nærri fimm áratuga skeiði sem þessir aðilar hafa verið bandamenn og íbúar sömu eyjunnar? Það eru vissir hlutir sem ekki kosta neitt en tilkoma þeirra myndi gera Vamarliðið virkara nú eða á stríðstímum og einfaldlega gera varnarliðsmennina, konur þeirra og böm ánægðari íbúa íslands, tíma- bundið. Hafa verður í huga að liðsmönnum varnarliðs Bandaríkj- anna er borgað svo til það sama hvort sem þeir eru við störf á fslandi, í Virginíu, Englandi, Þýskalandi eða Japan.“ Síðan benti flotaforinginn á að víða í þessum löndum em í gangi kostnaðarsamar stuðningsáætlanir við liðsmenn varnarliðs viðkomandi lands. Varpaði hann fram þeirri spumingu hvort fslendingar, sem ekki hefðu ráð á slíku, ættu ekki að huga að að annarskonar stuðningi. Seinna í ræðu sinni sagði McVa- don að mikilvægi Varnarliðsins á fsiandi væri jafnvel enn meira sem eftirlitsstöð á tímum afvopnunar og fækkunar í herliði Nató í Vestur- Evrópu. „Ef þið emð á sama máli og ég látið þá rödd ykkar heyrast. Mikilvægt er að rödd Nató á fslandi hljómi ekki einungis á ensku sem er töluð með bandarískum hreim.“ SSH Borgarstjóri Reykjavíkur bauð sænsku forsætiráðherrahjónunum til hádegisverðar í gær. F.v. Ingvar Carlsson, Davíð Oddsson, Ingrid Carlsson og Steingrímur Hermannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.