Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atjan man. binding § 7,5% SAMVINNUBANKINN ÞRÚSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TIMANS 687691 T ríniinn FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1989 Lögðu hald á 430 grömm af kókaíni Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík vinnur nú að einu um- fangsmesta kókaínmáli sem upp hef- ur komið hér á landi og hefur hún lagt hald á 430 grömm af kókaíni í þessu eina máli, ekki er að fullu Ijóst hversu mikið viðkomandi menn hafa flutt inn. Frá áramótum hefur verið lagt hald á samtals 600 grömni af kókaíni. í tengslum við málið, og er rann- sókninni sem er mjög viðamikil ekki að fullu lokið, að sögn Ólafs Guð- mundssonar rannsóknarlögreglu- manns. -ABÓ Svartbaksegg úr Bjarneyjum Gunnar Ásgeirsson, snáðinn á myndinni hér að ofan, er að handfjatla egg á bryggjunni í Stykkishólmi, sem tínd voru í Bjarneyjum á Breiðafírði á hvítasunnudag. Á hverju vori er farið út í Bjarneyjar til eggjatínslu, en tíu aðilar í Stykkishólmi eiga eyjarnar og hafa nytjar af þeim. Það eru aðallega svartbaksegg sem þar er að fínna og voru um 200 egg tínd, en svartbakurinn er rétt byrjaður að verpa. Um tíu manns fóru til eggjatínslu að þessu sinni. Mynd: rr>Ksv' i>ormóftsson/-.\BÓ Dökkt útlit fyrir atvinnulausa og námsmenn í sumarleyfi: Tvær miðaldra konur urðu fyrir óvenjulegri lífsreynslu: Sýndi „tólin“ við bílrúðuna Tvær miðaldra konur sem voru að koma úr bíó í fyrrakvöld, urðu fyrir þeirri óvenjulegu lífsreynslu, að ung- ur maður fór að fíkta við tólin á sér upp við hægri hliðarrúðu bílsins sem konurnar voru í. Annarri konunni segist svo frá að þær hafi verið að koma út af mynd- inni Óbærilegur léttleiki tilverunnar, sem sýnd er í Bíóborginni. Það var komið fram yfir miönætti, þegar sýningu myndarinnar lauk og þær gengu sem leið lá að bílnum sem þær höfðu lagt í bílastæði við Rauðarár- stíginn. „Það voru fáir á ferli,“ sagöi konan, „við setjumst inn í bílinn og ég spenni á ntig öryggisbeltið og lít síðan á vinkonu mína til að athuga hvort hún sé ekki búin að spenna beltið, áður en við leggjum í hann. Þá blasa við mér gallabuxur frá mitti og eitthvað niður, opin buxnaklauf og tvær hendur að handleika slappt, lint og óásjálegt tippi. Gallabuxurn- ar og fylgihlutirnir voru eins og innrömmuð mynd frá mínu sjónar- horni. Ég hvísla til vinkonu minnar, milli samanbitinna tannanna að læsa hurðinni og mér tekst síðan að komast út úr þröngu bílastæðinu án frekari vandræða," sagði konan. Hún sagði að vinkonan hefði setið þannig í bílnum að hún hafi horft upp eftir manninum, sem hefði verið yfir meðalhæð og ungur. „Ég vor- kenndi honum hálfpartinn, það var svo kalt,“ sagði konan. Vinkonan sem búið hafði í stór- borg erlendis í hálft ár, þar sem ekki er allt mcð friði og spekt taldi sig ekki eiga von á uppákomu sem þessari í miðri Reykjavík um bjarta sumarnótt. -ABÓ Eitt umfangsmesta kókaínmál sem upp hefur komist hér á landi: Tveir menn sitja nú í gæsluvarð- haldi grunaðir um aðild að innflutn- ingi á kókaíninu frá Bandartkjunum og dreifingu þess hér á landi. Annar mannanna var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald frá síðasta laug- ardegi, en gæsluvarðhald hins mannsins var framlengt um 15 daga