Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 18. maí 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslasön Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sovétríkin og Kína Sambúð Kína og Sovétríkjanna hefur verið fjand- samleg í 30 ár, þótt hér sé um að ræða sjálf risaveldi kommúniskra stjórnarhátta og fyrrum vonarstjörnur þjóðfélagsbyltingarmanna um allan heim, þ.á m. á íslandi, það litla sem það var. Fjandskapur Sovétríkjanna og Kínaveldis spratt af ýmsum rótum, enda eiga þau landamæri saman og hvorugt veldanna saklaust af því að girnast lönd hins. Ágreiningur um kreddur í fræðum sósialista og kommúnista hafa einnig átt hlut að máli. Sá ágreining- ur hefur opnað augu milljóna áhangenda sósialisks og kommúnisks rétttrúnaðar á fallvaltleik pólitískra kenninga og þá alþjóðlegu lygi að í kjölfar marxisma og maóisma og annarra kreddubálka sósialismans sigli friður, mannúð og mannfrelsi. Ljóst má vera að nýir straumar fara um kínverskt þjóðfélag og hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu ár því lengra sem líður frá órum maóismans. Hin nýju viðhorf til stjórnmála birtast vissulega í stefnu stjórn- valda í efnahags- og fjármálum, sem er gerbreyting frá maóismanum. En aðgerðir stúdentasamtaka og ann- arra frelsishreyfinga leiða eigi að síður í ljós að óþolinmæði gætir meðal Kínverja um þjóðfélagslegar endurbætur, ekki síst að raunverulegt lýðræði komi í stað forsjárhyggju öldungaveldisins í Kommúnista- flokknum. Gorbatsjov forseti kemur til Kína með því hressi- lega yfirbragði sem honum er tamt og lætur ekki á öðru bera en að umbótastefna hans heima fyrir gangi vel og geti orðið Kínverjum góð fyrirmynd. Hann hefur eigi að síður orðið að mæta ýmsum öfgafullum viðbrögðum sovétþegna við stefnu sinni sem heimta meira frelsi en hægt er að miðla í bráð, og nú er hann vitni að mótmælaaðgerðum á leið sinni um Kína, þar sem stúdentar grípa til ýmiss konar tjáningarmáta Austurlandabúa á borð við hópsvelti, ef ekki sjálfs- íkveikjur á almannafæri, til þess að minna á, hve hægt gangi að koma á lýðræði í Kínaveldi. Heimsókn Gorbatsjovs til Kína er eigi að síður heimssögulegur viðburður, ekki aðeins að því er varðar samskipti Sovétríkjanna og Kína, heldur sem sönnun fyrir því að þjóðfélagssýn kommúnistaríkj- anna er að breytast, auk þess sem stórveldapólitík heimsins er öll á endurskoðunarstigi. Gunnar Gunnarsson í dag er minnst aldarafmælis Gunnars Gunnarssonar skálds og rithöfundar. Hann var fædur 18. maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal eystra, en ólst upp í Vopna- firði. Gunnar var af kunnum bænda- og prestaættum á Austurlandi, en fór eigi að síður fátækur unglingur til náms í Danmörku. Far ruddi hann sér til rúms sem kunnur skáldsagnahöfundur á danska tungu, þótt bókarefni hans væri ævinlega íslenskt. Frumsamdar bækur Gunnars skipta tugum og hafa verið þýddar á ótal tungumál. Gunnar Gunnarsson er einn mtstur frásagnameistari íslenskra manna fyrr og síðar og fer hróður hans vaxandi. Tíminn mun minnast ald; raf- mælis skáldsins sérstaklega í Helgarblaði, sen út kemur næstkomandi laugardag. GARRI llllllllllllllll! „Sænska influensan Samskipti okkar og Svía hafa yfirleitt verið heldur góð, þótt stundum hafi borið á því, að Stór- Svíar í kanselíum í Stokkhólmi liti svo á að „lilla bror“ í Ballarhafinu miðju þurfi nokkurrar sænskrar aðstoðar við á alþjóðavettvangi. Hefur því yfirleitt verið