Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 18. maí 1989 FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - Yitzhak Shamirforsætisráöherra ísrael sagöi við stuðningsmenn sína að hið nýja friðartilboð hans opnaði leio til bess að stöðva baráttu Palestínumanna gegn yfirráðum ísraela á hernumdu svæðunum á vesturbakkanum og Gazaströndinni. I kjöifar ummæla hans leituðu ísraelsk- ir hermenn leiðtoga uppreisn- armanna á Vesturbakkanum. WASHINGTON - Við- skiptahalli Bandaríkjanna minnkaði úr 9,82 milljörðum dollara í febrúar í 8,86 milljarða dollara í mars. Við þessar fréttir hresstist dollarinn all verulega og hefur ekki verið skráður hærri í langan tíma. WASHINGTON - Tals- maður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins fagnaði dómi vesturþýsks dómstóls yfir Mo- hammad Ali Hammadi líb- anska flugræningjanum, en hann var fundinn sekur um morð á bandarískum sjóliða. BEIRÚT-Fánarvorudregn- ir í hálfa stöng og verslanir voru lokaðar f Líbanon. Þjóðin syrgði Hassan Khaled sjeik hinn hófsama leiðtoga sunní múslíma sem myrtur var f öflugri bílasprengju í fyrradag. 21 vegfarandi lést einnig. Sýr- lendingar ftrekuðu ásakanir sína á Michel Aoun yfirmann hersveita kristinna manna og á Iraka, en Sýrlendingarsaka þá um ódæðið. BUENOS AIRES - Carlos Menem hinn nýkjörni forseti Argentínu hefur boðað til við- ræðna við fráfarandi ríkisstjórn um það hvernig takast eigi á við efnahagsleg vandamál sem safnast hafa upp að undanförnu. PANAMA - Panamískar hersveitir voru f viðbragðs- stöðu áður en sólarhrings- verkfall sem stiórnarandstað- an boðaði til átti að hefjast. Verkfaliið á að verða mótmæli við framkvæmd kosninganna á dögunum. Bandaríski sendi- herrann f Panama skýrði Bush forseta frá því að Noriega hefði ætlað að láta drepa Guiliman Ford varaforsetaefni stjórnar- andstöðunnar í kosningunum á dögunum, en Ford slapp naumlega úr höndum stuðn- ingsmanna Noriega eftir harkalega barsmfð. illlllllllllllllilllllllll ÚTLÖND Byltingartilraunin í Eþíópíu ekki runnin út í sandinn: Enn berjast uppreisn- armenn í Addis Ababa Að minnsta kosti tveir hershöfðingjar í her Eþíópíu voru drepnir í uppreisnartilraun sem hluti hersins stóð fyrir í fyrradag. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst því yfir að byltingarfilraunin hafi ekki tekist, þá brutust harðir bardagar út á götum Addis Ababa í gær og óvíst hver framvindan verður. Mengistu Haile Mariam forseti Eþíópíu hélt snarlega heim á leið úr opinberri heimsókn í Austur-Þýskalandi þegar átök brutust út að nýju í gær. Ababa. Ljóst er að ríkisstjórnin stóð af sér fyrstu atlöguna, en allt bendir til þess að málin hafi ekki verið að fullu útkljáð þrátt fyrir að ríkisút- Talsmaður Assfa Wossen, sonar Haile Selassie fyrrum keisara Eþíóp- íu, sagði að uppreisnarmenn væru að öllum líkindum að fylgja tilmæl- um Assfa Wossen um að steypa marxistastjórninni af stóli. Assfa Wossen sem verið hefur í útlegð í Bretlandi allt frá því Haile Selassie var steypt af stóli fyrir fimmtán árum, lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri keisari Eþíópíu og að hann muni halda til Eþíópíu til að taka við völdum eftir að marxista- stjóminni yrði bylt. Samkvæmt heimildum erlendra sendiráðsmanna í Addis Ababa börðust uppreisnarmenn innan hers- ins og hermenn hliðhollir stjórninni á götunum kring um varnarmála- ráðuneytið og við gamla flugvöllinn í