Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í tilefni af aidarafmæli Gunnars Gunnarssonar, skálds í dag kl. 17.30. Ávörp flytja Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra og Steinunn Sigurðardóttir, varaformaður Rithöfundasambands íslands, Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor flytur erindi um skáldskap Gunnars Gunnarssonar. Leiklestur úr Svartfugli: Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson, Sigurður Karlsson og Gísli Rúnar Jónsson flytja. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Arnar Jónsson les kafla úr Fjallkirkjunni og flytur Ijóð eftir Guðmund Böðvarsson. Gísli Halldórsson flytur Ijóð eftir Hannes Péturs- son. Gunnar Kvaran leikur einleik á selló. Kynnir verður Kristbjörg Kjeld. Menntamálaráðuneytið 11. maí 1989. Dagskráin er öllum opin. Aðgangur ókeypis. Nám fyrir ISLANDS skola í febrúar 1990 hefst öðru sinni framhaldsnám í Kennaraháskóla íslands fyrir skólastjóra og yfirkennara við grunn- og framhaldsskóla sem hlotið hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu. Námið er skipulagt sem þrjú 5 eininga námskeið og tekur u.þ.b. eitt og hálft ár. Hvert námskeið hefst með tveggja vikna vinnu í Kennarahá- skóla íslands. Síðan tekur við fjarkennsla. Teknir verða 25 þátttakendur í námið. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími: 91-688700. Rektor. NORRÆNA HÚSIÐ P0HJ0LAN TAL0 NORDENS HUS i-n-nr iOI REYKJAVÍK K 17030 ISLAND Frá Norræna húsinu Umsóknir um sýningaraðstöðu í sýningarsölum Norræna hússins fyrir árið 1990 verða að hafa borist í síðasta lagi fyrir 25. júní 1989. Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist: Lars-Áke Engblom forstjóra Norræna húsinu v/Hringbraut 101 Reykjavík. Frá grunnskólunum í Mosfellsbæ Innritun nýrra nemenda fyrir næsta vetur fer fram í skólunum 18., 19. og 20. maí frá kl. 9-12. Áríðandi er að tilkynna nýja nemendur vegna deildaskiptinga næsta skólaár. 6-12 ára (0.-6. bekkur) í síma 666154 og 13-15 ára (7.-9. bekkur) í síma 666186. Skólastjórar Fimmtudagur 18. maí 1989 Fimmtudagur 18. maí 1989 Tíminn 11 Meðal umræðuefna á fundi íþróttamálaráðherra Evrópuráðs: Ofbeldi og lyfjanotkun Evrópukeppni félagsliða: Napoli tengslum við fþróttir meistarar /a i litífLi hór ó lonrlí fnnrliir íhrnttiim- a ua tii í Hmminn aA íhrnttnm Verðnr svninó verkanna sett Þann þrítugasta þessa mánaðar hefst hér á landi fundur íþróttam álaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins. Fundinn sækja allir íþrótt- amálaráðherrar viðkomandi landa, auk fjölda áheyrnarfulltrúa frá hinum ýmsu samböndum. Gert er ráð fyrir að aðgerðir vegna ofbeldis og átaka áhorfenda á íþrftakappleikjum, lyfjanotkun og efnahagslegt mikilvægi íþrótta verði aðalumræðuefni fundarmanna. Petta er sjötti fundur íþróttamálaráð- herranna og mun hann fara fram á Kjarvalsstöðum. Verkefnum á ráðstefn- unni er skipt í tvo meginmálaflokka. Annars vegar er um að ræða aukna samvinnu um íþróttastarf í Evrópu og hins vegar stefnumótun þeirra þátta íþróttamála sem efst eru á baugi. 