vel tekið af fslendingum, sem margir hverjir ólust upp við andfýluna úr Stór- Dönum. Þótt sænskir ráðuneytis- starfsmenn telji t.d. að Jóni Bald- vin sé kannski eitthvað ábótavant í fjölþjóðlegri forystu eins og innan Efta, fylgja slíkum skoðunum og yfirlýsingum staðfastar skoðanir stjórnmálaforystu Svía þess efnis, að hún æski einskis frekar en íslendingar hafi þá forystu sem þeim ber að hafa, og þeir, þ.e. Svíar muni styðja þá með ráðum og dáð í hvaða starfi sem f slending- um er falið á alþjóðavettvangi. Þetta eru m.a. yfirlýsingar Ingvars Karlssonar, forsætisráðherra Svía, sem hér er í boði Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra. Bítast á bræðraflokkar Við getum því látið okkur í léttu rúmi liggja [pvaða skoðanir súrkall- ar í sænskum stjórnardcildum hafa á færni íslenskra inanna á alþjóða- vettvangi. Ekki err vitað annað en íslcnski fjármálaráðhcrrann hafi haft forystu fyrir hópi ráðamanna úr ýmsum löndum í alþjóðlegu samstarfi, sem inikið bar á uni tíma, cn hefur nú minnkað umsvif- in, kannski vegna þess að ein aðal driffjöðrin í því samstarfi, þar sem Svíar voru þátttakendur, þarf nú að sinna ijárniálum þjóðar sinnar, eftir að hafa farið um landið á rauðu Ijósi með formanni „Det sosial demokratiske brödreparti“ á Íslandi, muni Garri sænskuna rétt. Það mun hafa verið Olav heitinn Palme sem fyrstur brá á það ráð forystumanna norrænna bræðra- flokka að ýfast við Jón Baldvin, eins og frægt varð á sínum tíma. Síöan hefur verið sæmilega kyrrt á milli bræðraflokkanna, þangað til nú, að einhver sænskur kjaftaskur hefur talað af sér á lieldur óheppi- legum tíma. Ingvar Karlsson telur efiaust að unnið hafi verið skenundarverk á sambúðarmálum þjóðanna, og sérstaklega á ágætri vináttuheimsókn þessa prúða nianns. Hin „mikla“ sænska frétta- stofa TT hcfur verið krafin um hcimildir að fréttinni um Jón Baldvin og Efta, en hún hefur borið fyrir sig, að hún geti ekki gefið upp heimildir. Ingvar Karls- son hefur heitið heimildarmanni hörðum ákúrum fyrir tilhæfulaust slúður, en samkvæmt heimildum er talið að þessi heimildarmaður sé í níu manna fylgdarliði sænska forsætisráðherrans. Fréttamaður TT fréttastofunnar sænsku, sem er ekki lengur mest fréttastofa á Norðurlöndum eftir Efta-frum- hlaupið, sendi höfund fréttarinnar til íslands til að fylgjast með heim- sókn forsætisráðherra. Hér hefur verið gengið hart að þessum frétta- manni að segja til um heimildar- mann. En hann er sagður hafa svarað því til að manninn væri að finna í níu manna hópi fylgdarliðs- ins. Lengra vildi hann ekki ganga. Jón Baldvin í flensu Aðeins einn maður tengdur Efta er í fylgdarliði forsætisráðherra. Hann er Ulf Dinkelspiel sendi- herra, „svensk chefsförhandlare" við Efnahagsbandalagið. Meira veit Garri ekki um málið. Hins vegar er það af Jóni Baldvin að frétta, að hann hefur legið í því, sem heimilislæknir hans hefur kall- að „sænska“ influensu síðan fyrir Hvítasunnu, og hefur því ekki mætt í þau boð, þar sem ráðherrum í íslensku ríkisstjórninni var ætlað að mæta, enda er borið við allt að 40 stiga hita (á Celsíus). Svo mikið er víst að ekki sat Jón Baldvin veislu þá sem Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, bauð til á Hótel Sögu á þriðjudagskvöld- ið til heiðurs sænsku forsætisráð- herrahjónunum. Það var fögur veisla og vel setin. Ingvar Karlsson, forsætisráð- herra, er svipfallegur og Ijúflegur maður. Hann virðist einn þeirra manna, sem