frá síðasta föstudegi, en hann hafði þá áður setið í 10 daga varðhaldi. Það var upp úr mánaðamótunum síðustu að tveir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna aöildar að þessu máli og sleppt nú í vikunni. Fleiri aðilar hafa verið yfirheyrðir Greiðslukortasvikin: Einn í gæslu Annar mannanna, sem hafa verið eftirlýstir fyrir að svíkja út þrjú greiðslukort og misnotkun á þeim, kom til landsins um helgina og var hann umsvifalaust hand- tekinn. Hann hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 24. maí nk. og er hann nú í yfirheyrsl- um. Hinn maðurinn er ennþá erlendis. Ekki er vitað með vissu hvar hann er, en talið er að hann sé í Bandaríkjunum. -ABÓ Atvinnurekendur vilja enn fækka starfsfólki Könnun Þjóðhagsstofnunar á at- vinnuástandi og horfum á vinnu- markaöi i apríl s.l. er langt frá því uppörvandi plagg fyrir námsmenn og aðra þá sem eru að leita sér að vinnu þessar vikurnar. Þar kemur m.a. fram að þrátt fyrir 1.800 manns skráða atvinnulausa í apríl höfðu fyrirtæki hug á að fækka fólki enn uin 200 manns til viöhótar. Til samanburðar má geta þess, að í sama mánuði í fyrra töldu vinnuveit- cndur sig vanta um 2.900 manns til starfa. Þar við bætist að stjórnendur fyrir- tækjanna búast við að ráða um 2.000 færri námsmenn til sumarafleysinga heldur en í fyrrasumar og sömuleiðis að þeir ráði afleysingafólkið seinna. Þá sýna vísbendingar fyrirtækj- anna að þau búast við samdrætti í starfsmannahaldi í haust m.v. stöð- una í apríllok - eða sem nemur fækkun í kringum 500 manns. Um nokkurn mismun er þó að ræða eftir starfsgreinum, eins og sjá má á þessum tölum um laus störf í apríl nú og í fyrra: LAUSSTÖRF Apríl Apríl 1988 1989 Fiskiðnaður 760 175 Alm.iðnaður 450 150 Byggingarstarfs. 270 20 'Versl/veitingar 60 - 330 Samgöngur 260 - 150 Annað 1.100 - 40 Samtals: 2.900 - 175 % afstarfsm.fj. 3,2 - 0,2 Vendipunktinn í þessari þróun - frá þenslu til atvinnuleysis - segir Þjóðhagsstofnun hafa verið s.l. haust. Allt frá árinu 1985, þegar þessar kannanir hófust, bentu þær til þess að jafnan vantaði fólk í 2.000 til 3.000 störf. En í október í fyrra hrapaði þessi tala niður í 500. At- vinnuleysistölur benda einnig í þessa sömu átt. Eins og af ofangreindum tölum má sjá er helst von um vinnu í fiskvinnslu (á landsbyggðinni) og almennum iðnaði. Byggingarfyrir- tæki vilja bæta við sig nokkrum fjölda verkamanna, en hins vegar fækka iðnaðarmönnum á móti. Hins vegar ber töluvert á að fyrirtæki í verslun og veitingarekstri vilji enn fækka'við sig fólki og er reyndar vaxandi tilhneiging í þá átt, að sögn Þjóðhagsstofnunar. Þess sama gætir raunar í öðrum þjónustu- greinum að sjúkrahúsum undan- skildum. Þjóðhagsstofnun telur vonir standa til að fækkun starfsmanna til haustsins verði ekki öll vegna upp- sagna heldur að hluta vegna fólks sem fer á eftirlaun og síðan ekki ráðið í þeirra stað. „Þó er ekki vafamál að áætlanir atvinnurekenda endurspegla að- gerðir þeirra til hagræðingar í starfs- mannahaldi, sameiningar fyrirtækja og minnkandi umsvifa. Hér er um samspil margra þátta að ræða og má m.a. nefna vísbendingar um að fisk- veiðiheimildir verði fullnýttar fyrr í ár en oft áður“, segir í tilkynningu Þjóðhagsstofnunar. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.