1 kjölfar hörmulegra atburða á íþrótta- leikjum undanfarið er gert ráð fyrir að sjónir ráðstefnugesta muni einkum bein- ast að skýrslu formanns nefndar sem fæst við aðgerðir vegna ofbeldis og átaka áhorfenda á íþróttakappleikjum. Jafn- framt verður efnahagslegt mikilvægi íþrótta, drög að sáttmála varðandi lyfja- notkun í íþróttum, meiðsli, kynþáttamis- munur í íþróttum og margt fleira, tekið til umfjöllunar. Við Evrópuráðið starfar sérstök íþróttamáladeild sem fæst við gerð sátt- mála og samkomulags varðandi ýmsa þætti íþróttamála. Deildin heldur árlega fundi með fulltrúum ríkisstjórna og íþróttasambanda viðkomandi landa. Jafnframt halda ráðherrar ríkjanna, með reglulegu millibili, bæði formlega og óformlega fundi sín á milli um þessi mál. íþróttamál á íslandi falla undir menntamálaráðuneytið og er því Svavar Gestsson íþróttamálaráðherra hér á landi. Yfirleitt fylgja þessi mál menning- armálum og ráðuneytum sem hafa um sjón með þeim. Pó er til í dæminu að önnur ráðuneyti, eins og í einu tilviki landbúnaðarráðuneyti, skipi viðkomandi ráðherra. Gert er ráð fyrir að fundinn sæki fulltrúar allra 25 ríkjanna sem undirritað hafa menningarsáttmála Evrópuráðsins. Auk áheyrnarfulltrúa frá ráðgjafaþingi Evrópuráðsins, UNESCO, fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins, Al- þjóðlegu Ólympíunefndinni, Alþjóða- sambandi sérsambanda í íþróttum að ógleymdum fulltrúum frá Kanada, Ung- verjalandi og Póllandi. í tengslum við fundinn verður bryddað upp á ýmsu gestum til skemmtunar. Meðal annars hefur farið fram samkeppni meðal listamanna um viðfangsefni tengt íþróttum. Verður sýning verkanna sett upp á Kjarvalsstöðum. Skólakór Kárs- ness og strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, ásamt fleiri tónlistarmönn- um, frumflytja tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Þá mun Glímusamband íslands annast sýningu á íslenskri glímu á flötinni sunnan við Kjarvalsstaði, í lok fundarins. Einnig verður farið með gesti til Þingvalla og kynnisferð um Reykjavík. Jafnframt hefur verið gert sérstakt merki í tilefni fundarins, gefinn út póst- stimpill og tvö Evrópufrímerki. Fundin- um lýkur fyrsta júní og degi síðar halda hinir erlendu gestir af landi brott. jkb Napoli varð Evrópumcistari fé- lagsliða í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við Stuttgart 3:3 á heimavelli þeirra síðarnefndu. Napoli vann samanlagt 5:4. Leikurinn var mjög fjörugur framan af, en það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta ntarkið. Var þar að verki Brasilíumaðurinn Al- emao. Stuttgart svaraði fljótlega fyrir sig og var þar að verki Kiinsmann, eftir góða hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Napoli gerði út unt Evrópu- draum Stuttgart með tnarki Ferr- ara og síðan bætti Careca þriöja markinu við. Stuttgart klóraði í bakkann, er skot Gaudinio fór í de Napoli og þaðan í netið. Jöfnunar- mark Stuttgart kom á síðustu mín- útu eftir varnarmistök. Þar var að verki Olav Schmaler. Leikurinn var í heild góður og ánægjulegt að sjá lil Ásgeirs sem átti góðan leik og verður gaman að sjá hann spila með ísiensku lands- liðinu gegn Sovétmönnum í Moskvu. MM i -a=t==_„ lESTUNARÁHTLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.........24/5 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga SKifíADE/LD SAMRAAIDSJMS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVlK SlMI 698100 Á 1 A A Á A A A !AKN IRAIJMRA H.UININGA Kylfingarnir sem fóru „holu í höggi“ í golfinu á síðasta sumrí. 