Addis Ababa, skammt frá svefn- skálum sovéskra hernaðarráðgjafa sem starfa í Eþíópíu. Skriðdrekar tóku þátt í bardögunum. Enginn virðist nákvæmlega vita hvað gengur á í raun og veru í Addis varpið í Addis Ababa hafi sagt að uppreisnartilraunin hafi verið bæld niður. Ríkisútvarpið sagði að tveir for- kólfar uppreisnarinnar, þeir Merid Negusie hershöfðingi og starfs- mannastjóri hersins og Amha Desta majór í flughemum hafi látið lífíð og fjöldi herforingja handteknir. Mengistu forseti Eþíópíu sem stjómað hefur með harðri hendi í tóif ár, þurfti í gær að halda heim hið snarasta þar sem hann var í opinberri heimsókn í Austur- Þýskalandi, en Austur-Þjóðverjar styðja stjórn hans dyggilega með vopnasendingum. Byitingartilraun sem gerð var í fyrradag var ekki barin niður í fæðingu eins og Mengistu hélt. Aragrúi Kínverja í frelsisgöngum Aragrúi Kínverja tók þátt í kröfugöngum í gær og krafðist lýðræðis og aukins frelsis. Tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns tóku þátt í kröfugöngu í miðborg Peking og lauk göngunni á Torgi hins himneska friðar þar sem þrjú þúsund námsmenn eru í mótmælasvelti. Er þetta stærsta kröfuganga sem farin hefur verið í Kína allt frá því menningarbyltingin stóð sem hæst á sjöunda áratugnum. Sjónarvottar segja að göngumenn hafi komið úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins. Þarna voru iðnverkamenn, starfsfólk af hótelum, einkennis- klæddir póstmenn, jafnvel starfs- menn erlendra sendiráða. Svipaðar göngur fóru fram í mið- borg Sjanghæ þar sem allt athafnalíf lá niðri meðan á mótmælagöngum stóð, iðnaðarborgin Shenjang í norðurhluta Kína og í Chengdu í suðurhluta landsins. Þá voru mót- ■ mæli í borgunum Nanking, Harbin, Changchung og Senzhen. Vestur-Þýskaland: Flugræninginn Hammadi dæmdur sekur um morð Réttur í Vestur-Þýskalandi dæmdi í gær Líbanann Mohammad Ali Hammadi í lífstíðarfangelsi fyrir flugrán og morð efti tíu mán- aða ströng réttarhöld. Hammadi var fundinn sekur um að hafa myrt bandaríska sjóliðann Robert Stethem, en hann var farþegi í farþegaþotu bandaríska flugfélags- ins Trans World Airlines sem Hammadi og félagi hans rændu í júnímánuði árið 1985. Hammadi hefur alla tíð viður- kennt að hafa tekið þátt í flugrán- inu, en hann hefur neitað að hafa myrt Stethem og sakað félaga sinn um morðið. Saksóknarinn stað- hæfði hins vegar að upptökur á samskiptum flugturns og flugvélar sönnuðu að Hammadi hefði skotið Stethem á meðan félagi hans átti í samningaviðræðum við flugum- ferðastjórnina í Beirút. Hammadi var ekki aðeins dæmd- ur fyrir flugrán og morð heldur einnig fyrir að hafa smyglað sprengiefni inn í Vestur-Þýska- lands, en hann hafði sprengiefni í fórum sfnum þegar hann var hand- tekinn á flugvellinum í Frankfurt árið 1987. Rétturinn hafnaði kröfu Banda- ríkjamanna um framsal Hammad- is, en Bandaríkjamenn vildu draga Hammadi fyrir rétt í Bandaríkjun- um þar sem hann hafði myrt banda- rískan ríkisborgara í flugráninu. Hammadi og annar flugræningi héldu þrjátíu og níu bandarískum farþegum í gíslingu í sautján daga á sínum tíma. Fyrst á flugvellinum í Aþenu, þá á flugvellinum í Beir- út. Gíslunum var sleppt eftir að ísraelar leystu 700 skæruliða Shíta sem ísraelsher hafði tekið höndum í Suður-Líbanon. Flugræningjarnir komust þá undan, en Hammadi lenti seinna í klóm vesturþýsku lögreglunnar. Mótmælaaðgerðir þessar hafa truflað mjög heimsókn