Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. maí 1989 Tíminn 5 Eru Sauðfjárveikivarnir ekki á réttri leið við að útrýma riðu í landinu? Riða blossar upp á hreinsuðum svæðum Landbúnaðarráðuneytið hefur gert samninga við sex bændur um niðurskurð vegna riðu sem fundist hefur skyndi- lega í vetur og í vor. Jafnframt hefur verið staðfest að gerður verði fjárskiptasamningur við einn aðila til viðbótar, en riðuveiki greindist hjá honum í þessum mánuði. Flest þessara tilfella hafa hafa greinst á hreinsuðum svæðum, þar sem til hefur verið kostað hundruðum milljóna vegna fyrri niður- skurðar. Ymsir aðilar innan bændastéttar- innar og aðrir sem málinu tengjast hafa áhyggjur af því að þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni við riðuna skili ekki þeim árangri sem skyldi. Það sé ekki nóg að skera niður á þeim bæjum sem riðuveiki greinist á, biossi veikin upp á næsta bæ einu eða tveimur árum seinna. Þess vegna hefur þeim hugmyndum verið hreyft að skipta sýktum svæð- um niður í hólf og skera niður allt sauðfé í hverju hólfi fyrir sig, líkt og gert var í baráttunni við mæðuveik- ina forðum. Slík aðgerð yrði bæði erfið og kostnaðarsöm, en á það hefur verið bent að það sé líka kostnaðarsamt að eyða hundruðum milljóna í aðgerðir sem ekki skili árangri. Pálmi Jónsson alþingismaður og bóndi á Akri í V-Húnavatnssýslu er einn þeirra bænda sem skipað hefur verið að skera niður vegna riðu í haust, en hjá honum greindist síðast riðuveikitilfelli árið 1984. Pálmi seg- ir að þeir sem þekkja til riðuveikinn- ar, telji að þrátt fyrir að búið væri að skera niður á þeim bæjum sem riða er á, sem ekki er í öllum tilfellum, þá mundi hún samt sem áður koma upp á ýmsum bæjum innan sama svæðis, einhver næstu ár á eftir. Það sé hér um bil vitað að á þeim svæðum sem sýkt eru, muni alltaf koma upp ný og ný riðutilfelli, þrátt fyrir að skorið sé niður jafn harðan. Er hægt að treysta samn- ingum sem ekki eru heim- ildir fyrir á fjárlögum? Erindi frá landbúnaðarráðuneyt- inu barst til fjárveitinganefndar, vegna þeirra samninga sem þegar hafa verið gerðir á þessu ári. Þar kemur fram að ekki eru fyrir hendi bein framlög á fjárlagalið sauðfjár- veikivama vegna þeirra samninga sem nú hafa verið gerðir, né heldur eru heimildir í 6. grein fjárlaga til slíkra verkefna svo sem verið hefur. Segir í bréfinu að þrátt fyrir þetta Pálmi Jónsson alþingismaður segir það hér um bil vitað að á þeim svæðum sem riðuveiki sé viðloðandi, muni alltaf koma upp ný og ný tilfelli. hafi ráðuneytið talið það skyldu sína að bregðast umsvifalaust við þegar þessi alvarlegi búfjársjúkdómur kemur fram á hreinsuðum svæðum. Skuldbindingar vegna þeirra samn- inga sem nú hafa verið gerðir nema um 18 milljónum króna á verðlagi í mars. Þar sem ekki eru heimildir fyrir fjárskiptasamningunum á fjár- lögum vaknar sú spurning hvort þetta eru skuldbindingar sem unnt er að treysta að staðið verði við. Pálmi Jónsson á sæti í fjárveiting- amefnd neðri deildar og hann kveðst ætla að fara fram á það að landbún- aðarráðuneytið gefi nefndinni upp- lýsingar um hvað vænta megi að margir samningar verði gerðir á þessu ári, hvað kostnaður vegna þeirra verði mikill og hvaðan eigi að taka fjármagn til þeirra. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra í gærkveldi til að bera þessi mál undir hann. - ÁG Síðustu stúdentarnir frá Framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík. (Tfmamynd: Pjetur.) Framhaldsdeildin horfin úr sögunni Framhaldsdeild Samvinnuskólans var og útskrifaðir þaðan síðustu stjóri lýsti því yfir við skólaslitin að í Reykjavík var slitið á föstudaginn stúdentarnir. Jón Sigurðsson skóla- þar með lyki einnig starfi Samvinnu- skólans á framhaldsskólastigi. Þessi deild var stofnuð árið 1973. Henni var ætlað að taka við nemend- um úr skólanum í Bifröst og útskrifa þá sem stúdenta eftir tveggja vetra nám. Það hefur verið hlutverk henn- ar allar götur síðan undir öruggri stjóm Svavars Lárussonar yfir- kennara. Eins og menn vita starfar Sam- vinnuskólinn að Bifröst nú á há- skólastigi. Það voru því síðustu nem- endur Framhaldsdeildarinnar sem stunduðu þar nám í vetur leið. Þeir vom níu talsins og luku allir stú- dentsprófi. Hæstu einkunn í hópnum, 8,29, hlaut Jón Jóhannes- son. -esig Utanríkisráðherra fer til Finnlands Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, og frú Bryndís Schram fara í opinbera heimsókn til Finnlands dagana 23.-26.þ.m. í boði Pertti Paasio, utanríkisráð- herra Finnlands. 1 för sinni mun Jón Baldvin einnig hitta m.a. Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra, Harri Holkeri, forsætisráðherra og Mauno Koivisto, forseta Finnlands. Jón Baldvin mun ásamt föm- neyti heimsækja Joensuu, sem er vinabær ísafjarðar. ísfisksölur á Bretlands- og Þýskalandsmarkaöi vikuna 8. til 12. maí sl: 1707 tonn seld ytra ísfisksölur á Bretlands- og Þýska- landsmarkaði voru 1707 tonn í síð- ustu viku. Þar af vom rúm 872 tonn seld úr gámum í Bretlandi. Heildar- verðmæti alls fiskjarins nam rúmum 113 milljónum króna. Það voru þrír bátar sem lönduðu í Hull í Bretlandi, samtals 255 tonnum. Þetta voru Bylgja VE 75 sem seldi rétt tæp 100 tonn og fékk 76,76 króna meðalverð fyrir aflann, Sigurborg VE 121 sem seldi rúmt 81 tonn, meðalverð 69,76 krónur og Sólborg SU 202 með rúm 74 tonn, meðalverð 72,97 krónur. Af aflanum var hlutur ýsunnar tæp 140 tonn, þorskur tæp 60 tonn, en fyrir þessar tegundir fengust rúmar 80 krónur fýrir kílóið. Af usfa voru 22 tonn, meðalverð 32,51 króna, eitt tonn af karfa og fimm tonn af kola. Af blönduðum afla voru 27 tonn og fékkst 52,81 krónu meðalverð fyrir kílóið. Heildarverðmæti afla bát- anna nam tæpum 19 milljónum króna. Rúm 872 tonn voru flutt út af fiski í gámum, að verðmæti 61,5 milljón króna. Þar af var þorskur tæp 197 tonn, meðalverð 81,91 og ýsa 323 tonn, meðalverð 81,15. Af ufsa voru 28 tonn, meðalverð 31,89 krónur, karfi 10 tonn, meðalverð 53,54 krón- ur og koli 137 tonn, meðalverð 54,93 krónur. 63 tonn voru af grálúðu meðalverð 48,24 krónur og blandað- ur afli 113 tonn, meðalverð 62,71 króna. Tveir bátar lönduðu í Þýskalandi, samtals 579 tonnum, að heildarverð- mæti 33,3 milljónir króna. Þetta voru Viðey RE 6 með 255 tonn, meðalverð 63,65 krónur og Breki VE 61 með 323 tonn, meðalverð 52,88 krónur. Hlutur karfa í aflanum var 457 tonn, meðalverð 59,09 krónur, þorskur 24 tonn, meðalverð 47,61 króna, ýsa 15 tonn, meðalverð 81,84 krónur. Af ufsa voru 52,8 tonn seld, meðalverð 50,49 krónur og af blönduðum afla voru 29 tonn meðal- verð 43,37 krónur. A Súöavíkurmálið frá Hæstarétti: Frosti og Tog sýknuð Dómur var kveðinn upp í Hæsta- rétti í fyrradag í máli Súðavíkur- hrepps gegn Frosta hf. og Tog hf. á Súðavík og gagnsök. Niðurstöður Hæstaréttar voru þær að Frosti og Tog voru sýknuð af kröfum Súða- víkurhrepps að ógilt verði ákvörð- un stjórnar Frosta um sölu á um 42% hlutafjár til Togs hf. og einnig yrði ógiltur samningurinn þar sem aðilar gengu frá kaupunum. Hreppnum var gert að greiða hvor- um gagnaðila 250 þúsund krónur í málskostnað. f niðurstöðum dómsins segir að ekki hafi verið sýnt fram á að það brjóti í bága við hagsmuni Frosta að tveir stjómarmenn Togs hf. hafi jafnframt verið stjórnarmenn í Frosta, enda liggi ekki annað fyrir en að kaupverð og greiðslukjör hlutabréfanna hafi verið sambæri- leg því sem giltu þegar Frosti hf. leysti þau til sín. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.