Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 18. maí 1989 VETTVANGUR Torfi Guðbrandsson: Hvað gerir þjóð á gjaldþrotsbraut? Kyndugur leiðari eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra birtist í DV 2. maí sl. Þar er m.a. reynt að gera skoplega úttekt á gerðum þriggja ónafngreindra ráðherra að því er virðist í þeim tilgangi helst að skemmta lesendum blaðsins að hætti Dagfara og annarra háðfugla. Pað er þó ekki allra að fara í þeirra föt enda brást skemmtistíllinn rit- stjóranum undir lokin þar sem hann setur fram tvær háalvarlegar fullyrðingar. Önnur er sú, að þjóð- félagið sé „á hraðri gjaldþrotsbraut um þessar mundir", og hefði nú verið eðlilegt að fylgja slíkri yfirlýs- ingu eftir með skilmerkilegum til- lögum um úrbætur, sem að gagni mættu koma til að afstýra slíkum voða. Annað var þó ritstjóranum meira í mun, nefnilega það, að finna sökudólginn. Og síðan kveð- ur hann upp þann dóm undir rós, að allt sé umræddum ráðherrum að kenna. Það er vegna þessara fullyrðinga að hér er stungið niður penna, því að þær sæta nokkrum tíðindum. Ég vil strax taka fram að ég er sammála ritstjóranum um fyrra atriðið, að þjóðfélagið er á gjald- þrotsbraut og það fyrsta sem við þurfum að gera er að viðurkenna það. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að hægt sé að skella skuld- inni á einn ákveðinn aðila og allra síst á þá ríkisstjórn, sem nú fer með völd. Hún hefur einmitt tekið fjármálin svo föstum tökum að sumum þykir nóg um. Það duga nefnilega engin vett- lingatök til að opna augu þjóðar, sem orðin er glámskyggn af að búa við falska velmegun um langt skeið. Menn vilja halda þeim lífsstíl, sem þeir eru búnir að temja sér og láta sig Iitlu varða háskann sem fólginn er í þeim flottræfilshætti að eyða meiru en aflast. Og fyrsti maðurinn, Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra, sem varaði við glórulausri fjársóun þjóðarinn- ar og hvatti til aukins sparnaðar, hlaut litlar þakkir fyrir, en mikið ámæli, sem sýnir að menn vilja ekki sleppa neinu og kæra sig kollótta um afleiðingamar. Stein- grímur setti upp sitt hættumerki á sl. hausti og stóð þar fáliðaður, en smám saman hefur safnast til hans lið vaskra manna, sem gera sér ljóst að vá er fyrir dyrum ef ekkert verður að gert. Ritstjóri DV er ekki ennþá genginn í þann hóp enda á hann óhægt með það, þótt hann hafi löngun til. Hann veit nú að þjóðin er á gjaldþrotsbraut og fjárhagslegt sjálfstæði er í hættu Það duga nefnilega engin vettlingatök til að opnaaugu þjóðar, sem orðin er glámskyggn af að búa við falska vel- megun um langtskeið. vegna ofurþunga erlendra skulda, en á hinn bóginn hefur innlegg hans í þjóðmálabaráttuna einkum gengið út á það að leyfa bæði hömlulausan innflutning á land- búnaðarvörum, eða með öðrum orðum flýta fyrir þjóðargjaldþrot- inu og drepa íslenskan landbúnað í leiðinni. Ýmsir framámenn í viðskiptalífinu og Neytendasam- tökunum hafa og tekið ástfóstri við kenningar hans um innflutnings- frelsið og myndu því kunna honum litlar þakkir fyrir sinnaskipti í þeim efnum. Þess er því ekki að vænta í bráð, að ritstjórinn kryfji orsakir yfirvofandi þjóðargjaldþrots til mergjar, og þaðan af síður að hann leggi fram gagnlegar úrbótatillögur eins og t.d.: Kaupið íslenska fram- leiðslu. Sóum ekki gjaldeyri með því að kaupa erlendan glysvarning. Erlendar landbúnaðarvörur eru ekki ódýrar, ef þær kosta hluta af efnahagslegu