Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 - 98. TBL. 73. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 100,- ! I i i Í; Lyfjafræðingar upp á háa C-ið í samningum við apótekara: Samið um 10til15þús. króna hækkun á 2 tímum Þó svo það hafi ekki farið hátt virðist sem lyfjafræðingar hafi gert ein- hvern besta kjarasamning sem um getur í þeirri samningalotu sem nú er senn afstaðin. Á ríflega tveggja tíma löngum samningafundi tryggðu þeir sér tíu til fimmtán þúsund króna kauphækkun strax. Til viðmiðunar má nefna að ASÍ fólk fékk tvö þúsund krónur. Þessi samningur hefur farið svo hljótt að jafnvel Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ hafði ekki vitneskju um innihald hans. En VSÍ verður að leggja blessun sína yfir samninginn, því apótekarar eru í VSÍ. • Blaðsíða 2 RIDUVEIKI-FARALDUR í KÚM Á BRETLANDSEYJUM íslenskir bændur ættu að vera á varðbergi. í athyglisverðu viðtali við Sigurð Sigurðarson aðstoðaryfirdýra- lækni kemur fram að riðuveiki hefur fundist í kúm víðsvegar á Bretlandseyjum á síðastliðnum þremur árum. Sigurður segir að ástæða sé fyrir íslenska bændur að vera á varðbergi gagnvart þessu hér heima og fylgjast með skepnum sínum. Ástæða þess að kýr hafa smit- ast í Bretlandi er talin vera að riðufé hefur verið hakkað í kjarn- fóður handa kúm. • Blaðsíður 6 og 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.