Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 Rannsóknarstofur o.fl., Ármúla 1A Tilboð óskast [ innanhússfrágang fyrir rannsóknarstofur o.fl. að Ármúla 1A í Reykjavík. Verkið felst í breytingum og innréttingum ásamt öllum kerfum, fyrir rannsóknar- og skrifstofur á 2., 3. og 4. haeð, ásamt geymslum í kjallara (alls um 1750 m2) og loftræstingu fyrir matsal á 1. hæð. Húsið Ármúli 1A var áður notað sem verslunarhúsnæði (Vörumarkaðurinn). Verkinu skal að fullu lokið 15. desember 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudag 2. júní 1989, gegn 10.000 - kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 13. júní 1989 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 _ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í breikkun Vesturlandsvegar í Ártúnsbrekku. Helstu magntölur eru: Uppúrtektogfylling: U.þ.b. 1500 m3 Undirbúningurundirmalbik: U.þ.b. 1600 m2 Vegrið: U.þ.b. 600 m Verklok eru 15. ágúst næstkomandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 23. maí gegn kr. 15.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 1. júní 1989, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í „Nesjavallaáeð - Einangrun og klæðning". Verkið felst í að einangra með steinull og klæða með áli u.þ.b. 22 km af 0 800 mm og 0 900 mm stálpípum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuveg 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 8. júní 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Nýlega komu hin svoköll- uðu Norðurlandafrímerki út í áttunda skipti. Myndefnið að þessu sinni er íslenskir þjóðbúningar, peysuföt og upphlutur. Myndirnar eru teiknaðar af Tryggva Tryggvasyni auglýs- ingateiknara, en hann hefur teiknað samtals um fjórtán frímerki önnur. Þegar Tryggvi fékk verkefnið í hendur hafði verið ákveðið hvert myndefnið skyldi vera en að öðru leyti fékk hann frjálsar hendur með vinnslu og uppsetningu. Myndirnar hefur hann unnið í samvinnu við starfsmenn Þjóðminjasafns íslands. „Ég ákvað að sýna búninginn út frá tveimur hliðum. Það má segja að þetta sé mikil nákvæmnisvinna. Myndin sjálf er teiknuð í sjöfaldri stærð miðað við það hvernig hún verður á frímerkinu. Því þarf að gæta vel að smáatriðunum svo ekki sé hætta á að þau falli út við minnkunina sem síðan er fram- kvæmd erlendis,“ sagði hann. jkb Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma, Tryggvi T. Tryggva- son auglýsingateiknari, Sigurþór Eil- ertsson yfirmaður frímerkjadeildar og Rafn Júlíusson póstminjavörður. Norðurlandafrímerkin í ár: ÞJÓÐBÚNINGAR KVENNA Mál Inga B. Ársælssonar gegn ríksendurskoðun: Forseti Alþingis veiti upplýsingar í byrjun þessa mánaðar leitaði lögmaður Inga B. Ársæls- sonar, sem rekur mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn ríkisendurskoðun og fjármálaráðuneyti f.h. ríkissjóðs, til forseta Alþingis eftir upplýsingum úr ríkisendurskoðuninni. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis hefur enn ekki tekiö afstöðu til þessa erindis eftir því sem Tíminn kemst næst. Einnig var í erindinu lögð fram fyrirspum um mögulegt vanhæfi ríkisendurskoðanda til að fjalla um mál þegar hann er talinn hafa brotið lagaákvæði. Forsaga málsins er sú að Ingi B. Ársælsson höfðaði mál gegn fyrr- nefndum aðilum til greiðslu bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi hjá ríkisendurskoðuninni á árinu 1984. Ríkisendurskoðun hefur neitað að láta f té upplýsingar sem Ingi telur veigamiklar við úrlausn málsins og því hefur lögmaðurinn lagt fyrrnefnda beiðni fyrir forseta Alþingis. Þær upplýsingar sem lögmaðurinn biður um fyrir hönd Inga eru í fimm liðum. ( fyrsta lagi fer Ingi fram á að fá greinargerð um meint refsiverð brot framin af starfsmanni eða starfs- mönnum ríkisendurskoðunarinnar á árunum 1983 og 1984. Þessi ósk er borin fram vegna þess að Ingi telur að hann hafi, vegna óréttmætu upp- sagnarinnar, sem hann sætti með bréfi hinn 14. febrúar 1984, verið tengdur blaðafregnum um fjármála- óreiðu hjá starfsmannafélagi Stjórn- arráðsins, sem fjallað var um í Þjóðviljanum 15. febrúar 1984 og í fleiri blöðum um það leyti. Var í blaðafréttinni talið, að annar þeirra, sem hlut áttu að fjármálaóreiðunni, hafi verið starfsmaður ríkisendur- skoðunar. Telur Ingi að þessi blaða- fregn og fleiri hafi orðið ásamt uppsögninni til að sverta hann í augum almennings. Þá telur Ingi að ríkisendurskoðuninni hafi sem stofnun borið að kanna þessi blaða- skrif og upplýsa um það hver niður- staðan hafi orðið, svo að saklausir starfsmenn hennar yrðu ekki rang- lega tengdir refsiverðum brotum. Ingi fer jafnframt fram á að fyrr- nefnt atriði verið kannað enn frekar því eftir því sem hann veit best var það sonur Halldórs V. Sigurðssonar, ríkisendurskoðanda, Sigurður V. Halldórsson, sem um þetta leyti var starfsmaður ríkisendurskoðunarinn- ar sem fréttin í Þjóðviljanum átti við um. Einnig er farið fram á að fá upplýsingar er varða skyldleika eða náin tengsl starfsmanna ríkisendur- skoðunar á árunum 1983 til 1984. Þá er farið fram á að lögð verði fram í málinu afrit af öllum áminningar- og aðvörunarbréfum rituðum til starfsmanna ríkisendur- skoðunarinnar á árunum 1980-84. í síðasta lagi fer Ingi fram á að fá upplýsingar um lausn á máli Sturlu Kristjánssonar við ríkissjóð, en Ingi telur að sáttin í því máli geti haft fordæmisgiidi við lausn máls hans. f bréfi lögmannsins til forseta þingsins segir ennfremur: „Ríkis- endurskoðandinn sjálfur átti mikinn hlut að þessum aðgerðum á sínum tíma og nú virðist umbjóðanda mín- um sem hann gangi fram í því að neita umbjóðenda mínum um mik- ilsverð gögn og upplýsingar, sem varða möguleg réttarbrot ríkisend- urskoðandans sjálfs. Af þessu tilefni vill umbjóðandi minn spyrja hvort ekki gildi þær reglur um ríkisendur- skoðandann eins og aðra opinbera starfsmenn, að þeim beri að víkja sæti þegar til umfjöllunar eru mál, sem varða möguleg brot þeirra í starfi." Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis hefur verið erlendis undanfarna daga en kom aftur í gær. Ekki náðist f Guðrúnu í gær en áður en hún fór utan sagðist hún í samtali við blaðið ekki hafa komist til að kynna sér málið. SSH V Ódýrar bókahillur fyrir skrifstofur og heimili í eik, teak, furu, beyki, hvítar með beykiköntum og askur svart og hvít-bæsað IIHIIRI8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.