40mannsfóru „holu í höggi" Á dögunum fengu nær 40 íslendingar á öllum aldri viðurkenningu fyrir það afrek að fara „holu í höggi“ á síðasta sumri. Fyrirtækið Johnnie Walker veitti heiður- skjalið, en það er einnig veitt í mörgum öðrum löndum heims. Allir kylfingarnir verða sjálfkrafa félagar í Ein herjaklúbbi íslands, en það er félag íslendinga sem afrekið hafa unnið. Smáþjóðaleikarnir á Kýpur Tap fyrir Andorra í körfubolta Gengi íslensku keppendanna á Smáþjóðaleikunum á Kýpur var mjög misjafnt, fyrsta dag keppninnar í gær. Mesta athygli vakti tap íslenska karlalandsliðsins í körfu knattleik gegn Andorra 79-83, eftir að okkar menn höfðu yfir í hálfleik 43-42. í blaki sigruðu heimamenn íslensku strákana með þremur hrinum gegn engri. Sundmönnum okkar gekk hinsvegar vel og komust allir áfram í úrslitariðlana sem verða í dag. í frjálsum íþróttum varð Jón A. Magnússon í öðru sæti í hundrað metra hlaupi á 10,92. Súsanna Helgadóttir náði sama árangri á tímanum 11,95. Marta Ernstdóttir varð í 3. sæti í 1500 metra hlaupi. Gunnar Kjartansson var efstur keppenda í leirdúfuskot- fimi eftir fyrsta dag með 72 stig af 75 mögulegum. STAÐGREIÐSLA 1989 NAMSMANNA- SKATTKORT Breyft fyrirkomulag HVERJIR EIGA RÉTT ÁNÁMSMANNA- SKATTKORTI? Rétt á námsmannaskattkorti árið 1989 eiga þeir.námsmenn, fæddir 1973 eða fyrr, sem stundað hafa nám á vormisseri og nýtt hafa lítið sem ekkert af persónuafslætti sín- um á þeim tíma og ekki flutt hann til maka. BREYTT ÚTGÁFU- FYRIRKOMULAG Sú breyting hefur verið gerð að í ár þarf ekki að sækja sérstak- lega um námsmannaskattkort nema í undantekningartilvik- um. Ríkisskattstjóri mun á grund- velli upplýsingafráskólum um það hverjir teljast námsmenn og frá launagreiðendum um nýtingu persónuafsláttar þeirra gefa út námsmannaskattkort og senda til þeirra sem rétt eiga á þeim í byrjun júní nk. Námsmenn við erlenda skóla þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um námsmanna- skattkorttil ríkisskattstjóra. Útgáfu námsmannaskatt- korta annast staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150 Reykjavík. Sími 91 -623300. BREYTTUR GILDISTÍMI Gildistíma námsmannaskatt- kortsins hefur verið breytt. Nú er heimilt að nota námsmannaskatt- kortið frá útgáfudegi til og með 31. desember 1989 í staðjúní, júlí og ágúst eins og áður. Athugið að námsmanna- skattkort gefin út á árinu 1988 eru ekki lengur í gildi. BREYTT MEÐFERÐ PERSÓNUAFSLÁ TTAR Á námsmannaskattkorti 1989 kemur fram heildarfjárhæð per- sónuafsláttar sem kortið veitir rétt til en ekki mánaðarleg fjárhæð eins og áður. Við ákvörðun stað- greiðslu korthafa ber launagreið- anda að draga þennan afslátt frá eftir þörfum þar til hann er upp- urinn, samhliða persónuafslætti námsmanns samkvæmt aðal- skattkorti og skattkorti maka hans ef þau eru afhent honum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI JO» RCYKJAVIK 17030 ISLAND N0RRÆNA HÚSIO P0HJ0LAN TALO N0RDENS HUS Ræsting Norræna húsið óskar eftir að ráða starfskraft til ræstinga sem fyrst. Aðalvinnutími er kl. 7 til 11 á morgnana. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Heið- dal húsvörður í síma 1 70 30 milli kl. 9-11. Norræna húsið. Verkstæðissala Hornsófar og sófasett á heildsöluverði. Bólsturverk, Kleppsmyrarvegi 8. Sími 91-36120. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fYrír tölvuvinnslu. PRENTSMIOJ AN bm^ ddddct Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Hefurðu verðskyn? Þá skaltu líta nánar á þetta... KS145 kæliskápur 143 lítra kælirffæst einnig með frystihólfi 4 hiliur, 2 grænmetisskúffur, lítilstraumnotkun. Blomberg FS120 frystiskápur 113 lítra djúpfrystir, 4skúffur, lítil straumnotkun. Blombera Verðkr. 22.900,- Staðgr. 21.760.- Góð kjör. Verð kr. 28.900.-' Staðgr. 27.450.- Góð kjör. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NÆO BÍLASTÆÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.