sjálfstæði okkar. O.s.frv. í>ó að þannig sé leitt að eiga ekki að sinni von á stuðningi ritstjórans í þeirri sjálfstæðisbaráttu sem framundan er, þá á hann samt skilið þakkir fyrir að vekja athygli á, hvað bíður okkar ef við sofum á verðinum. Þannig hefur hann væntanlega opnað umræður um leiðir til þess að koma í veg fyrir mikla ógæfu. Oft er harmsaga þjóðarinnar rakin til óhappaverks, sem tengt er Gamla sáttmála. Ef við viljum ekki að sagan endurtaki sig skulum við líta okkur nær og standa vörð um fjárhagslegt sjálfstæði íslands. Til þess þarf nýjan hugsunarhátt, ein- beittan vilja og ákveðna samstöðu. Samstöðu stjómmálamanna, fjöl- miðla, listamanna og síðast en ekki síst almennings. Enginn máskerast úr leik ef sigur á að vinnast í þeirri sj álfstæðisbaráttu. Trú og siðgæði skipta sköpum Ávarp kirkjumálaráðherra við setningu kirkjulistahátíðar Það er sönn ánægja að vera við setningu þessarar umfangsmiklu kirkjulistahátíðar. Hátíðin ber vitni um kraftmikið og fjölþætt starf kirkjunnar og minnir okkur enn á ný á þá staðreynd að listir og menning tengjast kirkjulegu starfi órjúfanlegum böndum. Saga þjóð- arinnar er besti vitnisburðurinn um gildi lista og hvers konar menn- ingarstarfsemi. Sú andlega leið- sögn sem við höfum fengið hefur ekki síst komið frá skáldum og listamönnum, sem störfuðu í krafti sterkrar trúar. Sá maður sem kirkj- an sem við erum í er kennd við, Hallgrímur Pétursson, hefur miðl- að miklu af sínum auði og er þá aðeins nefnt eitt nafn af fjölmörg- um andlegum leiðtogum fyrri tíma. Án slíkra manna værum við ekki sjálfstæð nútímaþjóð með blóm- legt lista- og menningarlíf. Það er ósk okkar að öðlast meiri hamingju og þroska og að auðga líf okkar með varanlegum andlegum verðmætum. Listin hefur ávallt verið kyndill sem vísar fram á þeim vegi. Þeir sem hér standa að verki og munu koma fram, munu með starfi sínu leggja lóð á þá vogar- skál. Forfeður okkar hafa af hug- sjón og fómfýsi skapað þá aðstöðu sem við búum við á grundvelli óbifandi trúar, trúar á lífið, skapara þess og skyldur mannkyns- ins til að varðveita það og bæta. Það er okkar að viðhalda þeim verðmætum til hagsbóta fyrir okk- ur sjálf og komandi kynslóðir. Það er ánægjulegt til þess að vita að það skuli vera unnt að flytja okkur fræga tónlist, myndlist og leiklist hér í Hallgrímskirkju. Með því tengist kirkjan betur hinu dag- lega lífi og göfgar umhverfi sitt með ógleymanlegum hætti. Með slíkustarfirækirkirkjan ennbetur hlutverk sitt og það er gott til þess að vita að fjölbreytni í kirkjulegu starfi fer vaxandi. Margar glæsileg- ar kirkjur hafa verið teknar i notkun á síðustu árum. Aukið starf er að koma í ljós í samræmi við vilja þeirra sem til stofnuðu. „Það er ekki unnt að skapa mikið listaverk án einlægrar mannástar" sagði Leonardo Da Vinci. Trú og siðgæði skipta sköp- um fyrir framþróun og batnandi mannlíf. Á sama hátt starfar listin að andlegri framþróun og betra lífi. Til að árangurinn verði sem bestur þurfa kraftarnir að tengjast saman og allir að leggjast á eitt. Það sem hér fer fram er lýsandi dæmi um slíka sameiningu kraft- anna. Alltof stór hluti af tíma þjóðar- innar fer í innbyrðis baráttu um tekjuskiptingu en of lítill í upp- byggingarstarf. Hinir ýmsu hópar sameinast um kröfur sínar og fylgja þeim fram. Þeir eru vissulega að vinna að bættum hag sinna um- bjóðenda en slíkt starf sameinar sjaldnast, það sundrar heildinni. Það