Mikhaíls Gorbatsjofs leiðtoga Sovétríkjanna. Honum hefur borist bréf frá náms- mönnunum sem buðu honum til fundar í háskólanum í Peking. Gor- batsjof sagðist hafa fundið til sín yfir þeirri hlýju sem í bréfínu hafi verið, en stúdentamir krefjast álíka um- bóta í Kína og Gorbatsjof er að koma á í Sovétríkjunum. Hann mun þó ekki fara á fund námsmannanna. Gorbatsjof kom fram í viðtali í kínverska sjónvarpinu í gær og sagði hann þar m.a. að unga fólkið í Kína væri hugsanlega að fara fram á breytingar sem ekki væru fram- kvæmanlegar á skömmum tfma. Hvatti hann fólk til stillingar og þolinmæði. Gorbatsjof undirstrikaði þá stefnu sfna og skoðun að hvert ríki yrði að finna sitt eigið form sósíalisma, eng- in ein formúla væri sú rétta. Havel leyst- ur úr prís- undinni Tékkneski andófsmaðurinn og leikritahöfundurinn Vaclav Havel losnaði úr prísundinni í gær eftir að hafa einingis afplánað helming fangelsisdóms er hann fékk fyrir andófsaðgerðir gegn tékkneskum stjórnvöldum 6. janúar. - Ég gleðst yfir því að vera leystur úr haldi. Fangelsisdómur- inn var út í hött, sagði Havel er hann kom út úr fangelsinu í gær. - Þetta er stórkostleg tilfinn- ing. Havel sagðist sannfærður um að stöðugur þrýstingur tékknesks almennings og erlendra samtaka og ríkisstjórna á tékknesk stjórn- völd hafi orðið til þess að honum var sleppt úr prísundinni svo snemma. Havel hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í kjölfar mótmælaöldunnar sem reið yfir Tékkóslóvakíu í janúarmánuði þegar tékkneskur almenningur minntist þess að 20 ár voru liðin frá því stúdentinn Jan Pavlec kveikti í sér til að mótmæla innrás Sovétmanna og þeim fjötr- um sem Tékkar voru bundnir í í kjölfar hennar. Kirkjan í Póllandi fær lagalega stöðu Pólska þingið setti söguleg lög í gær með því að gefa kaþólsku kirkj- unni lagalegan grundvöll í pólsku þjóðlífi. Með þessu er ríkisstjórn kommúnista í Póllandi fyrsta ríkis- stjórnin í austantjaldsríkjunum sem viðurkennir stöðu kirkjunnar í sam- félaginu, en guðleysi hefur verið einn hornsteina stefnu kommúnista- stjórna. í kjölfar hinna nýju laga er gert ráð fyrir að pólska ríkisstjórnin taki upp stjórnmálasamband við Vati- kanið og verður fyrsta austantjald- sríkið sem gerir það. Mikil barátta hefur verið milli ríkisstjórna kommúnista í Póllandi og kirkjunnar, allt frá því Jósef Stalín kom á leppstjóm í Póllandi árið 1944. Allar götur síðan hefur kirkj an verið kröftug miðstöð stjórn- arandstöðunnar í Póllandi og þjónar hennar margir hverjir glatað lífi í þeirri baráttu. Sem dæmi um er barátta hinna óháðu verkalýðssamtaka Samstöðu sem að miklu leyti er unnin í sam- vinnu við kirkjuna. Þá samþykkti Sejm, þing Pól- verja, einnig lög sem kveða á um algert trúfrelsi og einnig lög sem gefa hinum sextíu og tvö þúsund klerkum Póllands stöðu í félagslegu kerfi pólska ríkisins. Mikki vinsælli Ævintýri Mikka músar fást nú á fleiri tungumálum en biblían, rit Leníns og bækur Agötu Christie, ef marka má könnun sem gerð hefur verið á þýðingum í heiminum. UNESCO, menningarmálastofn- un Sameinuðu þjóðanna, segir að ævintýri Mikka músar hafi verið þýdd og gefin út á 284 tungumálum árið 1983 þegar könnunin var gerð. Næst Mikka kom Lenín, en ritgerðir hans voru gefnar út í 276 útgáfum, spennusögur Agöthu Christie í 262 og að lokum Biblían, sem gefin var út á 219 tungumálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.