Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 18. maí 1989 Dómsmálaráðherra svarar fyrirspurn um símahleranir: Sex símahleranir sem af er árinu Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra hefur svarað fyrir- spurn Kristínar Halldórsdóttur þingmanns um símahleranir. A þvi tíu ára tímabili, sem fyrirspurnin náði til hefur að meðaltali 12,6 sinnum verið veitt leyfi til símahlerana. Símahleranir hafa farið vaxandi síðustu ár og það sem af er þessu ári hafa verið kveðnir upp sex úrskurðir um símahleran- ir. f svari ráðherra hvað varðar þær reglur sem um símahleranir gilda, kemur fram að samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála, segir: „Dómari getur, þegar öryggi ríkisins krefst þess eða um mikilsvert saka- mál er að ræða, úrskurðað hlustanir í síma sem sökunautur hefur eða ætla má hann nota.“ Alls hafa verið kveðnir upp 126 úrskurðir um símahleranir á 10 ára tímabili frá 1979 til 1988. Árið 1979 var enginn úrskurður kveðinn upp, árið 1980 tveir úrskurðir, 1981 þrír úrskurðir, 1982 fimm úrskurðir, 1983 sex úrskurðir. Frá 1984 hefur úrskurðum um símahleranir farið fjölgandi, en á því ári var 11 sinnum úrskurðað um símahleranir, 32 sinn- um árið 1985, 26 sinnum árið 1987, 27 sinnum 1987 og 14 sinnum á síðasta ári. Það sem af er þessu ári hafa sex úrskurðir verið kveðnir upp. Á framangreindu tímabili hefur í tveim tilvikum verið um að ræða beiðnir frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, annars vegar vegna stór- fellds innbrotsþjófnaðar og gruns um fíkniefnabrot og hins vegar vegna sama þjófnaðar, fjárkúgunar og heitinga um ófarnað. í öllum öðrum tilvikum er um að ræða beiðnir frá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, vegna rannsóknar á meiriháttar fíkniefnamisferli. Hvað fjölda úrskurða varðar getur verið um að ræða framlengingu á heimild með nýjum úrskurði og margir úrskurðir geta og verið vegna rannsóknar á sama máli vegna tengsla og fjölda grunaðra. Það er lögreglan sem annast síma- hlerunina, en Póst og símamála- stofnunin veitir lögreglu aðgang að símakerfinu gegn framvísun dóms- úrskurðar. Þingmaðurinn spurði um rétt þol- enda símahlerana. í svari ráðherra kemur fram að í réttarfarslögum sé ekki kveðið á um að þolanda skuli gerð grein fyrir því að hlerun hafi farið fram. Þá var ráðherra einnig spurður hvort tryggt sé að alltaf væri farið að lögum og reglum hvað símahleranir varðar. í svari ráðherra segir að dómstólar meti skilyrði til símahlerunar. Því verður að treysta að þeir gæti þess að símahleranir séu aðeins leyfðar að ríkar ástæður séu fyrir hendi. -ABÓ Hvítasunnukappreiðar Fáks: Fjöldi áhorfenda þrátt fyrir veður Hvítasunnukappreiðum hestamannafélagsins Fáks lauk á mánudaginn. Bæði var keppt í tölti, brokki, skeiði og stökki, auk þess sem gæðingar voru dæmdir. Verðlaunaafhendingar fóru fram í gær, annan í Hvítasunnu sem jafnframt var aðaldagur mótsins. Kappreiðarnar byrjuðu á fimmtu- dag með því að B-flokkur gæðinga var dæmdur. Þar varð Snjall efstur, eigandi hans er Unn Krogen. Annar varð hesturinn Kjarni sem Sævar Haraldsson á og Kraki Láru Jóns- dóttur þriðji. Á föstudag tóku við dómar í A-flokki gæðinga. Þar varð Fjalar, átta vetra efstur, eigandi hans er Guðmundur Jóhannsson, Dagfari, Davíðs Matthíassonar varð í öðru sæti og Tinni Sigvalda Ægis- sonar í því þriðja. Á laugardeginum voru dæmdir gæðingar, tölthestar barna og unglinga og kappreiðar. Úrslitin réðust síðan á mánudag. Þá byrjaði dagskráin með hópreið Fáksfélaga. Formaður félagsins setti að því búnu mótið formlega og unglingar sýndu tölt. Keppt var í 150 og 250 metra skeiði, 250 og átta hundruð metra stökki og þrjú hundr- uð metra brokki. Sá hluti mótsins var ekki aldursskiptur. í tölti sigraði Aðalsteinn Aðal- steinsson á Snjalli, Sævar Haralds- son á Kjarna varð annar og Hafliði Halldórsson á Flosa þriðji. í flokki unglinga sigraði Hjörný Snorradóttir á Þyrni, Edda Sólveig Gísladóttir varð önnur á Janúar og Róbert Petersen á Gjafari þriðji. í flokki barna tólf ára og yngri sigraði Sigurður V. Mattíasson á Bróður, Daníel Jónsson á Geisla varð annar og Edda Rún Ragnarsdóttir á Kára þriðja. í 150 metra skeiði sigraði Sigur- björn Bárðarson á Símoni, Sævar Haraldsson á Jóni Hauki varð annar og Erling Sigurðsson á Flugari þriðji. { 250 metra skeiði sigraði Erling Sigurðsson á Vana, Tómas Ragnars- son