starf sem hér fer fram samein- ar. Hér finnum við frið og ró og verðum hæfari til að takast á við okkar daglega starf. Héðan koma straumar sem virka jákvætt og bætandi á þjóðlífið. Þótt framfarir séu miklar þá er rótleysi, öryggis- leysi og einmanaleiki ekki minni en áður. Mikilvægi kirkjulegs starfs er því meira en oftast fyrr. Þökk sé þeim sem að hátíðinni standa. Ég er sannfærður um að aukið starf kirkjunnar í samvinnu við lista- menn mun færa okkur fram á veg. SAMVINNUMÁL SAMEINING í BRENNIDEPLI Kaupfélag Árnesinga á Selfossi var gert upp með 15,2 miljón króna halla fyrir árið sem leið, á móti 13,5 miljón króna halla árið á undan. Hafði þá verið færður til tekna 15 miljón króna söluhagnaður eigna á árinu. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur voru 31,9 miljónir, og hækkuðu um 13,4%. Kemur þar m.a. til að félagið seldi á árinu gamla kaupfélagshúsið á Selfossi með skuldabréfalánum og fékk þar inn vexti á móti eigin veðlánum. Heildarvelta félagsins árið sem KÁ á Selfossi var 677,1 miljón og jókst um 18,3%. Af öðrum búðum var salan mest í Þorlákshöfn, 112,5 miljónir. Sala iðnaðar- og þjónustudeilda hjá félaginu varð 315,5 miljónir og jókst um 23%. Þar af voru 70 miljónir hjá bifreiðasmiðju og aðrar 70 miljónir hjá apóteki félagsins. Hjá trésmiðju var veltan 60 miljónir leið var 1.611,6 miljónir, á móti 1.228,2 miljónum 1987, og jókst hún um 31,2%. Afskriftir námu 32 milj- ónum. Af veltunni var vörusala 1.269,8 miljónir, og er innifalin í henni um 170 miljón króna sala verslana í Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum sem KÁ rak rúm- an þriðjung ársins. Salan í Vöruhúsi og hjá kjötvinnslu 53 miljónir. Innheimtur söluskattur hjá félag- inu á síðasta ári var 238,5 miljónir og hækkaði úr 118,8 miljónum árið á undan. Er það um 100% aukning. Launagreiðslur hjá félaginu voru 273,6 miljónir árið sem leið. Meðal helstu atburða hjá félaginu á síðasta ári var að það seldi gamla kaupfélagshúsið á Selfossi og opnaði nýjar rekstrardeildir í Vík og í Vestmannaeyjum. í Vestur-Skafta- fellssýslu tók félagið á leigu hús fyrir þennan rekstur, en í Eyjum keypti það eignir og yfirtók skuldir af Kf. Vestmannaeyja. Á aðalfundinum voru gerðar nokkrar breytingar á samþykktum félagsins með hliðsjón af mögulegri sameiningu annarra sunnlenskra kaupfélaga við það. Samkvæmt nýj- um samþykktum er félagssvæði KÁ nú Suðurlandskjördæmi, að undan- skildum þeim félagssvæðum þar sem önnur Sambandskaupfélög eru starf- andi. Þá var einnig bætt við ákvæði um að verði af sameiningu við Skaftfell- inga og Vestmannaeyinga skuli fjölga í stjórn um einn mann frá hvorum þessara staða. Verði frekari stækkun á félagssvæðinu skal enn fjölga um tvo menn þaðan í stjóm. Þessar breytingar á samþykktunum voru samþykktar samhljóða á fund- inum, og einnig ályktun þar sem stjórn er heimilað að semja um samstarf eða sameiningu við starf- andi Sambandskaupfélög í Suður- landskjördæmi. Stjóm Kaupfélags Árnesinga er þannig skipuð að formaður er Þórar- inn Sigurjónsson, Laugardælum, og varaformaður Amdís Erlingsdóttir, Galtastöðum. Aðrir í stjórn em ErlingurLoftsson, Sandlæk, Gunnar Kristmundsson, Selfossi, Þorleifur Björgvinsson, Þorlákshöfn, og vara- maður er Ágústa Ólafsdóttir, Úthlíð. Fulltrúi starfsmanna í stjórn er Hákon Halldórsson. Kaupfélags- stjóri er Sigurður Kristjánsson. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.