fólk er fegið að hafa við stjórnvölinn, þótt örlögin hagi því þannig, að flokkur hans hafi ekki meirihluta á þingi. Nýjustu hugmyndir i efnahagsmálum í Sví- þjóð eru um einskonar skyldu- sparnað og mælast ekki vel fyrir. Hvað sem líður slúðrinu um Efta og væntanlega stjórn utanríkisráð- herra okkar þar á bæ, er alveg Ijóst að Ingvar Karlsson verður ekki sakaður um að vera andstæður okkur á nokkurn hátt. Hann er velkominn og viðkunnanlegur gestur. Garri Ruðst um stræti og torg Undur og stórmerki líta nú dags- ins ljós í austurvegi þar sem sovésk- ir og kínverskir ráðamenn láta svo lítið að tala saman eftir að hafa ekki yrt hvorir á aðra nema í hálfkæringi og undir rós í þrjá áratugi. Kínverjar eru farnir að ryðjast um stræti og torg og heimta frelsi og mannréttindi og fara ekki dult með að hvorutveggja sé af skorn- um skammti í ríkinu og þeir sem sitja í æðstu embættum verða að láta sér lynda að viðurkenna að kröfumenn hafi nokkuð til síns máls. Gorbatsjov sovétleiðtogi er á góðri leið með að flytja peristrokja sitt austur til Kína, að minnsta kosti er hann svo opinskár, að halda því frarn að engin ákveðin fyrirmynd af sósíalisma sé til. Ekki er langt síðan að svoleiðis yfirlýsingar töldust til guðlasts í kommúnistaríkjum, þar sem sov- éski kommúnisminn og Maódýrk- un voru opinber trúarbrögð í ára- tugi. Lýðréttindi í sjálfu sér er ekkert skrýtið þótt Kínverjar eða aðrir austurbyggjar krefjist frelsis og mannréttinda sér til handa. Hitt kemur manni frem- ur undarlega fyrir sjónir að þeir skuli fá leyfi til að vekja athygli á frelsisskorti á svo opinskáan hátt og nú sýnist gert í niörgum af stærstu borgúfn ríkisins. Opna umræðan og gagnrýnis- raddir í Sovétríkjunum, sem fengið hafa leyfi til að skamma yfirvöldin og jafnvel sjálfan flokkinn breyta áliti annarra þjóða á stjórnarfari á furðu skömmum tíma. Feluleikurinn og falsið sem ein- kennt hefur alla umræðu urn þjóð- félagsmál í kommúnistaríkjum hefur smám saman gert það að verkum, að fæstu er trúað sem áróðursmaskínurnar hafa sent frá sér í ómældu magni um langt skeið. Lengi hefur verið mikill siður að hefja kommúnismann til skýjanna, ekki aðeins í þeim ríkjum sem það stjórnarfar hefur náð fótfestu. heldur hafa skýjaglópar burðast við að berjast fyrir útbreiðslu fagn- aðarerindis rússneskra og kín- verskra hálfguða i öðrum heims- hlutum og hafa íslendingar ekki farið varhluta af því trúboði öllu og þeirri lífslygi sem því hefur fylgt. Betritíð? Sú tíð er liðin að menn trúðu á leiðtoga kommúnistaríkjanna, og var átrúnaðurinn þeim mun niagn- aðri sem ríki þeirra voru stærri. Það þótti sumum jafnvel bera vott um góðar gáfur að trúa sem mestri dellunni og útbreiða hana. En sósíalisminn er að breytast og vonandi er sá tími upp runninn að hætt verði að stjórna alræðis- ríkjum með hervaldi og lýðréttindi verði virt eins og meðal siðaðra þjóða. Upphlaup á torgum þurfa ekki endilega að vera upphafið að því að mannréttindi verði virt, en samt sem áður eru þau meðal teikna á lofti um að alræðið sé að losa um fjötrana á þegnum kommaríkjanna og er það vel. Vel getur svo farið að fréttirnar sem berast frá Kína þessa dagana séu vottur um batnandi heim, frið- sælli og að mönnum lærist, líka alræðissinnum, að deilumál á að leysa með viðræðum, eins og leiðtogar tveggja stærstu komma- ríkja heims eru nú að reyna eftir 30 ára fýlkupokaleik. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.