á Berki varð annar og Sigurbjöm Bárðarson á Snarfara þriðji. í 250 metra stökki bar Tómas Ö. Snorra- son á Súsúki sigur úr býtum en keppendur voru aðeins tveir. Átta hundruð metra stökk sigraði Magnús Benediktsson á Lótus og annar varð Gunnar Örn Williamsson á Valsi. I þrjú hundruð metra brokki sigraði Guðmundur Jónsson á Val, Jóhann- es Þ. Björnsson á Trítli varð annar og Vignir Jónsson á Blóma varð þriðji. „Mótið gekk mjög vel og töluvert af fólki kom til að fylgjast með, þrátt fyir leiðinlegt veður til að byrja með,“ sagði Sólveig Ásgeirsdóttir starfsmaður Fáks í samtali við Tímann. jkb Frá afhendingu heiðurslaunanna. Sitjandi eru (f.v.): Sigurður Arnalds, faðir Andrésar, Hlíf Sigurjónsdóttir, Þráinn Vigfússon, bróðir Hannesar Hlífars og Guðjón Pedersen. í aftari röð eru: Matthías G. Pétursson deildarstjórí markaðs- og söludeildar BÍ, Ólafur Jónsson, líftrygginga- deild, Guðmundur Oddsson, ritari stjómar, Ingi R. Helgason, forstjóri, Andrés Valdimarsson, Hreinn Pálsson og Jónas Hallgrímsson, stjórnar- menn og Þórður Þórðarson, skírteinadeild. (Tímam. Árni Bjama) BÍ afhendir heiðurslaun Brunabótafélag íslands veitti fjórum einstaklingum heiðurslaun á þriðjudag. Heiðurslaunin hlutu að þessu sinni Andrés Amalds, beitarþolsfræðingur, Guðjón Ped- ersen, leikari, Hannes Hlífar Stef- ánsson, skákmeistari og Hlíf Sig- urjónsdóttir, fiðluleikari. Andrés Amalds hlaut fjögurra mánaða heiðurslaun í því skyni að auðvelda honum að afla upplýsinga um hvað þurfi að gera í gróður- vemdarmálum til að þau komist í viðunandi horf. Guðjón Pedersen fær laun í þrjá mánuði til þess að verða fullnuma í leikstjóm. Hannes Hlífar Stefánsson hlýtur launin í tvo mánuði til að gera honum auðveldara að taka þátt í skákmótum erlendis. Hlíf Sigurjónsdóttir hlaut þriggja mánaða laun til þess að gera henni kleift að undirbúa sig og taka þátt í alþjóðlegri samkeppni fiðluleikara. Heiðursiaun BÍ hafa verið af- hent árlega frá árinu 1982. Það er stjórn félagsins sem velur hverjir hljóta launin, yfirleitt úr fjölda umsækjenda. -gs Skákklúbbur Flugleiða sigraði í Evrópukeppni flugfélaga í skák á úrslitamóti sem haldið var á Hótel Loftleiðum. Flugleiðamenn mættu liði SAS, sem var handhafi titilsins. Flugleiðir eru einnig heimsmeistarar í skák flugfélaga. -gs Framfærsluvísitalan - þriðjungur hækkunarinnar vegna bílatrygginganna: Nauðsynjar hækkað minna en munaður s.l. 12 mánuði Enn hækkar framfærsluvísitalan um 2% milli mánaða - aprí-maí. Ríflega þriðjungur þeirrar hækkunar, eða 0,7%, stafa af hækkun á bílatryggingum og verðhækkun á bensíni, sem telst hafa hækkað rekstrarkostnað einkabíls- ins um rúmlega 4% milli mánaða. Framfærsluvísitalan í maí reynd- ist vera 122,3 stig, og hefur þvt' hækkað um 22,3% síðan hún var sett á 100 í maí í fyrra. Síðustu þrjá mánuði hefur verðlag hækkað um 7,1%, sem umreiknað til árshækk- unar svarar til 31,5% verðbólgu. Það eru mikil umskipti frá þrem síðustu mánuðum ársins 1988, þeg- ar verðlag hækkaði aðeins um 0,6%, sem svaraði til 2,4% verð- bólgu. Þessi snöggu umskipti skýra m.a. þær miklu sviptingar sem orðið hafa við ákvörðun nafnvaxta óverðtryggðra inn- og útlána hjá bönkunum undanfarna mánuði. „Fátt er svo með öllu illt... “ segir máltækið - og má að nokkru færa það upp á þróun framfærslu- vísitölunnar frá maí 1988 til maí 1989. Það kemur nefnilega í ljós að verðhækkanir hafa alla jafna verið minnstar á þeim liðum sem flokka má til brýnustu lífsnauðsynja. Eftirtaldir liðir hafa t.d. hækkað minna s.l. ár en vísitalan í heild: Matvörur..................19,5% Föt og skófatnaður .... 17,8% Húsnæði, rafmagn/hiti . . 17,1% Heilsuvernd..............19,0% Póstur og sími...........16,9% Aðrir liðir hafa aftur á móti hækkað umfram meðaltalið: Einkabíllinn......... Alm.flutningatæki . . Drykkjarv./tóbak . . Húsgögn/heimilisbún. Tómstundir/menntun Snyrtivörur/snyrting . . 31,6% . 25,6% . 23,2% . 22,7% . 25,5% . 22,3% Veitinga/hótelþjón.......24,2% Vísitalan í heild .......22,3% Samkvæmt þessu hefur kaup- máttur þeirra lakast settu, t.d. lífeyrisþega og láglaunamanna (bíllausra) væntanlega ekki versn- að eins mikið í raun eins og meðaltalsreikningar sýna. En kaupmáttarútreikningar miðast sem kunnugt er við samanburð á hækkun launa/tekna annarsvegar og hækkun framfærsluvísitölunnar hins vegar. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.