Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. maí 1989 Tíminn 5 Ásgeir Pétursson eigandi Dalsbúsins með einn hvítu högnanna. Tímamynd:Pjctur Ásgeir Pétursson loödýrabóndi í Mosfellsdal rekur eigin fóöurstöö í tengslum viö minkabú: Hagnaður þrátt fyrir lágt verð á mörkuðum Undanfarið hefur verið hart í ári hjá loðdýrabændum. En búgreinin getur borið sig fjárhagslega eins og Tíminn komst að raun um í heimsókn á Dalsbúið í Mosfellsdal. Ásgeir Pétursson eigandi búsins telur búgreinina eiga mikla framtíð fyrir sér ef komist verður yfír þá lægð sem núna ríkir á skinnamarkaðinum. aði við búið og fer öll starfsemi því tengd fram á staðnum. Hann rekur meðal annars sína eigin fóðurstöð og verkar skinnin. „Fóðrið er mikil- vægt atriði varðandi búgreinina. Loðdýrabændur nýta ýmis hráefni sem að öðrum kosti væri hent. í fóðurblöndunni hjá okkur eru að- eins um fimm til sex prósent innflutt efni, sem eru vítamín og fleira,“ sagði Ásgeir í samtali við Tímann. Sem dæmi um hráefnið má nefna fiskafganga, blóð, innmat kjúklinga Ásgeir Pétursson rekur minkabú í Mosfellsdal, Dalsbúið. Þar er hann með 1300 læður og hvolparnir í ár eru á sjöunda þúsund. Undanfarið hefur þessi búgrein átt mjög erfitt uppdráttar. Verð á skinnum í Dan- mörku hefur hríðfallið og fást nú frá 130 til 150 krónur danskar fyrir skinnið sem er ekki nema um helm- ingur þess verðs sem venjulega hefur fengist. Ýmsar ástæður liggja að baki verðfallinu en einna helst má þar kenna um gífurlegu offramboði á skinnum. Sem dæmi má nefna að þegar gott verð fékkst fyrir skinnin fjölgaði þeim í Danmörku milli ára ’87 og ’88 úr tæpum níu milljónum skinna í tólf og hálfa milljón. Dalsbúið er frekar gamalt miðað við önnur minkabú í landinu og er því mikill hluti eigna þess skuldlaus. Að sögn Ásgeirs getur hann því staðið af sér þessa lægð þegar verð skinna rétt nægir til að borga fóður- kostnað og verkun þeirra. Önnur loðdýrabú hafa aftur á móti lent í miklum kröggum vegna þess að ekki hefur fengist fjármagn til að greiða af lánum vegna uppbyggingarinnar. Ásgeir telur verð skinnanna óhjá- kvæmilega koma til með að hækka, það hafi sýnt sig að þessi markaður gengur í bylgjum, og ef búgreininni tekst að komast yfir þetta erfiðleika- tímabil, eigi hún mikla framtíð fyrir sér. Þá hafa ýmsar aðstæður innan- lands ekki verið eins og best verður á kosið og má þar meðal annars nefna endurgreiðslu á söluskatti til loðdýrabænda sem dregist hefur meira en góðu hófi gegnir. Jafnframt hefur úthlutun húsbyggingarstyrkja dregist á langinn. En Ásgeir hefur lagt í ýmsar framkvæmdir til að draga úr kostn- og svína, brauðafganga, grasköggla og fleira. Hann segir mikla vinnu fylgja rekstri eigin fóðurstöðvar, en fyrir sig séu kostirnir ótvíræðir. „Bæði kemur til að þá get ég sjálfur ráðið algjörlega samsetningu fóðursins og breytt henni að vild. Auk þess sem ég spara í flutningskostnaði þar sem Dalbúið er frekar langt frá nokkurri fóðurstöð,“ sagði Ásgeir. En á einu ári býr hann til um 350 tonn af fóðri. Eigin fóðurstöðvar loðdýrabúa hér á landi eru sjaldgæfar. Einkum vegna þess að mikil vinna fylgir öflun hráefnisins og vinnslu þess og því er óvíst að reksturinn borgi sig ef mjög stutt er að sækja tilbúið fóður. Þær eru aftur á móti mjög algengar bæði í Bandaríkjunum og Kanada eins og Ásgeir komst að raun um á ráðstefnu með þarlendum loðdýrabændum. „Þar í landi er rekin fóðurstöð við hvert einasta bú og bændur eru algjörlega á móti sameiginlegum fóðurstöðvum. Aðallega sökum þess að þeir vilja geta ráðið samsetningu fóðursins sjálfir og einnig vegna þess að oft er mjög langt milli búa og dreifingar- kostnaður yrði mikill.“ Á ráðstefnunni voru kynntar ýms- ar nýjungar í rekstri búanna sem Ásgeir hefur fullan hug á að prófa ef til þess fást tilskilin leyfi. Má þar meðal annars nefna að læðum hefur verið gefið mjólkurhormón í goti. En því meira sem þær mjólka þeim mun minni hætta er á að þær drepi undan sér hvolpana. jkb Bylgjan kannar leiðir til málsóknar á hendur sjávarútvegsráðuneytinu vegna ranglátrar úthlutunar. Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri segir: Komu ekki verr út Skipstjóra og stýrimannafélagið Bylgjan samþykkti á fundi sem hald- inn var 25. apríl sl. tillögu þar sem segir að leitað verði lögfræðiálits og kannaðar leiðir til málsóknar á hend- ur sjávarútvegsráðuneytinu, vegna ranglátrar úthlutunar til veiða á grálúðu og þorski. Þetta kemur fram í Vestfirska fréttablaðinu nýverið. í VF segir að aðdragandi málsins séu endurskoðuð kvótalög, sem mik- ið hafi verið rætt og deilt um. Lögin gengu í gildi nú um áramót og í Ijós hefur komið að þau hafa ekki verið til bóta fyrir Vestfirði. Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Tímann að Vestfirðir sem landshluti hafi ekki farið verr út úr breytingunni á kvótalögunum en aðrir. Þar sem Reynir Traustason formaður Bylgjunnar var á sjó þegar reynt var að ná tali af honum, vitnum við í ummæli hans í VF. Hann segir: „Þetta gengur ekki upp í fjórðungi eins og hér, þar sem allt er á heljarþröm og öll afkoma bygg- ist á þessum veiðum. Því á meðan flyst kvótinn yfir á til dæmis Aust- firði, en þar hafa þeir humar og síld til viðbótar á meðan við höfum nákvæmlega ekki neitt þess háttar." Árni Kolbeinsson sagði að eftir því sem hann kæmist næst byggðist óánægja þeirra á hvaða áhrif það hafði fyrir skip sem voru á sóknar- marki í fyrra, á aflaheimildir í ár. „Þetta er beinlínis ákveðið í lögun- um, hvemig þetta skuli reiknað," sagði Árni. Hann sagði að á grund- velli texta laganna, var sóknarmark skipanna í fyrra úthlutað aflamögu- leikum í ár. „Skip fyrir vestan fóru ekkert verr út úr þessu en önnur skip. Skip endurröðuðust hins vegar dálítið innan flokksins. Þau sem vel stóðu sig í sóknarmarkinu og höfðu allrúmar aflaheimildir þar, voru t.d. með tiltölulega litlar heimildir og áttu þar af leiðandi langt eftir upp í aflahámarkið sem þau mega taka í sóknarmarkinu, högnuðust á meðan önnur skip sem ekki veiddu eins mikið umfram sinn kvóta urðu held- ur undir. í heild eru sóknarmarks- skip á Vestfjörðum árið 1988 nánast jafnsett eins og þau hefðu ekki valið sóknarmark, þannig að ég verð að vísa því á bug að Vestfjarðarskipin hafi skaðast eitthvað frekar en önnur. Hins vegar endurraðaðist sóknarmarksflokkurinn og sum þeirra fengu skert aflamark í ár út á það að hafa valið sóknarmark, með- an önnur fengu rýmkað, bæði á Vestfjörðum og annar staöar," sagði Árni. -ABÓ Davíð Oddsson í óformlegum viðræðum við Ólaf Laufdal: Vill kaupa Broadway Á borgarstjórnarfundinum í fyrra- dag voru umræður um félagsaðstöðu í Breiðholtinu og lét borgarstjóri þess getið að hann væri að hugsa um að láta borgina kaupa veitingahúsið Broadway en þar yrði til húsa félags- starf fyrir unga og aldna Breiðholts- búa. Davíð upplýsti á fundinum að óformlegar viðræður væru þegar hafnar við eiganda veitingahússins, Ólaf Laufdal. Þetta kom afar flatt upp á borgarfulltrúa og hafði enginn heyrt um að þetta væri í bígerð. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi framsóknarmanna sagði við Tímann í gær að hún hefði vissar efasemdir um að Broadway væri heppilegt hús til félagsstarfs. Annað mál væri að Breiðhyltingar þyrftu á félagsaðstöðu að halda og það mál þyrfti að leysa. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær vegna þessa máls. -sá Jón Baldvin mótmælti í gærummælum aðmírálsins Jón B. Hannibalsson, utanrík- isráðherra kallaði í gær sendi- herra Bandaríkjanna á sinn fund og mótmælti fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar ákveðnum atriðum í ræðu Ericks McVadons aðmír- áls, sem hann flutti við yfir- mannaskiptin á Keflavíkurllug- velli. Jón Baldvin vakti athygli sendiherrans á ákvæðum fylgi- skjals varnarsamningsins þar sem kveðið er á um að varnarliðs- menn mcgi undir engum kring- umstæðum hafa afskipti af ís- lenskum stjórnmálum. Utanrík- isráðherra sagði sendiherranum ennfremur að hann teldi að ákveðna kafla ræðu aðmírálsins væri ekki hægt að túlka öðru vísi en sem íhlutum í íslensk stjórnmál. í fyrradag átti Jón B. einnig fund með sendiherranum og í kjölfar þess fundar barst bréf frá aðmírálnum þar sem hann harm- aði að ummæli sín hafi gefið tilefni til að ætla að hann hafi viljað hlutast til um íslensk stjórnmál. Slíkt hafi ekki verið í hans huga þegar ummælin féllu. - BG Þingi slitið Alþingi verður slitið klukkan tvö e.h. í dag. Frumvarp ríkis- stjórnarinnar um samræmda yfir- stjórn umhverfismála, eða um- hverfismálaráðuneyti, mun ekki afgreitt á þessu'þingi, en stefnt er að afgreiðslu þess í haust. Frumvarp félagsmálaráðherra um Húsnæðisstofnun ríkisins, þar með talin kafli þess um húsbréf, varð að lögum frá efri deild rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Þá varð sýslumannafrumvarpið, frumvarp um aðskilnað dóm- svalds og umboðsvalds í héraði, einnig að lögum í gær ásamt fleiri frumvörpum. Fundað var fram á nótt í sam- einuðu þingi og þar var vegaáætl- un mál málanna. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.