Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. maí 1989 Tíminn 3 Verslun fyrir svanga sjómenn Samband íslenskra sam- vinnufélaga, Búvörudeild, hefur sett á stofn sérstaka skipaverslun, þar sem skip og bátar geta keypt aliar mat- og hreinlætisvörur á einum stað. Allar vörur sem skipaverslunin býður upp á eru annaðhvort á heild- söluverði svo sem kjöt, fatnaður, veiðarfæri og kartöflur, eða með 8-10% álagningu eins og pakkavara, dósamatur og grænmeti. Eiginleg verslun fyrir skip hefur ekki verið starfrækt hér á landi að því best er vitað síðan 1955. Skip- averslunin hefur gert samning við 12 fyrirtæki um vöruútvegun. Fyrsti viðskiptavinur verslunar- innar var frystitogarinn Haraldur Kristjánsson HF-1 sem var afgreidd- ur með um 2 tonn af matvælum 6. maí s.l. sW- Þess má geta í lokin, að sjómenn borða um 7,5 kg af lambakjöti á mánuði á meðan meðaljóninn torgar ekki nema 2,9 kg. -gs Alslemma ’89: 8 stórmót í bridge Bridgedeild Skagfirðinga, Bridgesamband Reykjavíkur og Ferðaskrifstofa íslands, í samvinnu við Forskot standa fyrir röð opinna stórmóta í bridge sumarið 1989. GÓÐAN DAGINN HREINSUM BÆINN! í DAG BYRJAR SÉRSTÖK HREIN SUNARVIKA ■Mt' MliMlHIHHBÍ^—ÍMHHHH LATTU ekki ÞITT EFTIR LIGGJA! Um er að ræða átta stórmót sem fram fara víðs vegar um land. Það fyrsta hefst í Gerðubergi í Reykjavík og verður það haldið í dag og á morgun, annað stórmótið er á Kirkjubæjarklaustri 10. til 11. júní á Hótel Eddu. Á Hrafnagili v/Akur- eyri verður mót 24. til 25. júní, í Reykholti í Borgarfirði verður mót 8. til 9. júlí og á ísafirði 22. til 23. júlí. í Húnavallaskóla verður mót 12. til 13. ágúst og á Hallormsstað verður mót 26. til 27. ágúst. Ofantal- in mót verða í húsnæði Eddu hótel- anna á viðkomandi stöðum. Áttunda og síðasta mótið verður í Félags- heimilinu í Kópavogi dagana 16. til 17. september. Ferðaskrifstofa íslands býður sérstaka gistipakka utan Stór- Reykjavfkursvæðisins í tengslum við bridgemótin. Þá njóta keppendur 35% afsláttar af flugi með Flugleið- um. Nú stendur yfir allsherjar hreinsunarátak í Reykjavík. Til að auðvelda starfið hefur borginni verið skipt í fjóra hluta. Megin þungi hreinsunarþjónustu á vegum borgarinnar verður í dag og næstu viku í Austurbæ. ÖFLUGT SAMSTARF ÍBÚA OG BORGAR Gripið verður til margvíslegra ráða til að ná settu marki m.a. í samvinnu við einstaklinga, íbúasamtök og félög sem hafa forystu um hreinsunarstarf í sínu hverfi. STUTT í NÆSTA RUSLAGÁM. Fólk getur gengið að ruslagámum vísum á 17 stöðum í borginni næstu vikur. Á fjórum þessara staða verða einnig gámar fyrir rafgeyma og rafhlöður eins og sést á kortinu. RUSL HIRT DAGLEGA AF GANGSTÉTTUM Ruslapoka er hægt að fá í hverfabækistöðum gatnamála- stjóra. Þéir verða hirtir daglega í þeim hluta borgarinnar þar sem hreinsunarvika stendur yfir. HVERFABÆKISTÖÐVAR ÞJÓNA BORGARBÚUM Hafið samband við hverfabækistöðvarnar ef ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð vegna hreinsunarátaksins. Til þeirra er einnig hægt að koma ábendingum er varða um- hverfið í borginni: Skemmdir á yfirborði gatna og gang- stétta, ónýt umferðarmerki eða vöntun á götumerking- um, holræsastíflur, brottflutning bílgarma og hreinsun gatna oglóða. STAÐSETNING OG SÍMANÚMER HVERFABÆKI- STÖÐVA Vesturbær: Njarðargata, Skerjafirði, sími 29921. Miðbær: Miklatún við Flókagötu, sími 20572. Austurbær: Á horni Sigtúns og Nóatúns, sími 623742. Breiðholt: Við Jafnasel, sími 74482 & 73578. Árbær, Selás og Grafarvogur: Við Stórhöfða, sími 685049. Heildarverðlaun fyrir besta samanlagða árangur í fjórum mótum verður sem hér segir, með fyrirvara um lágmarksþátttöku. 1. verðlaun 200 þús. krónur pr. mann, 2. verð- laun 100 þús. krónur pr. mann, 3. verðlaun 50 þús. krónur pr. mann og 4. verðlaun 25 þúsund krónur pr. mann. Að auki verða á hverju móti sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, að jafnaði um 100 þús. kr. samtals. Spilað verður um silfurstig á öllum mótum. Skráning á stórmótin er hafin og fer hún fram á skrifstofu Forskots í síma 91-623326 -ABÓ Verðlagsráð sjávarútvegsins: Humarverð gefið frjálst Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um að gefa verðlagningu á humri frjáisa á humarvertíð sumarið 1989, en humarvertíðin hefst í dag. Sléttuvegur Sundlaugavegur Vatnagarðar Bústaðavegur við tjaldsvaeði við Holtaveg við Fák Vlkan 13. - 19. maf Sigtún Austurbæjarskóli Meistaravellir Hamrahlið Njarðargata, Skerjafirði * Vlkan 3. júnf - 9. júnf Fjallkonuvegur við Foldaskóla Stórhöfði * Rofabær við Ársel Selásbraut við Suðurás Vlkan 27. maf - 2. Júnf Austurberg við Hólabrekkuskóla Arnarbakki við Breiðholtsskóla Öldusel við skólann Jafnasel * Kortið sýnir borgarhlutana, dagsetningar sórstakra hreinsunarvikna og staðsetningu rusla- gáma meðan á hreinsunarvikunum stendur. Laugardagur er upphafsdagur og aðal hreins- unardagur sérstakrar hreinsunarviku í hverjum borgarhluta. * Gámar fyrir rafgeyma og rafhlööur HREIN BORG, BETRI BORG! ARGUS/SIA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.