Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 KENNARA HÁSKÓLI Almennt kennaranám ÍSLANDS til B.ED.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara- nám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Umsækjendur koma til viðtals dagana 8.-14. júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrirumsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok framhaldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning. Stúdentsefni frá í vor láti fylgja umsókninni stað- festingu frá viðkomandi framhaldsskóla um rétt þeirra til að þreyta lokapróf. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykja- vík, sími: 91-688700. Rektor. hrarik RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Sumarhúsaeigendur 111111 ÁRNAÐ HEILLA liiiiiliilllllllllllllllllllliiljlillillllllllllllll Sextug: Jónína Guðbjörg Björnsdóttir Fædd 21. maí 1929 Við búseturöskun þá sem varð á seinni hluta síðustu aldar svo og þeirrar sem nú er að líða, að loknum mesta þunga Ameríkuferðanna, urðu þéttbýliskjamar við sjávarsíð- una fyrirheitna landið hjá þeim sem vegna ónógra afkomumöguleika í dreifbýlinu fluttu í burt og leituðu sér nýrrar staðfestu. Meðan atvinna var næg voru kjör þessa fólks bærileg og tóku langt fram kjörum vinnu- fólks og smábænda í sveitum. Er atvinna dróst saman og einkum upp úr 1930 þegar heimskreppan fór að segja til sín með stórfelldu atvinnu- leysi, varð afkoma íbúa þéttbýlis- staðanna nær óbærileg vegna ör- birgðar. Vegna þessara aðstæðna barst Nína að Oddgeirshólum eftirminni- legan síðsumardag árið 1936. Hún lét ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn þar sem hún sat við eldhúsborðið þegar engjafólkið kom í kvöldmat- inn, smávaxin og ekki skartbúin með allar sínar eigur í einu klút- horni. En það kom fljótt í ljós að hún var ekki öll þar sem hún var séð. Það sást brátt að hún bjó yfir þeim auði sem ekki verður með verði keyptur en það var einstakt léttlyndi og græskulaus kátína sem öllum kom í gott skap. Einnig ómæld góðvild til handa mönnum og mál- leysingjum sem hefur fylgt henni æ síðan. Hvarvetna þar sem Nína hefur verið, hefur hún haldið uppi gleði og kæti á græskulausan hátt með sínu góða skapi. Ekki hafa sorgir sneitt hjá Nínu. Þeim hefur hún mætt með ró og æðruleysi og miðlað öðrum af styrk sínum og sálarjafnvægi. Nína hefur verið útivinnandi frá unga aldri. Ekki hefur hún þó gert víðreist milli vinnustaða. Nú um mörg undanfarin ár hefur hún veitt forstöðu iðjuþjálfun á taugadeild Borgarsjúkrahússins í Reykjavík og unnið sér þar loflegan vitnisburð þeirra sem þar hafa notið dvalar. Fátt sýnir betur kjark Nínu, en þegar hún á síðari árum sótti skóla og námskeið til að fullkomna sig í starfi ogleita sér starfsréttinda. Kom henni þá til góða dugnaður, greind og réttilega metið sjálfstraust. Um leið og við systkinin frá Oddgeirshólum óskum Jónínu allra heilla um ókomin ár, þökkum við henni margar ánægjustundir, sem hún hefur veitt okkur og fjölskyldum okkar. Ólafur Árnason. H|||||'T!IHII MINNING ll:l::iaillllllllll!!'Hlllllllllll!P';l:lllllllllll|l!l\i:|||||||||||i;ril||||||||||||l|:i:llllllllll^ .................................................. Arnessýslu Þeir sumarhúsaeigendur í Árnessýslu, sem óska eftir tengingu við veitukerfi Rarik í sumar, eru beðnir að skila inn umsóknum sínum fyrir 1. júní n.k.,.til skrifstofu rafmagnsveitnanna, Gagnheiði 40, 800 Selfoss. Nánari upplýsingar fást á skrifstofunni í símum 98-21144/21882. Rafmagnsveitur ríkisins. Félagsmála- stofnun Hafnar- fjarðar óskar eftir góðum sveitaheimilum sem geta tekið börn í sumardvöl á aldrinum 6-14 ára á tímabilinu júní-ágúst. Upplýsingar veitir Harpa Ágústsdóttir í 91-53444, alla virka daga milli kl. 10 og 12. síma Margrét J. Thorlacíus frá Öxnafelli Kveðja Fjóla er hnigin að foldarbarmi. Tregi er þungur og tár á hvarmi. Klökkvi og greinist í klukknahljómi, en helgi friðar í hörpuómi. Vökunni héldu hjá vöggu þinni auðnudísir af elsku sinni. Gjafir þér fœrðu gulli dýrri, og braut þin laugaðist birtu skýrri. Gekkst þú um vegu að guðs þíris vilja. - Að grœða og líkna, að gefa og skilja. Fyrir lífþitt og starf gafst lœkning sára og mildur geisli úr móðu tára. AVINNSLU- HERFI Viðurkennd hlekkjaherfi 2 stærðir fyrirliggjandi Breidd Þyngd Verð 2,90 m 152 kg kr. 20.700- 3,50 m 179kg kr. 24.900- KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Við þáttaskilin berst þökkin djúpa og brennheit tárin á beð þinn drjúpa. Hver reisir merkið svo roði af degi og angi rósir á auðnuvegi? í árdagsskini er önd þín borin að skauti þess guðs sem skapar vorin. Opnar þér faðminn eilífðin bjarta. - Vermir þín minning hrœrt vinarhjarta. Jórunn Ólafsdóttir Sörlastöðum Nám í uppeldisgreinum _KENNARAi fyrir verkmenntakennara -tMM- á framhaldsskólastigi ISLANDS a Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslurétt- inda fyrir list- og verkmenntakennara á framhalds- skólastigi hefst við Kennaraháskóla íslands haust- ið 1989. Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sérgrein sinni. Námið fullnægir ákvörðun laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt í tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 25. til 29. ágúst 1989 að báðum dögum meðtöldum og lýkur í júní 1991. Umsóknareyðublöð liggja frammi. á skrifstofu Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Umsóknarfrestur er til 9. júní 1989. Rektor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.